Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 1
28 sítUir bl árgangur 108. tbl. — FSstudagur 15. maí 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ráoherrafundi NATO lauk í gær Pirk Stikker reynir málamiðl- un á Kýpur Haag, 14. maí (AP-NTB) í DAG lauk í Haag ráð- berrafundi Atlantshafsbanda- lagsins. í fundarlok var gef- in út tilkynning um ályktan- ír og störf fundarins. Þar seg- ir m.a. að ráðherrarnir lýsi yfir stuðningi við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til að koma á friði á Kýpur, og að eina lausnin á Þýzkalands- •g Berlínarvandamálunum sé sú að vilji þjóðarinnar ráði úrslitum að því er varðar sameiningu landsins. Áður en fundinum lauk fólu ráð- herrarnir Dirk Stikker, fram kvæmdastjóra bandalagsins, að reyna að miðla málum á Kýp- ur. Ekki kemar þetta þó fram í tilkynningunni, en samiþykktin "byggist á ályktun frá 1956 varð- andi innbyrðis deilur aðildar- ríkja. Samþykktu utanríkisráð- herra Grikkja og Tyrkja þessa ráðstöfun. Stavros Kostopoulos, utanríkisráðherra Grikkja, setti þó það skilyrði að athuganir Stikkers beináust ekki aðeins að deilunni á Kýpur, heldur að öll um hliðum ágreinings Tyrkja og Grikkja. Kostopoulos og Feridun Erk- in, utanríkisráðherra Tyrkja, Framhald á bls. 27 Harðorðar vítur á Osten Unden, fyrv. utanr.ráðh. »i ¦ »«¦ i. Dönsk fjdr- veiting tíl fatlaðra og lamaðra ó íslandi Kaupmannahöfn, 14. maí Einkaskeyti til Mbl.: — A ÁRLEGUM stjórnarfund styrktarsjóðs öryrkja í Dan mörku var samþykkt í dag að veita 100 þúsund danskar kr, (ísl. kr. 625 þús.) til styrktar lömuðum <>s fötluðum á ís- landi. Sámþykkt þessi er gerð þrátt fyrir það að í samþykkt um danska sjóðsins er ákveð ið að hann skuli einungis styrkja öryrkja í Danmörku Formaður sjóðsins er Viggo Kampmann, fyrrverandi for sætisráðherra, og kveðst hann hafa rætt um þessa fjárveit ingu við félagsmálaráðherra íslands. Hafi hann talið að þjóðarlega séð væri ekki á stæða til að koma í veg fyrir að samvinna á þessu sviði gæti átt sér stað. Kampmann skýrði frá því að fjárveitingin yrði not uð til byggingar heimilis fyr ir fatlaða ">e lamaða í Reykja vik. vegna afskiptaleysis í njósna- niiíli Wennérströms Stokkhólmi, 14. maí — (NTB) STJÓRNAKSKRÁRNEFND sænska þingsins samþykkti með hlutkesti í dag harðorð- ar vítur á Östen Unden, fyrr- verandi utanríkisráðherra, fyrir að hafa ekki gripið til nauðsynlegra varúðarráðstaf- ana í njósnamáli Stig Wenn- erströms, ofursta, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir. Nefndin felldi hins vegar, einnig með hlutkesti, sams konar vítur á Sven Andersson, varnarmála- ráðherra. Eru þetta ströng- ustu vítur á ráðherra, sem komið hafa frá þinginu síð- ustu 35 ár. Það voru fulltrúar þriggja andstöðuflokka, sem báru fram tillögur í stjórnarskrárnefndinni um vítur á ráðherrann. En í nefnd þessari eiga andstöðuflokkarnir 10 fulltrúa og stjórnarflokkurinn, sósíaldemókratar, 10. Sakaði stjórnarandstaðan báða ráðherr- ana um kæruleysi er þeir gerðu ekkert til að takmarka aðgang Wennerströms að leyniskjölum eftir að þeim var skýrt frá því að ofurstinn væri grunaður um njósnir. Sænsk lög mæla svo fyrir að náist ekki samkomulag um tillög- ur í þingnefnd, skuli hlutkesti ráða. Verða víturnar á Unden því lagðar fyrir þingið sem sam þykkt stj órnarskrárnefndarinnar. Fyrst verða víturnar lagðar fyr ir neðri deildina, og eru taldar litlar líkur fyrir því að þær verði samþykktar. Stjórnarflokk urinn á þar 114 sæti, en borgara- flokkarnir þrír 113. Auk þess eiga kommúnistar fimm sæti. Þrátt fyrir þessar vitur á Und- Framhald á bls. 27 MYND þessi var tekin þegar ráðherrafundur Atlantshafs- bandalagsins hófst í Haag i þriðjudag. Birtist hún m.a. i New York Times á miðviku- dag, og þar er sagt að maður- inn lengst til vinstri í öftustu röð sé Guðmundur I. Guð- mundsson, ntanríkisráðherra. Svo er þó ekki, þvi þetta er Pétur Thorsteinsson, sendi- herra, sem var fulltrúi ís- lahds á ráðstefnunni. Næstir honum í röðinni koma Sara- gat, utanrikisráðherra ttaliu, Eugene Schaus frá Luxem- bourg, Halvard Lange frá Nor egi, Alberto F. Nogueira frá Portúgal, Feridun Erkin frá Tyrklandi og R. A. Butler frá Bretlandi. — í miðröðinni eru, talið frá vinstri: Paul- Henri Spaak frá Belgíu, Paul Martin frá Kanada, Per Hækk erup frá Danmörku, Couve de Murville frá Frakklandi. Gerhard Schröder írá Vestur Þýzkalandi og Stavros Kosto- . poulos frá Grikklandi. Fremst sitja Dean Rusk frá Bandarikj unum. Joseph Luns frá Hol- landi og Dirk Stikker, fram kvæmdastjóri NATO. JVýfar hömlur á verzlun við Kúbu Washington, 14. maí (AP). BANDARÍKJASTJÓRN hefur fyrirskipað aukið eftirlit með l!IUIHIIIIIIIIIIIIII!lllllllllllllllllllllllll|(|l!li[||||||IMIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllll Östen Unden. — Myndin var tek- in þegar hann lét af embætti ut- anríkisráðherra í september '62. Dctnir vilja faera út iiskveiðilögsöguna Fjögurra kílómetra hraunelfur frá Etnu Catania, Sikiley, 14. maí. (Wi'Bj: — FJÖGURRA metra djúp og 100 metra breið hraunelfur rennur riii niður suðurhlíðar eldfjalls- ins Etnu. Í dag sveigði hraun- Ktraumurinn framhjá athugunar «töðinni á fjallinu, «* er aðeins 50 melra frá dráttarbrautinni, sem flytur ferðamenn upp að gignum. Frá því nýja gosið hófst í Etnu á mánudag hefur hraunið runn ið um fjögurra kílómetra leið nið ur eftir fjalishliðunum. Við at- hugunarstöðina bræddi h»-aunið Framhald á bis. 27 Kaupmannahöfn: — Fiskveiðimálaráðherra Dana, A. C. Normann, hefur farið þess á leit við þingið, að það samþykki lögin um útfærslu fiskveiðilögsögu Dana nú í vor, þannig að hún geti kom ið til framkvæmda í sumar. Ráðgert var, að útfærsla fisk veiðilögsögunnar, samkvæmt Lundúnasamningnum frá 9. marz, kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári. Hin rikin átta, sem undirrit- uðu samkomulagið um fisk- veiðilögsölu á Lundúnaráð- stefnunni, munu væntanlega staðfesta bað eftir u.þ.b. tvo mánuði. StjórnarbJaðið Aktuelt seg- ir, að hin nýja fiskveiðilög- saga Dana verði væntanlega í eftirfarandi formi: 1) Formlega verði lögsag- an færð úr þremur sjómílui'n í tólf. . 2) Þau ríki, sem tóku þátt í undirritun samningsins í Lundúnum og'veitt hafa allt að þremur milum við strend ur Danmerkur um árabil, fái að veiða á því svæði nokkur ár. 3) Á svæðinu milli 6 og 12 mílna mega þau riki, sem und irrituðu sarnninginn og veitt hafa þar undanfarin 10 ár, halda áfram veiðum eins lengi og þau óska. Þau mega þó aðeins veiða á sömu svæð- um og til þessa og sömu fisk- tegundir. Rytgaard. sölu á matvælum og lyfjum rll Kúbu. Samkvæmt verzlunar- banninu, sem sett var á Kúba í október 1960, voru þetta ein« vörurnar er heimilt var að selja þangað frá Bandaríkjunum, á> sérstaks útflutningsleyfis. Hér eftir mun viðskiptamála- ráðuneytið bandaríska aðeins heimiia sölu á matvælum og lyfjum gegn sérstöku útflutnings leyfi. Er þar með bundinn endi á öll frjáls viðskipti landanna, en þó heimilt að senda gjafa- pakka til Kúbu. Skýrt var frá því í dag_ að talsmenn Kúbustjórnar hafi far- ið þess á leit við lyfjaframleið- endur í Bandaríkjunum að fá keypt lyf fyrir milljónir dollara. Talsmenn Bandaríkjastjórnar seigja að þessar nýju reglur varð- andi sölu til Kúbu á matvæluni og lyfjum tákni ekki að salaa verði stöðvuð, heldur vilji stjórn = in fylgjast beUir meó aliri verzJ- .••liiliiHlltMiMIIIIMmitiilHUHWIIIilMi'MMIUUIIHHIblUilMHHIIUIIIIilHIHMHMHMtllHIMMHilUIHMHIIIHUHi^ lun við Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.