Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. maí 1964 flfofgtmÞfiifófr Útgefandi: Framk væmdast j órí: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðsl us t j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason f rá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. Ék^r-^k UTAN ÖR HEIMI UTVEGURINN OG EINKAFRAMTAKID ¥ Tndanfarna mánuði hefur *^ hvert fiskiskipið öðru glæsilegra komið til landsins og þessi nýi og góði floti hef- ur fært að landi meiri afla en dæmi eru til á nokkurri vertíð. Þessi miklu skip hafa ein- staklingar og hlutafélög t keypt. Hér hefur einkafram- takið verið að verki. Afla- og atorkumenn, sem margir hverjir hafa hafið sig upp úr fátækt til nokkurra efna, hafa hætt fé sínu til þess að leggja út í þennan mikilvæga en oft erfiða rekstur. Framtak þess- ara manna má ekki gleymast í öllu umtalinu um fram- kvæmdir ríkis- og sveitafé- laga. Oft hefur verið við mikla erfiðleika að etja í útgerð hér á landi. Stundum hafa opin- berir aðilar hafið útgerð og stundum hefur átt að grípa til samvinnu um rekstur fiski- skipa, en reynslan af þessu hvoru tveggja er vægast sagt slæm. Það eru einstaklingarn- ir og félög þeirra — það rekstr T arform, þar sem menn hætta eigin fjármagni, sem eitt hef- ur haldið velli. En fyrirtæki í útgerð og fiskiðnaði hafa samt mörg átt við erfiðleika að etja. í áhættu sömum atvinnurekstri geta að vísu ekki allir vænzt þess að hagnazt, en almennt á það samt að vera svo, að þegar góð aflabrögð eru geti fyrirtækin eighazt eigin sjóði og styrkt svo atvinnurekstur sinn, að þáu séu á hverjum tíma fær um af eigin rammleik að hag- nýta fyllstu tækni og nýjung- ar, en berjist ekki í bökkum fjárhagslega. Það stefnir til kjararýrnun- ar, en ekki kjarabóta að of- bjóða greiðslugétu atvinnu- veganna. Það er frumskilyrði þess, að framfarir aukizt og þar með kjarabætur, að fyrir- tækin hafi sæmilega rúman fjárjhag, svo að þau geti af eigin rammleik endurnýjað atvinnutækin. Þess vegna miðuðu kaup- hækkanirnar á síðasta ári ekki að kjarabótum, heldur þrengdu þær hag útflutnings- framleiðslunnar og veiktu þar með þá undirstöðu, sem kjarabætur byggjast á. VINSTRI KENNINGAR ¥Tinstri menn halda því fram, að óþarft sé að búa þannig að atvinnurekstri, að hann geti skilað arði. Þeir reyna að ala á öfund í garð allra þeirra, sem þannig halda á málum fyrirtækja sinna, að þeir hagnazt nokkuð. Að vísu eru ekki lengur há- værar kröfur um aukna þjóð- nýtingu, því að fólkið hefur séð framkvæmd ríkisrekstrar og óskar ekki eftir aukningu hans. Hinsvegar hefur furðu- vel tekizt að hindra eðlilega eignaaukningu fyrirtækja. — Kenningin er sú, að þau megi ekki eignazt sitt eigið fé, held ur eigi þau að vera á nokkurs konar framfæri ríkisins og bankanna. Þetta hefur áratugum sam- an verið meinsemd í íslenzku efnahagslífi og tafið fyrir framförum. Engu að síður mun einkaframtakið sigra, vegna þess að það hefur marg sýnt yfirburði sína. HÁIR EÐA LÁGIR VEXTIR ¥?itt megináróðursefni Fram- sóknarflokksins síðustu árin hefur verið það að lækka ætti vextina. Slík ráðstöfun mundi verða allsherjarbjarg- ráð. Það kemur því spánskt fyrir sjónir, þegar Helgi Bergs, ritari Framsóknar- flokksins, segir í útvarpsræðu, að engir hafi borið eins skarð- an hlut frá borði undanfarin ár og sparif járeigendur og há- ir vextir hafi ekki nægt til að mæta rýrnun höfuðstólsins. Hann leggur til að verð- tryggja sparifé, og er það út af fyrir sig hugmynd, sem vel er þess yirði að menn velti fyrir sér. En verðtrygging sparifjár á tímum verðhækkana er auð- vitað ekkert annað en hækk- un vaxta. Ef til vill ætlar þessi spek- ingur Framsóknarflokksins sér þó aðeins að hækka inn- lánsvextina, en lækka hins- vegar útlánsvexti, þó að hann hafi enn ekki skýrt, hvernig hann ætli að sjá farborða bönkum og sparisjóðum lands ins með slíku háttarlagi. Sannleikurinn er sá, að vextir hafa sízt verið of háir hér, þótt þeir auðvitað geti lækkað, ef unnt yrði að stöðva nú víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags og þar með verð- bólguþróun. Ef það reynist hinsvegar Málamiölun í deilum Malaysíu og Indðnesíu árangurslítil Ásfraliumenn vœnta aðstoðar Banda- nkjanna á Borneó — Sjálfboðaliðar iilbúnir að slást í hóp skœruliða Indónestu MEBAN reynt er aS miffla málum í deilum Indónesiu og- Malaysíu, hótar Súkarnó for- seti Indónesiu að senda enn fleiri skæruliða inn yfir lana- mæri Malaysiu. Tunku Abdul Rahman, forsætisráðherra Malavsíu, notar deiluna í kosningabaráttu. Fréttastofa Indónesíustjórnar segir Sovét ríkin hafa lofað aðstoff við að koma Malaysíu á kné, og st.jórn Ástralíu sætir gagn- rýni vegna þess að hún hefur' sent menn til Malaysíu og stjórnarandstaðan vill vita, hvort Bandaríkjamenn komi þeim. til hjálpar, ráðist Indó- nesíumenn á þá. Stjórnir Filippseyja, Japan, Bandaríkjanna og Bretlands hafa reynt að miðla málum í deilum Indónesíu og Malay- síu, en klögumálin hafa geng- ið á víxl frá því að Malaya, Singapore, N.-Borneó, Brunei og Sarawak, sameinuðust s. 1. sumar og mynduðu Sarrobands ríkið Mataysíu. Indónesíu- menn segja stofnun Malaysíu runna undan rifjum heims- valdasinna og rikið handbendi þeirra. Hafa þeir haft í hótun- um við íbúa Malaysíu frá því að sambandsríkig var stofnað og sent skæruliða til þess að berjast við hermann Malaysíu á Borneó og brezka hermenn, sem þar verja landamærin. • MÁLAMIBLUNAR- TILLAGA Að undanförnu hafa verið gerðar tilraunir til þess að koma á fundi æðstu manna Malaysíu og Indónesíu, en ekki hefur náðst samkomulag um slíkan fund. Fyrir nokkr- um dögum lýsti Tunku Abdul Rahman sig fúsan til þess að hitta Súkarnó, en fullvist er talið að hann hafi ekki horfið frá fyrri kröfum, um að allir skæruliðar Indónesíu verði á brott frá landamærum Malaysíu, áður en fundurinn hefjist. Á þessa kröfu hafa Indóneshimenn ekki fallizt, en nú hefur stjórn Filippseyja borið fram málamiðluríartil- lögu, þar sem gert er ráð fyrir að Indónesíumenn samþykki að hefja brottflutning skæru- liða frá landamærunum áður en fundurinn verði haldinn. Hvorki Rahman né Súkarnó hafa látið í ljós álit sitt á til- lögunni. Eru menn svartsýnir á að hún nái fram að ganga, ekki sízt vegna þess, að skönwiu áður en hún var birt, skýrði Subrandrío, utan rikisráðherra Indónesíu ,frá því, að fjöldi sjálfboðaliða væri reiðubúinn að halda til landamæra Malaysíu og ganga í lið með skæruliðun- um. Fréttstofan Antra í Dja- karta hefur skýrt frá því, að Sovétstjórnin hafi lorað að veita Indónesíubúum hvers konar aðstoð við að koma Malaysíu á kné. Var sagt, að sendiherra Sovétríkjanna í Djakarta hefði rætt þessi mál við ráðherra Indónesíustjórn- ar. • „SÚKARNÓ FARI NORBUR OG NIOUR." Kosningum til sambands- þings Malaysíu er nýlega lok ið, en deilan við Indónesíu var aðal málið á dagskrá flokks Tunku Abdul Rahman í kosningabaráttunni. Sakaði hann andstæðinga sína, t.d. kommúnista í landinu, um að vera handbendi Indónesíu- ABDUL RAHMAN eftir kosning'asigurinn. stjórnar. Réðust hann og flokksmenn hans mjög harka lega á Indónesíustjórn og kváðu Malaysíumenn stað- ráðna í að berjast til síðasta blóðdropa, ef í hart færi. Flokkur Abduls Rahmans sigraði glæsilega í kosningun- um og að lokjnni talningu hélt hann ræðu á fjöldafundi. Fagnaði hann unnum sigri og sagði m.a.: „í>essi sigur eyk- ur hugrekki okkar. Ég bið guð að vernda okkur gegn óvinum okkar, gefa að Malay sía blómgist og eflist og að friður haldist. Súkarnó fari norður og niður." • SKERAST BANDARÍKJAMENN í LEIKINN ? Skömmu eftir að Malaysía var stofnuð, gerði stjórn lands ins varnarsamning við Ástra líu og Nýja Sjáland og lofuðu þessi ríki að koma til aðstoðar ef til árásar kæmi. Ástra- líumenn hafa þegar sent verk fræðingadeild úr hernum og nokkrar þyrlur til Borneó og lánað Malaysíuher tundur- duflaslæðara. Stjórnarandstað SUKARNO, Indónesiuforseti. an í Ástralíu hefur gagnrýnt stjórnina harðlega fyrir áður nefnda aðstoð og segir, að með henni sé gengið lengra, en varnarsamningurinn segi til.um, og stjórnin leiki sér að eldinum, því að æ aukizt hættan á, að uppúr sjóði á Borneó. Einnig hefur stjórnar andstaðan krafizt þess, að stjórnin fái úr því skorið hvort Bandaríkjamenn muni koma til aðstoðar, ef á Ástra- líumenn verði ráðizt á Bor- neó. Stjórnin hefur lagt á- herzlu á, að hún geri ráð fyrir stuðningi Bandarikjamanna, ef til tíðinda dragi, og jafn- vel að þeir sendi hermenn til þess að berjast gegn Indó- nesiumönnum. Hafa stjórn- málaumræður í Ástralíu að undanförnu snúizt að mestu um það, hvort ANZUS-varnar sáttmálinn, sem Bandarikja- menn gerðu fyrir 12 árum við Ástraliu og Nýja Sjáland, skuldbindi Bandaríkin til þess að skerast í leikinn á Borneó. Talið er, að þetta geti orðið nokkuð viðkvæmt m'ál fyrir Bandaríkin, því þau hafa reynt að umgangast Súkarnó með varúð og lempni í vón um að hann gangi ekki í bandalag við kommúnistarik- in. Það var fyrrv. utanríkisráS- herra Ástralíu, Sir Garfield Barwick, sem vakti máls á skuldbindingum Bandarík|ja- manna á Ástralíuþinginu, eft- ir að hann hafði setið fund Suðaustur-Asíu bandalagsins (SEATO) í Manila 17. apríl s.l. Fullyrti Sir Garfield, að Bandaríkjamenn myndu sker ast í leikinn, réðust Indónesiu búar á Ástralíumenn á Bor- neó. Yfirmönnum Sir Gar- fields virðast ekki hafa fellt sig við fullyrðingar hans og framgang í þessu máli, því að hann var fyrir skömmu skip- aður í embætti forseta hæsta- réttar. Eftirmaður hans í utan ríkisráðherraemibættinu »r Paul Hasluck, fyrrv. starfs- maður varnarmálaráðuneytis- ins. Robert Menzies, forsætis- ráðherra Ástraliu, hefur s»gt, Framh. á bls. 21 ekki fært kemur til álita til- laga Heiga Bergs um mikla vaxtahækkun, sem hann að vísu telur eiga að vera í formi verðtryggingar. En það kem- ur nokkuð út á eitt, hvort sú leið er farin, eða vextir betn- línis hækkaðir með venjuæg- um hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.