Morgunblaðið - 15.05.1964, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.05.1964, Qupperneq 5
mtmm Föstudagur 15. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ Hflálverkasýning í Bogasal £iríkur Smith við eina mynd sína: Kvöld í Kópavogi. Farfuglar í dag opnar Eiríkur Smith listmálari úr Hafnarfirði mál verkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Hann sýnir þar 22 olíumálverk. í salnum rík- ir mikil litagleði og líkast því, sem sumarið sé komið í bæinn sunnah úr Hafnarfirði. Öll eru málverkin ný og er þetta sölusýning. í stuttu eamtali við Mbl. sagði lista- maðurinn, að þetta væri 7. sýning, sem hann hefði hald- ið einn. Fyrsta sýning hans hefði verið í Hafnarfirði, en auk þess hefði hann tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis. Ég lærði máski fyrst hjá einstökum mönnum, en síðan settist ég í Handíðaskólann. Eftir það iá leið mín til Kaupmannahafnar. Þar hafði ég ágætiskennara, sem nú er raunar dámn. Sá hét Bojesen. Kjarval var á sínum tírna nemandi hans. Af öðrum seinni tíma mönnum má t.d. nefna Karl Kvaran. Síðan lá leið mín eins og margra annara til Parísar. París er indæl borg. Þar. angar allt af list. Nú fyrir skemmstu lá Leið mín aftur til Parísar. Hún var sjáifri sér lík. En í því ferða- lagi kynntist ég Hollandi, sér- staklaga Amsterdam. Það var stórkostlegt. Ég fór að skoða gömlu meistarana. Ég hef sennilega aldrei lært eins mik ið á skömmum tíma og þá. Maður metur hlutina á annan máta, þegar maður fullorðn- ast. ___ Ég sýndi síðast í Listamanna skálanum i Reykjavík 1961. Og eitt vil ég sérstaklega taka fram. Ég hef aldrei sýnt að vorlagi fyrr. Alltaf á haustin. En það verð ég að segja, að birtan er dásamleg að vorlagi Það er nú kannski sérstakt fyrir ísland. Þú varst að spyrja, hvar ég ætti heima? Jú, ég á heima í Hafnarfirði, en ég vinn við litprentun í bækurnar hans Ragnars í Smára. En ég kem oft við í Kópa- vogi. Þess vegna hef ég skýrt eina myndina Kvöld í Kópa- vogi, og það er ekki eingöngu vegna rímsins. Sýning Eiríks er opin í Bogasalnum daglega frá kl. 14—22, og henni lýkur sunnu- daginn 24. maí. + Genqrið ♦ Gengið 11. maí 1964. 1 Enskt pund .. ....... l ttauaariK.jadolJ.ar 1 Kanadadollai ______... 100 Austurr sch. «... 100 Danskar kr. 100 Norska/ kr....... 100 Sænskar kr........ 100 Finnsk mörk 100 Fr. franki ....... 100 Svissn. frankar ..» Kaup Sala .. 120,20 120,50 42.95 39,80 39.91 . 166,18 166,60 .... 622, 623,70 ___ 600,93 602,47 ... 834,45 836,60 1.335,72 1.339.14 . 874,08 876,32 993.53 996.08 1000 ítalsk. lírur ......... fr8,80 68,98 100 V-þýzk mörk 1.080.86 .083 62 100 Gyllini ............ 1.188,30 1,19-1,36 100 Belg. frankí 8',!? 86,39 Minningarspjöld Minningarspjóld Kvenfélags Nes- kirkju fást á eftirtöldum saöðum: Verzíun Hjartar Nielsen, Tempiara- sundi. verzlunin Steinnes, Seltjarnar- nesi og Búðin mín, Víðimel 35. Frú Sigríði Árnadóttir, Tómasarhaga 12. FRETTIR Kvemélagssaniband íslands — Skrifstofan og leiðbeiningarstöð hús- mæðra á Laufásvegi 2 er opin frá kl. 3—5 alla virka daga nema Laugar- daga Sími 10205. Kvenfélag Neskirkju. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudag 21. maí kl. 8.30 í Félagsheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Skemmti- atriði. Kaffi. Stjórnin. Kvenfélagið i Njarðvík. Athugið fundinn á föstud&g 15. maí kl. 8.30 KFUM og K * Hafnarfirði Almenn lamkoma á Hvítasunnudag kl. 8.30 Benedikt ArnkeJsson cand. theol talar Ásprestakall: Verð fjarverandi 2—3 vikur. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Safa-j mýri 52 sími 380'.] þjónar fyrir mig á meðan. Reykjavík, 4. þm. 1964. Séra Grímur Grímsson. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Félags konur eru góðfúsíega minntar á bazar mn sem verður i enduðum mal. MJOLK Varast ber að hella saman við sölumjólk mjólk úr kúm, sem eru að verða geldar og eiga það skammt til burðar, *ð mjólkin befur fengið annar lest bragð, enda mjólki þær minna en 1 lítra á dag. Varast ber að hella saman við sölumjólk mjólk úr kúm fyrstu 5 daga eftir burð. Föstudagsskrítlan Brezk herdeild hafði lítinn apa kött sem verndardýrling. Einn dag, þegar herdeildarforinginn var fjarverandi, dó apakötturinn skyndilega, og foringjanum var sent eftirfarandi skeyti: „Apa- kötturinn dauður. Stopp. Eigúm við að kaupa annan eða bíða þangað tii þér komið aftur”. Öfugmœlavísa Kjóa hampa ketti ég sá, krumma áf flösku víni ná, húð af ljóni hreindýr flá, hest að veiða sel úr á. Spakmœli dagsins Hugsunin skapar mikilleik mannsins — B. Pascal. CAMALT «g GOTT Sérhvað hefur sína tíð, svo er að hiæja og gráta. Hóf er bezt, hafðu á öllu máta. Nú er sannarlega ástæða til, að kynna fy.rir ykkur kríuna, því að hún kom í gær og lét1 ekki á sér standa fremur en | fyrri daginn. Sennilega er hún sá farfugl' inn, sem kemur hingað um lerigstan veg, því að hún mun I hafa vetursetu nálægt Suður- | heimskautslandinu. Krían okkar heitir á latínu ' Sterna paradisaea. Kríunni er I svo sem óþarft að lýsa fyrir | Islendingum. Hún er hvít að i neðan og blýgrá ofan á vængj um með svarta hettu á kollin um og einlitt, blóðrautt nef. | Hún hefur svarta fætur. i Löngu stélfjaðrirnar ná venju , lega lítið eitt aftur fyrir væng brodda á sitjandi fuglum. Algengustu hljóðin eru | „krí-ja” með áherzlu á síðara , atkvæðinu, einnig styttra „krí” eða „kre” og stígandi „kí-kí”. Krian á sér kjörlendi við ár og vötn fjarri sjó. Verpur á lágum og sendnum strönd- um, í hólmum og eyjum eða mýrlendi. Eggin laga sig í lit| oftast eftir lit landslagsins. Til gamans má geta eftir-' farandi sögu um það hve I krian er fastheldin á fornar | slóðir og engu er líkara en að ( hún hafi „radar” í nefinu. Árið 1943 merkti fugla- | merkingamaður frá Náttúru- i gripasafninu kríuunga við Hvalfjörð eða nánar tiltekið' við Kiðafell í Kjós. 20 árum síðar árið 1963 fannst dauð kría í Borgarfirði og var þar kominn sami ung inn fullvaxinn. Þannig má. gera ráð fyrir, að kríurnar hérna í Tjarnar- hólmanum sé að mestu þær sömu frá ári til árs, auðvitað að viðbættum ungunum. Þannig virðist Hvalfjarðar- krían áðurnefnda hafa ratað aftur á Faxaflóasvæðið. Ef til vill hefur hún fundið maka sinn í Borgarfirði og flutzt með honura búferlum til Borg arfjarðar úr Hvalfirði, enda stutt á milli! Hryllingsmynd H O R N I Ð Göfugasta hvötin er almenn- ingsheiilin. — Virgill. Trésmíðavél Helzt Steiniberg, óskast til kaups eða leigu. Uppl. í síma 51831 á kvöldin Góð 3—4 herb. íbúð óskast. Fyrirframgreiðsila eða stórt lán fyrir hendi. Uppl. í síma 11219. Collie Til sölu einn hreinræktað- ur, gulur Collie-hvolpur. Ath_ Hvolpurinn verður ekki seldur tiil uppeldis í Reykjavík. — Uppl. gefur Pétur Hjúlmarsson, sími 64, Brúarland. Hérna sjáið þið manninn, sem frægastur er fyrir framleiðslu hryllingsmynda og skapar meiri j gæsahúð hjá ahorfendum en flest ir aðrir. Hann heitir Alfred Hitchcock. Þarna er hann að snæða ljúffengan mat, og ef við vissum nafnið á eiginkonu hans, myndi þetta vera ágætismynd í þættinum í Lesbókinni: Uppá- [ haldsréttur eiginmannsins! Á þessu stigi málsins getum við ekkert sagt annað en: Verði | yður að góðu, herra Hitchoik! Opel Caravan ’55 Til sölu er Opel Caravaa (station), sem þarfnast viö gerðar, á tækifærisverði. — Uppl. í síma 41558. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Keflavík Rauðrófur, gulrófur, svið, J saltkjöt, hangikjöt, söítuð j rúllupylsa, fínn strásykur, j molasykur, epli, appelsín- ! ur. — Heimsendingar. — ! Jakob, Smáratúni sími 1826 í Félagsmenn im Munið eftir að vitja veiðileyfanna fyrir annað kvöld (laugardagskvöld) á skrifstofu félagsins, Bergstaða- stræti 12A. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Nýkomið danskar telpnapeysur, ermastuttar og ermalangar. Danskar telpnablússur í miklu úrvali. Amevískar telpnaúlpur. Verzlunin ÁSA Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. Stálgrindahús Höfum til sölu nú þegar 1 stálgrindahús — boga- skemmu — 60x24 fet. Tilbúið til afgreiðslu strax. Sisli <3f. <3ofíitsen l/ Túngötu 7. — Sími 16647. Sportbátar til leigu Leigjum út sportbáta til lengri eða skemmri tíma. í sumarleyfið, helgarferðir, veiðiferðir og kvöldsiglingar. Bátaleigan sf. Bakkagerði 13. — Símar 34750 og 33412. úr aluminium til notkunar í einbýlis- go fjölbýlishús- um, eru komnar aftur. LUDVIG STORR Sími 1-3333. Borbíll til leigu þvermal bors 12—18 tommur. Bordýpt allt að 3 m. Upplýsingar í síma 17400. Rafmagnsvcita ríkisins. íbúð til sölu 4ra herb. íbúð við Ægissíðu ca. 94 ferm. mjög lítið niðurgrafin kjallaraíbúð, til sölu. — Uppl. gefyr: SVEINN FINNSSON, sími 22234.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.