Morgunblaðið - 05.06.1964, Síða 21

Morgunblaðið - 05.06.1964, Síða 21
Föstudagur S. Júní 1964 MORGUNBLAÐIB 21 // Farið með svarið í ferðalagið" Ný ferðahandbók komin ut r „OKKUR finnst það ánsegju- legt, að geta boðið ferðafólki upp á Ferðahandbók, sem við teljum fullvíst að innihaldi a.m.k. 90% þeirra upplýsinga, sem það þarf á að halda á ferðalögum.‘‘ Þannig mæltu ritstjórar og Útgefendur Ferðahandbókarinnar jþeir Örlygur Hálfdánarson og Örn Marínósson. Þegar þeir aræddu við blaðamenn í gær. „Þetta ér í þriðja sinn, sem Ferðahandbókin kemur út, en áður hefur hún tvívegis verið gefin út af Hótel Bifröst. Það er aneð góðu samþykki fyrri útgef- anda, að við yíirtökum útgáfuna, «n ritstjóri hefur verið að hinum tveim, Örlygur Hálfdánarson. I>að er ótrúlega mikið verk að afla upplýsinga í svona bók, og meira en flesta grunar. Þróunin í vegagerð, veitinga- tnálum og upplýsingum um þau atriði, sem ferðafólki á Íslandi má að gagni koma, er svo ör, að það er ævintýri líkast. Þar sem ekkert gistihús var í fyrra, er það risið upp í ár. Þar sem engin forú var þá, er komin hin myndar- legasta brú nú, og þannig mætti lengi telja. Við höfum hvarvetna mætt góðum skilningi þeirra manna, sem við leituðum til um upplýs- ingar. Til dæmis tókum við upp þann háttinn, að leita til allra oddvita, enda er það hagsmuna- mál sveitarfélaganna að sem fyllstar upplýsingar séu í bók sem þessari handa ferðafólki, íem þessa staði heimsækir.” Bókin skiptist í marga kafla, en fremst er minnisblað. Ekki er hægt að telja upp alla kaflana, en hér koma hinir helztu Kafli um sérieyfisfoifreiðar og Gagnfræðaskólan- um á Ákranesi sagt upp AKRANESI, 2. júní. — Gagn- fræðaskólanum var sagt upp hér í kirkjunni mánudaginn 1. júní kl. 5. — Sr. Jón M. Guðjónsson flutti bæn, en Ólafur Haukur Árnason, skólastjóri, ræðu. Sagði hann frá vetrarstarfinu og skýrði frá prófum. 282 nemendur námu í skólanum í 12 bekkjardeildum. Fastakennarar voru 12, auk skóla stjóra og 7 stundakennarar. Gagnfræðapróf stóðust 38 nem- endur. Ingi Steinar Gunnlaugs- son hlaut hæstu einkunn, 8,47. Landspróf miðskóla stóðust 13 nemendur, þar af 9 með fram- haldseinkunn. Hæsta einkunn hlaut Steinunn Jóhannesdóttir, 9.22. Er það jafnframt hæsta einkunn, sem gefin hefur verið við landspróf miðskóla í skólan- um. Unglingaprófi luku 90 nem- endur. — Hæsta einkunn hlaut Helga Viðarsdóttir, 9,32. Fyrsta áfanga gagnfræðaskóla- byggingarinnar er nú að fullu lokið, sagði skólastjórinn. Þröngt er orðið og því taldi hann aðkall- andi að hafizt skyldi handa um að reisa annan og þriðja áfanga byggingarinnar. — Oddur. | • SlfoLANPÁÁ I. VTINN 1 Helsingfors 3. júní (NTB) \ Finnski Nóbelsverðlauna- höfundurinn, Frans Emil Sillanpáá, lézt í morgun á heimili sínu í Helsingfors 76 ára að aldri. Sillanpáá hlaut foókmenntaverðlaun Nóbels 1939, en fyrsta bók hans skáld aagan „Lífið og sólin” kom út 1916. Efnið í bækur sínar eótti Sillanpáá mest í líf finnskrar alþýðu, ekki sízt foænda. VERID FORSJtl IFERQRUGIR bíla almennt, kafli um skip og flugvélar, m.a. líka um flóabáta. Þá er kafli um ferðafélög og ferðaskrifstofur, gistihús og veit- ingahús, og kafli um gömul hús, sem Þjóðminjasafnið hefur eftir- tit með Þá skrifar Sigurjón Rist um óbyggðaleiðir. Kafli er um lax- og silungsveiði, veiðileyfi og því- umlíkt eftir Þór Guðjónsson veiði málastjóra. Þá er getið sundstaða utan kauptúna í sérkafla. Dr. Finnur Guðmundsson ritar kafla um fugla á förnum vegi og helztu vegalengda er getið. Gísli Guð- mundsson leiðsögumaður ritar lýsingar á leiðum á Vesturlandi. Erfið vegmaamót eru sýnd með teikningum. Einnig er i bókinni listi yfir benzinsölustaði olíufélaganna og Skeljungur h.f. lætur fylgja gassölustaði. Þá eru allar upp- lýsingar fáaniegar um nauðsyn- lega hluti í kauptúnum og kaup stöðum landsins fyrir ferðafólk: Auk þess fyigir vegakort Skelj- ungs h.f. með bókinni, og er það innifalið i verði bókarinnar. Að lokum sögðu ritstjórarnir, örlygur og örn: „Það er von okkar, að bókin kömi mörgum vegfarendum að notum og kjör- orð okkar er: Verið forsjál! Far- ið með svarið í ferðalagið!” Ferðahandbókin er hið snyrti- legasta útgefin og kostar 90 kr. Ný lögreglustöð ó Selíossi UM miðjan maí flutti lögreglan á Selfossi í nýtt húsnæði að Aust urvegi 52, úr miklum þrengslum. Hús þetta, senj áður var Aðalból Vigfúsar GuðmundsSonar, keypti Selfosshreppur og sýslusjóður í vetur og hefur verið unnið að breytingum á því síðan. Meðfylgjandi myndir birti Suðurland af nýju lögreglustöð- inni og Jóni Guðmundssyni, yfir- lögregluþjóni, við nýja skipti- borðið, þegar lögreglustöðin var ný flutt. Lögreglan á Selfossi hafði áður aðeins eitt herbergi í sýsluskrif- stofunum til umráða, en það var alls ófullnægjandi, þar sem starf- svið Selfosslögreglunnar er orðið mjög umfangsmikið. Breytist því aðstaða lögreglunnar mjög með þessu nýja húsnæði. í húsinu verður einnig bifreiðaeftirlitið á Selfossi. Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn. Frá aðalfundi Fríkirkju- safnaðarins í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Fríkirkjusafnað- arins í Hafnarfirði var haldinn eftir messu í kirkjunni sunnud. 15. marz sl. Fundinn setti for- maður safnaðarstjórnar, Guðjón Magnússon, og nefndi til fund- arstjóra Kristin J. Magnússon, en fundarritari var Gísli Sigur- geirsson ritari safnaðarstjórnar. Dagskrá hófst með því að stjórnarformaður gaf greinagóða skýrslu um hin ýmsu störf stjórn arinnar á liðnu ári, en í þeim var um að ræða að þessu sinni verulegan þátt í framkvæmdum í sambandi við 50 ára afmæli kirkjunnar. Var afmælishátíð haldin laugardag 14. des. sl. með veglegu hófi er sóttu á annað hundrað manns. Daginn eftir (sunnud.) framkvæmdi safnaðar- presturinn síra Kristinn Stefáns- son hátíðlega afmælisguðsþjón- ustu í kirkjunni er var útvarpað. Formaður gat þess að stjórnir Kvenfélagsins og Bræðrafélags- ins hefðu átt góðan og virkan þátt ásamt safnaðarstjórninni í undirbúningi og framkvæmd þessarar afmælishátíðar, er þótti takast mjög vel og var hin hátíð- legasta. Safnaðarformaður og umsjónarmaður kirkjunnar gátu því næst um allar kirkjulegar athafnir er fram höfðu farið í kirkjunni sl. ár, en þær voru alls 126. Gjaldkeri safnaðarins, Jón Sig- urgeirsson, las og skýrði reikn- inga fyrir liðið reikningsár, og má segja að reikningarnir sýndu fjárhagsafkomu ágæta, og líklega þá beztu í sögu safnaðarins, enda tekjur þetta ár nokkru meiri en gera mátti ráð fyrir þar sem marg ir velunnarar kirkjunnar gáfu í tilefni afmælisins verulegar pen- ingaupphæðir auk veglegra og verðmætra kirkjumuna, svo sem áður hefur verið getið í dagblöð- um, þá gaf Sparisjóður Hafnar- fjarðar kirkjunni á árinu kr. 25.000,00 í tilefni 50 ára afmælis sparisjóðsins. Úr safnaðarstjórn áttu að þessu sinni að ganga þrír menn af fimm er stjórnina skipa, en þeir voru Guðjón Magnússon, sem ver ið hefur í safnaðarstjórn í 26 ár samfleytt og þar af 25 ár safn- aðarformaður, Gísli Sigurgeirs- son, er einnig hefur átt sæti í stjórninni nú í 26 ár og ávallt verið ritari stjórnarinnar, og Guðjón Jónsson, er setið hefur í stjórn sl. 8 ár. Þeir Guðjón Magnússon og Guðjón Jónsson báðust eindregið undan endur- kosningu, og þrátt fyrir undan- farin tilmæli við Guðjón Magn- ússon bæði innan stjórnarinnar og safnaðarins um að vera safn- aðarformaður enn um skeið, kvaðst hann alls ekki treysta sér nú orðið til þess svo sem sér lík- aði, enda væri hann nú að verða 80 ára á þessu ári, og því eðlilega orðinn mjög bilaður á heilsu, og kysi því helzt að láta nú af sínu 25 ára stjórnarstarfi á með- an hann gæti það á sómasam- legan hátt og svo sem sér lík- aði, sér hefði ávallt verið kært að geta starfað 1 þágu þessa safn- aðar og kirkju, og raunverulega hefði hann kosið að geta starfað nokkru lengur að þessum hugð- armálum sínum, en hann yrði sem aðrir að lúta mannlegum örlögum vegna aldurs og heilsu- brests. Stakk hann því næst upp á þremur mönnum í safnaðar- stjórn, þeim Gísla Sigurgeirssyni, Sigurgeir Guðmundssyni og Jóni Ólafi Bjarnasyni, og þar sem ekki komu fram fleiri uppá- stungur voru þessir menn því sjálfkjörnir, og skipa því nú safnaðarstjórnina þessir menn: Gísll Sigurgeirsson heilbrigðis- fulltrúi, Jónas Sveinsson, fyrrv. forstjóri, Jón Sigurgeirsson, skrif stofumaður, Sigurgeir Guðmunds son skólastjóri og Jón Ól. Bjarna son skrifstofumaður. Að stjórnarkosningu lokinni var þeim Guðjóni Magnússyni og Guðjóni Jónssyni þökkuð að verðleikum mikil og gifturík störf í þágu kirkju og safnaðar. Sérstaklega voru Guðjóni Magnússyni þökkuð störf hans sem stjórnarformanns um aldar- fjórðungs skeið, sem ávallt voru unnin af miklum dugnaði og fórnfýsi, enda á stundum við ýmsa erfiðleika að stríða er út- heimtu mikið starf og hugkvæma útsjón, sem hann þó ávallt sigr- aðist á með góðum og hagkvæm- um árangri. Þá kvaddi hinn fráfarandi stjórnarformaður sér hljóðs, og þakkaði með mörgum og mjög hlýjum orðum allt það traust og velvild er hann hefði ávallt not- ið í þessu starfi sínu, sérstaklega færði hann góðar þakkir hinum merku og mannkostamiklu prest- um safnaðarins er hann hefði ætíð átt mjög náið og gott sam- starf með alla sína stjórnartíð, þá þakkaði hann af hlýjum huga öilum skum samstarfsmönnum í safnaðarstjórn, bæði lífs og liðn- um, gott og gifturíkt samstarf, einnig þakkaði hann söngflokki og umsjónarmanni kirkjunnar þeirra óeigingjörnu og mikil- vægu störf í þágu kirkju og safn- aðar, svo og færði hann þakkir Kvenfélagi og Bræðrafélagi safn- aðarins. Óskaði hann kirkju sinni og söfnuði guðsblessunar í nútíð og allri framtíð, og að starf kirkj- unnar mætti verða framvegis sem hingað til guði til dýrðar og mikillar blessunar fyrir þetta byggðarlag. Að Guðjóni Magnússyni er mik il eftirsjón úr starfi fyrir þenn- an söfnuð, hann var alla tíma vel á verði fyrir öllum störfum og framkvæmdum er að kölluðu á hverjum tíma, en verklegar framkvæmdir hafa oft verið mjög miklar og tímafrekar alla hans stjórnartíð, og þá á stund- um nokkuð erfitt t.d. að afla fjár til slíkra átaka, en margir góðir menn og konur í söfnuðinum sýndu þá ávallt mikið örlæti, og var Guðjón þá alla jafna ekki smátækur af stundum fremur litlum tekjum sínum. Við núlif- andi samstarfsmenn Guðjóns þökkum honum af heilum huga mikið og farsælt starf í þessu sambandi, og óskum honum og fjölskyldum hans allrar bless- unar. Næst á dagskrá fundarins var að lesið var bréf frá safnaðar- prestinum síra Kristni Stefáns- syni, dags. 15. marz sl., þar sem hann segir lausu prestsstarfi sínu fyrir söfnuðinn með sex mánaða fyrirvara eða frá 15. sept. n.k. Að síðustu mætti geta þess hér að verðleikum, að bæði Kven- félag safnaðarins og Bræðrafé- lagið hafa ávallt átt allvirkan þátt hvað snertir fjárframlög og ýmsa starfsemi í þágu kirkju og safnaðar, og verið þar sterk- ur hlekkur í safnaðarstarfinu, en stjórnir þessara félaga skipa nú: Fyrir Kvenfélagið formaður frú Matthildur Sigurðardóttir, gjald- keri frú Laufey Guðmundsdótt- dóttir, og ritari frú Sigríður Eyj- ólfsdóttir, fyrir Bræðrafélagið: form. Þórður Þórðarson, gjald- keri Jón Hjörtur Jónsson, og ritari Kristinn J. Magnússon. Einnig er Kristinn J. Magnús- son búinn að vera meðhjálpari í samfleytt 26 ár, og umsjónar- maður kirkjunnar sl. 16 ár. Þá er og skylt í þessu sam- bandi að geta þess að Minning- arsjóður Guðrúnar sál. Einars- dóttur hefur oft lagt fram veru- legar fjárhæðir, einkum er um miklar og fjárfrekar framkvæmd ir í þágu kirkjunnar hefur verið að ræða. Eru formanni sjóðsins hér með færðar þakkir fyrir þá aðstoð. Minningarspjöld þessa sjóðs fást ávallt hjá þessum að- ilum: Verzlun Þórðar Þórðar- sonar, Suðurgötu 36, Verzlun Boðabúð, Reykjavíkurvegi 22, Gísla Sigurgeirssyni, Strandgötu 19, Guðjóni Magnússyni, Öldu- slóð 8 og Kristni J. Magnússyni, Urðarstíg 3. Safnaðarstjórn hélt sinn fyrsta fund eftir stjórnarkosningu 3. apríl sl. og meðal annara starfa skipti hún með sér. verkum þann- ig: Form. Gísli Sigurgeirsson, ritari Sigurgeir Guðmundsson, gjaldkeri Jón Sigurgeirsson, vara formaður Jónas Sveinsson og varagjaldkeri Jón Ól. Bjarnason. Jón Sigurgeirsson. Eigendoskipti að „Landsýn“ Innanlandsferðir og tvær utanlandsferðir EIGENDASKIPTI urðu að ferða skrifstofunni „Landsýn“ sl. vet- ur og varð það til þess að ferða skrifstofan hóf ekki starfsemi sína að fullu fyrr en í aprílmán uði. Vegna þessara breytinga eru ekki á vegum ferðaskrifstofunn ar í ár aðrar utanlandsferðir en Eistlandsvikan svonefnda síð- sumars og 16 daga Rússlands- ferð í september, þar sem m.a. verður komið við í Moskvu, Kiev og Yalta. Innanlands eru aftur á móti ráðgerðar fleiri ferðir, m.a. þriggja vikna öræfaferð í júlí- mánuði með Árna Böðvarssyni og Skarphéðni Dalmann Eyþórs syni, Borgarfjarðarferð með Páli Bergþórssyni og fjöldi skemmri ferða, einkum í nágrenni Reykja víkur. Fyrir þátttakendur í öræfaferð inni hefur ferðaskrifstofan látið gera smekkleg vegakort í plast- hlíf og sérstakt „minnisblað“ ferðalanga, hvorutveggja einkar hagkvæmt. Ferðaskrifstofan „Landsýn" er til húsa að Týsgötu 3 og forstöðu maður bennar er Rafn Kristjáns son.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.