Morgunblaðið - 06.06.1964, Síða 5
Laugardagur 6. júní 1964
MORGUNBLADID
DROTTNING OG HIRÐMEYJAR
Blikksntiðir
Óskum að ráða nokkra blikksmiði og
aðstoðarmenn í blikksmiðju okkar
að Grensárvegi 18.
Blikk & Stál hf.
sími 36641.
Hérna sjáið þið friða fylkingu á göngu yfir Tjarn arbrúna. í broddi fylkingar gengur tíguleg ljós-
hærð drottning og á eftir henni fara hirðmeyjar hennar.
Þetta eru stúlkur, sem vinna að fegrun borgarinnar við að laga til 'skrúðgarða hennar. Drottn-
ingin áðurnefnda er svo verkstjóri þeirra, en hún er engin únnur en fegurðardrottning Reykjavíkur
1964, kiisabet Ottósdóttir. Sveinn Þovmóðsson er svo hirðljósmyndarinn.
Storkurinn
sagði!
að hann hefði verið að fljúga
yfir Reykjavíkurflugvelli rétt
eftir hádegið í gær, og það
munaði engu að ég væri rokinn
um koll, sagði hann, þegar gríð-
arstór brezk herþota hóf sig á
loft af vellinum og það beint
upp í háaloft.
Og ekki hélt ég, að það væri
svona mikið ryk á vellinum fyrri,
hann var bara reglulega rykug-
ur á kollinum.
En svo datt mér annað í hug,
sagði storkurinn, hvernig fóru
Bretar að vita. að hér stæði
yfir ryk- og ruslhreinsun þessa
daga?
í það minnsta þarf ekki að
ryksuga Reykjavíkurflugvöll í
bráð sagði storkurinn og með
sama flaug hann upp á nýja flug
turninn og horfði yfir á nýju
Loftleiðabygginguna, og honum
hló hugur í brjósti.
Læknar fjarverandi
Andrés Ásmundsson fjarverandi 1/6.
— 17/6 Staðgengill: Kristinn Björns-
son.
Bjarni Bjarnason læknir verður
fjarverandi til 19. júní. Staðgengill
Alfreð Gíslason.
Björn L. Jónsson fjarverandi 1. — 30.
júní. StaðgengiiJ: Björn Önundarson.
Einar Helgason fjarverandi frá 28.
maí til 30. júní. Staðgengill: Jón G.
Hallgrímsson.
Guðjón Guðnason verður fjarver-
andi til 22. júní.
Dr. Eggert Ó. Jóhannsson verður
fjarverandi til 27. 6.
Friðrik Björnsson fjarverandi frá
25. 5. óákveðið Staðgengill: Viktor
Gestsson, sem háls- nef og eyrna-
læknir
Dr. Friðrik Einarsson verður fjan
verandi til 7. juni.
Eyþór Gunnarsson fjarverandi
óákveðið. Staðgenglar: Björn Þ.
þórðarson, Guðm. Eyjólfsson, Erling-
ur Þorsteinsson, Stefán Olafsson og
V7iktor Gestsson.
Jón Þorsteinsson verður fjarver-
andi frá 20. apríl til 1. júlí.
Magnús Þorsteinsson fjarverandi
allan júní mánuð.
Magnús Bl. Bjarnason fjarverandi
frá 26 . 5. — 30. G. Staðgengill: Björn
Önundarson, Klapparstíg 28 sími 11228
Páll Sigurðsson eidri fjarverandi
um óákveðinn tima. Staðg. Hulda
Sveinsson.
Stefán Ólafsson fjarverandi 1. — 30,
júní. Staðgenglar: Ólafur I>orsteinsson
og Viktor Gestsson.
Sveinn Pétursson fjarverandi í |
nokkra daga. Staðgengill: Kristján i
Sveinsson.
Ófeigur J. Ófeigsson fjarverandi til
19. júní. Staðgengi.11: Ragnar Arin-
bjarnar.
Þórður Þórðarson fjarverandi 28/5.
— 6/7. Staðgenglar: Björn Guðbrands-
son og Úlfar Þórðarson.
Höldum borginni
hreinni
Sjáið um, að börn yðar grafi ekki
holur í gangstéttir, auk óprýðis
getur slíkt valdið slysahættu.
Þjóðmenning er oftast dæmd eftir |
lireinlæti og umgengni þegnanna.
Laugardagsskrítla
Karl kom í kaupstað og sá
þar nýja brunastöð. Eítir að hafa
virt húsið fvrir sér vandlega,
sagði hann með miklum spekings
svip? „Ja, margan eldsvoða og i
mikinn þarf til þess, að svona |
stofnun geti borið sig!“
FRÉTTASÍMAR MBL.:
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlenúar fréttir: 2-24-84
Öfugmœlavísa
Eitt sinn fljúga sá ég svín,
sá ég stjörnu drekka vín,
ég sá kuðung elta brák,
eldinn sá ég tefla skák.
sá NÆST bezti
Bóndi nokkur átti í útistöðum við sóknarprest sinn, og skarst oft ]
í odda með þeim. Eitt sinn sagði bóndi við prestinn:
„Bætir þú ekki ráð þitt, gagnvart nfiér, stefni ég þér fyrir |
guðsdóm.”
„Gerðu það góði, — en ég mæti bara ekki!”, sagði prestur.
Þá kemur
sólin
og sezt þar
„Þvi þá kemur sólin og sezt þar.
Hún sígur vestar og vesta>-
um öldurnar gulli ofnar.
Og andvarinn hægir á sér.
Ástfanginn jörðin fer hjá sér,
unz hún snýr undan og sofnar.
Tómas Guðmundsson.
Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.
FRETTIR
Bústaðaprestakall ráðgerir Skálholts
ferð sunnudaginn 14. júní n.k. Lagt
að stað frá Hólmgarði 34 kl. 12.30
Komið til baka um 7 . Messa í Skál
holtskirkju kl. 3 e.h. Prestur séra
Ólafur Skúlason. Þátttökutilkynningar
þurfa að berast fyrir 10. júní í bóka-
búðina Hólmgarði 34, sem gefur nánar
upplýsingar.
Orlofsnefnd húsmæðra Reykjavík,
hefir opnað skriístofu að Aðalstræti
4 uppi, þar sem tekið er á móti um-
sóknum um orlofsdvalir fyrir hús-
mæður á öllum aldri. Dvalið verður í
Hlíðardalsskóla að þessu sinni. Skrif-
stofan er opin alla virka daga nema
á laugardag sími 21721
Húsmæður í Kópavogi. Athugið að
orlofstíminn fer í hönd. Allar upp-
lýsingar um orlofsdvöl á sumri kom-
anda verða veittar í Félagsheimili
Kópavogs n.k. mánudag, þriðjudag og
miðvikudag kl. 20—22 og í símum
40831, 40117, 41129
Ásprestakall: Viðtalstími minn er
alla virka daga milli 6—7 á Kambs-
vegi 36 Sími 34819 Séra Grímur Gríms-
son
Bústaðaprestakall Aðalsafnaðarfund-
ur verður haldinn eftir messu n.k.
sunnudag kl. 2. I. Venjuleg aðalfundar
störf 2. Breyting sóknargjalda 3.
Skýrsla kirkj ubyggingarnefndar. 4.
Önnur mál Sóknarnefnd.
Prófessor dr. Richard Beck og frú
hans verða gestir á fundi st. Fram-
tíðarinnar í Góðtemplarahúsinu á
mánudagskvöldagskvöldið. Allir templ
arar velkomnir.
Forstöðukonustaða
við barnaheimilið Barónsborg er laus til
umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu
sumargjafar, Fornhaga 8 fyrir 20. þ.m.
STJÓRNIN.
Maður óskast
til að vinna við sandblástur.
Upplýsingar í síma: 36177.
4ra herb. íbúð
Til sölu er ný 4 herb. íbúð við Stóragerði.
Upplýsingar veita:
RAGNAR JÓNSSON, HRL.
Vonarstræti 4 — Sími 17752
og VETTVANGUR
Bergstaðastræti 14
sölum.: Ragnar Tómasson
heimasími 11422
viðtalstími í dag Ki. á—6 e.h.
og sunnudag kl. 12—3 e.h.
FLUG
Lærið að fljúga, kynnist landinu.
Flugskólinn
ÞYTUR
Reyk j avíkur f lugvelli.
P.O. Box 4 — sími 10880.
Okkur
vanlar
sölubörn
Krakkar sem vilja selja merki Listahá-
tíðarinnar í dag, komi í Garðastræti 17
(Tónlistarfélagið 2. hæð).
LISTAHÁTÍÐIN.
Bezt ai í auj ílýsa í IVIorgunblaðinu