Morgunblaðið - 08.04.1964, Síða 26
V 0RGVfí,Bl.4P,IÐ
26
MiSvíkudagur 8.„apríl 1964
ÍR fslandsmeistari
í korfuknattleik
ÍSLANDSMÓTINU í körfuknatt-
leik lauk sl. mánudagskvöld, með
leík ÍR pg Ármanns í meistara-
flokki karla. Leiknum lauk _með
sigri ÍR, 57:48, og hafa ÍR-ingar
þannig unnið mótið og hlotið átta
stig, unnið alla sína leiki. KR og
Ármann eru jöfn í 2. og 3. sæti
með tvö stig hvort. Einnig léku
KR og Ármann til úrslita í 4.
flokki og sigruðu KR-ingar, og
Ármann burstaði KFR í úrslitum
1. flokks karla.
Leikur ÍR og Ármanns gat eng-
in áhrif haft á úrslit mótsins, IR-
ingar voru þegar orðnir íslands-
meistarar. Samt sem óður varð
leikurinn mikill baráttuleikur og
bar öll einkenni úrslitaleiks. Ár-
menningar náðu sér óvenjuvel 'á
strik og settu talsverðan skelk í
ÍR-unnendur, sem eru bæði fjöl-
mennir og raddsterkir. Ármann
var yfir allan fyrri hálfleik, 16:7
þegar tíu mínútur voru búnar, og
32:26 í hléi. í byrjun síðari hálf-
leiks héldu þeir sama striki og
bættu við forskotið 38:27. Þá taka
ÍR -ingar snarpan sprett og um
miðjan hálfleik komast þeir yfir
1 fyrsta sinn, 39:38. Hélzt leikur
síðan mjög jafn og var mikil bar-
átta á báða bóga. Síðustu þrjár
mínúturnar eru IR-ingar sterk-
ari og skora átta stig gegn tveim-
ur hjá Ármanni og sigra með 57
stigum gegn 48.
Leikurinn var í heild mjög
skemmtilegur og vel leikinn á
báða bóga. Einkum áttu Ármenn-
ingar góðan leik og væri gaman
að sjá fleiri svona leiki hjá lið-
inu, þá mættu ÍR-ingar fara að
vara sig. Hjá ÍR átti Þorsteinn að
vonum góðan leik og var bezti
maður liðsins, með 14 stig og mik
ið af fráköstum, en hittnin var
ekki eins góð hjá honum eins og
oft áður. Einnig óttu Agnar, Hólm
steinn og Viðar allir ógætan leik
og skoruðu 12, 12 og 13 stig. Hjá
Ármenningum 'átti Birgir Örn
sinn bezta leik um langt skeið og
var langbeztur í liðinu. Hittnin
var mjög góð og hann hirti mikið
af fráköstum. Davíð, Grímur og
Sigurður áttu einnig góðan leik.
Stigin fyrir Ármann skoruðu:
Birgir 18, Davíð 14, Grímur 8,
Sigurður 4 og Finnur og Ingvar
2 hvor. Dómarar voru Þórir Ariii
bjarnarson og Kristbjörn Alberts
son og dæmdu þeir allvel. En
seint ætla dómarar að læra að
flauta ekki nema þeir séu í að-
stöðu til að sjá hvort brot á sér
stað. Sá dómari sem stendur
heila vallarlengd í burtu getur
varla séð hvort um brot er að
ræða.
í I. flokki karla léku Ármann
og KFR til úrslita. Leikurinn var
í heild fremur illa leikinn, en Ár-
menningar höfðu greinilega yfir-
burði og unnu auðveldan sigur,
48:26,-í hálfleik var staðan 26:13.
Dómarar voru Einar Bollason og
Kristbjörn Albertsson og var
frammistaða þeirra ein sú hörmu
legasta sem hefur sézt á Háloga-
landi og kalla menn þó ekki allt
ömmu sína í þeim efnum.
I Jíni n j élagsmót
INNANFÉLAGSMÓT í tilefni.65
ára afmælis KR 18. febr. í KR-
heimiiinu.
Sigurvegarar urðu:
Langstökk án atrennu
Stúlkur. 1. Guðrún Svava
Svavarsdóttir 2.32.
Karlar. 1. Valbjörn Þorláks-
son 3.03.
Drengi.r. 1. Einar Gíslason
2.76.
Sveinar.- 1. Jón E. Hjaltason
2.61.
Þrístökk án atrennu
Karlar. 1. Valbjörn Þorláks-
son 9.23.
Drengir. 1. Einar Gíslason 8.45.
Sveinar. 1. Jón E. Hjaltason
7.90.
Stangarstökk
1. Valbjörn Þorláksson 4.30. 1
Hástökk
Stúlkur. 1. Helga Höskulds-
dóttir 1.25. |
Karlar. 1. Valbjörn Þorláks-
son 1.80. |
Drengir. 1. Ólafur Guðmunds-
son 1.75.
Sveinar. 1. Jón Magnússon 1.60. j
Jón Asgeirsson við æfingarhjólið.
Nudd og gufubað í Sögu
OPNUÐ hefur. verið ný og
glæsileg nudd og baðstofa í kjall
ara hótel Sögu. Er þar reyndar
einnig griðastaður þeirra er sjúk
ir eru af gigt eða ýmsu öðru
enda er eigandi stofunnar, Jón
Ásgeirsson, lærður í Noregi í
sjúkranuddi, sjúkraleikfimi o.fl.
Hann hefur rekið slíka nuddstofu
um árabil að Hverfisgötu 16 en
húsnæði hans þar var of þröngt
og nú hefur hann fengið 120
fermetra gólfflöt í Sögu og bætt
við aðskildri og sérstakri bað-
stofu.
4r Ýmis tæki
Baðstofan nýja er sériega
snyrtileg að öllum frágangi. Eru
þar fataskápar fyrir allt að 16
manns samtímis, rúmgott flísa-
lagt baðherbergi og ágætlega út-
búinn gufubaðklefi. Auk þess er
að finna í almennuim sal milli
fataklefa og baðherbergis í rúm
góðum sal ýmis æfi ngatæiki til
áreynslu og sérstakra æfinga.
Þar er m.a. standhjól sem menn
geta svitnað rækilega á. Má
stilla það á hvaða þunga sem er
líkast því sem upp brekku sé
hjólað og mismunandi bratta að
vild. Mælar sýna á hvaða hraða
er hjólað og hversu langt hverju
sinni. Er þetta tæki skemmtilegt
til afnota jafnframt sem það get
ur verið grennandi fyrir þá er
slíks þurfa.
Þama eru og gormaæfinga-
tæki, fleiri gerðir þrekprufu-
hjója, lyftingatæki margskonar
eftir því hvaða vöðva menn
vilja styrkja eða þjálfa, æfinga-
rimlar o'.fl.
Auk þess er háfjallasól sem
allir njóta er vilja er til stof-
unnar koma. Síðast en ekki sízt
skal nefna ágæta svefnklefa sem
gestir eiga kœt á að afloknu
baði. Allt er sem fyrr segir
mjög snyrtilega útbúið.
★ Aðstoð við sjúka
Sem fyrr segir flytur Jón Ás-
geirsson með sjúkrastofu sína
þarna vestur eftir og bætdr við
hana nuddstofu og baðstofu.
Hjá Jóni er hægt að fá sjúkra-
nudd og meðferð alls kyns at-
vinnusjúkdóma o.fl. Hefur mik-
il aðsókn verið að þeim tímum
hjá Jóni, ýmist sjúkra sem send-
ir eru að læknisráði eða ann-
ara.
Baðstofan sem nú bætist við
er opin almenningi sem hér seg-
ir. Karlar á mánudögum 10.30-12
og 6-9, þriðjudaga 1-5, miðviku-
daga 6-9, fimmtudaga 1-6, föstu-
daga 1-9 og laugardaga 10.30-5.
Fyrir konur eru sértímar á
mánudögum og miðvikudögum
1-5. Þriðjudögum 6-9 og á
fimmtudögum 7-9. Á þeim tím-
um er hægt að njóta baðs, allra
tækjanna, háfjallasólar, svetfn-
kiefa og nudds. Starfsfólk stof-
unnar er 6 karlar og konur
9 skíðamenn frá
Rvík keppa í Noregi
LAUGARDAGINN 11. apríl fara
níu reykvískir skíðamenn til
keppni í Alpagreinum Solfonn,
Hardanger, Noregi.
Skíðaráð Bergen og skíðaráð
Odda standa fyrir móti þessu. •
Auk Reykvíkinganna og Berg-
ensmanna, mæta ennfremur til
keppni sveit frá Skotlandi og Hol
landi.
Sveit Reykvíkinga er þannig
skipuð: Ásgeir Christiansen, Ás-
geir Úlfarsson, Björn Bjarnason,
Björn Ólafsson, Helgi Axelsson,
Leifur Gíslason, Sigurður Eirr-
arsson, Þórður Sigurjónsson og
Karólína Guðmundsdóttir.
Keppt verður í fyrsta sinn um
nýjan verðlaunagrip, sem er far-
andbikar. Keppni í stórsvigi hefst
laugardaginn 18. april og í svigi
sunnudaginn 19. apríl.
Áætlað er að koma aftur
mánudagskvöld 20. apríl.
Fararstjórar eru, formaður
Skíðaráðs Reykjavíkur, frú Ellen
Sighvatsson, og varaformaður
Skíðaráðsins, Lárus Jónsson.
íslenzkiir skíðamenn tóku þátt
í bæjakeppni milli Bergen, Glas-
gow og Reykjavíkur í fyrra og
hlutu annað sætið. Ferðin þá var
reykvískum skíðamönnum til
mikillar ánægju. Áðstæður til
skíðaiðkaná eru hinar ákjósan-
legustu í Solfönn og dvalizt er í
ágætu gistihúsi.
Meistarar ÍB í körfuknattleik. Þorsteinn Hallfrimsson heldui á sigurlaununum.
| /* * NA /5 hnútar i í V SOhnúfsr ¥ Snjókoma 9 C‘Í; V Stúrir - Þrurnur KuUaskií ^ NihskH H Hmt |
ýivi^ kl. 12.
í gær var lægð yfir Islands og gengur á með útsynnings-
hafi og NA-Grænlandi en há- éljurn vestan lands, þótt hiti
þrýstisvæði um Azoreyjar. sé 4-6 st. Austan lands er
Hingað liggja fremur kaldir þurrt og bjart veður með 6-9
loftstraumar frá Grænlandi st. hita, hlýjast á Dalatanga.