Morgunblaðið - 08.04.1964, Page 21
Miðvikudagur 8. apríl 1964
MORGUNBLAÐIÐ
21
Kýpurstjórn krefst brott-
farar tyrkneskra hermanna
Stjórn Tyrklands mótmælir — Makaríos til Aþenu
V
Nicosía, Ankara, 7. apríl
— NTB —
MAKARÍOS erkibiskup, for-
seti Kýpur, krafðist þess í
kvöld, að tyrkneska stjórnin
kallaði heim hermenn sína á
Kýpur, en þeir eru þar sam-
kvæmt varnarsamningi Kýp-
urbúa, Grikkja og Tyrkja frá
1960.
Makaríos sagði upp samn-
ingi þessum í gær fyrir hönd
Kýpurstjórnar og sagði, að
fyrsta skrefið til þess að sýna
að hann væri úr gildi runn-
Réttarhöld í Tulsa
Tulsa, Oklahoma, 7. apríl
— AP —
A N N A R íslendinganna
tveggja, sem skotið var á í
Tulsa í haust, bar í gær vitni
við réttarhöld yfir árásar-
manninum, J. D. Scaggs, en
Scaggs er ákærður fyrir að
hafa skotið í þeim tilgangi að
ráða íslendingana af dögum.
Það var Halldór Gestsson, sem
bar vitni í gær, en hann og félagi
hans, Ketill Oddsson, komu til
Tulsa að þessu sinni til þess að
vera viðstaddir réttarhöldin yfir
Scaggs.
Vitnisburður Halldórs í réttin-
um var samhljóða vitnisburði
hans við undirbúningsyfirheyrsl-
ur. Hann sagði, að þeir félagar
hefðu verið gestkomandi hjá
konu að nafni Jacqueline Owings,
en hún hefði leigt hjólhýsi af
Scaggs. Scaggs hafi skipað þeim
að yfirgefa hjólhýsið og síðan
skotið á þá með þeim afleiðing-
um að þeir særðust. — Halldór
sagði, að hann hefði kynnzt
Jacqueline viku áður en skotið
var á þá Ketil.
Ketill og Halldór kváðust sjálf-
ír hafa greitt fargjald sitt til
Tulsa og heim aftur, um 43 þús.
ísl. kr., en sögðust vonast til þess
að yfirvöld í Tulsa endurgreiddu
þeim að minnsta kosti hluta þess-
arar upphæðar.
— Peter Sellers
Framh. af bls. 1.
einkastofu, en í morgun hrak-
aði honum mjög og varð að
flytja hann í sérstaka stofu,
þar sem sjúklingar eru undir
stöðugu eftirliti og hægt að
veita þeim aðstoð þegar í
stað. Eftir því sem á daginn
leið varð ástand Sellers alvar-
legra.
Um kvöldmatarleytið sagði
talsmaður sjúkrahússins, að
hjartsláttur sjúklingsins væri
óreglulegur og virtist allt
benda til þess að skemmdir
hefðu orðið á hjartanu. —
Skömmu síðar var tilkynnt að
Sellers hefði enn versnað og
hann væri milli heims og
helju.
— ★ —
Peter Sellers kom til Holly-
•wood fyrir nokkrum vikum til
þess að leika eitt aðalhlutverk
ið í kvikmyndinni „Kiss me
stupid“ (Kysstu mig heimsk-
ingi). Aðrir aðalleikarar eru
Dean Martin og Kim Novak.
Kvikmyndun hefur verið hætt
vegna veikinda Sellers, og
talsmaður kvikmyndafélags
ins sagði, að hlutverk Sellers
væri þannig að enginn annar
gæti leikið það og yrði því að
bíða með tökuna þar til hon-
: um batnaði.
Kona Sellers, Britt Eklund,
var við kvikmyndun í Lon-
don þar til fyrir nokkrum dög-
um, að hún hélt til Holly-
wood án þess að kveðja kóng
; eða prest. Hefur kvikmynda-
félagið, sem hún var ráðin hjá
: gert skaðabótakröfu á hendur
henni. Britt sagði í dag, að
hún og maður hennar hefðu
snætt kvöldverð í veitinga
húsi sl. sunnudagskvöld og
hefði hann þá ekki fundið til
veikinda. Snemma á mánu-
dagsmorgun hefði hann vakn
að með verki fyrir brjóstinu
og um hádegið hefðu verk
irnir verið orðnir svo slæmir,
að hringt hefði verið í sjúkra
bifreið.
Fyrri hluta dagsins ! dag
var Britt við sjúkrabeð manns
síns en í kvöld varð hún að
bíða fregna af líðan hans í
næsta herbergi. Britt og Peter
Sellers gengu í hjónaband fyr-
ir tæpum tveimur mánuðum.
inn væri að svipta tyrkneska
hermenn réttindum til dvalar
á Kýpur. Alls eru 650 tyrk-
neskir hermenn á eyjunni.
Stjórn Tyrklands segist ætla
að grípa til nauðsynlegra að-
gerða til þess að koma í veg
fyrir, að gengið verði á þau
réttindi Tyrkja, sem gert er ráð
fyrir í áðurnefndum samningi.
Gagnrýnir hún Makaríos harð-
lega fyrir að segja honum upp
einhli'ða.
Makaríos erkibiskup heldur
flugleiðis til Aþenu á morgun til
þess að ræða við grísku stjórn-
ina. Mun hann dveljast í borg-
inni í þrjá daga.
Engar fregnir bárust af bar-
dögum á Kýpur í dag, en skamm.t
fyrir utan Nicosíu stöðvaði grísku
mælandi lögregla kanadíska her-
menn úr liði Sameinuðu þjóð-
anna. Hermennirnir fylgdu
sjúkralest tyrkneskra Kýpurbúa.
Hermönnunum var ekki leyft að
halda áfram með lestina fyrr en
eftir nokkrar klukkustundir, en
þá höfðu viðræður um atburðinn
farið fram í Nicosíu.
35 farast í slysi
Giresun, Tyrklandi,
7. apríl (AP)
í dag rann farþegabifreið
út í á við Svartahaf með þeim
afleiðingum að 35 menn, sem
í henni voru, biðu bana. Or-
sök slyssins eru óljós, en lög-
reglan vinnur að rannsókn
þess.
— Danir semja...
Framh. af bls. 1
verði lagðar fyrir stjórn atvinnu
rekenda og fulltrúaráð alþýðu-
sambandsins eftir um það bil
mánuð.
Viðurkenningin-’ á sameigin-
legri stefnu varðandi tekjur
kemur ekki beint fram í nýju
reglunum, en felst í hinu mik-
ilsverða ákvæði um, að forystu-
menn beggja aðila hefji viðræð-
urnar og semji um þá hækkun
sem til greina þykir koma. Ef
viðræður hefjast þannig verður
auðveldara fyrir hin ýmsu fé-
lög og atvinnurekendur að ræða
málin, því að þá vita þeir fyrir-
fram hve mikil hælkkun er hugs-
anleg. Það eina, sem þeir þurfa
að gera er að skipta henni og
glíma við staðbundin vandamál.
Alþýðusambandið og atvinnu-
rekendur í Danmörku munu, ef
samningareglurnar verða sam-
þykktar, krefjasit tryggingar á
því að sömu reglur gildi um
aðrar stéttir þjóðfélagsins og
talið er að þess verði farið a
leit við ríkisstjórnina og þingið.
Meðal annarra mikilvægra at-
riða uppkastsins um samnings-
reglur er hvenær hin nýja skip
an þessara mála skuli ganga i
gildi. Bendir margt til þess að
samið verði um að láta hana
gilda frá 1. marz s.l., eða þar um
bil.
Talið er fullvíst, að í hinum
nýju samningsreglum og allt
þvingunaraðgerðir, sem aðilar
geta gripið til, ef viðræður fara
út um þúfur.
Bjartsýni ríkir innan viðræðu
nefndarinnar um árangur af hin-
um nýju samningsreglum og allt
bendir til þess að þær auki mögu
leikana á að aðilarnir leysi sjálÆ-
ir deilur sínar án verk-
falla, verkbanna og íhlutunar
stjórnarvaldanna.
Sýnin'í Kristjáns
Davíðssonar
MÁLVERKASÝNING Kristjáns
Davíðssonar í Bogasal Þjóðminja
safnsins hefur verið opin síðan á
laugardag. Sýningin hefur vakið
mikið umtal og athygli, enda
hefur hún verið sérstaklega vel
sótt. f gær höfðu þegar selzt
15 myndir af 35. Olíumálverkin
eru öll nema þrjú máluð á sein
ustu tveimur árum.
Sýningu Kristján lýkur á
sunnudagskvöld. Hún er opin frá
kl. ,þrjú til tíu, nema á laugar-
dag og sunnudag frá kl. tvö til
tíu.
Hér að ofan er ljósmynd af
einu málverkanna á sýningunni.
Takið Bandaríkjamenn
ykkur til fyrirmyndar
sagði Krúsjeíf við landbúnaðarsérfræðinga
í Ungverjalandi
Búdapest, 7. apríl (NTB).
Krúsjeff forsætisráðherra Sovét
ríkjanna hélt ræðu á fundi með
ungverskum landbúnaðarsér-
fræðingum í dag. Sagði hann, að
þeir hefðu ekki á réttu að standa
er þeir héldu því fram, að miðað
við landssvæði væri meiri hveiti
framleiðsla í Ungverjalandi en
í Bandaríkjunum. „Þið eigið ekki
að skrökva“, sagði Krúsjeff og
vakti það hlátur viðstaddra.
Krúsjeff sagðist vita betur en
svo, að hann tryði, að Ungverj-
ar framleiddu meira hveiti en
r
Agæt skóla-
skemmtun í Kjós
VALDASTÖÐUM, 35. marz. —
Nemendur í barnaskólanum í Ás
garði, héldu árshátíð sína 21.
marz að Félagsgarði fyrir fullu
húsi. Var skemmtunin borin uppi
af kennurum og nemendum skól-
ans. Fór hún fram með leik og
söng, sem stóð yfir í tvo tíma og
iþótti takast með ágætum. Höfðu
sumir áhorfendur orð á því, að
vert væri, að þetta væri sýnt
víðar. Leikritið, sem sýnt var,
hét „Fjölskyldan fer út að
skemmta sér.“ Auk þess annað
leikrit „Sambýlingar", söngur og
gítarleikur. Upplestur, skrautsýn
ing o. fl. Allt fór þetta fram
með aðstoð skólastjóra'hjónanna,
þeirra Erlu Stefánsdóttur og
Konráðs Péturssonar. Er það vit-
að, að þau hafa lagt sig mjög
fram um að géra þessa sam-
komu, sem bezt úr garði, enda
tekizt með ágætum. Ágóði af
samkomunni rennur í ferðasjóð
nemenda skólahs. — St.G.
Bandaríkjamenn. Sagði hann, að
viðstöddum væri nær að hætta að
hreykja sér af eigin ágæti og
taka Bandaríkjamenn sér til fyr
irmyndar, því að þeir væru
komnir mjög langt á sviði land-
búnaðar. Til dæmis væru Banda
ríkjamenn mjög framarlega í ma
ísframleiðslu, þar væru Sovétrík
in kominn mun styttra en nú
hefði Sovétstjórnin ákveðið að
hefja maísframleiðslu til mann-
eldis í stað þess að framleiða ein
göngu maís sem skepnufóður.
Forsætisráðherrann kvaðst
vera að semja nýjar áætlanir fyr
ir landbúnað Sovétríkjanna og
myndu þær lagðar fyrir mið-
stjórn kommúnistaflokks lands-
ins innan skamms. í áætlununum
væri lögð áherzla á nauðsyn auk
innar sérhæfingar, vélvæðingar
og skipulagðrar fjárfestingar.
Landbúnaðarstofnunin, sem
Krúsjeff heirpsótti hefur aðsetur
í höll, er eitt sinn var mikil tón-
listarmiðstöð. Þar samdi Ludwig
van Beethoven mörg verk sín og
Krúsjeff varð við ósk ljósmynd-
aranna, sem fylgdu honum, og
leyfði þeim að taka mynd af
sér við hlið höggmyndar af hinu
fræga tónskáldi.
— Belgia
Framh. af bls. 1.
óbreyttum borgurum, og sagði
innanríkisráðherra Belgíu í
dag, að það hefði bjargað
mörgum mannslífum.
Læknarnir tveir, sem hand-
teknir hafa verið, eru sakaðir
um að hafa átt þátt í dauða
18 mánaða barns með því að
neita að veita því læknishjálp.
Handtökuskipun var gefin út
strax og fréttist um lát barns-
ins og henni framfylgt en á
fimmtudaginn \ erður skorið
úr um hvort skipunin skuli
gilda áfram.
Einn af leiðtogum verk-
fallsmanna, Andre Wynen, við
urkenndi á fundi með frétta-
mönnum, að liðið hefðu 6 klst.
frá því að foreldrar barns-
ins báðu um lækni þar
til hann kom. Wynen sagði
hinsvegar, að læknirinn, sem
fyrst hefði verið leitað tU
hefði sjálfur verið sjúkur.
Fundur á Krukku-
sléttu
Vientiane, 7. apríl (NTB)
Fulltrúar hlutlausra, —
vinstri- og hægrisinna í Laos
hafa orðið ásáttir um að hitt-
ast til viðræðna á Krukku-
sléttu 17. apríl nk. Munu full-
trúarnir ræða árekstrana, sem
orðið hafa í landinu að undan-
förnu og leið»- til varðveizlu
friðarins. \
Félogsfræði honda unglingum
eítir Magnús Gíslason námsstjóra
FYRIR nokkru kom út á vegum
Ríkisútgáfu námsbóka Félags-
fræði handa unglingum eftir
Magnús Gíslason náms’stjóra. —
Þetta er önnur útgáfa. Áður hafði
bókin verið gefin út sem handrit.
Þessi nýja útgáfa er mikið aukin
og breytt. Allmargar breyting-
anna eru byggðar á bendingum
kennara, sem kennt hafa bókina
til reynslu tvo undanfarna vetur.
Bókin er 160 bls. í Skírnisbroti,
prýdd 53 teikningum eftir Þröst
Magnússon teiknara. Einnig eru
í bókinni 42 ljósmyndir, einkum
úr atvinnulífi þjóðarinnar, og
þrjár litmyndasíður með skjaldar
merki íslands, þjóðfánanum,
ríkisfánanum og helztu umferð-
armerkjum.
Aðalkaflar bókarinnar eru þess
ir: Fjölskyldan og heimilið, Ó-
skrifuð lög, Skólinn, Tómstundir,
Stofmm heimilis, Réttindi og
skyldur þegnanna, Hollar lífs-
venjur, Samgöngur og umferð,
Póstur og sími, Lög og reglur
þjóðfélagsins, Peningar og fjár-
mál, Stjórnskipun og stjórnarfar,
Bæjafélög og sveitafélög, Kirkj-
an, Fjölskylda þjóðanna, Atvinnu
hættir og atvinnuvegir, Starfs-
val, Þjóðfáninn og skjaldarmerki
íslands. Auk þess eru stjórnar-
skrá lýðveldisins íslands og
Mannréttindayfirlýsing Samein-
úðu þjóðanna prentaðar í heild í
bókinni. — í lok hvers aðalkafla
eru verkefni úr umhverfi og dag-
legu lífi nemenda, einkum ætluð
til þess að gera kennsluna líflegri
og fjölbreyttari. I bókarlok eru
nokkrar leiðbeiningar til nem-
enda, þar sem reynt er að glæða
sjálfstætt námstarf þeirra og
hvetja þá til að temja sér skyn-
samleg vinnubrögð og góðar
námsvenjur.
Prentun bókarinnar annaðist
Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf.