Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Fostudagur 5. Júní 1964 Á SÖGUSLÓDUM | Möðruvellir í Hörgárdal HJIIIIIIIHlhllllimillllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliillllllllllllllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii EINS og lesendur Morgun- bifcðsins hafa séð, hefur blaðig kappkostað að gefa lesendum sínum kost á sumarefni, nú þegar sum- arið er gengið í garð. Má í því sambandi minna á greinamar „Á ferðaslóð- um“ og „Á slóðum Ferða- félagsins." Hafa þessar greinar notið vinsælda. Nú mun einnig hefjast þáttur með nafninu „Á söguslóðum“, og er hann einkum ætlaður þeim, sem kynnast vilja landi sínu og sögu og nota til þess sum- arleyfið, sem framundan er. Ýmsir ágætir menn munu skrifa greinarflokk þennan, sem birtist af og til í sumar. Fyrsta greinin fer hér á eftir og er hún eftir Ágúst Sigurðsson stúd. theol, Stefánssonar vígslubiskups á Möðruvöllum, en hann er þaulkunnugur þessum ~ merka sögustað á Norður- landi, enda alinn þar upp. Fer vel á því að Morgun- blaðið byrji greinar þess- ar með lýsingu á þeim stað s Þar sem Valtýr Stefánsson, ritstjóri, fæddicst og ólst upp. |j Margir þelckja eitthvað til = Möðruvalla í Höngárdal. Stað H urinn er kunnur að fornu | og nýju. í kaþólskum sið var | þar klaustur, síðar stóð þar 1 um skeið æðsta stjórnar- og = valdsmannssetur Norður- og = Austuramtsins og þar var §§ reistur fyrsti gagnfræðaskóli §§ á íslandi. Síðustu sex áratugina hef- g ur verið þar prestsetur og 5 nú biskupsgarður Norðlinga. Á Möðruvöllum er Hannes = Hafstein fæddur og litlu fyrr | rithöfundurinn Jón Sveinsson, 5 Nonni, sem að vísu hefur bor- = ið lengst hróður staðarins og E fræigð. Verður nú vikið lítilsháttar |j að umfangsmikilli sögu þessa E staðar. Frá Sturlungum í upphafi biskupsdóms síns g hafði Guðmundur góði skipað = Möðruvallastað Sigurði Orms 1 syni frá Svínafelli, og var þá = „sæmilegt meg þeim“, en full = ur fjandskapur síðar, svo að = biskup bannfærði þennan = gamla vin sinn, ásamt Kol- 5 beini Tumasyni, en þeir Sig- S urður voru mágar. — Fór bisk = up með flokk manna á Möðru M velli og hafði á brott með sér M skrín og helga dóma og bæk- = ur nokkrar því að honum § þótti ómaklega helgir dómar ' Í komnir þeir er bannsettir = menn varðveittu. En þá er það í þeirri deilu, §§ að þeir Sigurður biðja Sig- 5 hvat Sturluson, en hann átti j§ Halldóru mágkonu Sigurðar, = systur Kolbeins, að hann = skyldi ráðast norður þangað = í sveitir. Sighvatur settist i fyrst að hjá Sigurði á Möðru- 1 völlum og var með honum § þau misseri, unz hann keypti = Gnmd og fór þangað búnaði = sínum. — En hvernig Sig- 5 hvati hefur fallið vist og vera = á Möðruvöllum má ráða af |j gamanhjali hans því er hann átti við Sturlu son sinn, þá er uppgangur hans var mestur og hann sótti föður sinn heim eftir Bæjarbardaga. Lætur hann þá sem Sturlu sé einsk- is vant nema þess, að efna til bús á einhverju því höfð- ingjasetri landsins, er honum sé að fullu samboðið, en tor- velt mimi að fá þá staðfestu nógu góða, eða hvar hann hyiggi til að fá? Ekki er um fleiri að leita en tvá, segir Sighvatur, þegar frá eru tekn- ir biskupsstólarnir, Er þar annar Oddastaður en annar Möðruvellir í Hörgárdal, þeir Frá Möðruvöllum í Hörgárdal. eru bústaðir beztir og munu þér þykja einskis of miklir. En Sturla varð aldrei ein- valdi á íslandi. Hann bar bein in á Örlygsstöðum með föð- ur sínum 21. ág. 1238. Og 15 árum síðar er svo blásið -að glæðum haturs og hefnda eftir þann atburð, að til mikilla tíðinda dregur. Bjó þá á Möðruvöllum Eyjólfur ofsi Þorsteinsson og átti hann f*uríði dóttur Sturlu Sighvats sonar. Hafði hann orðið að færa bú sitt úr Skaigafirði vegna ofríkis Gizzurar >or- valdssonar. Nú er það eitt- hvert sinn sumarið 1253, helg an dag, að menn sátu úti þar á Möðruvöllum í góðu veðri. Á þann dag urðu þau orða- skipti á Möðruvallahlaði, er sagan greinir að ylli hinum örlagarikustu afcburðum þess- arar blóðugu aldar. Um haust ið eftir stóð Eyjólfur ofsi yfir rjúkandi rústunum á Flugu- mýri. Brunar hafa orðið margir og miklir á Möðruvöllum. Telja sumir álög og rekja til Flugumýrarbrennu. f*ó getur þess, að hinn fyrsti bæjar- bruni á Möðruvöllum varð 1184. 2. Möðruvallaklaustur Jörundur Hólabiskup Þor- steinsson (1267-1313) hafði náð Möðruvallastað undir stól inn af mikilli leikni, og fór ólíkt að og embættisbróðir hans í Skálholti, Staða-Árni, um slik málí og sagt var, að þeir væru svo ólíkir sem ref- urinn og björninn. Trúði Jör- undur það mesta styrking kristninnar, að efla munklífi. Og það er hann, sem setur klaustur að Möðruvöllum í Hörgárdal 1296 reglumönnum til viðurlífis og fátækum mönnum. Var hér skipuð regla heilags Ágústínuss eins og fyrr í Þykkvabæ og Flat- ey (Helgafelli). Varð biskup sjálfur yfirmaður klausturs- ins, en hafði þar prior í sinn stað og ráðsmann. Þetta ó- frjálsræði klaustursins mun hafa háð nokkuð vexti þess og viðgangi og fór svo, að harðsnúin málaferli stóðu milli þess og biskups árum saman. Árið 1316 varð staðar bruni á Möðruvöllum, a.m.k. brann klaustrið og kirkjan. Bræðrunum var um kennt og neitaði eftirmaður Jörundar á Hólastóli, Auðunn rauði, að endurreisa staðinn. Með bisk- upskjöri Laurentiuss Kálfs- sonar 1324 hefjast þessar deil ur enn af nýju og varð bisk- up mjög að þreyttur áður en lauk, en hafði fulia sæmd. Annars er sagan fréttafá um klaustrið það sem eftir er, en um siðaskipti leggst það sjálf krafa niður og falla þá allar eignir þess undir krúnu kon- ungs. Af Norðurrekaskrá (Hóla- staðar- og Möðruvallaklaust- urs) er sýnt, að biskup hefur þegar í upphafi lagt klaustr- inu mikil rekahlunnindi. Eru í Axarfirði, Sléttu og Þistil- firði. Og jarðir klaustursins þar talin ítök í landi 40 jarða eftir reikningi Sigurðar prí- ors eru ófáar: 12 í Grímsey, raunar allar í eyði, Flatey öll á Skjálfanda, Brettings- staðir og fleiri jarðir í Þing- eyjarþingi. í Svarfaðardal 15 jarðir, 7 í eyði, en í Möðru- vallaklausturssókn 20 og einn ig nokkrar í framanverðum Hörgárdal, Þelamörk og Kræklingahlíð. Alls eru þetta um 70 jarðir, en eftir Sigurð- arregistri 1525 á klaustrið 42 jarðir í Eyjafj.sýslu, í Þing- eyjars. og auk þess tvo hluti í Grímsey ag fjórðung í Flat- ey. — En lausamunir klaust- ursins þá eru ekki miklir né ýkja dýrmættir að því er séð verður. Eru þar 13 dýnur og svo hægindi, 13 vondar rekkju voðir, 13 könnur með illum og góðum og 13 hornstaup. 25 skyrdiskar, mustarðskvörn, piparkvörn, maltkvörn, 5 smá pottar og 4 handklæði, svo að eitthvað sé nefnt. í bók- um á klaustrið stórum minna 1525 en í Ólafsregistri 1461, svo sýnt er, að nokkuð mun hafa gengig á eigur þess síð- ustu áratugina sem það er við lýði. Öllu kirkjugóssinu stálu hinsvegar danskir 1551, er þeir komu skipi sínu að Odd- eyri í þeirri veru að hertaka herra Jón biskup otg sonu hans, sem þá voru raunar löngu komnir til sæluranns. Var nú enginn sá ,er dreifði Dönum á flæðaflaustur. Um Möðruvallaklaustur eru til tvö skáldverk: Munk- arnir á Möðruvöllum, frum- smíð Davíðs frá Fagraskógi í leikritagerð, og Árni munkur, eftir Davíð Þorvaldsson í safni hans Björn formaður og fleiri smásögur. Ljósm.: Þorsteinn Josefsson. 3. Klausturhaldararnir eða umboðsmennirnir, ein- kenna sögu Möðruvalla frá siðaskiptum og allt fram til 1783, er staðurinn verður amt mannssetur. Þegar getur jarða góss klaustursins og mun það hafa verið eftir hin miklu þáttaskil siðaskiptanna eitt stærsta jarðaumboð í land- inu, tekjuhátt og eftirsótt. Voru margir klausturhaldar- anna hinir mikil'hæfustu menn og höfðu sumir „undir eins sýslu og klaustur." Er þetta kyrrlátt og frið- sælt skeið í sögu staðarins og stórtíðindalaust. Þó urðu ný harðvitug Möðruvallamál eft- ir miðja 17. öld. Siðari kona Benedikts Pálssonar bart- skera, Guðbrandssonar bisk- ups, Sigríður hin stórráða, giftist eftir hann af nýju Jóni Eggertssyni frá Ökrum. Var honum veitt umboðið, en ári síðar Jóni syni Þorláks bisk- ups Skúlasonar. Eftir 10 ára þóf fékk Jón Eggertsson sér veitt klaustrið, en sat ekki lengi á friðarstóli. Var hann borinn galdri og öðrum þung- um sökum og fluttur til Hafn- ar. Losnaði hann þó brátt þaðan, en fór til Svíþjóðar á fund vina sinna, en hann hafði safnag handritum hér heima og fengið Svíum. Ekki er unnt að geta hér fleiri umboðsmanna, en Sche- vingarnir s.n. sátu staðinn nærri heila öld á þessu tíma- bili, fyrst Lárus sýslumaður frá 1694, síðan ekkja hans um stund og þá Hans son þeirra til dd. 1782. Lárus Scheving gj varð fyrir óskaplegu eigna- ji tjóni er bæjarbruni varð hjá = honum á Möðruvöllum 1712. = Grafskrift hans og fyrri kon- = unnar í Möðruvallagarði er = enn vel læsileg. 4. 1 Amtmennirnir Landsnefndin ákvað 1770, §§ að skipta íslandi í ömt og = skyldi amtmaðurinn norðan- M og austan sitja á Möðruvöll- M um í Hörgárdal. Þar varð svo s amtmannssetrið til ársins s 1874, er það brann. Hinn fyrsti amtmaður, sem j§ sat á Möðruvöllum var Stefán g Þórarinsson. Var hann ötull í §§ bezta lagi og lét sér raunar = ekkert óviðkomandi það, sem §§ til heilla horfði fyrir amts- 3 búa. Beitti hann sér mjög §§ gegn eyðileggingu Hólastóls §§ og vildi flytja hvort tveggja s stól og skóla norður á Möðru- M völlu, ef fremur fengi hald- = izt, en fékk ekki að gert. Hús- ɧ aði hann staðinn frábærlega = þegar í öndverðu, og var kirkj j| an sem hann reisti stór og g glæsileg, eins og enn verður = sagt. Stefán amtmaður lézt = 1823 og er steinhella mikil á S leiði hans. g Varð nú amtmaður á Möðru = völlum Grímur Jónsson, en j§ hélt því sinni aðeins 9 ár. M Dönsk kona hans festi lítt = yndi í Hörgárdal og féll þeim §j búsýslan mjög í fang. Þá 3 brann hin mikla timburstofa forvera hans og varð Grímur = amtmaður fyrir gífurlegu g tjóni. Rannveig á Steinsstöð- = um, móðir Jónasar skálds, var = þá ráðskona amtmannshjóna 3 og missti allt sitt. —r Grímur M Jónsson varð aftur amtm. á M Möðruvöllum og lézt í em- = bætti 1849. Hvílir hann í „fá- §§ tækrareit“ Möðruvallagarð, = sem þá hét svo, að eigin ósk, M en hann var framúrskarandi 3 trúmaður og alþýðuvinur. g Sagt er að hann léti sig aldrei = vanta í kirkju við útfarir = smælingja og minniháttar og H raunar ekki ef heill var og H heima. Dauða Gríms amt- 3 manns bar að með snöiggum 3 hætti eftir „norðurreið Skag- 3 firðinga", sem svo er jafnan 3 nefnd síðan, en þeir riðu fjöl 3 mennir norður á Möðruvöllu M og vildu hrópa hann af. Er 3 sú för enn í minnum höfð og 3 lítt að sóma, en amtmaður 3 var viðkvæmur gáfumaður, 3 þá lasburða og óviðbúinn. Bjarni Thorarensen skáld = kom að embættinu haustið 3 1833 og hélt til dauðadags 3 1841. Varð fjölskylda hans eft = ir í Gufunesi í fyrstu og mun §§ veturinn hafa verið næsta ein 3 mannalegur nyrðra og dapur = hugur skáldsins. Gæti þessi j§ staka verið frá þeim vetri: Einn á báti út í hafi ég sit hér við norðurpól, mín vill kænan mara í kafi, 3 magn er stormur, engin sól; 3 en á bátnum ekkert brast; = ef ég sæki róðurinn fast faðir storma forðar grandi og fleytir öllu heilu að landi. 3 En næsta sumar var meira 3 um dýrðir á Möðruvöllum. 3 Friðrik Danaprins kom þá tví 3 vegis þar og gisti nokkrar §§ nætur. Þurfti mikil föng til jjjj og góð, en fagna svo tignum §§ gesti. En sá orðrómur komst 3 á kreik, að þeir Bjarni hefði = drukkið dús og amtmaður M gert sér full dælt við prins- §§ inn. 3 Bjarni Thorarensen var §§ ekki gamall, tæpra 52 ára, og 3 8 ár í embætti á Möðruvöll- M um. En enginn embættismað- = ur, sem setið hefur þar varp- = að slíkum ljóma á staðinn. = Er hann lézt var Jónas Hall- M grímsson á leið norður og j§ Framhald á 17. síðu ^jáiumiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiitiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiíiiiMiiiiiiiiimiiiutiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.