Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ ÞriðludagOT 14. aprfl 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslustj óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sígurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HVER ER STEFNA FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS? að hefur lengi verið flókið* athugunarefni hverja stefnu Framsóknarflokkurinn hafi í hinum ýmsu málum. Flokkurinn hefur reynt að forðast að skilgreina afstöðu sína, nema mjög almennum orðum, til þess að geta slegið úr og í eftir því, sem talið er pólitískt hagkvsemt hverju sinni. Oft tekur dagblað flokks- ins eina afstöðuna í dag og aðra á morgun til þess að höfða tií stuðningsmanna beggja sjónarmiða. í útvarpsumræðunum kom fram ný aðferð Framsóknar- flokksins í þessum línudansi. Það var að láta tvær skoðanir koma fram í senn. Varafor- maður flokksins, Ólafur Jó- hannesson, tók jákvæða af- stöðu til vestrænnar sam- vinnu og varnarmála, en rit- stjóri Tímans, Þórarinn Þór- arinsson, tók neikvæða af- stöðu. Það er skylda Framsóknar- flokksins að skera úr um það, hvort sé stefna flokksins. Ef flokkurinn gerir það ekki, þá er hann að bregðast hlutverki sínu, kjósendum sínum og stuðningsmönnum. MERK MÁL Á ALÞINCI T angt er nú liðið þingtímans, ^ en 84, löggjafarþingi ís- lendinga mun væntanlega ljúka í ofanverðum þessum mánuði eða öndverðum maí. Það hefur verið deilt á þetta þing fyrir aðgerðarleysi og má vera að sú gagnrýni eigi nokkurn rétt á sér. Slík gagn- rýni á raunar ávallt rétt á sér með framsækinni þjóð. Þetta Alþingi hefur þó fjall að um og afgreitt mörg hin merkustu mál. Má nefna vegalögin, sem samþykkt hafa verið og loftferðalögin, sem nú liggja fyrir þinginu. Þetta eru hvorttveggja hinir merk- ustu lagabálkar. í atvinnumálum hafa legið fyrir þinginu þrjú stjórnar- frumvörp, sem hafa munu mikil áhrif í framtíðinni á uppbyggingu íslenzkra at- vinnuvega. Frumvarpið um breytingu á jarðræktarlögun- um hefur verið samþykkt og fiumvarpið um breytingu á ------------------------- lögum um stofnlánadeild landbúnaðarins verður vænt- anlega afgreitt innan skamms. Bæði þessi frumvörp munu, þegar orðin eru að lögum, stórauka stuðning ríkisvalds- ins við ræktunina í landinu, sem er undirstaða landbún- aðarins. Einkum er þýðingar- miklil stuðningur við smæstu búin. Lærdómsríkar voru undir- tektir Framsóknarmanna við frumvörp þessi. Að vísu hafa þeir ekki talið sér fært að standa gegn frumvörpunum, en þeir hafa haft allt á horn- um sér og síðan tekið upp yfirboð og heimtað hærri styrki en frumvörpin gera ráð fyrir. Það eru þó ekki nema um sex ár síðan Fram- sóknarmenn voru sjálfir í ríkisstjórn og neituðu þá frekari stuðningi. Það er mun ur að vera í stjórnarandstöðu og geta verið höfðingi í orði. Þá Jiefur ríkisstjórnin lagt fram á Alþingi frumvarp um kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn. Frumvarp þetta er mjög vel undirbúið og mun, þegar það verður að lögum verða merkur og öflugur þátt ur íslenzks iðnaðar. Verksmiðjan mun einnig reynast héruðunum á Norð- urlandi mikil lyftistöng og færa með sér hagsæld og vel- megun. — ÞARF AÐ ENDURSKOÐA ÞINGSKÖPIN? að hefur nokkuð verið deilt á Alþingi fyrir hæga- gang við afgreiðslu mála. — Lagafrumvarp verður að fara í gegnum a.m.k. þrjár umræður í hvorri deild og er vísað a.m.k. einu sinni til nefndar í hvorri deild. Málin liggja oft mjög lengi í nefnd og er út af fyrir sig ekkert við það að athuga, að mál hljóti rækilega og vandlega athugun í þingnefnd. Það kemur hinsvegar of oft fyrir, að mál liggja miklu lengur í nefnd, en ástæða er til. Það er algengur afgreiðslu máti á Alþingi, að nefnd ligg- ur á máli, skilar ekki áliti um það og svæfir þannig málið, hundruð Fjölskyldudeilur um milljóna króna Eigínkonur og „auka eigin- konur64 í imálaferlum SARIT Thanarat marskálk ur stóð fyrir byltingu, sem gerð var í Thailandi 1957, hrifsaði til sín völdin og var einvaldur þar til hann lézt um miðjan desember sl. Hann barðist mjög gegn fjármálaspillingu sem ríkti í landinu og bætti fjárhag landsins til mikilla muna. En baráttan gegn spilling- unni náði ekki til hans sjálfs. Hundrað dögum eftir lát marskálsins var lík hans brent með mikilli viðhöfn að viðstöddum konungshjónun- um í Thailandi, fulltrúum er- lendra ríkja og tveimur eigin- konum hans. Auk þess mættu þar nokkrar af fjölmörgum „auka éiginkonum“ marskálks ins. Ekki komu ættingjarnir saman til að syrgja Sarit Thanarat, því heiftarlegar deilur eru innan fjölskyldunn- ar um skiptingu eigrianna. En þar er ekki um neinar smá- upphæðir að ræða. Ekki hefur enn fengizt upp- gefið hve miklar eignir Than- arat átti er hann lézt, en þær eru metnar á frá 100—800 milljón baht, eða 210—1650 milljón ísl. krónur. Vitað er að marskálkurinn átti húseign ir víða um land, þar á meðal a.m.k. 30 hús í Bangkok. Hann og fjölskylda hans áttu meirihluta í rúmlega 15 hlutafélögum, en sum þess- ara félaga nutu sérstöðu í við- skiptum á vegum stjórnarinn- ar. Meðal fyrirtækjanna var til dæmis banki, sem hafði einkaleyfi á öllum gull-inn- flutningi til landsins, og önn- ur félög, sem nutu samskonar fríðinda. Meðal annarra eigna Than- arats voru 51 bifreið, þyrla, fiskisnekkja og 53 milljónir baht, eða um 110 milljónir kr., í bankainnstæðu. Þá má nefna heimili hans í Bangkok. Þar hafði marskálkurinn peninga- skáp, sem var opnaður fimm dögum eftir lát hans. Fundust þar 100 þúsund baht í pening- um, en auk þess verðbréf og demantar. Það var í rauninni þessi peningaskápur, sem kom fjölskyldudeilunum af stað. Þegar peningaskápurinn var opnaður fyrst, var frú Vichitra Thanarat, önnur kona marskálksins, viðstödd, og tók hún eitthvað af því sem í skápnum var. Nokkrum dögum seinna opnaði Setha Thanarat, elzti sonur mar- Sarit Thanarat skálstns og fyrstu konu hans, skápinn með eigin lykli, og var skápurinn þá tómur. — Grunaði hann að frú Vichitra ætti hér hlut að máli. Setha, sem er majór í hernum, leit- aði þá aðstoðar móður sinnar og bróður og óskuðu þau eft- ir að fá dómkvadda menn til að skipta eignunum. Þegar hér var komið, var málið orð- ið opinbert, og blöðin keppt- ust um að birta nýjustu frétt- ir. Eitt blaðanna sagði að þetta mál ætti eftir að verða enn meira hneykslismál en Profumo og Keeler í Englandi. Margar af blaðagreinunum hafa verið um „auka eiginkon- urnar“, en þær voru rúmlega 20. Hefur eitt blaðanna birt viðtal við 19 þeirra. Flestar eru þær fegurðardrottningar eða leikkonur. Flestar hafa verið ófeimnar og skýrt frá því að marskálkurinn hafi ekki leitað þær uppi, heldur kynnzt þeim gegnum aðrar konur, sem höfðu milligöngu og tóku sinn hlut af umbun þeirra. Stúlkurnar segja að mar- skálkurinn hafi jafnan verið mjög kurteis í viðmóti. Allar fengu þær eigin hús, a.m.k. einn bíl og föst mánaðar- laun. Ein stúlknanna segir að á fyrsta fundi þeirra Thanar- ats hafi henni Verið afhentar tvær ávísanir, samtals að upp- hæð 260.000 baht (ísl. kr. 540 þúsund). Fæstar stúlknanna höfðu vit á því að láta þing- lýsa eignir sínar, og nú hefur frú Vichitra Thanarat gert kröfu til eignanna. Hafa nokkrar stúlknanna leitað að- stoðar hjá innanríkisráðherr- anum. Aðrar hafa stofnað sameiginlegan sjóð til að reka málið fyrir rétti. En nú er kominn fram bar- áttumaður fyrir rétti „auka eiginkvennanna“. Er það Pao Waikuna, sem áður hafði yfir- umsjón með bílaflota mar- skálksins. Hann hefur höfðað mál gegn frú Vichitra, og krefst þess að hún afhendi vottorð er sanni eignarrétt hans á 27 fasteignum í Bang- kok. Heldur Waikuna því fram að Thanarat 'hafi látið skrá þessar fasteignir á hans nafn, en hann hafi síðan átt að afhenda stúlkunum þær. Frú Vichirta á því eftir að standa í málaferlum bæði við Waikuna, fyrir hönd „auka eiginkvennanna", og við stjúp syni sína tvo. Mál þetta hefur vakið mikla athygli, eins og gefur að skilja, og er ríkisstjórnin til- neydd að rannsaka það nánar. Hefur Thanom Kittikachorn forsætisráðherra í því skyni skipað fimm manna rannsókn- arnefnd undir forustu fyrrver andi forseta hæstaréttar. — Leggur forsætisráðherrann á- herzlu á að verkefni nefndar- innar sé eingöngu að rann- saka hvort almenningsfé hafi lent í fjárhirslum Thanarats, en hún eigi ekki að hafa »f- skipti af fjölskylduerjum. Rannsókn þessi mun sjálf- sagt taka langan tíma, og sama er að segja um réttar- höldin. En það verður fylgzt með af áhuga í Thailandi. lætur það daga uppi, eins og það er kallað. Þingsköp Alþingis eru að meginstofni tæplega þriggja áratuga gömul. Það er athug- unarefni, hvort nauðsynlegt sé að endurskoða þau ogskapa möguleika á greiðari af- greiðslu mála. Þá eru uppi tíðar raddir um það, að deilda skipan Alþingis sé að verða úrelt. Það gæti verið fróðlegt, ef fyrir lægi álitsgerð stjórn- skipunarfræðinga á þessum atriðum. 4ra ára telpa fyrir bíl í KeHavík UM KL. þrjú á föstudag varð umferðarslys í Keflavík, þegar fjögurra ára telpa varð fyrir fólksbíl á Vesturbraut. Að sögn bílstjórans kom telpan hlaup- andi frá hægri og lenti á hægra framhjóli bílsins. Telpan fót- brotnaði og hlaut áverka á höfði. Var hún flutt í sjúkrahús. AKRANESI, 11. paríl. — 170 tonn bárust hér á land í gær af 18 bátum. Höfrungur III land- aði 2 lestum, sem hann fékk í þorskanótina. 8 bátar héðan eru á sjó í dag. — Oddur, Japanskt sjónvarp í Moregi Oslo, 10. apríl — AP NORSKIR sjónvarpseigendur fá brátt tækifæri til að fylgj- ast með beinni sjónvarpssend ingu frá Japan. Verður það nk. fimimtudag, 16. apríl. Hér er um að ræða 20 mín- útna þátt, sem sendur verður um sjónvarpshnöttinn Teistar 2. M. a. verður sýndur undir- búningur að OL-leikjunum, sem fram fara í Tokyo síðar 4 árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.