Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID ' J’ostudagur 15. maí 1964 f JOSEPHINE EDGAR: FIAl SYSTIR — Hvert heldurðu? Eg syng í Wellington. Eg ætla að taka þig með mér. Við getum ekki ver ið hérna, svo mikið er víst. Eg lofaði mömrnu að gæta þín og það ætla ég að standa við. Hún hjálpaði mér í gömlu, svörtu kápuna mína og batt klút um þrútið andlitið á mér, og sagði við Minnu: — Taktu sam- an dótið okkar og þitt líka, og láttu það einhversstaðar þar sem hann sér það ekki. Hann gerir þér ekkert, því að hann veit, að þú átt enga peninga til að gefa honum. Eg skal senda eftir þér undir eins.og ég er búin að finna okkur einhvern almennilegan dvalarstað. Mér fannst ég nær dauða en lífi, þegar við gengum um dimm ar göturnar. Mig verkjaði í and- litið, rétt eins og ég væri með tannpínu í öllum tönnum, en Fía gekk hratt og hélt fast í hönd mér. Þegar við komum á aðal- götuna hóaði hún í leiguvagn, sem þarna var á ferðinni og skipaði honum að aka til Old Wellington í Southwark. Þetta var í fyrsta sinn ,sem ég hafði komið upp í leiguvagn og ég gleymdi næstum höfuðverkn um í hrifningunni af hugrekki systur minnar að taka vagn, og hinu, hvernig hún talaði við öku manninn. Og ég gat líka séð, að hann varð hrifinn af henni, ekki einasta vegna þess, hve falleg hún var, heldur af hinu, að hún bar það einhvernveginn með sér, að hún kynni sjálf að sjá fótum sínum forráð. Við skröltum áfram vestur eft ir, og vagninn tafðist dálítið í troðningunum, sem var fyrir framan leikhúsin. Fía benti á eitt leikhúsið. — Þetta er Frivo- lity, sagði hún. — Stúlkurnar þar geta valið úr karlmönnunum í borginni. í vikunni sem leið giftist ein þeirra lávarði. Og svo bætti hún við þurrlega: — Og þá eru þær orðnar hefðarfrúr, eða halda, að þær séu það. Við stönzuðum að lokum við einn skemmtistaðinn. Þetta var annars flokks söngleikhús í fá- tæku bæjarhverfi, en í mínum augum var það dýrðlegt. Á aug- lýsingunni úti fyrir mátti lesa: „Soffía Eves — söngur og bros“. Þetta var með smáu .letri og neðst á auglýsingunni, en ég var altekin aðdáun. Fía borgaði vagnstjóranum og gekk síðan inn um aðaldyrnar, en ekki bakdyrnar að leiksvið- inu. Um leið og við gengum fram hjá miðasölunni, kinkaði maður í samkvæmisfötum kolli til okk ar og sagði: — Gott kvöld, Soff ía! Eg varð afskaplega montin, en þó feimin, af því að andlitið á mér var svona reifað. Mig einveldið!" og „Niður með styrj öldina!“ Á fundinum talaði V. N. nokkur Kayurov, sem var skipuleggjari í einni bolsje- víkasellunni í Vibrohéraðinu, enginn mikill maður í bolsjevíka flokknum, en þó mikilvægur nú, er allir foringjarnir voru í út- legð. Kayurov réð konunum frá þvi að hafast nokkuð að, sem leitt gæti til æsinga. Líklega hef ur þessi ráðlegging hans byggzt á vitundinni um, að uppþot, sem koma ofsnemma eru venjulega þýðingarlaus og vel viðráðan- leg fyrir lögregluna. En svona ráðleggingar vildu konurnar ekki hlusta á. Morguninn eftir voru flestar verksmiðjur þar sem konur unnu, í verkfalli, og brátt tóku konurnar saman höndum við karlmennina, sem höfðu verið reknir úr Putilov- verksmiðjunum. Meiriháttar póli tískt uppþot var á seiði. Kayurov var fljótur að sjá, að ef hann gæti ekki stöðvað hreyf inguna, þá þyrfti hann að minnsta kosti sem fyrst að taka forustuna fyrir henni, og með tveim öðrum skipulags- mönnum — öðrum mensjevíka en hinum sósíalbyltingarmanni verkjaði ekki mjög lengur, en hægri kinnin fannst mér vera bólgin- og aum og þegar ég leit í einn spegilinn, sem þarna var, fannst mér ég hljóta að líta hræðilega út. Eg hafði aldrei áður komið á svona stað. Mér sýndist allsstað ar vera gylling, rautt flos og ljós. Sýningin var enn ekki byrjuð, enda þótt hljómsveitin væri tek in að leika. Að baki sætunum var pallur, með bar eftir næstum allri lengdinni, en að baki barn um voru skreyttir speglar og allt fullt af glösum og flöskum. Og þar sátu fallegar stúlkur við af- greiðslu. Veggirnir voru allir með mál- verkum af stöðuvötnum, höllum og fjöllum og þarna voru flossóf ar og marmaraborð, sem margar konur sátu við. Aðrar gengu fram og aftur, brosandi til mann anna, sem voru að drekka og tala saman við barinn. Allar þessar konur virtust mér vera skraut- búnar með háa háruppsetningu og málaðar varir og fjaðrahatta og skartgripi, og það svo, að þó að Fía væri fallegri en nokkur þeirra, var hún samt illa til fara í samanburði við þær, í svarta kjólnum sínum og með sjómanns hattinn. Fía gekk beint áfram þar til hún var komin að beygjunni á barnum, sem var skeifulaga, en þar stóðu nokkrir menn, sem virtust eitthvað dálítið öðruvisi en hinir, sem þarna voru saman komnir. Fötin þeirra voru lit- sterk, en dýr og hattarnir á þeim hölluðusf glannalega á höfð inu og öll framkoma þeirra og tilburðir báru vott um kæruleys islegt öryggi. Þeir voru í hávær um samræðum um hnefaleika og hesta, fjárhættuspil og peninga, og öðru hverju gusu upp hlát- ursrokur. Þessir menn komu mér ekkert ókunnuglega fyrir sjónir — þetta var einmitt sú mann- tegund, sem pabbi var að reyna að stæla. — Seztu þarna niður, sagði Fía. Hún ýtti mér vsvo niður á stól og settist sjálf andspænis mér. — Hvenær ferðu að syngja? — O, eftir svo sem hálftíma. Hún gaf þjóni bendingu og hann kom til okkar brosandi. — Ungfrú Soffía! ALAN MOOREHEAD — setti hann upp verkfallsnefnd. Öllum verkamönnum og verka- konum var skipað út á götuna, og fylging verkafólks gekk úr einn verksmiðjunni í aðra og safnaði liði á hverjum stáð. Her- óp þeirra var: „Gef oss brauð!“ og fjöldi brauðbúða var rænd- ur. Síðdegis þennan dag gerðu uppþotsmenn tvær tilraunir til að fara yfir Nevafljótið, inn í aðalborgina, en þá kom lögregl- an og hrakti þá til baka. í þriðja sinn var gerð tilraun og í þetta sinn tókst fylkingunni, sem var að mestu skipuð konum, að kom ast alla leið inn á Nevsky Pros- pektið. Þær þrömmuðu alla leið til Kazan-dómkirkjunnar, syngj andi í kór: „Gef oss brauð“, á göngunni. Og enn voru brauð- búðir rændar. Hinn 9. marz var að mestu end urtekning á deginum áður, nema hvað nú komu verkfallsmenn miklu liðsterkari yfir Nevu — það var ekki orðið svo áliðið vetrar, að þeir gætu ekki komizt á ís yfir fljótið, og nú tókst lög- reglunni ekki að bægja þeim frá miðborginni. Enn sem komið var, hafði lögreglan sama sem ekki beitt skotvopnum, og sjálfir höfðu verkamennirnir ' ekki notað önnur skæðari vopn en klakamola, þunga lurka og ein- stöku götusteina. Yfirleitt höfðu yfirvöldin gengið heldu_- væg- lega fram; hermennirnir voiu enn í herbúðum sínum og kósakk arnir höfðu ekki einu sinni ver- ið kallaðir á vettvang með svip- ur sínar, en með þeim vopnum tvístruðu þeir venjulega óeirð- um og uppþotum. En nú — að kvöldi 9. marz — kemst allt í verulegt uppnám. Allir taka snögglega að beita sér. Nú fara vinstriforingjarnir fyrst að koma fram á vígvöllinn. Mez- hrayonkamennirnir voru fyrstir á vettvang; þeir gáfu verkfalls- skipun að stöðva alla strætis- vagna — en það var jafnan á- hrifamikil aðferð til að breiða út uppþot — og í framhaldi af þessu lýstu þéir sama kvöld yfir þriggja daga allsherjarverkfalli. Með hvaða valdi þessar skijran- ir voru gefnar, vissi enginn, en Mezhrayonkamennirnir voru nú mjög öruggir um sig og ræturn- ar gengu nú dýpra og krókóttar inn í byltingarhreyfinguna en rætur Okhrana. Þetta var at- hafnasamasta vinstrihreyfingin í Petrograd, og áhrifamest meðal verkakvenna (sem höfðu raun- verulega komið hreyfingunni af stað í upphafi), og nú er það orð ið kunnugt af skjölunum frá Wil helmstrasse, að Þjóðverjar höfðu verið að leita sambands við slík an félagsskap. Mezhrayonka varð sein /á sér að reyna opinber lega að stjórna byltingunni, en þar fyrir getur það hafa verið í laumi, fyrir þennan tíma. Eins var um bolsjevíkana. Þeir höfðu verið andvígir uppreist í fyrstu, eða að minnsta kosti höfðu þeir ekkert hafzt að i þá átt, en nú voru þeir fullir áhuga og hljóta sinn skerf af heiðrin- um af henni. Nokkrum klukku stundum eftir að Mezhrayonka tók til starfa, komu einnig þeir með sína áskorun til múgsins: „Allir út á strætin . . . tíminn er kominn til bardaga í björtu“. Ríkisstjórnin var nú tekin að gera sér ljóst, að hér var ekki um neitt venjulegt uppþot að ræða. Auk mannfjöldans og grimmdarinnar í múgnum, sást að minnsta kosti eitt ískyggi KALLI KÚREKI ->f— —>f— — Teiknaii; FRED HARMAN errONTHATHORSE HROUG+i VOJR PLCTT7 fAKEN tN/ TOPAV, m HORSE, AWt? VOU CAJJ LIFE OMTHATWLLER. I SUPPOSE ITS 'rtXIRCHILPISH W/W OF TAKIUS- KEVBM&fi Kf. MV PROVINS- Y0U8. SOLD STRJKE IS WORTHLESS/> RISKVOI VOUPRjOVII IN THE- MOHN/NS-. ASPKOFESSOZ BOO&8 ANO THE OLP-VMEZ BZEAK CAMP"' iwwwiwni rMwow ■ TERTH' aUMSV EXHlBiTION J •m i put vesTeeoAY? y þér drápsskepnunni sem þér fenguð mér Um morguninn, þegar prófessor Boggs og Gamli búast á brott...... — Þetta er sennilega yðar barna- lega aðferð til að ná yður niðri á mér fyrir að sanna að ekkert gull hafi verið í bergæðinni sem funduð. — En ég sé hvert stefnir. Ég læt ekki gabba mig. í dag ætla ég að ríða hestinum yðar og þér getið sjálfur lagt yður i lífshættu á mann- til reiðar. — Komið þér yður nú á bak áður en ég geng alveg af göflunum. Haldið þér að ég léti yður í raun og veru nokkru sinni sitja minn hest eftir þessa frammistöðu yðar í gær? Árbær, Selás, i Smálöndin I SUMARBÚSTAÐAFÓLKI I upp við Árbæ, í Selásnum i og í Smálöndum við Graf- ( arholt, skal á það bent, að í þessum hverfum eru starf- 1 andi umboðsmenn fyrir 1 Morgunblaðið. Til þeirra | skulu sumarbústaðaeigendur \ snúa sér ef þeir óska að fá Morgunblaðið meðan dval- | izt er í sumarbústaðnum. | Einnig er hægt að snúa sér , til afgreiðslu Morgunblaðs- ins, sími 22480. 1 Umboðsmennirnir eru fyr- í ir Árbæjarbletti Hafsteinn Þorgeirsson, Árbæjarbletti , 36, fyrir Selás, frú Lilja ' Þorfinnsdóttir, Selásbletti 6 « og í Smálöndum María Frið- L steinsdóttir, Eggjavegi 3. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.