Morgunblaðið - 08.04.1964, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. apríl 1964
pFUZABETH TeRRt&SÍ 21 47
— Stundum verður mér það
að halda, að þeir kunni ekki
nema þetta eina lag í þessum
hluta veraldar, sagði Step'uen,
— eða þá að maður verði svo
ringlaður af þessu eina lagi, að
öll önnur heyrist vera þau
sömu.
— En heyrðu, Stephen. . .
Ruth hafði verið með alla at-
hyglina við tónlistarmennina,
sem snöggvast. — Ég vona, að
þú haldir ekki að ég viti, hvar
Sebastino á heima. Ef hann er
ekki í búðinni, hef ég ekki
minnstu hugmynd um, hvar
hans er að leita.
Stephen stakk hendinni í vas-
ann. — Ég er með vasabókina
hans Ballards hérna. En um leið
dró hann líka upp úr vasanum
pappírsblað, sem sveif til jarðar
án þess að hann tæki eftir. Hann
tautaði fyrir munni sér: — S,
fyrir Sebastino, og tók að blaða
í bókinni.
Ruth laut fram, eins og ósjálf
rátt og tók upp blaðið. Það hafði
verið brotið saman, aftur og
aftur svo að úr varð mjó rsema
og endinn á þeirri ræmu var
sviðinn. Hún ætlaði að fara að
rétt Stephen það, þegar hún kom
auga á einhverja skrift á því að
utanverðu. Hún glápti á það og
vildi ekki trúa sínum eigin aug
um.
Söngurinn í rjóða manninum
fannst henni allt í einu vera
orðinn óþolandi sterkur, og
henni fannst sem klórið á gíítar-
strengina væri innan í höfðinu
á henni. Það glumdi í eyrum
hennar, meðan hún ffetti sundur
blaðinu með stirðum fingrum.
Þarna var komið blaðið frá
Marguerite, með rithöndinni
hennar á: — Fyrirgefðu,. að ég
varð að þjóta út. Kem strax.
Bíddu. Marguerite. Og neðan
undir var hennar eigið svar:
„Get ekki beðið lengur“.
þess að svara, og grúfði sig niður
í vasabókina.
— Stephen.! Röddin skalf. —
Viltu líta á þetta?
Hann stakk vasabókinni á sig
<pg sagði: — Þetta er allt í lagi,
heimilisfangið hans er hérna.
Svo leit hann á blaðið. — Hvað
er þetta?
Hann seildist eftir því, en hún
kippti því að sér.
— Hvernig náðirðu í þetta?
spurði hún.
Hann hleypti bara brúnum,
rétt eins og hann fylgdist ekki
með því, sem hún var að segja.
— Hvernig ég 'náði í það?
Hann leit á hana og augu þeirra
mættust. — Það veit ég ekki.
Hvar náðir þú í það?
— Það datt upp úr vasa þín-
um áðan, þegar þú tókst upp
vasabókina.
— Nú jæja, en hvað er þetta?
— Skoðaðu það vel.
Hún hélt því að honum, en
hélt samt fast í það.
Þegar Stephen las blaðið í
annað sinn, virtist hann fyrst
verða var við fjandsemina í
framkomu hennar. Hann varð
kvíðinn á svipinn.
— Hvað er þetta endurtók hann
og nú hvassar.
— Það er blaðið frá henni
Marguerite, sem sannar, að hún
bjóst við mér heim til sín síð-
degis í gær — og það datt upp
úr vasa þínum!
— Guð minn góður! tautaði
hann í hálfum hljóðum.
Hann renndi fingrunum gegn
um úfna ljósa hárið á sér, og
Ruth heyrði sjálfa sig segja,
reiðilega: — Æ, því í dauðan-
um geturðu ekki látið klippa
þig? Þú lítur hræðilega út
svona!
— Já, það veit ég og ég hef
alltaf ætlað að láta gera það . . .
En, sjáðu til . . . þetta blað . . .
heldur þú virkilega, að ég hafi
tekið það?
— Hvernig komst það í vasa
þinn?
— Það veit ég ekki Ég er
alltaf að finna hitt og þetta
í vösum mínum. Ertu viss um,
að það hafi komið þaðan?
— Það datt að minnsta kosti
ekki af himnum ofan, niður í
Raventoþorpið.
— Og þú heldur, að ég hafi
verið að lauma á því? Þú held-
ur, að við Marguerite. . . .
— Hvernig fékkstu það?
Hversvegna sagðirðu mér ekki að
þú værir með það? Hvað ætl-
aðirðu að gera við það?
— Bíddu ofurlítið við! Hanp
greip annarri hendinni í hárið
á sér, rétt eins og hann vildi
binda sig fastan við þetta, sem
hann gat ekki skilið. — Ég verð
að hugsa mig um. Þetta hefur
einhvernveginn komizt í vasa
minn, svo að ég hlýt að hafa
stungið því þar sjálfur. Svo mik
ið er víst. En þá er bara að
vita, hvenær?
— Áttu við, að þú hafir ekki
vitað, að þú varst með það á
þér? Ætlastu til, að ég trúi
því? Röddin var full fyrirlitn-
ingar.
— Ég get ekki séð, hvers
vegna ekki. Ekkert er trúlegt
eða ótrúlegt í sjálfu sér, heldur
veltur það allt á viðkomandi
fólki.
— Já, eins og eldspýtnastokk-
arnir. Áttu við það? Stundum
ertu með engan og stundum með
marga á þér, en mjög sjaldan
einn, eins og aðrir menn. Þú
skilur, að það var afskaplega
trúlegt, þegar þú sagðir mér
það, en nú er ég alls ekki viss
um, að ég trúi því. Svona skekkj
ur geta verið þægilegar, þegar
maður þarf að svara vandræða-
spurningum.
— Eldspýtnastokkar! Step-
hen velti því orði fyrir sér, eins
og hann hefði ekki tekið eftir
neinu öðru. — Guð blessi þig . .
þarna hittirðu einmitt á það
rétta. Það var það, vitanlega.
Engar eldspýtur. Hann brosti
eins og honum létti stórum.
— Ég skil ekkert hvað þú ert
að fara, sagði Ruth. ’
— Lofðu mér að sjá þetta,
andartak, sagði hann og benti
á blaðið. Ruth flýtti sér að fjar-
lægja það frá honum.
— Sjáðu til, sagði hann, alvar
legur á svipinn. — Ég sver, að
ég skal ekki rifa það og ég skal
rétta þér það aftur eftir hálfa
mínútu. Annars skil ég nú ekki
í, að þú skulir ekki geta treyst
mér, af því að ef ég tæki það
í mig fyrir alvöru að ná í það,
væri það mér innan handar.
— Innan um allt fólkið
hérna?
XVI.
Ef Ruth hefði verið fær um
að hugsa, er hún sat þarna með
blaðið í hendinni, hefði hún
laumað því þegjandi í veskið
sitt.
Stephen var enn að blaða í
rauðu bókinni og gaf henni eng-
an gaum. Hún hefði hæglega
getað skotið blaðinu undan og
látið sem ekkert væri, og haldið
áfram þessari krökóttu för til
Napólí án þess a(5 forvitnast
um hið raunverulega erindi
með ferðinni. Síðan refði hún
getað farið til lögreglunnar með
blaðið og sagt henni, hvar hún
hefði fundði það. Og þá hefði
Stephen orðið að gera grein fyr-
ir einu og öðru. Og það hefði
getað verið forvitnilegt að heyra
þá greinargerð.
En hún var svo dolfaljin, að
hún gat ekki annað en starað á
þetta pappírsblað, sem var henni
svo þýðingarmikið. Hún hélt
áfram að stara á það, þangað til
hún eins og ósjálfrátt rétti það
íram og sagði: — Stephen!
Hann murraði eitthvað, 1 stað
tveir á öndverðan meið, en á
þessum tíma voru þeir nánir
vinir, og veittu fé í bóslevíka-
hreyfinguna, eins og þeir voru
menn til.
Á árunum 1906 og 1907 voru
ofbeldisverk næstum daglegir
viðburðir í rússnesku þjóðlífi,
það er áætlað, að á þessum ár-
um hafi ein fjögur þúsund
manns verið myrt. í júnímán-
uði 1907 framdi ’ glæpamaður,
þekktur undir nafninu Kamo,
verulega eftirminnilegt verk í
Tifils. Með litlum hópi karla og
kvenna, sér til aðstoðar, sat
hann fyrir bankavagni um há-
bjartan dag og komst undan
með 340.000 rúblur handa
flokknum 1). Nokkuð af þessu fé
komst til bolsjevíkanna.
1) þessi upphæð verður að vera
áæUuð þar eð nákvæmar skýrslur
um eignaupptökurnar eru ekki til.
Hitt er víst, að með núverandi gengi
rúblunnar — tíu gegn sterlingspundi
— var um stórlé að ræða.
Lenin hafði eina aðra tekju-
lind. Það kom fyrri öðru hverju,
að auðugir velunnarar arfleiddu
sósíaldemókrataflokkinn, og í
ýmsum tilvikum — frægt er
orðið eitt ófriðlegt mál í sam-
bandi við milljónara einn í
Moskvu — tókst Lenin að beina
aurunum í sinn eigin vasa.
En nú tók hann að gerast
nafnkunnari en áður haíðj. verið.
Nýja blaðið hans, Proletarii,
kom reglulega út og hann gat
talið sér um 30.000 fylgismenn
í Rússlandi sjálfu. Vorijð 1907
átti hann að halda nýtt þing í
London, og hann var reiðubú-
inn til nýrra átaka um völdin.
Lenin lagði óskaplega vinnu í
undirbúning þessara ráðstefna.
Hann ritaði hvert bréfið eftir
annað til fylgismanna sinna, og
rökræddi, útskýrði og heimtaði,
af mikilli þolinmæði og tryggði
sér skilyrðislaust fylgi þeirra.
Og 1907 var hann fær um að
gera enn meira: hann útvaldi
hóp áreiðanlegra manna, sem
hann vissi, að mundu greiða at-
kvæði með honum, og útvegaði
þeim fé til að ferðast til Lon-
don. -•
í hinni löngu og grafalvarlegu
runu fundargerða frá rússnesku
flokksþingunum, er þingið 1907
áberandi fjörugt og jaínvel lit-
ríkt. Þetta var stærsta samkoma
byltingarsinnaðra hæfileika-
manna sem nokkurntíma hafði
saman komið. Rúsmlega 300 full
trúar sóttu það, ýmist frá Rúss-
landi eða annarsstaðar að — og
200 þeirra menntamenn en hinir
verkamenn — og þeir hljóta að
hafa verið merkileg sjón; sumir
komnir beint frá Rússlandi með
sauðskinnshatta og í verka-
mannaslyppum, aðrir í skrif-
stofufrökkum eins og þeir tíðk-
uðust þá, enn aðrir dulbúnir í
alskegg og krúnurakaðir — en
allir hávaðasamir. Þarna var
Plekhanov ásamt gömlu lífvörð-
unum, Veru Zasulich og Axel-
rod, og meðal mensjevíka-fylgis
manna hans má nefna menn eins
og Martov, og Tseretelli, sem
voru þegar orðnir þjóðsagna-
persónur í hreyfingunni. Maxim
Gorky kom frá Ítalíu þar sem
hann stýrði skóla fyrir rússneska
byltingarmenn, á hinu ótrúlega
eylandi, Capri, Lenin kom frá
Finnlandi og auðvitað þurfti
Trotsky einnig að sýna sig1).
1) Trotsky hafði verið sendur af
keisaralögreglunni til staðar að
nafni Obdorsk, rétt sunnar heim-
skautsbaugs, lengst austur í Síber*
íu. Hann skrifaði konu sinni á leið«
inni þangað austur. „Með hverjum
degi færumst við einni gráðu lengra
inn í ríki kulda og villimennsku44,
En hann lét hvergi bugast. Meðan
félagi hans lagði falskt spor, sem
tafði lögregluna dögum saman, komst
Trotski burt, klæddur loðskinnum
gegn kuldanum, undir heyhlassi 4
hreindýrasleða og slapp. Hann var
með gullpeninga í skóhælunum, til
að greiða með ferðakostnaðinn og
honum tókst að komast yfir landa-
mærin, inn í Evrópu.
KALLI KUREKI
Teiknari; FRED HARMAN
Allt í lagi — þér er velkomið að
eyðd þessum skotum þínum á harð-
ar. steininn. Ég held hér bara kyrru
fyrir unz dimmir og spásséra mig heyri getið um það, að slíkt megi
svo burt. nota til að endurkasta byssukúl-
— Það er steinn fyrir aftan þig um ....
lika, Stubbur sæll. Þú hefur trúi ég
Lenin gat nú reiknað méð
fylgi nýrra og óvígra fylgis-
manna, sem áttu næstum allir
eftir að gegna forustuhlutverki
í byltingunni: Bodanov, hinn
lærði læknir, Kamenev og
Zinoviev, tveir hinna yngri frum
herja baráttunnar innan Rú;ss-
lands, og þeir stóðu honum að
líkindum nær en nokkrir aðrir,
Litvinov, hinn tilvonandi komm-
issar utanríkismálanna, Voroshi
lov, hinn tilvonandi hermar-
skálkur, Yaroslavksi, Rykov,
Nogin og fleiri. Þarna var einnig
einn ómerkari fylgisr laður frá
Georgíu, Joseph Vissarionovich
Djugashvili, sem síðar meir tók
sér gervinafnið Stalin, en var
nú ekki nógu gamall í hettunni
til þess að hafa atkvæðisrétt.
Eins og venja var til, hófst
þingið seinlega og ófriðlega.