Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. maí 1964 MORGUNBkAÐIÐ wm^*#m^wp> niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Es cr ¦ — HVAÐ vill þessi Fordson- S beygla vera að þenja sig, lítill B og vesaldarlegur, gluggalaus á I hliðunum og með benzíngjöf- = ina milli kúplingar og bremsu, I sagði -gamall og virðulegur ¦ Packard Clipper þar sem hann B stóð í bílaþvögurihi í reit 9 hina framliðnu bíla höfuðborg 5 arinnar austan við Elliðavog. — Eins og þú getir státað ¦ af 150 á Hafnarfjarðarvegin- B um eða hálftíma á~ Þingvöll, 9 bætti Packardinn við. Bilakirkjugarðux hoiuoborgmiiiuar. Framliðnir bílar fá maliö — O, það er nú ekki allt fengið með því að vera stór og þungur, sagði Fordsoninn þá. — Ætli hefði ekki farið um fjaðrirnar þínar og bumban kannski hruflast ef þú hefðir farið á þremur tímum frá Ak- ureyri og í Bifröst, eins og ég gerði einu sinni. Þá var nú glatt á hjalla aftuf í hjá mér, sætar stelpur og sniðugir strákar, sem voru að fara að skemmta sér um verzlunar- mannahelgina. Ég var þá í þjónustu heildsölufyrirtækis í bænum. Ég sá líka skemmti- legar helgar, sérstaklega þegar sölumaðurinn hjá fyrirtækinu var í trúlofunarstandinu. — Þá hefðirðu átt að sjá þegar sonur útgerðarmanns- ins, sem átti mig, var að trú- lofast. Farið á Þingvöll á met- tima, kampavín drukkið á Lögbergi ogöll hersingin í Val höll á eftir. Eða þegar strák- urinn fékk mig lánaðan hjá pabba sínum á kvöldin og sú ljóshærða hallaði sér hlæjandi upp að honum. Þá lét ég nú hjólin snúast, drengur minn. — En hvernig fékkstu beygl : ¦: ¦-¦ ¦ '¦ -..¦.. .¦¦.¦¦:.¦ . .¦ . .¦¦¦¦¦¦,: e — Félagar mínir á vegunum voru glófextir gæðingar og gamalreyndir áburðarhestar. una á frambrettið, spurði rennilegur Studebaker, blár að lit, af þeirri gerðinni, sem ómögulegt er að sjá hyað er aftur og hvað fram. — Hum; ja það var smá- geim og brúarstöpull heldur nærri. En það reddaðist, eins og strákarnir sögðu. Skammi mig, ef ég skrökva, eins og þeir hefðu látið mig segja þeir Jónas Hallgrímsson og H. C. Andersen. — Hvað ætli þið getið gum- að af gamalli frægð, sagði nú móbrúnn Armstrong Syddley, sem stóð þarna hjólvana með tautopp. — Þið hefðuð átt að lifa þá lúxusdaga þegar ég þaut hér um vegina með blúndubuxur í sætum og topp- inn opinn og stúlkurnar héldu hljóðardi um barðastóra hatt- ana í rokinu, sem myndaðist við bílinn er ég þaut áfram í sumarblíðunni. Þá voruð þið bara kolsvart járngrýti í iðr- um jarðar. — Voruð þið eitthvað að tala um ferðalög, sagði gamla fjallaguddan, sem stóð virðu- leg álengdar, að flestu leyti af sér gengin, þegar frá eru taldir ófúnir fætur. — Aldrei hafið þið skoðað hálendi ís- lands á sólbjörtum sumar- morgni, eða rótazt gegnum klofháa skafla í stórhríðum vetrarins. Hafið þið klöngrazt yfir óbyggðir með söngglaða Ferðafélagsmenn? Eða hafið þið ferðazt með þunga fa'rma 11111111........llm,mi'll,,mMlm™^ (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). af spikefitri bleikju úr fjall- 5 vötnunum? S — Hver minntist á sport- B veiðar? spurði bláleitur Cad- S illac. — Eigandi minn var stór- s kall í SÍS. Ég fór hvað eftir 1 annað í stórkostlegar veiði- s ferðir. Og það voru engar = ' vatnabröndur, sem komu í 2 mitt virðulega skott. Það var s klára lax. Stundum voru út- = lendingar með og þá heyrði ég = blessað móðurmálið mitt, = amerískuna. Það var eitthvað = til að tala um, piltakindur. — Voruð þér eitthvað að 8 segja, herra minn. Ég vil = benda yður á að ég er elztur j= hérna á þessu þingi, frá þeim "jp dögum er menn sögðu þér við : heldri menn. Ég heiti Chevro- s let og er frá 1930. Þá var s kreppa á Islandi og þá voru || menn kurteisir og fátækir. s Nei, mínir virðulegu herrar. s Félagar mínir á vegunum voru s glófextir gæðingar og gamal- 5 reyndir áburðarhestar. Ég get s enn í dag tekið ofan þegar ég s sé hestana fara um • hér fyrir s ofan. Þér eigið að bera virð- 3 ingu fyrir því gamla, herra J Cadillac, þótt tréhús mitt sé §§ aðeins bronsað, eh stálfeldur §§ yðar prýddur krómi og kádil- §§ jákaskrauti. §§ Við fylgdumst ekki lengur §j með samtali þessara öldunga í j§j hinum vígða reit framliðinna §§ bifreiða. Sjálfsagt hafa þeir §§ kraninn og flutningabílarnir §§ tekið til máls, en hamingjunni = sé lof að þeir kunna ekki a𠧧 segja frá öllu sem þeir hafa §§ reynt á langri ævi. Hætt er = við að þá myndi hríkta í göml- §§ um dómabókum og skrjáfa í = ýmsum hjúskaparvottorðum. = I Mikii sala á notuSusn bílum Fólk hefur mikio fé miSli handa, þ. á. m. vertíoarmenn, segja bílasalarnir MIKIL sala er nú á notuðum bil- um. Kemur bílasölum saman um að nú sé mikið góðæri. Fólk virð ist hafa mikið fé milli handa, þ.á.m. vertíðarfólk, sem er um þær mundir að koma í bæinn. J»að er því mikið líf í bílavið- skiptum. Litlu Vestur-Evrópu- bílarnir seljast jafnharðan og yfirleitt bílar, sem ekkl eru eldri en 1955 model, en talsverðar af- skriftir eru af þeim. Einn bíla- salinn, sem hefur til sölu nýja ódýra Trabant bíla, segir að þeir dragi sennilega nokkuff úr Bölu elztu bílanna, sem séu í svipuðu verði, enda renna Tra- bant bílarnir út hjá honum. >. Mbl. hefur rætt málið við 3 bílasala, og kemur þeim saman um þetta: Sala notaðra bíla fer alltaf vaxandi Guðmundur J. Guðmiundsson, sem rekur Bílasölu Guðmundar á Bergþórugötu, sagði að bíla- sala gen.gi vol um þessar mund- ir. Nú bæri mikið á sjómönn- um, sem virtust hafa góðar tekj ur. Annars hefði bílasalan verið góð í ailan vetur, bæði væri kaupgeta mikil og svo hefðu vegir verið svo góðir allan vet- urinn, að menn hefðu komizt ferða sinna og því verið meira um fólk utan af landi hjá bíla- sölunum. Sala á notuðuim bílum virðist alltaf vera að aukast, þó nú sé auðvelt að fá nýja bíla, að sögn Guðmundar, því alltaf er urmull af mönnum sem fær peninga í hendur, sem duga fyrir notuðum bíl, þó þeir nægi kannski ekki fyrir nýjum. Svo er annar stór hópur, unga fólk- ið sem er að taka bi]próf og byrjar með notaða bíla. — Og þó maður Iáni kannski upp í helming í bílunum, kemur varla fyrir að þeir ekki standi við greiðslu, segir Guðmundur. Guðmundur segir að sér finn- ist verð á notuðum bílum enn nokkuð hátt. Það séu helzt eldri bílarnír sem farnir séu að falla í verði, þ.e.a.s. þeir sern eldri eru en 1954 model. Annars seg- ir hann að eftirspurnin sé mest eftir Volkswagen, Opeluim, Taunusum og Moskwitch-bíluim, þ.e.a.s. 1959 modelinu og nýrri, því þeir hafa sterkari vél. — Okkur vantar alltaf litla nýlega bíla og þeir fara jafnóðum, seg- ir hann. Minna framboð en eftirspurn Björgúlfur Sigurðsson í BMa- sölunni í Borgartúni sagði okk- ur að mikil sala væri á notuð- um bílum núna, jenda er þetta aðaltíminn í bílaviðskiptum. Bíl unum fjölgar alltaf og sala á notuðum hefur aldrei . verið meiri. Þetta hefur verið ser- stakt góðæri, og bílasalarnir verða varir við að vertíðarpen- ingarnir eru að koma og lífga upp viðskiptin. Mest er eftir- spurnin eftir Vestur-Evrópubíl- um hjá Björgó.lfi. Annars er minna framboð en eftirspurn af notuðum bílum, því verðfallið á þeim er það mikið. Menn hafa misimunandi aðstöðu til að kaupa bíl nýjan úr kassanum og það getur verið eins skynsamlegt að kaupa bíl eftir árið í góðra manna hönd- um og njóta afskriftárinnar, sern er um 20—30 þúsund., segir Guð mundur. Minmi afskrift þýðir ekki að bjóða upp á, því ann- Framh. á bls. 27 STAKSTEINAR Eflin^ * trygginganna ALÞÝÐUBLABffi birtir í gser forystugrein um ræðu félags- málaráðherra í eldhúsdagsum- ræðunum, þar sem bann ræddi ír.eðal annars hina miklu aukn- ingu almannatrygginga, sem átt befur sér stað frá þvi núverandi ríkisstjórn tók við völdum. í forystugrein Alþýðublaðsins er m. a. komizt að orði á þessa leið: „f árslok 1958 námu heildar- greiðslur almannatrygginga- kerfisins 243 millj. kr., en þær verða á þessu ári samtals kr. 1045 millj., sagði Emil eða rúnv lega fjórum sinnum hærri. Á þeim tíma, sem þessi mikla aukn- ing hefði á.tt sér stað hefði vísi- tala framfærslukostnaðar hækk- að um 61% en greiðslur trygg- ingakerfisins um 329%. í raeðu sinni nefndi félagsnróla ráðherra ýmis dæmi um aukn- inguna. Ellilifeyrir hjóna á öðru verðlagssvæði var 10.300.00 kr. 1958, en er nú 43,400,00 kr. Ein- stæð móðir með tvö börn fékk árið 1958 kr. 8,700,00 á öðru verðlagssvæði hefði hún fengið kr. . 11,600,00. Nú fær hún 40,300,00 kr. í þessum málum hefði átt sér stað gerbreyting til hins betra......" Hr ítapostular þykjast boða frelsi Framsóknarflokkurinn hefur eins og öllum landslýð er kunn- ugt ávallt verið helzti boðberi hafta og banna í þjóðfélaginu. Innflutningshöft og fjárfestingar hömlur hafa verið ær og kýr Framsóknarmanna. En nú bregður svo við að Framsóknarmenn þykjast Vfra orðnir miklir frelsisunnendur. Asaka þeir jafnvel Viðreisnar- stjórnina fyrir haftapólitik! Framsóknarn-onn fara hér eins og fyrri daginnmeð stað- lausa stafi. Viðreisnarstjórnin hefur haft forystu um viðskipta- og framkvæmdafrelsi. Af því hefur leitt stórbætt ástand í við- skipta- og verzlunarmálum þjóð- arinnar. Innflutningur til lands- ins má nú heita frjáls og vöru- úrval er meira og fjölbreyttara en oftast á*ur. Framkvæmda- frelsi ríkir einnig í landinu. Menn þurfa nú ekki að sækja innflutningsleyfi fyrir sláttuvél eins og oft hefur áður tíðkazt, ekki sízt þegar Fran:r,óknannenn hafa farið með völd. í vitund þjóðarinnar er Framsóknarflokk- urinn í senn haftaflokkur og skattkúgunarflokkur. Eysteinn Jónsson, núverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur allt- af átt þá hugsjón æðsta að hækka skattana. Viðreisnar- stjórnin hefur hins vegar stór- lækkað skatta á öllum almenn- ingi, létt af tollum og tryggt verzlunarfrelsi. Áframhaldandi móðuharðindavæl Menn minnast þess að Franv- sóknarþingmaðurinn hafði lítinn sóma af því, þegar hann líkti stjornarstefnunni við það að ver- ið væri að framkvæma „móðu- harðindi af mannavöldum.' Ekki hafa Framsóknarmenn heldur haft mikinn sónra af því að halda því fram að jarðir væru verð- lausar og engir vildu stunda bú- skap o.s.frv. Þeir sem í Tímann rita virðast þó lítið læra af reynslunni og í gær segja þeir um stjórnarstefnuna eftirfarandi: „Þetta er gamalkunnug íhalds stefna sem, orðuð var fyrir 2000 árum austan við Miðjarðarhaf i þá lund, að tekið væri lamb fá- tæka mannsins og matreitt í veizlu handa auðm.önnum." Þetta var sem sagt Tímaspekim í gaer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.