Morgunblaðið - 06.06.1964, Síða 2
2
MORCU NBLAÐIÐ
r
Laugardagur 6. júní 1964
*
<
i
Það hélt eldinum
lengi í skef jum
— að húsfreyja lokaði öllum hurðum
SVO SEM frá var skýrt í blað
inu í gær, varð verulegt tjón
af völdum eldsvoða á bæjar-
húsinu að Háafelli í Skorra-
dal. Húsfreyja, Guðrún Hann-
esdóttir var ein heima á bæn-
um, ásamt fjögurra ára barni,
er eldsins varð vart. Mbl. átti
stutt símtal við hana í gær og
bað hana segja nánar frá
málsatvikum.
— Það er svo sem ekkert
um þetta að segja, sagði Guð-
rún — ég var stödd niðri í
eldhúsiruu, með barnið, hafði
verið að vinna þar frá því um
hádegið. Klukkan mun hafa
verið eitfchvað um hálf fjögur,
þegar ég heyrði eitthvert
þrusk uppi á lotftinu og fór
að athuga hverju það sætti.
Sá ég þá, að eldur var laus
í herbergjum þar. Mér varð
fyrst til að rjúka í símann,
en hann var dauður — síma-
þráðurinn bri m sundur
— og þá náði ég í pilt á fimmt
ánda á’i, Þráin Benedikts-
son, sém var að vinnu niður á
túni. Hann fór á traktor að
næsta bæ, Fitjum, sem er um
5 km. frá og þaðan var náð
í slökkviliðið í Borgamesi.
— Oðru get eg varla gert
mér grein fyrir — Nei, það
var ekki svo mikill reykur,
þegar við yfirgáfum húsið, en
hann magnaðist fljótt, svo
litlu var bjargað — sjálf náði
ég aðeins lítils háttar af inn-
búinu með út.
★ ★ ★
Húsið að Háafelli stendur
enn uppi en er, að sögn lög-
reglunnar í Borgamesi mjög
mikið skemmt. Rífa varð upp
þekju og þiljur til að komast
að eldinum og skemmdir urðu
miklar af vatni. Húsið er jám
klætt timburhús, einangrað
með heyi. Svo heppilega vildi
til að lygnt var veður og að
sögn slökkviliðsmanna varð
það til að halda eldinum lengi
í skefjum, að húsfryja lokaði
vandlega öllum hurðum, áð-
ur en hún fór úr húsinu. Einn
ig bar fljótlega að nágranna
Guðrúnar og Bjöms bónda
Þorsteinssonar og hóifu þeir
þegar slökkvistarf, röðuðu sér
niður að Skoradalsvatni, sem
er um 50 mefcra frá húsinu,
og handlönguðu vatnsfötur
þangað heim. Enn er ókunn-
ugt um eldsupptök.
I
Klóbbíimdur
Klúbbfunddur Heimdallar í dag
SÍÐASTI klúbbfundur Heimdall-
ar FUS á þessu vori verður
í Sjálfstæðishúsinu í dag og
hefst kl. 13.00, en húsið opnar kl.
12.30.
Á fundi þessum mun formað-
ur Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna, Árni Grétar Finnsson
flytja ræðu um frmtíðarverkefni
samtaka ungra sjálfstæðismanna.
Heimdallarfélagar eru eindregið
hvattir til þess að sækja þennan
síðasta klúbbfund vorsinsi, en
hann er síðasti þátturinn í vetrar
starfi félagsins að þessu sinni.
Vitni vantar í
Hafnarfirði
MILLI kl. 3 og 4 á fimmtudag
var bíl ekið út af Kaldárselsvegi
við kirkjugarðinn í Hafnarfirði.
Þetta var srvartur fólksbíll og í
honum fcvær konur og barn. Grá
an jeppa bar að, ag hjálpaði öku
maður hans konunum við að
koma bílnum upp á veginn aft-
ur. Á föstudagskvöld hafði lög-
reglan £ Hafnarfirði enn ekki
komizt að því, hvaða bíll fór
þarna út af. Eru það vinsamleg
tiimæli hennar, að konurnar hafi
Innan sikamms mun starfsáætlun
samband við hana, og eins að
Heimdallar fyrir sumarið verða vitni að atburðinum giefi sig sig
auglýst. fram.
-'ll
Á þriðju klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins, þótt margar hendur hjálpuðust að. Hér er
verið að rjúfa þakið og rífa frá heyeinangrunina til að komast að eldinum.
Minnzt innrásarinnar
á meginlandið 1944
IViikil hátíðahöld i Normandí
Vopures-La delivrande,
Normandí, 5. júní (NTB)
ÞESS er nú minnzt í Normandí
að liðin eu 20 ár síðan banda-
menn gerðu innrásina miklu á
meginlandið, 6. júní 1944. Inn-
rásin var einhver mesta herför,
sem sögur fara af og með henni
voru úrslit heimsstyrjaldarinnar
ráðin og hrun Þýzkalands fyrir-
sjáanlegt.
Franskir hermenn fóru í skrúð-
göngu í Lion-sur-Mer á föstudag,
en aðalhátíðahöldin munu fara
fram á laugardag, 6. júní, á vest-
ari hluta innrásarsvæðisins, þar
sem Bandaríkjamenn réðust til
uppgöngu forðum.
Fjöldi hermanna er kominn á
vettvang til þess að minnast D-
dagsins og á ströndunum við
Ermarsund má kenna bæði
bowler-hatta og hvita hanzka
sumra Bretanna og einnig slitna
og skítuga larfa hermannanna,
sem vildu vitja fomra slóða í
gömlu einkennisbúningunum.
Fulltrúar Bandaríkjanna við
hátíðahöldin í Normandí eru
Nicosia, Ankara og Aþena,
5. júní (AP)
STJÓRNIN á Kýpur hefur fyrir-
skipað yfirmönnum hersins að
vera við því búnir að þurfa að
verjast innrás tyrknesks herliðs
á eyjuna.
Einnig hefur gríska hernum
verið skipað að vera við öllu
búinn.
Talsmaður tyrknesku stjórn-
arinnar sajði í kvöld að Johnson
Bandarikjaforseti og yfirmenn
herliðs Vesturveldanna í Evrópu
liafi varað Tyrki við því að senda
her til Kýpur.
í fréttum frá Nicosia, höfuð-
borg Kýpur, segir að um 30 þús-
und manna varalið hafi verið
kvatt til vopna til að verja
strendur eyjunnar. Er þetta gert
með tilliti til ummæla tyrkneska
utanríkisráðherrans í Ankara í
gær, en hann sagði að svo gæti
farið að Tyrknir neyddust til að
grípa í taumana í deilunni á
Kýpur. Var orðrómur á kreiki
í Nicosia í dag um að sex tyrk-
nesk herflutningaskip væru und-
an ströndum eyjunnar, en eng-
MONTGOMERY
HARÐORÐUR
London, 5. júní (AP)
MONTGOMERY marskálkur
kom fram í sérstakri sjónvarps
dagskrá BBC í kvöld í tilefni
þess að 20 ár eru liðin frá inn-
rásinni í Normandí. Sagði mar
skálkurinn að Dwight D. Eisen
hower, þáverandi yfirmaður
hersveita Vesturveldanna,
hafi aldrei skilið tilgang inn-
rásarinnar, og komið ringul-
reið á allar framkvæmdir.
Þessi árás Montgomerys kom
mörgum sjónvarpsáhorfendum
mjög á óvart, og linnti ekki
símahringingum til stöð varinn
ar til að spyrja hvort hlust-
endur hefðu heyrt rétt. Seinna
komu ýmsir hernaðarsérfæð-
ingar Lundúna-blaðanna fram
til að biðja afsökunar á um-
mælum marskálksins.
Omar Bradley, hershöfðingi, sem
réði fyrir 1. her Bandaríkjamanna
og vara-varnarmálaráðherra rík-
isins, Cyrus Vance. Fyrirliði
in staðfesting hefur ferugizt á
því.
Papandreou, forsætisráðherra
Grikklands, kvaddi meðráðherra
sína á fund í dag vega orðróms
um yfirvofandi innrás Tyrkja á
Kýpur. Á fundi loiknum tilkynnti
talsmaður sfcjórnarinnar að
gríski herinn væri reiðubúinn
að mæta sérhverri ógnun sem
steðjaði að sjálfstæði Kýpur.
— Laos
Framh. af bls. t
seta á Genfarráðstefnunni, Kan-
ada, Indland og Pólland, sem áttu
fulltrúa í eftirlitsnefndin^, og
deiluaðilarnir þrír í Laos, hægri-
sinnar, hlutlausir og Pathet Lao.
í dag var skýrt frá því sam-
tímis í London og Moskvu að
stjórnir Bretlands og Sovétríkj-
anna hafi fallizt á tillögu Pól-
verja. í fregn frá London er það
tekið fram að Bretar hafi óskað
eftir því að ráðstefna þessi verði
haldin í Zúrich í þessum mánuði,
ef mögulegt er.
brezku fulltrúanna er Jellicoe
jarl og foringi Kandamanna Rog-
er Teillet, ráðherra.
Klukkan 18.15 á föstudag voru
hðin 20 ár frá því er Dwight D.
Eisenhower, hershöfðingi, ákvað
að innrásin á meginlandið skyldi
gerð daginn eftir. Brezka útvarp-
ið sendi frönsku andspyrnuhreyf-
ingunni skilaboðin á dulmáli
skömmu síðar og hálfri stundu
fyrir miðnætti hófu flugvélar
bandamanna loftárás á strendur
Normandí, en félagar úr and-
spyrnuhreyfingunni frönsku
sprengdu járnbrautarteina í loft
upp og rufu símalínur til bæki-
stöðva Þjóðverja í Saint-Lo.
Innrásin var gerð af sjó og úr
lofti í senn og mun vera eitt
mesta hervirki sem sagan grein-
ir. Nú eru börn að leik þar á
ströndinni sem gaddavírsgirðing-
ar og múrveggir blöstu við sjón-
um innrásarherja bandamanna
fyrir tuttugu árum.
Stefán Stefánsson
á Svalbarði látinn
Akureyri, 5. júní.
STEFÁN Stefánsson, bóndi á
Svalbarði, andaðist í gærkvöldi,
níræður að aldri, f. 8. sept. 1873
í Tungu á Svalbarðsströnd. Hann
varð búfræðingur frá Hólum
1893 og fékkst eftir það við
barnakennslu nokkur ár. Hanu
bjó á Syðri-Varðgjá 1903—1939.
er hann fluttist að Svalbarði ag
’bjó þar til 1955. Til Akureyrar
fluttist hann fyrir rúmu ári.
Stefán gegndi fjölda trúnaðar
starfa fyrir sveit, sýslu og fjórð-
ung, var t. d. hreppstjóri og
sýslunefndarmaður í fjölda ára,
Hann starfaði og mikið að fé-
lags- og samvinnumálum, var
m.a. endurskoðandi KEA í 30 ár
og I stjórn Ræktunarfélags Norð
urlands um árabil. Hann var
jafnan hress og léttur í lund og
gekk að ýmsum bústörfum fram
á síðustu ár. Þess má geta, að
Stefán var föðurbróðir Vilhjálmr
Stefánssonar, landkönnuðar.
Kona Stefáns, Aðalbjörg Her-
manAsdóttir, andaðist árið 1936.
— Sv. P,
Ottast innrás
Tyrkja á Kýpur
4