Morgunblaðið - 05.06.1964, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 5. júní 1964
Myndin var tekin í Stórólfshvolskirkju á sunnudaginn var, þegar kosið var til Oddaprestakalls.
Kjörstjórnarmenn sitja fyrir miðri kirkju. Taldir frá vinstri: Guðmundur Pálsson, verzlunarmað-
nr, Páimi Eyjólfsson, sýslufulltrúi, og Páll Björgvinsson, oddviti. (Ljósm. Mbl.: Ottó Eyfjörð)
— Góður hagur
Framh. af bls. 1
arinnar um 30 millj. til þess
að mæta kauphækkun fastra
starfsmanna, en að svo miklu
leyti, sem ekki þyrfti að nota
þessa upphæð alla í þeim tilgangi
— skyldi hluti þessarar hækk-
unar mæta útgjöldum vegna ráð
gerðra aukinna framkvæmda við
fullnaðarfrágang gatna. Ljóst
var, að útsvarsupphæðina var
unnt að hækka um þessar 30
milljónir kr. vegna stórhækkaðra
tekna gjaldenda.
Rekstrargjöld undir áætlun —
tekjur hærri en áætlað var
Eftir þessar breytingar og aðr
ar minni háttar síðar á árinu
varð gjaldaáætlunin alls um
375,7 millj. en samkvæmt reikn
ingum urðu rekstrargjöidin hins
vegar 374,5 millj. eða 1,2 millj.
lægri en endanieg fjárnagsáætl-
un.
Tekjur voru áætlaðar 442.5
milij. en urðu samkvæmt reikn-
ingum 470,4 millj. eða 27,8 millj.
hærri en áætlað hafði verið.
Raunverulegar umframtekjur á
árinu 1963 hefðu hins vegar að-
eins numið um 4 miilj. kr. þar
sem færðar hefðu verið til tekna
nokkrar upphæðir, sem ekki
hefðu verið innheimtar í árslok
Þessar 4 millj. ásamt óeyddum
fjárveitingum til gatnagerðar 15
millj. svo og lækkun sjóðseignar
kr. 13,2 millj. hefðu gengið til
niðurgreiðslu viðskiptamanna-
skulda og til framkvæmda.
Nýjar götur og holræsi
Þá vakti borgarstjóri athygli á
því, að jafnvel þótt hin óeydda
fjárveiting til gatnagerðar væri
ekki talin með hefði gatnagerð-
arkostnaður vegna nýbygginga
orðið 15,3% rekstrargjalda eða
heldur hærri hundraðshluti en
árið áður.
Starfsemi vélamiðstöðvar
Reykjavíkurborgar mun auka
notagildi þeirra véla og tækja
sem aflað hefur verið. Jafnframt
standa vonir til að unnt verði að
stórauka nýbyggingar í gatna-
og holræsagerð í samræmi við á-
ætlun borgarstjórnar um þær
framkvæmdir.
Hrein eign eykst —
skuldir lækka
Hrein eign borgarinnar jókst
um 141,3 millj. á árinu og er nú
1 milljarður og 42 millj. kr. Hef-
ur hún aldrei vaxið meira á einu
ári.
Skuldir borgarsjóðs lækka um
23.2 millj. og benti borgarstjóri á
að frá árslokum 1959 til ársloka
1963 hefðu skuldir borgarsjóðs
aukizt um aðeins 1.9 millj. kr.
þrátt fyrir sívaxandi þjónustu af
hálfu borgarfélagsins við almenn-
ing og stórauknar framkvæmdir
og mun meiri veltu í krónutölu.
Þá skýrði borgarstjóri frá því,
að útistandandi skuldir hefðu
hækkað um 9,3 millj. kr., sem
stafaði nær eingöngu af aukn-
um skuldum borgarfyrirtækja og
sérsjóða borgarinnar. Ræddi
borgarstjóri sérstaklega um Bæj-
arútgerð Reykjavíkur og kvað
brýna nauðsyn bera til að athuga
náið hvernig bæta mætti afkomu
BÚR. Hefði hann óskað sérstak-
lega eftir því við framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, að þeir í
samráði við útgerðarráð tækju
afkomuhorfur BÚR til endurskoð
unar og álitsgerðar.
Ennfremur ræddi hann nokk-
uð um önnur fyrirtæki borgar-
innar svo sem Vatnsveituna, Hita
veituna og Strætsvagna Reyikja
víkur. Skuldir rikissjóðs hefðu
stöðugt farið lækkandi á undan
förnum árum en skuldir íþrótta
sjóðs ríkisins hefði aðeins hækk-
að. Loks gat borgarstjóri þess að
greiðslujöfnuður borgarsjóðsins
hefði orðið hagstæður um rúma
1 millj. árð 1963 og væri það
7. árið í röð sem svo væri.
• VíÐSKJFTASAMN-
INGUll
Brússel, 4. júni AP
f dag var undirritaður í
Brússel_ viðskiptasamningur
milli ísraels og Efnahags-
bandalags Evrópu.
Rýmkaö um kvöldsölutíma ?
Geta verzlanir haft opið til ki. 10 ?
Á FUNDI borgarstjórnar í gær-
kvöldi var rætt um samþykkt
borgarráðs um bráðabirgða-
ákvæði frá því fyrr um daginn,
en hún hljóðar svo: „Borgarrá.ð
getur heimilað verzlunum, sem
hafa til sölu sæmilegat úrval
helztu nauðsynjavara, að hafa
opið til kl. tíu að kvöldi. Ekki
má þó veita slíkt leyfi, án þess
að meðmæli heilbrigðisnefndar
og lögreglustjóra komi til. Borg-
arráð getur áskilið greiðslu
gjalds fyrir slík söluleyfi“. Sam
þykkt þessi var til fyrri umrælj
á borgarstjórnarfundi í gær-
kvöldi.
Kristján Benediktsson (F) bar
íram þessar fyrirspurnir: 1)
Hverjar horfur eru á, að sam-
komulag takizt á næstunni milli
Kaupmannasamtakanna, Kron
og Verzlunrmannafélags Reykja-
víkur um breyttan afgreiðslu-
tima verzlana skv. samþykkt um
afgreiðslutíma verzlana í Reykja
vrk, sem gildi tók hinn 1. apríl
sl? 2) Hvaða ráðstafanir eru
fyrirhugaðar, ef framangreindir
sðilar' ná ekki samkomulagi um
breyttan afgreiðslutíma og
skiptiverzlun, svo að verzlunar-
þjónusta við almenning verði
eigi lakari en fyrir 1. apríl sl?
Borgarstjórn, Geir Hallgríms-
son, sagði um fyrri fyrirspurnina,
au hann gæti litlu til svarað, en
væri heldur svartsýnn á, að sam-
komulag næðjst á næstunni. Of
lítill áhugi virtist vera hjá báð-
um deiluaðiljum um að koma
sér saman. Um síðari fyrirspurn-
ina sagði borgarstjóri, að leitað
hefði verið álits borgarfulltrúa
og þeirra aðilja, er hlut eiga að
máli, og nú væri hér borin fram
tillaga um ákvæði, sem giltu til
bráðabirgða, meðan fullkomin
lausn fyndist ekki, og miðaði
hún að aukinni þjónusbu við
borgarbúa.
Óskar Hallgrímsson (A) sagði,
að hér fælist heimild til allra
verzlana, sem um vildu sækja
og sikilyrði uppfylltu, til þess að
hafa opið til kl. 22. Auka ætti
vörulistann, svo að borgarbúar
gætu keypt allar helztu nauð-
synjavörur sínar. Kvaðst hann
vera sammála tillögunni, því að
hún væri eina úrræðið, sem leyst
gætu þau vandamál, er skapazt
hefðu nú. Von allra borgar-
stjórnarmanna hlyti að vera sú,
að Reykvíkingar fengju rýmri
verzlunarþjónustu.
Einnig tóku til máls Kristján
Benediktsson (F), Adda Bára Sig
fúsdóttir (K) og Einar Ágústsson
(F). Benti sá síðastnefndi á, að
nú væri komið algert öngþveiti
í kvöldsölumálum, og hefði hann
aldrei greitt hinni umdeildu
reglugerð atkvæði sitt, hefði sig
órað fyrir því, til hvers hún
leiddi, og svo mundi vera um
fieiri borgarstjórnarfulltrúa.
Sérstaklega tók Einar fram, að
núverandi verzlunarhættir leystu
síður en svo nokikurn vanda í
sambandi við æskulýðsmál. Mik-
ið hefði verið fjasað um „sjoppu
hangs“ unglinga og ýmsan vanda,
sem aí þvi leiddi, en með öllu
væri ólíklegt, að æskulýður
borgarinnar væri betur settur
með núverandi fyrirkomulagi.
Kartoflumus
Kaffi -
vorur
- KakómaJt
Kakó
ÁS-búðirnar
Gísli Morkns-
son minning
Fæddur 25. nóvember 1903.
Dáin 18. maí 1964.
OKKUR setti hljóða, er við
spurðum lát eins af vinnufélög
um okkar, Gísla Markússonar.
Hann hafði átt við veikindi að
stríða um skeið, en lét það ekki
á sig fá og innti skyldustörf sín
af hendi með þeirri kostgæfni,
sem einkenndi hann alla tíð.
Gísli var fæddur 25. nóv. 1903
að Valstrýtu í Fljótshlíð. Árið
1928 fluttist hann til Reykjavík
ur og hóf bifreiðaakstur hjá Bif
reiðastöð Reykjavíkur á sérleif
isleiðunum Reykjavík — Fljóts-
hlíð, Reykjavík — Vífilsstaðir
og Reykjavík — Hafnarfjörður.
Árið 1944 fluttist hann ásamt eig
inkonu sinni Guðrún Sæmunds-
dóttur til Stokkseyrar og bjó
þar um fimm ára skeið. Þá flutt
ust þau aftur til Reykjavíkur og
hóf Gísli þá akstur hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur, þar sem
hann starfaði til dauðadags. Fyr
ir starfi sínu bar Gísli siíka virð-
ingu, að fátítt mun teljast. Með
þessum fátæklegu orðum vil ég
fyrir hönd starfsmanna Strætis-
vagna Reykjavíkur þakka Gísla
þær samverustundir, sem við átt
um með honum bæði í starfi og
frístundum og bið honum Guðs
• EFTIRLITSNEFND S.Þ.
New York, 4. júní NTB
Öryggisrað Sameinuðu þjóð
anna samþykkti á fundi sín-
um í dag að senda þriggja
manna eftirlitsnefnd til landa
mæra Cambodia og S-Viet-
nahm.
blessunar i hinni nýju tjiveru.
Eiginkonu hans sendum við
einlægar samúðarkveðjur.
Guðmundur Halldórssop.
Sumardvalar-
heimili í Svarfað-
ardal
Akureyri 4. júní
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Ein-
ing hefur ákveðið að reka sumar
dvalarheimili fyrir börn í heima-
vistarbarnaskólanum að Húsa-
bakka í Svaríaðardal frá 20. júní
til 20. ágúst í sumar. Ráðgert er
að unnt verði að taka á móti
30 börnum. Forstöðukona verður
frú Jónína Jónsdóttir.
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti nýlega að veita félagmu
45,000 króna styrk til starfsem-
innar og einnig mun ríkissjóður
styrkja félagið að einhverju leyti.
Sv. P.
Ný Sardasfurstinna
EYGLÓ VIKTORSDÓTTIR hef-
ir nú tekið við aðalhlutverkmu
í óperettunni Sardasfurstynn-
unni í Þjóðleikhúsinu, eins og
kunnugt er af blaðafréttum.
Þreytti hún þessa frumraun
sína í stóru hlutverki á sviði
Þjóðleikhússins í fyrrakvöld.
Eðlilegur taugaóstyrkur .og
vafalaust þreyta eftir strangar
æfingar, þar sem Eygló hefir
tekið við þessu stóra hlutverki
með mjög stuttum fresti, kom
fram í því, að rödd hennar naut
sín tæpast eins vel og stundum
áður, virtist dálítið óstyrk og
fremur hljómlítil á lágsviðinu.
Sömuleiðis leynir það sér ekki,
a(j hún hefir ekki mikla sviðs-
reynslu að baki. Engu að siður
náði hún öruggum tökum á hús
fylli áheyrenda með söng sínum
og látlausri, ótilgerðarlegri
framkomu. Er tvímælalaust, að
Eygló vann hér mikinn sigur,
miðað við allar aðstæður, enda
var henni mjög ákaft og innilega
fagnað, bæði af áheyrendum og
meðleikendum hennar.
Jón Þórarinsöon.