Morgunblaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. Júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 nniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiniiii miiimmmmmmmmmmmmmmmiuiimmimmmimmimmimmmimimmmmmimmimmmimimmimimit Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri: ÁR OG VEIÐAR ÞBGAR áaginn fer að lengja, verður veiðimönnum tíðar hugsað til ánægjustunda við veiðar frá síðastliðnu sumri, og bíða með eftirvæntingu eftir að nýr veiðitími hefjist. Nú styttist biðin óðum, því veiðitíminn er þegar hafinn eða er að hefjast hvað suma snertir. Hinn 20. maí byrjaði netaveiðin í Hvítá í Borgar- firði, og hafa nokkrir laxar þegar veiðzt þar. I flestum ám hefst veiðin í júní. Fyrsta júní byrjaði stangaveiðin í Laxá í Kjós, Þverá, Norðurá og Miðfjarðará. í Elliðaánum hefst veiðin 5. júní, í Úlfarsá, Langá og Laxá í Þingeyjar- sýslu hinn 10, í Laxá í Leir- ársveit hinn 12, í Laxá í Döl- um, Víðidalsá og Vatnsdalsá hinn 15,' í Grímsá í Borgar- firði hinn 16. júní. Á vatna- svæði Ölfusár-Hvítár hefst veiðin 21. júní og stendur til 20. september. Tekin verður upp ný veiðitilhögun þar að þessú sinni, þar sem 10 fyrstu daga veiðtímans og 5 þá síð- ustu verður eingöngu veitt á stengur. Á tímabilinu frá 1. júlí til 15. september mun verða veitt í net og á stengur á svipaðan hátt eins og und- anfarin ár, en þó mun netum eitthvað fækka frá því, sem verið hefur og stöngum fjölga tilsvarandi. Samkvæmt laxveiðilögun- um má veiða lax á tímabilinu frá 20. maí til 20. september, en þó ekki lengur en í 3 mánuði í hverri á. Veiðinni lýkur því í ágústlok í þeim ám, sem byrja 1. júní og tilsvarandi síðar í ánum, þar sem veiðin byrjar seinna. Daglegur veiðitími má vera mest 12 stundir á tímabilinu frá kl. 7 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Við flestar ár er veiðitímanum skipt í morgun veiðitíma og kvöldveiðitíma með hléi um miðjan daginn. Á vorin velta veiðimenn því fyrir sér, hvernig muni veiðast að sumrL Ekki er auð- velt að segja fyrir um það eins og sakir standa nema að takmörkuðu leyti. Veiði- magnið, er háð laxgegndinni og veiðiskilyrðum. Ef lax- gengdin er mikil, er veiðivonin einnig mikil. Margt er það, sem hefur áhrif á laxgengdina frá ári til árs. Undir náttúrulegum kringumstæðum er hún háð árangri af klaki og uppeldi í ánni og síðan afkomumögu- leikum í sjónum. Laxaseiðin dveljast 1—4 ár í ánum áður þorsk, síld og lax og hafa þær mikla hagnýta þýðingu. Er það mikið vandaverk að semja slíkar áætlanir, þar sem tekið er tillit til margra at- riða í lífi viðkomandi fiskteg- undar, og þarf æviferill henn- ar og hatterni því að vera vel þekkt. Mismunandi aðferðir verður að hafa við einstakar fiskiegundir. Við þorsk og síld er mikill stuðningur af því, að af sömu árgöngunum veiðist ár eftir ár. En með lax er þessu öðruvísi háttað, þar sem hann hrygnir oftast einu sinni og hann veiðist mest á hrygningargöngunni. Við samningu á áætlunum um laxgegnd á næsta veiðitíma- bili er því stuðzt að verulegu leyti við talningar á laxaseið Girðing í Axánni í Suður-Englandi, þar seni fiskur er talinn á leið út úr og upp í ána. en þau ganga til sjávar, 10 til 15 cm að lengd. í sjónum vaxa þau, ört. Á einu ári þar verður laxinn 4—6 pd á þyngd og á tveimur árum 7—12 pd. Stærri laxar hafa dvalizt í sjó í þrjú' ár eða lengur. Um afkomu laxaseiðanna í íslenzkum ám er lítið vitað og einnig um fjölda seiðanna, sem ganga til sjávar árlega. Af þvi leiðir, að ókleift er að vita hve ganga af smálöxum (4—6 pd) verður mikil fyrr en að loknum veiðitíma hverju sinni. Þegar vitað er um smálaxagönguna eitt ár má áætla, hve mikið muni ganga af stærri laxi af sama árgangi næsta ár, ef upplýs- ingar liggja fyrir um aldurs- samsetningu laxins í einstök- um ám. Áætlanir um veiði fram í • tímann, svokallaðar fiskispár, bafa verið gerðar m.a. fyrir gengið hafa út úr ánum ár- lega, út frá talningum, sem fram hafa farið á gönguseið- um, en mergð seiðanna er svo mikil, að eríitt er að komast yfir að tetja þau öll. Út frá rannsóknum er nokkurn veg- in vitað, bve mikill hluti seið- anna muni. skila sér aftur. Talning á gönguseiðum og fullorðnum laxi á leið upp í ár fer fram í mörgum lönd- um í þeim tilgangi að afla nákvæmra upplýsinga um sambandið miili fjölda göngu- seiða á leið til sjávar og tölu laxa af hverjum árgangi, sem skilar sér í árnar eftir veruna í sjónum. Hér á landi hefur nákvæm talning á laxaseiðum, sem eru á leið til sjávar, ekki verið framkvæmd, en til þess hef- ur skort fé og aðstöðu. Göngu seiði til merkinga hafa þó ver- ið veidd á vegum veiðimála- stjóra í Úifarsá síðan 1947 í ófullkomna netgildru, og hef- ur aðeins hluti af göngunni hverju sinni veiðst í gildruna. Er aðkallandi, að komið verði upp fullkomnum útbúnaði í á hér á landi til þess að telja gönguseiði og einnig lax á leið upp í ána, en slíkur út- búnaður þarf ekki að vera dýr. Er hér um að ræða girð- ingu þvert yfir á með sigtum og gildrum tii þess að safna fiski í. Auðveldast er að koma við tainingu í vatnslitl- um ám eins og til dæmis Úlf- . arsá. Talning á fullorðnum laxi hefur farið fram í kistu við stíflu í Elliðaánum niður af gömlu vatnsaflstöðinni. Hefur hún náð til laxins, sem geng- ur á svæðið ofan við stífluna, en nákvæmri tölu hefur ekki verið komið á laxinn, sem gengur á svæðið neðan við hana, þar á meðal Móhylina. Meðan laxinum var safnað í kistu og fluttur upp á svæði Efri-Elliðaánna var hann tal- inn úr kistunni. Hin síðari ár hefur laxinn gengið um kist- una og verið talinn þar með rafmagnsteljara. Ráðgert er að koma upp slíkum teljurum m.a. í laxastigum í Skugga- fossi í Langá og í Leirvogsá. Talning fuliorðinna laxa, sem ganga upp í ár gefur m.a. til kynna stærð stofnsins, og er mikilvægt að afla slíkra upp- lýsinga í sambandi við könn- un á veiðiþoli laxastofnanna í ánum. Slíkar talningar væri æskilegt að framkvæma í sem flestum ám. Enn um sinn munu veiði- menn velta fyrir sér, hvernig veiðin verði á næsta veiði- tíma, án þess að hafa stoð af upplýsingum, sem gefið gætu hugmynd um væntanlega lax gengd. Þegar komið hefur ver- ið á talningu á laxi á leið út úr á og upp í hana aftur, mun verða hægara um vik að á- ætla laxgengdina á næsta veiðitíma. Vonandi verður hér bætt um á næstunni. um, þegar þau ganga til sjávar og áætlað, hve mörg þeirra myndu skila sér aftur í árnar eftir eitt eða fleiri ár. Erfitt er að gera nákvæma áætlun um endurheimturnar, þar sem þær eru nokkuð breyti- legar frá ári til árs, og eru orsakir þeirra ekki kunnar. En samt sam áður má fá hug- mynd um, hvernig laxgengdin muni vera á næsta veiðitíma. Þegar áætla á laxgengd á næsta veiðitíma hér á landi, verður að styðjast að miklu leyti við gönguseiðatalningar, þar sem svo stór hluti af laxa stofnum okkar skilar sér í árnar sem smálax. Á síðustu árum hefur Fiski- rannsóknarstofnun Washing- tonháskóla í Seattle í Banda- ríkjunum gert mjög athyglis- verðar áætlanir um gengd rauðlax á Bristolflóasvæðinu í Alaska. Hefur stofnunin gert áætlanir um fjölda seiða, sem Netgildra í Úlfarsá. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumul Umsetning SfS 1964 nær tvö þúsund milljónir króna Varað við aukinni fjárfestingu AÐALFUNDUR Sambands ísl. samvinnufélaga var settur að Bifröst i Borgarfirði föstudaginn 5. júní kl. 9. Er það 63. aðalfund- ur Sambandsins. Rétt til fundar- setu eiga 106 fulltrúar og fara þeir með umboð 31.163 félags- manna. Mættur var meginþorri fulltrúa þegar fundur var settur auk stjórnar Sambandsins, for- stjóra, framkvæmdastjóra, end- urskoðenda og allmargra annarra starfsmanna og gesta. Sitja fund- Inn nokkuð á annað hundrað manns. Formaður Sambandsins, Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri, setti fundinn oð minntist forystu- manna samvinnuhreyfingarinnar, sem látizt höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra Sigurðar Kristinssonar forstjóra, Ingimundar Árnasonar fulltrúa, Runólfs Björnssonar bónda á Kornsá og Eiríks Jónssonar bónda í Vorsabæ, sem allir höfðu verið forystumenn innan sam- vinnufélaganna. Fundarstjóri var kjörinn Jör- undur Brynjólfsson og honum til aðstoðar Jón Jónsson, Dalvík. Fundarritarar voru kjörnir Ár- mann Dalmannsson, Akureyri, og Sigurgrímur Jónsson í Holti. Jakob Frímannsson flutti skýrslu stjórnarinnar og gerði grein fyrir framkvæmdum á veg- um Sambandsins á liðnu starfs- árL Miklar framkvæmdir Helztu framkvæmdir þess á árinu voru: Unnið hafið verið að byggingu Sambandsins við Ár- múia 3 í Reykjavík, að fyrsta áfanga kjötmiðstöðvar í Reykja- vík, viðbótarbyggingu við _vöru- geymslu í Reykjavík, ullarþvotta stöð í Hveragerði og fleiri smærri framkvæmdum. Nýtt skip, „Mælifell“, var byggt í Noregi, en kom ekki til landsins fyrr en á þessu ári. Launagreiðslur hækkuðu um 35% Þá flutti forstjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, skýrslu um rekstur þess á árinu 1963. Launa- hækkanir starfsfólks féllu með miklum þunga á rekstur Sam- bandsins, einkum þegar líða fór á árið. Heildarlaunagreiðslur á rekstrarreikningi námu 112 milljón krónum. Laun fastra starfsmanna hækkuðu á árinu úr 81 milljón 1962 í 103 milljónir 1963. Hækkunin nam 27,5%. — Þegar launagreiðslum lausráðins fólks er bætt við eru heildar- launagreiðslur Sambandsins 128,3 milljónir og hafa hækkað um 33.2 milljónir eða um 35%. Þetta auk ýmsra hækkana af völdum dýrtíðar og verðbólgu á öðrum rekstrarliðum höfðu mjög nei- kvæð áhrif á rekstur Sambands- ins. Umsetning SÍS nær tvö þúsund milljónir króna Umsetning helztu deilda Sam- bandsins á árinu 1963 var: Búvörudeildar 459,7 milljónir, aukning frá fyrra ári 42,7 millj. Sjávarafurðadeildar 437,7 millj. aukning frá fyrra ári 15,8 millj. Innflutningsdeildar 333,2 millj., aukning 10,4 milljónir. Véladeildar 232,2 millj., aukn- ing 6-milljónir. Skipadeildar 94,4 millj., aukn- ing 16,8 milljónir. Iðnaðardeildar 186,4 milljónir, aukning 14,9 milljónir. Að viðbættri umsetningu ýmsra smærri starfsgreina var heildar- umsetning Sambandsins krónur 1.830.2 milljónir og hafði aukizt um 181,8 milljónir frá árinu á undan. Vaxandi rekstrarfjárskort ur kom í veg fyrir frekari aukn- ingu á umsetningu Innflutnings- deildar. Tekjuafgangur á rekstrarreikn- ingi varð 2,5 milljónir á móti 7,7 milljónum 1962. Afskriftir voru hinsvegar nokkru hærri árið 1963 eða alls 17,5 milljónir. Afslættir, færðir í reikninga kaupfélaganna, voru 710 þúsund. Tekjuafgangur, afskriftir og af- slættir voru til samans kr. 20,8 milljónir. Skip Sambandsins komu við í 61 höfn eða svo að segja í hverri höfn landsins, samtals 1.448 sinn- um á árinu 1963. Sem afleiðing verðbólgunnar og vegna mikilla framkvæmda og kaupa á vélum og bifreiðum versnaði mjög hagur viðskipta- manna kaupfélaganna. Sömu- leiðis versnaði mjög hagur kaup- félaganna við Sambandið. Sömu erfiðleikar og fyrr stöfuðu af því, að rekstrar- og afurðalán land- búnaðarins hafa undanfarin ár staðið í stað að krónutölu, þrátt fyrir stórum hærri rekstrarkostn- að bændanna og hærra afurða- verð. Kaupfélögin hafa hinsvegar ekki minnkað uppígreiðslur af- urða í hlutfalli við minnkandi af- urðalán, en fjárbindingin í því að brúa þetta bil hefur verið mjög tilfinnanleg. Er óhugsandi að samvinnufélögin geti haldið því áfram. Forstjóri SÍS varar við að hefja nýjar fjárfestingar í niðurlagi skýrslu sinnar lagði forstjóri áherzlu á nauðsyn þess, að gæta fyllstu varúðar í fjár- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.