Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 28
WíBordens
VORUR
********************
**************
BRAGÐAST BEZT
tr^wWaM^
ELEKTROLUX UMBOOIÐ
-auoave&i « umi 31800
108. tbl. — Föstudagur 15. maí 1964
Stálu bíl og brutust inn
Á FIMMTA tímanum í fyrrinótt
handtók lögreglan í Reykjavík
tvo unga sjómenn, sem þá um
nóttina höfðu stolið jeppa, ekið
austur fyrir Sandskeið, brotist
þar inn í veitingastofu og stolið
þar tóbaki og sælgæti. Voru þeir
báðir drukknir og með þýfið í
bíinum er lögreglan handtók þá.
Legreglumenn sáu um nóttina
hvar tveir menn sátu í jeppa á
mótum Bústaðavegar og Reykja-
nesbrautar. Við athugun kom í
Ijós að þeir voru báðir drukkn-
ir og höfðu í bílnum talsvert
rnagn af gosdrykkjum, sælgæti,
sigarettum og vindlum.
Við athugun kom í ljós að jepp
anum höfðu mennirnir stolið af
Rauðarárstíg fyrr um nóttina.
Höfðu þeir áður reynt að stela
tveimur bílum á Skúlagötu, en
tókst ekki að koma þeim í gang.
Er þeir höfðu stolið jeppanum
hugðust þeir aka austur að Sel-
fossi og heimsækja kunningja
þar. Er þeir komu að Litlu Kaffi
Stúlkunni
líður eltir
atvikum
MBL. FEKK þær upplýsingar
í gær, að' Erlu Kjartansdótt-
ur stúlkunni, sem ráðizt var
að með hnífi í vikunni, liði
enn eftir atvikum. Eru lækn-
ar nú vongóðir um að hún
muni öðlast bata, þótt ekki sé
hún úr hættu enn.
Logi Einarsson, yfirsaka-
dómari, tjáði Mbl. í gær, að
rannsókn málsins héldi áfram,
en frekari fregna af því væri
vart að vænta fyrr en eftir
helgina. Komið hefur á dag-
inn að pilturinn, sem framdi
árásina, kastaði öllu lauslegu
úr vösum sínum áður en hann
fleygði sér í sjóinn við
Grandagarð. Sumir hlutanna
hafa fundist en aðrir ekki,
þar á meðal veski piltsins.
Pilturinn, sem framdi árás
ina, heitir Lárus Stefánsson,
21 árs gamall jarnsmíðanemi,
til heimilis að Hringbraut 84
hér í borg.
Loftskeytn-
maður hverfur
SÍBASTLIÐINN sunnudag var
saknað loftskeytamannsins af
togaranum Bjarna ÓlafSsyni. Loft
ekeytamaðurinn var Ólafur Hall
dórsson til heimilis í Reykja-
vík. Togarinn lagði úr höfn hér
í Reykjavík s.l. laugardagskvöld
kl. 19:30. Ólaís varð síðast vart
um borð í togaranum kl. 14:00
á sunnudag, en kl. 18:00 er hans
esknað og þa farið að leita hans.
FajMist hann ekki og hefir ekki
orðið vart síðar.
Skipið er enn að veiðum.
ÓJafur Halldórsson var 59 ára
eð aidri fæddur 23. nóv. 1904.
iianxi átti eina dóttur barna.
stofunni fyrir ofan Sandskeið
sýndist þeim gott til fanga þar,
og brutust inn. Ákváðu þeir síð
an að fara í bæinn, og koma þýf
inu á tryggan stað, en lögreglan
varð þeirra vör eins og fyrr
greinir.
Mennirnir eru sjómenn, 18.ára
gamlir, báðir frá Reykjavík.
Þýzku konan
fundin lótin
Keflavík, 14. maí.
'í FYRRADAG var auglýst eft-
'ir þýzkri konu, F. Burmeister
|að nafni, sem vann á sjúkra-
ihúsinu í Keflavik. Hafði hún
^ætlað að bregða sér til Hvera-
'gerðis, en þar hafði hún unn-
lið á heilsuhælinu áður. Þeir,
jsem ætiuðu að flytja frk. Bur-
imeister fundu hana ekki
[heima og söknuðu hennar í
'næstu 6 daga. Var þá tilkynnt
lum hvarf hennar.
Er tilkynningin kom í út-
.varpinu rak konu eina í Vog-
unum minni til að hafa oiðið .
Iþar vör við konu á ferli. Gerði
jhún lögreglunni aðvart og'
jfannst konan í gær látin
i?jótu ofan við þjóðveginn, sem |
'liggur ofan Voga milli Kefla-
Ivíkur og Reykjavíkur.
Lík hennar var flutt til'
jkrufningar i Reykjavík.
Heigi S.
Forseti Islands slítur Alþingi í gær.
(Ljósm. Mbl.: Ol. K. M.J.
Alþingi slitið í gær
ÞINGLAUSNIR fóru fram í gær.
Forseti íslands, herra Ásgeir As
geirsson, sleit þá 84. löggjafa-
þingi.
Forseti Sameinaðs Alþingis,
Til Eyja koma 30 br
í GÆR átti biaðið tal við Sig-
hvat Bjarnason útgerðarmann í
Vestmannaeyjum og spurði
hvernig gengi með mannaráðn-
ingar til Eyja frá írlandi. Hann
kvað von á 30 írum og kæmu
hinir fyrstu í júní og júií. Fleiri
höfðu óskað eftír að koma hing-
að til lands, en ekki getað kom-
ið fyrr en í ágúst. Fengu þeir
því afsvar um ráðningu, því það
er of seint fyrir Vestmanney-
inga.
— Svo virðist sem aukinn á-
hugi sé hjá útlendingum að
koma hingað til vinnu, sagði
Sighvatur, — t.d. höfum við
haft hér Skota. Við getum ekki
tekið þátt í fargjaldakostnaði út-
lendinga, sem dveljast hér að-
eins skamma hríð og oft hefur
það viljað verðe svo að þeir hafa
farið upp á land eftir fáar vik-
ur og eru því lausir við til
vinnu.
Færeyingarnir hafa reynst okk
ur bezt, enda eru þeir vanir
fiskvinnu frá blautu barnsbeini,
sagði Sighvatur að lokum.
Birgir Finnsson, setti fund í Sam
einuðu þingi kl. 15,30 í gær. Gaf
hann fyrst yfirlit yfir störf þings
ins í vetur. Sat það alls í 218
daga. í Neðri deild voru haldn
ir 100 fundir, í Efri deild 90 og í
Sameinuðu þingi 80, eða alls 270
fundir.
Lagafrumvörp voru fram bor
in 122 alls, þar af 55 stjórnar-
frumvörp og 67 þingmannafrurm
vörp. 55 þeirra urðu að lögum.
91 þingsályktunartillaga var bor
in fram og 29 fyrirspurnir.
Þingforseti sagði, að meira
væri um vert, hvernig störf þings
ins reyndust, en að þylja tölur
um starfsemina. Vitnaði hann 1
orð forseta íslands þess efnis, að
stjórnarvöld leystu ekki ein all-
Framhald á 2. síðu.
Hald íagt á
bœkur útgeröar
Rannsaka á hvort fylgt hefur veriS sett-
um regfum um meðferð gjaldeyris
í GÆR gerðist það, að hald var , ans Narfa í Reykjavík. Var þetta
lagt á bókhald útgerðar togar-
Ársfundur Seðlabanka
íslands haldinn í gœr
Reksfrarafkoma bankans svipub og ário áður
gert að kröfu Gjaldeyriseftiiiits-
ins, sem hyggst láta rannsaka
hvort útgerðarfyrirtækið hafi
farið eftir settum reglum varð-
andi meðferð gjaldeyris. Mun at
hugunin einkum beinast að því,
hvort fyrirtækið hafi úthlutað of
miklum gjaldeyri til skipverja,
er fisksölur hafa farið fram er-
lendis.
1
ARSFUNDUR Se«Iabanka ís-
lands var haldilin í Þjóðleikhús
kjallaranum í gær. A fundinum
flutti dr. Jóhannes Nordal, for-
maður bankastjórnarinnar, ræðu,
þar sem hann gerði grein fyrir
rekstrarafkomu bankans á s.l.
ári o. fl.
í ræðu dr. Jóhannesar kom
m. a. fram að rekstrarafkoma
bankans var svipuð og árið
1962. Reyndist tekjuafgangur 1,3
millj. kr., en 1,1 milljón 1962.
Þá taldi bankastjórinn þróun
peningamála í landinu hafa
verið mun óhagstæðari á árinu
1963 en árin tvö á undan, og
hefði hún einkennzt af mikilli
þenslu innanlands annars vegar
en hinsvegar af versnandi
greiðslustöðu við útlönd. Aukn-
ing innlána hefði verið mun
miniii en árið áður sajnfara því,
sem heíidarútlán hefðu aukizt
mjög mikjð. Hinsvegar . gat
bankastjórinn þess, að staðan á
innlendum reikningum við Seðla
banka íslands hefði batnað u>m
92 milijónir kr. á árinu og væri
það mest að þakka batnandi
stöðú rikissjóðs.
Þá sagði bankastjórinn að
alvarlegasta afleiðing verðihækk
ananna undanfarið ár hefði ver
ið sú, að kippt hefði verið fót-
um undan því trausti til fram-
tíðarinnar, sem menn hefðu ver-
ið farnir að öðlast, en verð-
bólguóttinn hefði þess í stað
náð tökum á huga alls þorra al-
menmngs.
Helztu kaflar úr hinni gagn-
merku ræðu bankastjórans eru
birtir í blaðinu í dag á bls. 14.
í upphafi fundar bauð Birgir
Kjaran, formaður bankaráðs,
gesti velkomna, en «ð r«eðu dr.
Jóhannesar Nordal lokinni,
flutti dr. Gyifi Þ. Gíslason, við-
skiptamálaráðherra, stutt ávarp,
þakkaði bankastjóra greinar-
góða ræðu, og ítrekaði að menn
yrðu nú að taka höndúm sam-
an í baráttunni við verðbólguna.
Rannsókn málsins er á algjöru
frumstigi en embætfi yfirsaka-
dómarans í Reykjavík hefur feng
ið það til meðferðar.
IIIIIIIMIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIlM'll'lllllllllliUillllil'llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllhllllMIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIimit
Þrír þingmenn lulltrú-
ar Alþingis til Noregs
— í TILEFNI 150 ára afmælis Ólafsson, forseta Efri deildar a
I norsku stjornarskrárinnar hef og Eystein Jónsson, formann ^
1 ir Aiþingi íslendinga verið þingflokks Framsóknarflokks s
H boðið að senda til Oslóar 3 ins. =
| fulitrúa á afmælishátíðina. Þingmennirnir munu leggja S
Alþingi hefir valið til farar af stað laugardaginn 16. maí, 1
= innar Birgi Finnson, forseta en hátíðaihöldin standa 3 daga j=
I Sameinaðs þings, Sigurð Óla og hefjast að morgni 17. mai. I
)JlliilMU»IIIMIMIHHIIIIIMMIIUIMIIIHiailllllllHIIIIMIIUMHailiuaiUUuUUIUUUIIHHHIillHIIUMIIUIIIIIUIIIUIMlÍi