Morgunblaðið - 08.04.1964, Síða 13

Morgunblaðið - 08.04.1964, Síða 13
Miðvikudagur 8. apríl 1964 MORCUNBLAÐIÐ 13 táknræn. Hver vestrænn rit- höfundur, sem talar við rithöf- und frá Ráðstjórnrríkjunum, hiýtur að verða þess var, að stundum eru eins og hvorugur viti raunverulega hvað hinn er að fara“. Jón Óskar segir, að rithöf- undar í Ráðstjórnarríkjunum virðist „löngu hættir að hugsa um þau vandamál sem við er- um sí og æ að velta fyrir okkur og deila um, eins og til dæmis frelsi listamanna og tækifæri til að koma verkum sínum á fram- færi“. Höfundur hitti að máli fleiri andans menn þar eystra. Túlk- urinn snaraði einu ljóði eftir hann og arkaði með höfundinn á fund ritstjóra bókmenntatíma- rits. Ritstjórinn hafnaði kvæðinu á þeim forendum, að ekki tæki að birta aðeins eitt kvæði: „En Vadím (túlkurinn) efaðist ekki um það, að þegar hann væri bú- inn að þýða fleiri ljóð, mundi rit stjórinn taka þeim tveim hönd- um.“ Pegar heim kom, lét höfund- ur ekki á sér standa og sendi bækur sínar austur. En þá var hann ekki virtur svars. Laxness segir, að undir Stalín hafi ekki verið hægt að trúa orðum bezta vinar síns í þvísa- landi. Jón Óskar kveður ekki svo fast að orði, enda var Stalín andaður og komirin í glerhús, þegar hann ferðaðist um landið. Engu að síður virðast Rússar enn hafa kunnað að leika tveim skjöldum. Vonandi eru þeir nú vaxnir upp úr því að gera at i langþreyttum ferðamönnum. Reisubók Jóns Óskars er ekki samfelld ferðasaga, heldur laus- ir þættir, sumir harla snubbótt- ir. Frásögnin er alþýðleg og hisp urslaus, en ekkert fram yfir það. Höfundur er alvörumaður, laus við spjátrungsskap og galgopa- hátt. Hann slær ekki um sig með hnyttnum athugasemdum og hót fyndnum líkingum, þótt efnið gefi stundum tilefni til þess. Mest furðar mig, að hann skuli ekki skrifa persónulegri stíl en raun ber vitni. Stundum dettur manni í hug, að hann hafi gef- izt upp og hlaupið frá hálfnuðu verki, t.d. í kaflanum Ráðstjórn- arríkin hverfa. .. . Þar 'hefur and inn blásið honum i brjóst gríða- mikla mælsku, sem endist í eina blaðsíðu .Og sem maður les þessa síðu, finnst manni það vera upp haf á löngum kafla. En viti menn — kaflinn er þá ekki lengri. Á næstu síðu byrjar annar kafli. Sums staðar bregður fyrir furðu viðvaningslegu orðalagi eins og þessari athugasemd um fólkið -á Italíu: „Var nú ekki hægt að fá það til að vilja fas- isma?“ í kaflanum Rústir stendur þessi forklúðraða málsgrein: „Það var mynd af Colosseum í kennslubókinni minni, þegar ég var í skóla að læra landafræði og mannkynssögu eins og við er- um öll vön að gera.“ Á öðrum stað skjótast fram eftirfarandi setningar í ræðustíl séra Bjarna: „Fátæktin er hér, en auðæfin eru hér líka. Hver er fátækur og hver er ríkur?“ Víða hefur höfundur þann hátt, þegar hann hefur setning- ar eftir útlendingum, að hann til færir þær fyrst á því máli, sem talað var, en þýðir síðan á ís- lenzku. Þess konar tvítekning er óþörf og þreytandi. Þeir, sem skilja málin þurfa ekki á þýð- ingum að halda. Og hinir, sem ekki skilja þau, eru engu nær. Endursögn úr einu máli á annað er því aðeins nauðsynleg, að höf undur setji fyrirvara um þýð- ingu sína. En sleppum því. Það er ekki hægt að dæma bók eingöngu eftir stíl og áferð, enda fer mann gildið ekki eftir því, hve vel er komizt að orði. Verkefni skálds- ins er víðtækara en svo, að felist í orðalaginu einu saman. Skáld- ið er rödd sinnar þjóðar. Og þá fyrst verður sú rödd hjáróma, þegar skáldið fer að lofsyngja einhver heimsundur í fjarlæg- um löndum — heimsundur, sem reynast svo blekkingar einar. Þess er getið á kápu bókarinn- ar, að hún hafi átt að koma út á fyrra ári, en seinkað vegna verkfalla. Skemmst er að minn- ast, að í fyrra komu út tvær bækur í svipuðum anda, Valdið og þjóðin eftir Arnór Hannibals- son og Skáldatími Laxness. Þær bækur táknuðu viss tímamót Og þau timamót eru nú orðin gleggri með útkomu ferðabókar Jóns Óskars. Það er nú senn hálfur fjórði áratugur, síðan Sigurður Einars- son reið á vaðið með bók sinni, Hamar og sigð. Nokkru siðar hófu Rauðir pennar útkomu sína. Kristinn E. Andrésson fylkti liði og boðaði nýja bókmenntastefnu, „sósíalistiskan realisma." Fylk- ing Kristins lét mikið að sér kveða, og þarf ekki að gera henn ar hlut minni en hann var. Stefna Rauðra penna verður sið- ar metin og vegin í bókmennta- legu tilliti. En hvenær skal tínaa setja upphaf og endi þeirrar stefnu? Sagnfræðingar miða flest við ártöl. Nú er umrætt tímabil tæpast orðið saga, og er því erfitt að afmarka það. Svo mikið er þó víst, að með út- komu þeirra þriggja bóka, sem hér var á minnzt, er áhrifavald Rauðra penna endanlega liðið undir lok. Hamar og sigð er fall- ið merki í íslenzkum bókmennt- um. Erlendur Jónsson. Stjórnmálasamband Kairó, 6. apríl (NTB) • Belgía og Arabíska sam- bandslýðveldið munu nú aftur taka upp stjórnmálasam band, sem slitið var af hálfu Belga, eftir að múgur manns réðist að belgíska sendiráðinu í Kairó um það bil sern átökin í Kongó voru alvarlegust. Sigurbjörn Cuðmundsson illinningarorð af störfum sökum heilsubrests. Trúmennska Sigurbjörns var slik að með afbrigðum var. Hann lagði sig allan fram í að gera veg Hlífar sem mestan. Árið 1961 heiðraði V.m.f. Hlíf Sigurbjörn með því að sæma hann gullpening félagsins fyrir góð störf í þess þágu. Hér að framan hefur aðeins verið drepið á nokkur atriði úr ævi Sigurbjörns, en miklu sleppt. Stafar það af ókunnugleika mín- um, þar sem lífssaga hans er mér eigi kunn, fyrr en samstarf hefst á milli okkar í verkalýðs- málum árið 1938. Þegar Sigurbjörn Guðmunds- son er nú kvaddur hinztu kveðju, færi ég honum þakkir fyrir vin- áttu og samstarf, og óska þess að honum verði að trú sinni um góða heimkomu og gleðiríka end urfundi við látna ástvini. Hermann Guðmundsson — Um bækur Framh. af bls. 6 ur hefur sýnilega lagt sig fram um að sannprófa þetta álit sitt í ferðinni. f einum kaflanum segir frá heimsókn til Erenbúrgs rithöf- undar. Erenbúrg upphóf raust sína á frönsku. Þar að auki var túlkur til aðstoðar.' Þessi rúss- neski höfundur svaraði spurn- ingum eins og slyngur sendi- herra, sem verður að gæta þess að sitja og standa eins og yfir- völdunum þóknast. Þegar hann var spurður, hver ætti að ráða bókmenntunum, fólkið eða rit- höfundarnir, svarði hann stutt og laggott — ég skil ekki. Frönskukunnátta og túlkur gátu ekki vakið skilning hans á svo einföldum orðum. „í rauninni“, segir Jón Óskar, „eru orð hans, ,ég skil ekki“, í DAG verður gerð útför Sigur- björns Guðmundssonar, sem and aðist í Hafnarfirði 31. f.m. Hann var fæddur 5. sept. 1880 ®ð Barkarstöðum, Fremri Torfu- staðahreppi, Vestur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Guð- mundur Sigmundsson og Mar- grét Jónsdóttir. Þegar Sigurbjörn var sjö ára brugðu foreldrar hans búi og fluttu frá Barkarstöðum, en við búskap þar tók móðurbróðir Sig- wrbjarnar, Björn Jónsson og Ikona hans Helga. Hjá þeim ólst Sigurbjörn síðan upp, og dvaldi þar til hann kvæntist Ólafíu Ólafsdóttur frá Bessastöðum í Ytri-Torfustaðahreppi, og hófu þau búskap í Bjarkastaðaseli, og bj uggu þar í lengri tíma. Þau hjón eignuðust tvö börn, Björn Helga, sem lézt 14 ára og Margréti, sem nú er húsfrú í Pteykjavík, gift Jóni Halldórs- syni. Auk þess ólu þau upp dótt- ur, sem Ólafía hafði átt áður en hún giftist, og pilt, sem lézt á lfl. aldursári. Árið 1927 hætti Sigurbjörn bú- skap og fluttist til Hafnarfjarðar. í Hafnarfirði stundaði Sigur- björn margs konar störf. Hann var verkamaður, verzlunarmað- nr og síðustu starfsár sín var Ihann innheimtumaður hjá V.m.f. Hlif. Árið 1958 fluttist Sigurbjörn og kona hans Ólafia að Elli- heimilinu Sólvangi, þar lézt Óla- fía 13. janúar 1960 og svo Sigur- björn hinn 31. f.m., eins og áður er sagt. Sigurbjörn Guðmundsson var þreklegur vexti og vel á sig kom- inn, hefur áreiðanlega verið burð írmenni á yngri árum. Hann hafði mikla ást á hest- iira eins og flestir Húnvetningar, og saknaði alltaf sveitalífsins, sem ill örlög, höfðu flæmt hann frá. Sigurbjörn var félagslyndur maður, einbeittur og óvæginn bardagamaður. Það kom glögg- lega fram í hinum miklu átök- um í Hafnarfirði 1939 í hinni frægu Hlífardeilu. Afskipti Sigurbjörns þá af mál um verkamanna, urðu til þess að hann var kjörinn í stjórn V.m.f. Hlífar árið 1942, og átti þar síðan sæti til ársins 1945, en árið eftir 1946 var hann ráðinn starfsmaður Hlífar og gegndi því starfi til ársins 1954, að hann lét STERKASTA, VANDAÐASTA OG MEST SELDA FJ ÓRH JÓLADRIFSBIFREIÐIN Á HEIMSMARKAÐINUM. REYNZLAN SÝNIR, AÐ BEZTU KAUPIN ERU í WILLYS-JEPPANUM TIL ALLRA STARFA ALLTÁSAMA STAÐ Ocill Vilkjdlmsson li.fj PDSTHQLP 50 - REYKJAVIK - ÍSLANO Happdrætti Háskóla Islands Á föstudag verður dregið í 4. FLOKKI. Á MORGUN eru seinustu forvöð að endurnýja. 2100 vinningar að fjárhæð 3.920.000 KRÓNUR. 4. flokkur 2 á 200.000 kr. .. 400.000 kr. 2 - 100.000 — . . 200.000 — 52 - 10.000 — . . 520.000 — .180 - 5.000 — . . 900.000 — 1860 - 1.000 — .. 1.860.000 — • Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 — 2100 3.920.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.