Morgunblaðið - 06.06.1964, Page 15
Laugardagur 6. júní 1964
MORCU N BLAÐIÐ
15
I — Frú Burgay
Fraimihald af síSu 24.
frú Bungay þóttist hafa kom
ið heim til sín um kl. 16,30
umræddan dag. Skömmu síðar
hefði'stór maður hringt dyra-
bjöllunni, og þótzt vera sím-
skeytasendill. En er hún opn-
aði hurðina, hafi maðurinn
sem hún kvað a.m.k. 6 fet og 4
þumlunga háan, ráðist á sig.
Hafi hann haft nælonsokk yfir
höfði sér þannig að útilokað
hefði verið að hún gæti borið
kennsl á hann aftur!
Síðan sagði hún að maður-
inn hefði bundið hendur henn
ar fyrir aftan bak og öklana
saman með sokk. 'Hafi hann
síðan rifið demantshringa af
fingrum hennar og gengið
ruplandi og rænandi um íbúð
ina, og bókstaflega stolið öll-
"t um skartgripum hennar.
i Síðan sagði frú Bungay að
hún hefði legið bundin í hálf
tíma þar til vinkona hennar
sem deildi með henni íbúðinni,
frú Dorothy Foxon, kom heim.
Hafi hún þá leyst hana úr
I prísundinni.
Nú er sem sé hið sanna kom
ið á daginn, og báðar frúrnar
dæmdar í árs fangelsi fyrir
1 lygar og tilraun til svika.
i Eins og fyr greinir hamp-
I aði frú Bungay því við brezku
1 blöðin að hún væri íslenzk að
uppruna, fædd hér á landi, en
hefði flutzt til Þýzkalands á-
samf móður sinni fyrir stríð.
j Eftir styrjöldina hefði hún
I flutzt til Bretlands og gerzt
I þar ríkisborgari er tímar liðu.
Mbl. reyndi með ærinni
fyrirhöfn að grafast fyrir um
1 sannleiksgildi orða frúarinn-
j ar. Er fregnin um „ránið“
spurðist hingað, átti blaðið
samtal við Eirík Benedikz,
sendiráðsritara í London. —
Kvað hann íslendinga þar í
borg mjög hafa velt því fyrir
sér hver kona þessi væri, en
enginn kannaðist við að hafa
heyrt hana nefnda á nafn fyrr
eða síðar.
Loks hringdi fréttamaður
Morgunbl. til frú Bungay
á snyrtistofu hennar og ræddi
við hana um stund. Vildi hún
þá sem minnst um málið allt
segja, en taldi öruggt að hún
væri af íslenzkum ættum. —■
Hins vegar bætti hún þvi við
að allir ættingjar hennar hér
lendis væru látnir. Afi hennar
hefði heitið Ágúst Péters eða
eitthvað svoleiðis. En hún
væri ein eftir af allri ættinni.
Aðspurð um nafn eiginmanns
hennar fyrrverandi svaraði
frú Bungay þá: „Hver þeirra
eigið þér við (which one“)!
í lok samtalsins sagði frú
Bungay: „Þér sjáið af þessu
hvers vegna ég vil ekki tala
meira um þetta mál. Ég kæri
mig ekki um að það verði
þyrlað upp neinu ryki í sam-
bandi við þetta“.
Af síðustu fréttum að dæma,
má öllum ljóst vera, hvernig
á því stóð.
Loks er þess að geta að með
ólíkindum er að kona þessi
sé á nokkum hátt tengd ís-
landi, enda á daginil komið
hvert sannleiksgildi orð henn
ar hafa haft. í samibandi við
annað íslenzkt blað um líkt
leyti lét frúið þess og getið,
að hún myndi eftir eplatrjám
hér.
Loks minntist hún á þa?
við fréttamann Mbl., að hún
hefði tapað svo miklu fé í
„ráninu“. að hún gæti ekki
heimsótt íslands eins og hún
hefði þó hugsað sér að gera.
Úr íslandsferð þessa sjálfskip
aða fulltrúa landsins mun
ekki verða í bráð — a.m.k.
ekki næstu 12 mánuðina!
Magnús Jónsson talar á
fundi „Þórs“ á Akranesi
ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akranesi efnir til al-
— Lisfahátíðin
Framhald af 8. síðu.
flutninginn og Erlingur Gíslason
er leikstjóri. Leikendur eru fimm:
Bríet Héðinsdóttir, Kristín M.
Magnúss, Karl Sigurðsson, Stef-
anía Sveinbjörnsdóttir og Erling-
ur Gíslason.
• Á mánudaginn verður lista
mannakvöld í Þjóðleikhúsinu og
verður þar flutt „Tónsmíð í þrem
atriðum" eftir Þorkel Sigur-
björnsson, sem stjórnar tónlist-
inni, en leikstjóri er Helgi Skúla-
son. Sönghlutverk annast Eygló
Viktorsdóttir, Guðmundur Guð-
jónsson, Kristinn Hallsson og
.Hjálmar Kjartansson. Hljóðfæra-
leikarar eru átta. Einnig verður
fluttur ballettinn „Les Sylphides“
eftir Michel Fokine við tónlist
Fr. Chopin. Hljómsveitarstjóri:
Igor Buketoff. Dansarar: Ingi-
björg Björnsdóttir, Jytte G.
Moestrup, Halldór Helgason o. fl.
Loks eru tónleikar Sinfóníuhljóm
sveitar íslands undir stjórn Buke-
toffs. Leikur hún verk eftir Karl
O. Runólfsson og Jón Nordal.
• Á þriðjudaginn er sýning í
Þjóðleikhúsinu, Myndir úr Fjall-
kirkju Gunnars Gunnarssonar;
Lárus Pálsson og Bjarni Bene-
diktsson tóku saman. Leikstjóri
er Lárus Pálsson. Leikendur eru:
Björn Jónasson, Helga Bach-
mann, Rúrik Haraldsson, Arndís
Björnsdóttir, Þorsteinn Ö. Step-
hensen, Valur Gíslason, Stefán
Thors, Þórarinn Eldjárn, Herdís
Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir.
• Listamannahátíðinni lýkur
með samkvæmi að Hótel Sögu
föstudaginn 19. júní Veizlustjóri
▼erður dr. Páll ísólfsson og
Tómas Guðmundsson flytur
rseðu. í samkvæminu verður af-
hentur Silfurlampi Félags ísl.
leikdómenda.
menns fundar fyrir Sjálfstæðis-
fólk á Akranesi,
yngra sem eldra,
n.k. þriðjudags-
kvöld 9. júní. —
Fundurinn verð-
ur í Félagsheim-
ili templara og
hefst kl. 8,30. —
Á fundi þessum
mun Magnús
Jónsson alþm.
frá Mel flytja ræðu um Fram-
tíðarverkefni íslenzkra stjórn-
mála. Að lokinni ræðu Magnús-
ar gefst fundarmönnunj tækifæri
til þess að beina til hans fyrir-
spurnum og ræða þessi mál að
öðru leyti.
Áfundinum verður sýnd kvik-
myndin Óeirðirnar við Alþingis-
húsið 1949. Kvikmynd þessi var
30. marz 1949, þegar óður komm
tekin fyrir utan Alþingishúsið
únistaskríll réðist að þinghúsinu
með það fyrir augum að hindra
störf Alþingis.
Allt Sjálfstæðisfólk á Akranesi
er eindregið hvatt til þess að
mæta á fundi þessum og hlýða á
Magnús Jónsson ræða um þessi
mikilsverðu mál.
— Umsetning SÍS
Framh. af bls. 13
málum; hefja ekki nýjar fjár-
festingar, koma í veg fyrir skulda
söfnun viðskiptamanna við fé-
lögin, takmarka fjái’magnsbind-
ingu í vörubirgðum, gæta sparn-
aðar og hagsýni í rekstri og ná
því marki að gera samvinnuhreyf
inguna fjárhagslega sjálfstæða.
Auka þarf skilning unga fólksins
á samvinnufélögunum og sérstak-
lega að efla samvinnustarfið í
Reykjavik og þéttbýlinu við
Faxaflóa.
Þá mælti forstjórinn á þessa
leið: „Stærst eru verkefnin í
verzluninni. Fyrir Sambandið er
Esja leggur af stað til Bildudals með fyrrverandi sóknarbörn sr. Jóns Árnasonar.
170 BílddæBingar leigðu
Esju i vesturför
til að minnast sr. Jóns Árnasonar
I GÆRKVÖLDI lagði Esja úr
höfn í Reykjavík með um 170
manns, sem ætlaði vestur á Bíldu
dal til að heiðra minningu sr.
Jóns Árnasonar prests þar, en
100 ár verða liðin frá fæðingu
hans á sunnudag. Voru meðal
farþega öll börn sr. Jóns, eða þau
sem á lifi eru, tengdabörn hans,
börn og barnabörn, svo og fjöl-
mörg sóknarbörn, er hann hafði
skírt, fermt og gift á 37 ára prests
skaparárum í Otradal og á Bíldu
dal.
Fólk þetta hafði tekið Esju á
leigu í förina og var hvert rúm
um borð skipað. Munu slík sam-
tök einsdæmi. Er Árni Jónsson,
heildsali, sonur sr.’Jóns, minntist
á það á sólarkaffifagnaði Bíld-
dælinga í vetur að Esja væri fá-
anleg ef nægileg þátttaka feng-
ist, var hvert farrými pantað þá
um kvöldið. Og í stað þeirra sem
helzt hafa úr lestinni siðan, hafa
jafnan komið aðrir.
Bílddælingar í Rvík hittast
venjulega einu sinni á ári 2.
febrúar, en þá kemur sólin fyrst
upp þar heima eftir 3ja mánaða
fjarveru. Annars hafa þeir ekki
með sér félagsskap.
214 sólarhringa ferð.
Lagt var af stað frá Reykja-
vík í gærkvöldi kl. 8, í blíðskap
arveðri, þó farþegar hafi reyndar
ekki sett fyrir sig hugsanlega sjó
veiki, er þeir réðust til ferðar.
Komutími til Bíldudals var kl. 9
í morgun og því sofið um borð.
Kl. 2 í dag hefst minningarguðs-
þjónusta um sr. Jón Árnason, og
annast hana sóknarpresturjnn sr.
Páll Óskarsson og sr. Tómas Guð
mundsson á Patreksfirði. Eftir
messu taka börn sr. Jóns á móti
öllum Bílddælingum sem vilja
koma til kaffidrykkju um borð
í Esju. Og ixm kvöldið halda Bíld
dælingar samsæti.
Á sunnudag siglir Esja um
fjörðinn bæði með farþega og
gesti frá Bíldudal, og haldið verð
ur heim um kvöldið og komið ti
Reykjavíkur kl. 8 á mánudags-
morgun.
Tvisvar áður hafa brottflutth
Bílddælingar farið slíkar hóp-
ferðir heim. Árið 1951 til að af-
hjúpa minnisvarða um Thorstein
sonshjónin og fjölmenntu þó af-
ir.ið brautina og kváðu engan
komendur þeirra. Og 1954 til að
afhjúpa minnisvarða um þá sem
fórust með Gyðu 1910, en mast-
ur af skipinu hafði fundizt. Með
Gyðu hafði m.a. farizt 17 ára
gamall sonur sr. Jóns Árnasonar,
og skipstjóri var Þorkell faðir
Erlings Þorkelssonar, en bróðir
hans fórst einnig með skipinu.
Átti minnisvarðinn að vera um
horfna sjómenn frá Bíldudal, þó
hann væri sérstaklega reistur af
þessu tilefni.
Spáð var góðu veðri í nótt. —
Við leyfum heldur engum að
vera sjóveikur, sagði Árni Jóns
son, er hann var á förum. — Dr.
Sigurður Samúelsson, og Páll
Gíslason læknir á Akranesi, hafa
tekið að sér að halda uppi húm-
ornum, ásamt fleirum. Svo er Jón
Leifs þarna, eitthvað g’etur hann
nú gert, og fleiri og fleiri.
Hér sjást börn sr. Jóns Árnasonar, barnabörn og tengdabörn við brottför vestur. í aftari röð frá
vinstri eru synir sr. Jóns, Árni og Marinó, og í fremri röð frá vinstri talið, Anna dóttir hans, Stef-
anía kona Árna Jónssonar, þá Svana og Sigríður, dætur sr. Jóns. Önnur frá hægri í fremri röð er
Ragnheiður, dóttir sr. Jóns. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
aukin verzlun nauðsynleg. Um
leið og lagfæring fæst á fjármál-
um, eykst verzlunin af sjálfu sér.
Eitt af stærstu verkefnunum í
heildsöluverzluninni er nýtt
skipulag á vöruútvegun fyrir fé-
lögin með vörumiðstöð, aukinni
sölutækni, fullkomnu rafeinda-
bókhaldi. En undirstaða undir
öllu þessu er traustur fjárhagur
félaganna og Sambandsins. Við
skulum ganga vígreifir til verks.
Bjartsýnir á mátt og styrk sam-
takanna, en raunsæir á nauðsyn
þess að treysta undirstöðuna. Við
höfum miklar skyldur gagnvart
samvinnuhreyfingunni og ís-
lenzku þjóðinni. Þessar skyldur
eru að efla samvinnustarfið og
gera það að stærri máttarstólpa
í efnahagslífi okkar fámennu
þjóðar“.
Að skýrslu forstjóra lokinni
fluttu framkvæmdastjórar hinna
ýmsu deilda Sambandsins skýrsl-
ur sínar og að því loknu hófust
umræður.
Fundi lýkur á laugardag.
(Úr fréttatilkynningu frá
Fræðsludeild SÍS)