Morgunblaðið - 06.06.1964, Síða 6
6
MORGU NBLAÐIÐ
r
Laugardagur 6. júní 1964
Lögum mótmælt
BLAÐINU hefur borizt eftir-
farandi frá stjórn Verkfræð-
ingafélags íslands:
STJÓRN Verkfræðingafélags ís-
lands mótmælir harðlega þeim
lögum, sem Alþingi setti þann
13 þ.m. þar sem verkfræðimgar
einir allra stétta. eru:
sviptir rétti til setningar gjald-
skrár fyrir störf sín,
sviptfr rétti til sameiginlegra
samninga um kjör sín,
sviptir rétti til persóulegra
ráðningasamninga.
Gjaldskráán
Hinn 1. maí 1982 tók gildi ný
gjaldskrá fyrir verkfræðistörf,
er vandlega hafði verið undirbú-
in og að formi til sniðin eftir
nýjustu gjaldskrám verkfræð-
inga í nágrannalöndunum. Kom
hún í stað gjaldskrár frá 19. apríl
1955, sem var að formi til um
30 ára gömul og í flestu orðin
úielt.
Daginn eftir gaf ríkisstjórnin
út bráðabirgðalög, þar sem nýja
gjaldskráin var bönnuð en gjald-
skráin frá árinu 1955 sett í henn-
ar stað .Þessa aðgerð sína rök-
studdi ríkisstjórnin með því að
hm nýja gjaldstkrá, sem er sölu-
verð verkfræðiþjónustu atvinnu-
rekenda, raskaði launakerfi hins
opinbera, sem er allt annar og
óskyldur hlutur. Ríkisstjórnin
ruglaði þarna algerlega saman
verðlagi og launamálum, og því
voru bráðabirgðalögin fljótræð-
isverk og studd röngum rökum.
Þessi bráðabirgðalög voru stað-
fest af Al'þingi sem lög nr. 46
13. apríl 1963.
Hinn 17. ágúst 1963 setti ríkis-
stjórnin að nýju bráðabirgðalög
og nú „um lausn kjaradeilu verk-
fræðinga." Þar var m.a. ákveð-
ið, að gerðardómur skyldi setja
gjaldskrá fyrir verkfræðistörf.
í 2. gr. bráðabirgðalaganna
segir m.a.: „Við setningu gjald-
skrár fyrir verkfræðistörf, unn-
in í ákvæðisvinnu og tímavinnu,
Skal höfð hliðsjón af gjaldskrá
VFI frá 19. apríl 1955 og regl-
um, er gilt hafa um framkvæmd
hennar.“ Um þetta atriði er í for-
sendum gerðardómsins komizt
m.a. svo að orði:
„Dómurinn hefur eftir föngum
kynnt sér ákvæði gjaldskrár-
innar frá 1955 um þóknun fyrir
ákvæðisvinnu, svo og hliðstæð
ákvæði í frumvarpi að gjald-
skrá VFÍ frá apríl 1962. Við sam-
anburð gjaldskránna hefur kom
ið í ljós, að gjaldskráin frá 1955
er að sumu leyti orðin óviðun-
andi og ónothæf sem grundvöll-
ur að ákvörðun þóknunar. í
gjaldskránna vantar ákvæði um
ýmsar greinar verkfræði, sem
nú eru stundaðar. Auk þess eru
ákvæði um skyldur verkfræðings
eigi ætíð sem fyllilegust. Af þess
um ástæðum hefur dómurinn á-
kveðið, að frumvarpið frá apríl
1962 skuli lagt til grundvallar við
samningu nýrrar gjaldskrár.**
Gerðardómurinn tók síðan
gjaldskrá VFÍ frá 1962 að mestu
leyti up orðrétt og fór þannig
þvert gegn fyrirmælum laganna.
Með þessu kvað hann upp áfell-
isdóm yfir bráðabirgðalögunum
fyrri, sem voru staðfest af Al-
þingi 13. apríl 1963, en gerðar-
dómurinn kvað upp sinn dóm 28.
október 1963.
Kjaradeila Stéttarfélags
verkfræðinga
Sumarið 1963 átti Stéttarfé-
lag verkfræðinga í löglegri vinnu
deilu við vinnuveitendur. Hinn
17. ágúst þ.á. greip ríkisstjórnin
inn í deiluna og gaf út bráða-
brgðalög, þar sem ákveðig var,
að gerðardómur skyldi m.a.
ókveða kjör verkfræðinga, sem
starfa hjá öðrum en ríkinu..
Bráðabirgðalögin voru sett í
þann mund ,sem kjarasamningar
voru að takast milli Stéttarfé-
lags verkfræðinga og verkfræði
stofnanna sbr. eftirfarandi um-
mæli þeirra í skýrslu til gerðar-
dómsins:
„Er sýnt var, að málinu þok-
aði lítið til samningaáttar, og
jafnframt, er umboð samninga-
nefndar var útrunnið, var boðað
hinn 16.8 1963 til fundar allra
verkfræðistofnanna A fundi þess
um var kjörin ný sámninganefnd,
er hafði rýmra umboð en hinar
fyrri. Umboðið fól m.a. í sér að
freista skyldi samninga beint við
S. V., ef hinir sameiginlegu
samningar bæru ekki árangur
strax næstu daga.
Nokkur breyting var gerð á
launaskala á þann veg, að mjög
líklegt væri, að S.V. gæti sætt
sig við hann. Samninganefnd
þessi fékk aldrei tækifæri til að
starfa, þar eð gráðabirgðalögin
varðandi verkfræðingadeiluna
voru sett samdægurs."
Bráðabirgðalöigin hindruðu
því kjarasamninga milli lögform
legra samningsaðila.
I bráðabirgðalögunum eru á-
kvæði, sem mæla fyrir um það,
hvernig gerðardómurinn skuli
vinna. Þar segir m.a. í 2. gr.:
„Gerðardómurinn skal við
ákvörðun mánaðarlauna, vinnu-
tima og launa fyrir yfirvinnu
hafa hliðsjón af því, hver séu
kjör verkfræðinga oig annarra
sambærilegra starfsmanna hjá
ríkinu samkvæmt launakerfi því,
er gildir frá 1. júlí 1963.“
Þessi ákvæði stangast alger-
lega á við eftirfarandi ákvæði
opinberra starfsmanna, þar sem
í 20. gr. laga um kjarasamninga
segir:
„Kjaradómur skal við úrlausn-
ir sínar m.a. hafa hliðsjón af
kjörum launþega, er vinna við
sambærileg störf hjá öðrum en
ríkinu.“
Því hefur einniig verið marg-
í fyrradag var 14. norræna laganemamótið sett í Háskóla íslands af Theodór B. Líndal, pró-
fessor. Kl. 2 um daginn flutti forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fyrsta fyrirlestur mótsins, og
fjallaði hann um „Konstitutionel nödret”. — Myndin var tekin við setningu mótsins. Fremstir
sitja (frá vinstri) Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, og
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
sinnis lýst yfir af hálfu ríkis-
valdsins, að kjör opinberra starfs
manna gætu ekki verið fordæmi
að kjörum annarra stétta, sem
er eðlilegt sjónarmið.
Frágangur laganna
Frágangur hinna nýsettu laga
er með eindæmum. í 2. gr. þeirra
standa enn ákvæðin um, að við
setningu gjaldskrár fyrir verk-
fræðistörf skuli höfð hliðsjón af
gjaldskrá VFÍ frá 19- apríl 1955,
enda þótt gerðardómurinn sé bú-
inn ag forkasta þeim sem ónot-
hæfum og hafi lagt gjaldskré
V.F.f. frá 1962 til grundvallar
dómi sínum.
í 3. gr. laganna segir, að venk-
föll í því skyni að knýja fram
skipan kjaramála, sem lög þessi
taka til, séu óheimil, „þar á með-
al fram'hald verkfalla Stéttarfé-
lags verkfræðinga, sem nú eru
háð.“ Engin verkföll verkfræð-
inga eru nú háð. Þeim lauk sam-
kvæmt valdboði 17. ágúst 1963.
Tilefnislaus réttindaskerðing
Bráðabrigðalögin frá 17. ágúst
1963 voru sett til þess að leysa
kjaradeilu verkfræðinga, sem
þá stóð yfir, og gerðardómurinn
lauk sínu verki síðar á því ári.
Eftir þag urðu almennar kaup-
og verðlagshækkanir um a.m.k.
15-20%. í stað þess að nema úr
gildi þessi lög, sem voru búin að
þjóna tilgangi sínum, hefur Al-
þingi nú veitt þeim gildi fram
í tímann til ársloka 1965 án til-
efnis og án þess að nokkur rök-
stuðninigur fyrir nauðsyn þess
hafi verið færður fram. Með þess
befur Alþingi svipt verkfræð-
inga rétti til setningar gjald-
skrár fyrir verkfræðistörf, rétti
til persónulegra ráðningarsamn-
inga, því sérhvert frávik frá
dómsorði gerðardómsins jafn-
gildir broti á lögum, og varða
brot sektum.
Hvert stefnir?
Á undanförnum árum hafa op-
inberar stofnanir að óþörfu feng
ið fjölda verkefna erlendum verk
fræðingum í bendur til úrlausnar
bæði hér á landi og í heima-
landi þeirra. Fyrir þau hefur
verið greitt miklu meira fé en
samkvæmt bráðabirgðalögunum
fyrri og gerðardóminum. Með
þessU hefur rí'kisvaldið hindrað
eðlilegan viðgang íslenzkra verk-
fræðinga og unnið gegn verk-
menningu landsmanna og að
auki goldið fé fyrir.
Af þessari lagasetningu verður
ekki annað ráðið en það, að ríkis
valdið telji íslenzka verkfræð-
inga vera óæskilegra fóik. Það
er raunar annað sjónarmið en rík
ir í öðrum löndum heims, þar
sem verkfræðingar eru mest efit-
irspurða vinnuaflið.
Nú eru yfir 70 íslenzkir verk-
fiæðingar starfandi erlendis ea
aðeins um 270 hér heima. Fjölg-
un verkfræðinga hlutfallslega
hér á landi er mun hægari en
hjá nágrannaþjóðunum. Þessi
þróun er alvarlegt íhugunarefni
fyrir þjóðina. Hugsandi menn
vita það, að raunvísindi og tækni
er undirstaða verkmenningar
þjóða og forsenda velmegunar
þeirra, Mátturinn til lífsbjargar
er fyrst og fremst kominn undir
kunnáttu einstaklinganna í þesa
um efnum.
Það er ófrávíkjanleg krafa
Verkfræðingafélags íslands, að
umrædd lög verði felld úr gildi
svo verkfræðingar fái aftur full
mannréttindi og íslenzk verk-
menning geti þróast á eðlilegan
hátt, landi og þjóð til heilla.
Reykjavík, 20. maí 1964.
Stjórn Verkfræðingafélags
íslands.
A T H U G I Ð
að borið saman við útbreiðslu
er langtum óýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
S::::::::::::::::::::::::::::::::::::
Hreinsunaræði
Nú hefur hreinsunaræði grip-
ið Reykvíkinga — sem betur
fer — og fólk virðist ætla að
vera samtaka um að hafa þrifa
legt hjá sér á þjóðbátíðinni.
Það er engu líkara en allir kóng
ar Evrópu séu væntanlegir.
Og það er ekki nóg með að
fólk hressi upp á útlit húsa
sinna og lóða.
Þetta hreinsunaræði fer eins
og alda yfir bæinn og nágrennið
— og fólk tekur til í skúffum
ig skápurn — losar sig við allt,
sem það safnar saman og geyrn
ir, vill ekki farga — en notar
aldrei.
Flöskukaupmaðurinn
Jafnvel Velvakandi reiif upp
alla skápa, tíndi saman tvær
fullar töskur af tómum flösk-
um (fimm ára safn) og labbaði
niður í ,,Ríki“ til þess að selja
safnið. Fulltrúi hins opinbera
skoðaði flöskurnar vandlega,
eina af annarri, eins og hann
hefði aldrei áður séð flöskur.
Eftir að hann haifði yfirvegað
málið vel Og vandlega tók hann
eina flöskuna, stakk henni und
ir borðið — opnaði svo heljar
mikinn peningaskáp — og með
vísindalegri nákvæmni lagði
hann tveggja krónu pening á
borðið: „Við kaupum bara flösk
ur, sem merktar eru Áfengis-
verzluninni", stundi hann. „Hér
eru tvær krónur — vesgú“!
Sjálfsagt hef ég verið kindar-
legur á svipinn, þegar ég labb
aði út með allar flöskurnar —
enn þá í vafa um hvort ég hefði
átt að taka við greiðslunni, eða
styrkja ríkisbáknið með and-
virði flöskunnar. Ég var mest
hissa yfir þvi að fulltrúi hins
opinbera skyldi greiða heilar
tvær krónur án þess að útbúa
skýrslu í fjórriti. Hann virtist
hins vegar ekki hissa á neinu —
og vísaði á flöskusala innar við
Skúlagötu. En ég lét öskutunn
una 'hafa heila safnið, eins og
allt annað.
Ég hef komizt að þeirri niður
stöðu, að flöskur eru meðal
þess, sem menn eiga ekki að
safna — og ég er viss um að
bezta ráðið er að kaupa sem
fæstar. Ég sé heldur ekki að
neitt samrætni sé í inkaups- og
útsöluverði á flöskum hjá hinu
opinbera.
Smitandi
En, eins og ég sagði áður:
Það er ég, sem hef smitazt af
hreinsunaræðinu. Ég veit ekki
til að ég hafi smitað neinn. —
Og þetta fólk, sem smitað hef-
ur mig, eru hinir mörgu, sem
hringja hingað daglega til þess
að kvarta yfir náunganum —■
benda á að Jón Jónsson í húsi
númer fimmtíu við tiltekna
götu hafi alltaf ýsu eða þorsk
hangandi út af svölunum, — að
ekkert lok sé á öskutunnunum
hinum megin við götuna, að stig
inn, sem þeir notuðu við að
mála þakið á Breiðfirðingabúð
fyrir þremur árum, sé enn uppi
á þakinu, að Pétur eða Páll á
bí'lnuim R þetta eða G hitt hafi
losað úr öskubökkunum út um
gluggann í miðju Austurstræti.
Ég vona bara að náunginn í
næsta húsi taki niður jóla-
skrautperurnar á þakskegginu
áður en ég hleyp með það í
blöðin.
tig"® m
;rn_Q
m
63/Y
ELDAVÉLAR
ELDAVÉLASETT
GRILL
jjálfvirkt hita- og
tímaval.
A E G - umboðið
træðurnir ORMSSON
Vesturgötu 3