Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. maí 1964 MORGUN*' **MÐ 15 Auknir erfi vegna verðþenzlunnar iír ræðu dr. Jóhannesar IMor. cliiL bankastjóra, flnttri í til. efni ársfundar Seðlabankans í UPPHAFI máls síns vék banka- stjórinn að rekstri Seðlabankans og almennri starfsemi hans. Rekstrarafkoma Seðlabankans á árinu 1963 var mjög svipuð og árið áður. Tekjuafgangur reynd- ist 1,3 millj. kr. á móti 1,1 millj. kr. árið 1962. Er þá búið að reikna með 5 millj. kr. arðgreiðslu af stoínfé bankans í sérstakan sjóð, en helmingi tekna hans árlega er varið til starfsemi Vísindasjóðs. Einnig hafa þá verið reiknaðir 6% vextir af öðru eigin fé bank- ans, samtals 7,9 millj. kr. Þessi afkoma er þó að verulegu leyti því að þakka, að bankinn hafði á árinu 4,8 millj. kr. hagnað af inn- leystum erlendum verðbréfum, en án þeirra tekna hefði lögum samkvæmt ekki verið unnt að greiða fullan arð af stofnfé bank- ans. Það má því ekki tæpara standa um, að bankinn sýni við- undandi afkomu, enda neyddist bankastjórnin til þess snemma á árinu að breyta reglum um vaxta greiðslur af bundnu fé þannig, að í stað 9% vaxta eru nú greiddir vextir, er nema 1% hærri upp- hæð en viðkomandi innlánsstofn- un greiðir innstæðueigendum sín- um. Með þessari reglu urðu meðalvextir af bundnu fé í Seðla bankanum á árinu 1963 1Ví%. Margar innlánsstofnanir hafa tal- ið þessa vaxtagreiðslu ófullnægj- andi, og er nú í athugun, hvernig koma megi við breytingu, þar sem hennar er mest þörf. Það verður hins vegar fyrst og fremst að gera með innbyrðis breytingum á vöxtum, þar sem Seðlabankinn getur vart tekið á sig meiri vaxtamun en nú á sér stað. Hann greiðir nú þegar einu prósenti hærri vexti af bundnu fé en hann fær af endurkeypt- Um afurðavíxiúm og rúmlega 2% hærri en hann fær af erlend- um innstæðum sinum að meðal- tali. Seðlabankinn er að sjálf- sögöu ekki stofnun, er reka á með almenn hagnaðarsjónarmið fyrir augum, og bankastjórnin hefur talið óhjákvæmilegt, að hann tæki að nokkru á sig slikan vaxtamun. Hins vegar er hvorki verjandi að fara svo langt, að ekki sé unnt að greiða eðlilegan arð af stofnfé bankans né að stofna trausti bankans út á við í hættu með gálausum rekstri. Þá ræddi bankastjórinn það hlutverk Seðlabankans að fylgj- »st með bankastarfseminni al- mennt og viðleitni bankans til að koma á ströngu eftirliti með með ferð bankaávísana og sagði síðan: Sú fjölgun banka og bankaúti- búa. sem átt hefur sér stað að undanförnu hefur vafalaust að verulegu leyti átt rétt á sér og leitt til bættrar þjónustu við við- skiptamenn bankanna og allan •lmenning. Hins vegar krefst þessi þróun nánari samvinnu og samræmingar á milli starfsemi einstakra banka og annarra inn- lánsstofnana en áður var, ef koma á í veg fyrir misnotkun bankanna, óheilbrigðar sam- keppnisaðferðir og óeðlilegt mis- ræmi í bankaþjónustu. Þá vil ég einnig geta fyrir- greiðslu Seðlabankans og marg- víslegrar þjónustu hans við ríkis- sjóð. Hefur þetta verið vaxandi þáttur í starfi bankans að undan- förnu. Umfangsmest í þessu efni hefur verið starfrapksla RíWis- ábyrgðasjóðs, en við henni tók Seðlabankinn á árinu 1962 með sérstöku samkomulagi við fjár- málaráðuneytið. Greiðslur sjóðs- ins vegna vanskila urðu enn mjög miklar á árinu 1963, eða 107 millj^ kr., en verulegur hluti af þeim stafaði af erfiðleikum togaraútgerðarinnar og rekstrar- halla Rafmagnsveitna ríkisins. Er allt kapp lagt á að lækka þessar greiðslur með ötullegri inn- heimtu og samningum við þá skuldunauta, sem við sérstaka erfiðleika eiga að etja. Auk inn- heimtu ríkisábyrgðaskulda, fjall- aði Ríkisábyrgðasjóður bæði um veitingu nýrra ríkisábyrgða og endurlán lánsfjár á vegum fjár- málaráðuneytisins. Var þar fyrst og fremst um að ræða enska fram kvæmdalánið, sem tekið var seint á árinu 1962, en mikill hluti þess kom til nota ,á árinu 1963. Seðlabankihn tók einnig að sér ýmis konar fyrirgreiðslu vegna framkvæmdaáætlunarinnar 1963. Samdi ríkisstjórnin um það við viðskiptabanka og stærstu spari- sjóði, að þeir leggðu 15% af aukn ingu innlána á árinu 1963 til fram kvæmda innan áætlunarinnar. Tók Seðlabankinn að sér að ann- ast innheimtu þessa fjár og endur lána það til hinna ýmsu þarfa í samráði við fjármálaráðuneytið. 1 heild námu þessi framlög af inn lánaaukningu ársins 1963 80,9 millj. kr., en í árslok var búið að ráðstafa samtals 58,7 millj. kr. af þessu fé til framkvæmda og fjár- festingarsjóða. Jafnframt því sem framan- greindir samningar voru gerðir við banka og sparisjóði um ráð- stöfun 15% af innlánsaukningu til útlána til framkvæmdaáætlun- arinnar, ákvað bankastjórn Seðla bankans nokkrar breytingar á reglum um bindiskyldu innláns- stofnana. Var aðalbreytingin fólg in í þvi, að bindiskylda vegna inn lánsaukningar var lækkuð úr 30% T 25%, en lágmarksbindi- skylda var lækkuð úr 3% í 2% af heildarinnstæðu. Standa þessar reglur um innlánsbindingu enn óbreyttar. Því næst vék dr. Jóhannes Nor- dal að þróun efnahagsmála á ár- inu 1963. Þegar bankastjórinn lagði fram skýrslu sína fyrir ári var á það bent, að útlit væri fyrir, að greiðslujöfnuðurinn við útlönd á árinu 1963 yrði óhagstæðari en verið hafði undanfarin tvö ár. Jafnframt var látinn í ljós ugg- ur vegna vaxandi þenslu eftir- spurnar og óvissu í kaupgjalds- málum. Hins vegar stóðu þá von- ir til þess, að með sæmilegu að- haldi í þessum efnum gæti tekizt að halda þolanlegu jafnvægi út á við og á vinnumarkaðinum á árinu 1963 þrátt fyrir þær miklu framkvæmdir, sem fyrirsjáanleg- ar voru bæði hjá einkaðilum og innan framkvæmdaáætlunar rík- isins. Að því er varðar greiðslu- jöfnuðinn við útlönd virðist þró- unin ekki hafa orðið að neinu verulegu marki óhagstæðari en við var búizt, en að því er varð- ar þensluna innanlands og þró- unina í kaupgjalds- og verðlags- málum, reyndist vera um mjög alvarleg umskipti til hins verra að ræða á árinu. Eftir því sem á árið leið, kom akvrar í liós. að aukning eftir- spurnar yrði meiri og örari en á- ætlað hafði verið, og birtist það í stórauknum innflutningi, vinnu- aflsskorti og óeðlilegri hækkun fasteignaverðs. Áframhaldandi launahækkanir og mikil lánsfjár- þensla átti hvort tveggja þátt í þessari þróun. Við þetta bættist svo vaxandi ótti við áframhald- andi hækkanir kaupgjalds og verðlags. Þenslan jókst þannig stig af stigi fyrir áhrif tekjuaukn- ingar annars vegar, en vaxandi vantrúar á framtíðarverðgildi peninga hins vegar. Jók þétta mjög á spennuna á vinnumarkað- inum og ýtti undir fjárfestingu einkaaðila. Nauðsynlegar ráðstafanir voru ekki gerðar í peningamálum til þess að hamla á móti þessari þró- un fyrra helming ársins 1963. Nægilegt fjármagn var því fyrir hendi til þess, að eftirspurnar- þenslan gæti þróazt ört. Staða bankakerfisins gagnvart Seðla- bankanum var hagstæð og spari- fjáraukning mikil framan af ár- inu, og ýtti þetta hvort tveggja undir mikla útlánsaukningu við- skiptabanka og sparisjóða. Auk þess var lausafjárstaða fyrirtækja og almennings óvenjulega rúm fyrra helming ársins vegna góðr- ar afkomu og mikillar aukningar bankainnstæðna á undanförnum árum. Við þetta bættist svo stór- aukin notkun greiðslufrests er- lendis samfara auknum innflutn- ingi. Þegar verðbólguóttinn fór að grípa um sig, voru því framan af nægir fjármunir fyrir hendi til þess, að eftirspurnin gæti aukizt hröðum skrefum. Þetta fór hins vegar að smábreytast, eftir að komið var fram yfir mitt árið, og kom þar bæði til hin almenna þróun á peningamarkaðinum og nýjar aðgerðir í peningamálum. Þegar kom fram í september, var af hálfu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar gerð tilraun til þess að hamla nokkuð á móti þenslunni með peningalegum að- gerðum. Samkomulag var gert milli Seðlabankans og viðskipta- bankanna um aðhald íútlánum en jafnframt var vaxtakjörum þeim, sem viðskiptabankarnir búa við hjá Seðlabankanum, breytt í því skyni að skapa meira aðhald í þessum efnum. Enn frerhur voru settar strangari reglur um nötk- un greiðslufrests erlendis vegna innfluttra vara. Hinn vaxandi lánsfjárskortur, sem fór að setja svip sinn á efnahagsstarfsemina, þegar á árið leið, átti þó aðrar djúptækari orsakir. Hin mikla þensla samfara síhækkandi kaup- gjaldi þrengdi æ meir að greiðslu getu fyrirtækja. Mörg þeirra festu rekstrarfé sitt að verulegu leyti í ógætilegum fjárfestingum af ótta við áframhaldandi verð- hækkanir, en jafnframt hækkaði rekstrarkostnaður, svo að það rekstrarfé, sem eftir var, hrökk skemmra en áður. Samtímis þrengdi að í viðskiptabönkunum, en staða þeirra gagnvart Seðla- bankanum versnaði mjög í júní- mánuði og hélzt siðan erfið út ár- ið. Átti stöðvun innlánsaukningar meginþátt í vaxandi þrengingum á lánsfjármarkaðinum, en aukn- ing innlána frá maílokum til ára- móta var innan við fjórða hluta þess, sem hún hafði verið á sama tímabili .árið áður. Siðast á árinu urðu svo enn miklar kauphækk- anir, sem juku þá rekstrarfjár- örðugleika, sem- áður vpru farnir að segja til sín. Þetta breytta ástand á peninga- markaðinum átti tvímælalaust þátt í því, að það fór að draga úr aukningu innflutningsins síðustu mánuði ársins, svo að greiðslu- jöfnuðurinn varð ekkí óhagstæð- ari en áætlað hafði verið í upp- hafi ársins. Mikilvægara var þó hitt, að aukning þjóðarframleiðsl unnar á árinu 1963 virðist hafa orðið allmiklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt bráða birgðaáætlunum Efnahagsstofnun arinnar er talið, að aukning þjóð- arframleiðslunnar á árinu hafi numið nærri 7%, en árið 1962 varð aukningin 8%. Er aukning þjóðarframleiðslunnar þessi tvö ár langt yfir meðalaukningu þjóð arframleiðslunnar undanfarinn áratug. Sú mikla breyting varð hins vegar á árinu 1963, að aukn- ing framleiðslunnar átti þá ekki rót sína að rekja til aukinnar út- fkitningsframleiðslu, eins og árin tvö á undan, heldur fyrst og fremst til aukinnar byggingar- starfsemi og annarrar fram- leiðslu fyrir innlendan markað. Er áætlað að framleiðsluaukning í byggingariðnaðinum einum hafi numið nærri 25% á árinu og komu þar fram. áhrif vaxandi fjárfestingar og þenslu í þjóðar- búskapnum. Hlýtur slík þróun að sjálfsögðu að skapa vaxandi örð- ugleika fram á við. Þótt útflutningsframleiðslan ykist hægar en á árunum 1961 og 1962, verður ekki annað sagt en að árið 1963 hafi einnig að þessu leyti verið hagstætt. Heildarverð- mæti útflutningsins jókst um 418 millj. miðað við árið áður eða um tæp 12%, en. þó lækkuðu birgðir útflutningsafurða í landinu ekki um meira en 53 millj. kr. Inn- flutningurinn jókst hins végar miklu örar eða um 879 millj. kr.. sem er tæplega 23% aukning. Mikil aukning innflutnings á skip um átti þó nokkurn þátt í þessari aukningu, en séu skip og flugvél- ar undantekin, jókst heildarverð- mæti innflutnings á árinu 1963 um 19%. Enn sem komið er liggja aðeins fyrir frumáætlanir um greiðslu- jöfnuðinn við útlönd á árinu 1Í63, en samkvæmt þeim hefur við- skiptajöfnuður á vörum og þjón- ustu verið óhagstæður á árinu um nálægt 250 millj. kr. og er það miklu lakari afkoma en á ár- inu 1962, en þá reyndist greiðslu- jöfnuðurinn samkvæmt loka- skýrslum hagstæður um 355 millj. kr., svo að í heild sýnir saman- burður þessara tveggja ára um 600 millj. kr. versnandi afkomu út á við. Er þá lokið því stutta tímabili hagstæðs greiðslujafnað- ar, sem íslendingar áttu við að búa á árunum 1961 og 1962. Þessi miklu umskipti til hins verra í greiðslujöfnuðinum við útlönd komu þó ekki fram í rýrn- un gjaldeyrisstöðunnar á árínu 1963. Þvert á móti batnaði gjald- eyrisstaðan um 160 millj.. og nam nettógjaldeyriseign bankanna í lok ársins 1,311 millj. kr. Mis- munurinn í þróun gjaldeyris- stöðunnar annars vegar og greiðslujafnaðarins hins vegar nam nærri 400 millj. kr., og staf- aði hann af því, hve mikið kom inn af lánsfé á árinu umfram af- borganir. Alls námu erlendar lán- tökur á árinu 783 millj. kr., en af- borganir 391 millj., svo að skuld- ir þjóðarbúsins til langs tíma er- lendis hækkuðu um 392 millj. kr. Fór hér saman, að opinberar lán- tökur voru óvenju miklar á ár- inu, en jafnframt jukust lántökur einkaaðila einnig stórlega, eink- um vegna skipakaupa. Stutt er- lend vörukaupalán hækkuðu einn ig ört fram yfir mitt árið, en frá -því í september dró úr vexti þeirra, enda voru settar strang- ari reglur um notkun þeirra í því skyni að draga úr áhrifum þeirra innan lands. Heildarhækk- un slíkra lána á árinu nam 78 millj. kr., en það var mun minni aukning en á árinu 1962. Þróun peningamála á árinu 1963 varð mun 'óhagstæðan en árin tvö áundan, og einkenndist hún af hinni miklu þenslu innan lands.annars vegar, en hins veg- ar af versnandi greiðslustöðu við útlönd. Aukning innlána varð nú mun minni en árið áður samfara því, sem heildarútlán jukust mjög mikið. Mikill munur var á þróun inni fyrra og síðara misseri. Fram um mitt ár jukust bæði innlán og útlán mjög ört. Þegar kom fram á háustið, fór mjög að þrengja að, aukning innlána og útlána stöðvaðist og þrengdi að um greiðslugetu banka og fyrir- tækja. Staðan á innlendum reikning- um við Seðlabankann batnaði um 92 millj. á árinu 1963, og var það að mestu leyti að þakka batnandi stöðu ríkissjóðs. 'Á hinn bóginn minnkaði mótvirðisfé um 61 millj. kr. vegna aukinna lána af mótvirði innflutnings landbún- aðarvara frá Bandarikjunum. Að- staða banka og annarra peninga- stofnana vi# Seðlabankann versn aði um k~ millj. kr., en hafði batnað um 592 millj. árið 1962. Um aukningu spariinnlána 1 bönkum og sparisjóðum á árinu 1963 sagði bankastjórinn, að hún hefði numið samtals 724 millj. kr. á móti 772 millj. kr. aukningu ár- ið áður. Umskiptin urðu þó raun- verulega skarpari en þessar töl- ur bera með sér, því að fyrra helming ársins 1963 var aukning spariinnlána mun meiri en árið áður, en síðara helming ársins skipti mjög til hins verra, svo að aukningin stöðvaðist svo að segja alveg frá því í ágúst, ef frá er talin hækkun vegna vaxta- greiðslna í desember. Hliðstæða sögu er að segja um veltiinnlán- in, en þau jukust mjög mikið fram i lok maí, en lækkuðu síðan og voru í árslok 64 miltj. kr. lægrP en í upphafi ársins. Er þetta glöggt merki minnkandi greiðslugetu, enda jókst peninga- magn í heild, þ.e.a.s. veltiinnlán og seðlavelta, að heita má ekkert á árinu. Útlánaaukning banka og spari- sjóða á árinu 1963 nam 762 millj. krr, en það er tæplega 15% aukn- ing. Aftur á móti jukust heildar- innstæður aðeins um 660 millj. kr., svo að útlánaaukningin var 102 millj. meiri en aukning inn- lána. Er þetta miklu óhagstæðari útkoma en árin tvö á undan, en þá var aukning innlána veruleg umfram útlánaaukningu, og speglaðist sú þróun í batnandi stöðu bankakerfisins gagnvart Seðlabankanum og vaxandi gjald eyrisforða. Þetta stutta yfirlit um þróun peninga- og gjaldeyrismála á ár- inu 1963, sýnir ljóslega hin miklu umskipti til hins verra í efna- hagsmálum þjóðarinnar á árinu. Þrátt fyrir þessa erfiðleika og hinn versnandi greiðslujöfnuð, sem þeim var samfara, er staða þjóðarbúsins út á við þó enn sterk, og tekizt hefur að varð- veita.. gjaldeyrisvarasjóð þjóðar- innar óskertan ásamt því við- skiptafrelsi, sem' áunnizt hafði. Hitt dylst hins vegar ekki nein- lim, sem kunnugur er; íslenzkum efnahagsmálum, hve alvarleg þau vandamál eru, sem skapazt hafa vegna hinnar stórkostlegu röskunar kaupgjalds og verðiags á árinu 1963. í fyrsta lagi hefur þessi þróun eyðilagt mikið af því, sem áunn- izt hafði á árunum 1960—1962 i þá átt að efla fjármagnsmyndun í landinu, er yrði undirstaða traustrar og heilbrigðrar. upp- byggingar atvinnuveganan. Hinar miklu verðhækkanir undanfariuá Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.