Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. maí 1964 MORCUNBLAÐIÐ Málverkasýning í Bogasal £iríkur Smith við eina mynd sína: Kvöld í Kópavogi. í dag opnar Eiríkur Smith listmálari úr Hafnarfirði mál verkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Hann sýnir þar 22 olíumálverk. í salnum rík- ir mikil litagleði og líkast því, sem sumarið sé komið í bæinn sunnan úr Hafnarfírði. Öll eru málverkin ný og er þetta söiusýning. í stuttu samtali við Mbl. sagði lista- inaðurinn, að þetta væri 7. sýning, sem hann hefði hald- ið einn. Fyrsta sýning hans hefði verið í Hafnarfirði, en auk þess hefði hann tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis. Ég lærði máski fyrst hjá einstökum mönnum, en síðan settist ég í Handíðaskólann. Eftir það lá leið mín til Kaupmannahafnar. >ar hafði ég ágætiskennara, sem nú er raunar dámn. Sá hét Bojesen. Kjarval var á sínum tíma nemandi hans. Af öðrum seinni tíma mönnum má t.d. nefna Karl Kvaran. Síðan lá leið mín eins og margra annara til Parísar. París er indæl borg. Þar. angar allt ^f líst. Nú fyrir skemmstu lá Leið mín aftur til Parísar. Hún var sjálfri sér lík. En í því ferða- lagi kynntist ég Hollandi, sér- staklega Amsterdam. Það var stórkostlegt. Ég fór að skoða gömlu meistarana. Ég hef sennilega aldrei lært eins mik ið á skömmum tíma og þá. Maður metur hlutina á annan máta, þegar maður fullorðn- ast. __ Ég sýndi síðast í Listamanna skálanum i Reykjavík 1961. Og eitt vil ég sérstaklega taka fram. Ég hef aldrei sýnt að vorlagi fyrr. Alltaf á haustin. En það verð ég að segja, að birtan er dásamleg að vorlagi Það er nú kannski sérstakt fyrir ísland. Þú varst að spyrja, hvar ég ætti heima? Jú, ég á heima í Hafnarfirði, en ég vinn við litprentun í bækurnar hans Ragnars í Smáxa. En ég kem oft við í Kópa- vogi. Þess vegna hef ég skýrt eina myndina Kvöld í Kópa- vogi, og það er ekki eingöngu vegna rímsins. Sýning Eiríks er opin í Bogasalnum daglega frá kl. 14—22, og henni lýkur sunnu- daginn 24. maí. •f Genaið ? Gengið 11. niaí 1964. Kaup Sals 1 Enskt pund ... ........ 120,20 120,50 1 tSouuai íkjaaollar 42.95 *o.M> l Kanadadoila) ........._ 39,80 39,91 100 Ansturr sch. ____ 166,18 166,60 100 Danskar kr. ^......... 622, 623,70 100 Norskar kr.......„.....„ 600,93 602,47 100 Sænskar kr................. 834,45 836,60 100 Finnsk mörk ... 1.335,72 1.339,14 100 Fr. franki ____„ 874,08 876,32 100 Svissn. Irankar ... 993.53 996.08 1000 ítalsk. lírur ........ 68,80 68,98 100 V-þýzk rnórk 1.080.8B .083 62 100 Gyllini ............ 1.188,33 1,191,36 100 Belg. frankí ____ 8M? 86,39 Minningarspjöld Minningarspjóld Kvenfélags Nes- kirkju fást á eftirtöldum saöðum: Verzlun Hjartar Nielsen, Tempiara- sundi. verzlunin Steinnes, Seltjarnar- nesi og Búðin min, VíSimel 38. Frú Sigríði Árnadóttir, Tómasarhaga 12. FRETTIR Kveniélagssamband íslands — Skrifstofan og leiðbeiningarstöð hús- mæðra á Lauíásvegi 2 er opin frá kl. 3—5 alla virka daga nema Laugar- daga Sími 10205. , Kvenfélag Neskirkju. ASalfundur félagsins verður haldinn fimmtudag 21. mal kl. 8.30 í Félagsheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Skemmti- •triði. Kaffi. Stjórnin. Kvenfélagið i NjarSvík. Athugið íundinn á föstudag 15. maí kl. 8.30 KFVJM og K . Hafnarflrði Almenn •amkoma á Hvítasunnudag kl. 8.30 Benedikt Arnkelsson cand. theol talar Ásprestakall: Verð fjarverandi 2—3 vikur. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Safa- mýri 52 sími 380; 1 þjónar fyrir mig á meðan. Reykjavik, 4. þm. 1964. Séra Grímur Grímsson. Kvcnfélag Óháða safnaðarins. Félags konur eru góðfúslega minntar é bazar inn sem verður i enduðum mal. MJOLK Varast b«r að hella saman viff sölumjólk mjólk úr kúm, sem eru að verða geldar og eiga það skammt til burðar, að mjólkin hefur fengið annar legt bragð, enda mjólki þær minna en 1 lítra á dag. Varast ber að hella saman við sölumjólk mjólk úr kúm fyrstu 5 daga eftir burð. Fösfudagsskríflan Brezk herdeild hafði lítinn apa kött sem verndardýrling. Einn dag, þegar herdeildarforinginn var fjarverandi, dó apakötturinn skyndilega, og foringjanum var sent eftirfarandi skeyti: „Apa- kötturinn dauður. Stopp. Eigum við að kaupa annan eða bíða þangað tii þér komið aftur". Otugmœlavísa Kjóa hampa ketti ég sá, krumma áf flösku víni ná, húð af ljóni hreindýr flá, hest að veiða sel úr á. Farfuglar Spakmœli dagsins Hugsunin skapar mikilleik mannsins — B. Pascal. GAiMALT oy GOTT Sérhvað hefur sína tíð, svo er að hiæja og gráta. Hóf er béat, hafðu á öllu máta. Nú er sannarlega ástæða til að kynna fyrir ykkur kríuna, því að hún kom í gær og lét ekki á sér standa fremur en fyrri daginn. Sennilega er hún sá farfugl inn, sem kemur hingað um lehgstan veg, því að hún mun hafa vetursetu nálægt Suður- heimskautslandinu. Krian okkar heitir á latínu' Sterna paradisaea. Kríunni er I svo sem óþarft að lýsa fyrir | Islendingum. Hún er hvít að , neðan og.blýgrá ofan á vængj um með svarta hettu á kollin um og etnlitt, blóðrautt nef. Hún hefur svarta fætur. Löngu stélfjaðrirnar ná venju ' lega lítið citt aftur fyrir væng brodda á sitjandi fuglum. Algengustu hljóðin eru | „krí-ja" með áherzlu á síðara , atkvæðinu, einnig styttra „krí" eða „kre" og stígandi' „kí-kí". Krian á sér kjörlendi við i ár og vötn f jarri sjó. Verpur á lágum og sendnum strönd- ' um, í hólmtim og eyjum eða mýrlendt. Eggin laga sig í lit| oftast eftir lit landslagsins. Til gamans má geta eftir- farandi s„ögu um það hve' krían er fastheldin á fornar | slóðir og engu er líkara en að ( hún hafi „radar" í nefinu. Árið 1943 merkti fugla-1 merkingamaður frá Náttúru- gripasafninu kriuunga við Hvalfjörð eða nánar tiltekið við Kiðafell í Kjós. 20 árum síðar árið 1963 fannst dauð kría í Borgarfirði, og var þar kominn sami ung inn fullvaxinn. Þannig má. gera ráð fyrir, | að kriurnar hérna í Tjarnar- hólmanum sé að mestu þær' sömu frá ári til árs, auðvitað að viðbættum ungunum. Þannig virðist Hvalfjarðar- i krían áðurnefnda hafa ratað aftur á Faxaflóasvæðið. Ef til vill hefur hún fundið maka sinn í Borgarfirði og flutzt með honum búferlum til Borg Íarfjarðar úr Hvalfirði, enda stutt á milli! i Hryllingsmy nd H O R N I Ð Göfugasta hvötin er almenn- ingsheillin. — VirgiU. Hérna sjáið þið manninn, sem frægastur er fyrir framleiðslu hryllingsmynda og skapar meiri gæsahúð hjá áliorfendum en flest ir aðrir. Hann heitir Alfred Hitchcock. Þarna er hann að snæða ljúffengan mat, og ef við vissum nafnið á eiginkonu hans, myndi þetta vera ágætismynd í þættinum í Lesbókinni: Uppá- haldsréttur eiginmannsins! Á þessu stigi málsins getum við ekkert sagt annað en: Verði yður að góðu, lterra Hitchoik! Trésmíðavél Helzt Steinberg, óskast til kaups eða leigu. Uppl. í síma 51831 á kvöldin. Góð 3—4 herb. íbúð óskast. FyrirframgreiðsJa eða stórt lán fyrir hendi. Uppl. í síma 112il9. Collie Til sölu einn hreinræktað- ur, gulur Collie-hwlpur. Ath_ Hvolpurinn verður ekki seldur til uppeldis í Eeykjavík. — Uppl. gefur Pétur Hjáhnarsson, sími 64, Brúarland. Opel Caravan .'55 Til sölu er Opel Caravaa (station), sem þarfnast viS gerðar, á tækifærisverði. — Uppl. í síma 41558. ATHUGIÐ að borið sa.nan við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðruxn blöðum. Keflavík Rauðrófur, gulrófur, svið, saltkjöt, hangikjöt, söltuð rúllupylsa, fínn strásykur, molasykur, epli, appelsin- ur. — Heimsendingar. — Jakob, Smáratúni sími 1&26 Félagsmenn Munið eftir að vitja veiðileyfanna fyrir annað kvöld (laugardagskvöld) á skrifstofu félagsins, Bergstaða- stræti 12A. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Nykomið danskar telpnapeysur, ermastuttar og ermalangar. Danskar telpnablússur í miklu úrvali. Amerískar telpnaúlpur. - Verzlunin ÁSA Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. Stálgrindahús Höfum til sölu nú þegar 1 stálgrindahús — boga- skemmu — 60x24 fet. Tilbúið til afgreiðslu strax. SUli c£ éoRnsen 14 Túngötu 7. — Sími 16647. Sportbátar til leigu Leigjum út sportbáta til lengri eða skemmri tíma. í sumarleyfið, helgarferðir, veiðiferðir og kvöldsiglingar. Bátaleigan sf. Bakkagerði 13. — Símar 34750 og 33412. SORPLÚGUR úr aluminium til notkunar í einbýlis- go fjölbýlishús- um, eru komnar aftur. LUDVIG STORR Sími 1-3333. Borhíll til leigu þvermal bors 12—18 tommur. Bordýpt allt að 3 m. Upplýsingar í síma 17400. Rafmagnsvcita ríkisins. íbúð til sölu 4ra herb. íbúð við Ægissíðu ca. 94 -ferm. mjög lítið niðurgrafin kjallaraíbúð, til sölu. — Uppl. gefur: SVEINN FINNSSON, sími 22234.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.