Morgunblaðið - 06.06.1964, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Lauffardagur 6. júní 1964
1 JOSEPHINE EDGAR'
Ofurlítill roði steig upp í and-
litið á henni, og ég varð hissa.
Ég minníst ekki að hafa séð Fíu
roðna fyrr. En þegar hún svar-
aði var málrómurinn hörkuleg-
ur og_ einbeittur.
— Ég get ekki annað sagt um
Brendan, en hann er þó að
minnsta kosti karlmaður. Og
þeir eru ekki á hverju strái. En
við höfum ekki efni á að hlaupa
eftir tilfinningum okkar, Rósa
litla. Þessir Bradymenn eru of
uppstökkir. Ég hef ekki lagt
svona mikið í sölurnar fyrir þig
til þess að sjá eftir þér í hend-
urnar á írskum hrossahirði.
Beiðnin um að mega vera með
Brendan á veðhlaupadaginn í
Epsom hafði verið komin fram
á varir mínar, en ég kom henni
aldrei upp. Það var hlaupin í
mig einhver harka og einbeittni,
rétt eins og var í henni, og ég
vissi, að yrði það hægt, þá skyldi
ég hitta hann, og það væri auð-
veldara nú, en hefði hún bein-
línis bannað mér það. Ég sagði
því ekkert en kvaddi hana með
kossi og fór svo og slóst í för
með Minnu frænku.
Þetta var um nónbil og við
vorum einar í vagni. Minna
frænka tók af sér svörtu bóm-
ullarhanzkana sína og fór að
taka upp piparmyntur, en þær
voru hennar eina ástríða. Ég
lagði fína hattinn minn upp í
netið og hallaði mér aftur og
glymdi algerlega fína kjólnum
mínum og óvissri framtíð minni,
en saug piparmyntu og var feg-
in að vera orðin átján ára aftur.
Minna frænka leit á mig svörtu
augunum sínum.
— Hefur hún sagt þér frá því?
spurði hún forvitin.
— Að hún sé farin frá Dan?
— Hefur hún ekki , sagt þér
neitt meira?
— Er það nokkuð meira?
spurði ég.
— Hvað sem það kann að
vera, þá segir hún þér frá því,
þegar þar að kemur. Það er ekki
vert að ég sé neitt að blanda
mér inn í það.
— Hvað er það? Hvað komst
upp á milli þeirra? Er það
Woodbourne lávarður?
Minna frænka starði á mig og
piparmyntan kom ú,t í kinnina
á henni. Svo sagði hún varfærn-
islega: — Það gæti það víst eins
vel verið og hvað annað.
— En hann Dan var henni svo
góður.
— Góður! sagði Minna og
henni liðkaðist snögglega um
málið. — Hvað kærri hún sig
um það? Hún fleygir bara
mönnunum frá sér, þegar hún
getur ekki haft meira gott af
þeim. En maður þarf ekki að
hefna sín á öllu karlkyninu þó
að hann pabbi manns hafi verið
ræfill, og einn ungur maður
svíki mann. Ef við gerðum það
allar, yrði dáfallegt að lifa í
heiminum. Þá býst ég við að
þrír fjórðuhlutar alls mannkyns
ins yrði í hári saman. En það
þýðir lítið að segja henni það.
Ekkert breytir henni héðan af.
Hún áttaði sig á, að hún hafði
sagt of mikið, og fór nú að fara
undan í flæmingi ólundarlega,
en ég flýtti mér að segja: — Ég
er orðin leið á að láta fara með
mig eins og krakka, Minna
frænka. Hvað áttu við? Var það
þessi fransari — André — sem
kom stundum heim? Þú manst,
fyrir mörgum árum, þegar við
áttum heima í Hackney og
mamma var enn á lífi. Ég þagn-
aði, en bætti svo við: — Ef þú
ekki segir mér það, spyr ég bara
hana sjálfa!
— Æ, guð minn góður, Rósa,
gerðu það ekki. Nefndu það ekki
á nafn við hana, því að þá flær
hún mig lifandi. Jæja, gott og
vel. Mér datt bara ekki í hug,
að þú myndir eftir því. Já, það
var hann.
— Og hvað gerðist?
— Ja, hún var nú svoddan
unglingur þá, rétt átján ára, og
pabbi ykkar útvegaði henni
þessa atvinnu við að syngja, og
þessi fransari lék undir með
henni, þegar hún söng. Jæja,
þetta var erfitt líf og karlmenn
alltaf á eftir henni, en þessi
André kom prúðmannlega fram.
Hann var vanur að gæta hennar
og verja hana fyrir ruddunurn
og fylgja henni heim. Og svo
hagaði hún sér heimskulega . . .
ja, gleymdi sér . . . og . . .
— Áttu við, að hún hafi . . .
Ég vissi ekki, hvernig ég átti
að koma orðum að því. Ég fann
ekki annað en dónaleg og óvið-
eigandi orð til að lýsa því.
— Já, já, þau voru saman . . .
og þegar hún varð þess vör, að
hún var með barni . . . þá stakk
hann auðvítað af, þegar hann
fékk að vita það.
Mið hryllti við þessu. — Og
hvað gerði hún þá?
— Jú, það komst aldrei alla
leið. Hún fór til einhvers kven-
manns í Lambeth, sem hafði ver
ið hjúkrunarkona, og var veik
um tíma. Ég var hrædd um hana
og hélt, að hún mundi deyja.
— Ég man, að hún varð veik.
— Hvað gat hún annað gert,
veslingurinn. Pabbi þinn gat
ekkert og mamma þín var ekkr
ert nema gráturinn og kveinin.
Og það kom þeim mæðgunum
algjörlega á kant. Soffía sagði
við mig: — Minna frænka, það
er tvennt, sem ég ætla aldrei að
gera. Ég ætla aldrei að verða ást
fangin aftur og ég ætla aldrei
Mamma! ilann gleypti einn af bilunum mínum.
að verða ómagi, eins og mamma
vill, að ég verði.
— O’g hitti hún hann aldrei
aftur? spurði ég.
Minna frænka varð vandræða
leg á svipinn. — Víst sá hún
hann. Hann kom í Drovneystræti
ári eftir að hún giftist Dan. Þú
veizt, að þarna er spilavíti.
Jæja, hvað um það. Soffía
var mjög almennileg við André
og minntist alls ekki á það um-
liðna. En hún sá að hann spiíaði
djarfar en hann hafði efni á, og
þegar hann var orðinn gjörsam-
lega auralaus, sagði hún við
dyravörðinn að hleypa honum
aldrei inn aftur. Hún kom upp
til mín þetta kvöld með kampa-
vínsflösku, sem við skiptum á
milli okkar og hún sagði við
mig: „Þarna hef ég þó gert upp
einn gamlan reikning, Minna
BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
hallirnar — þær verða hallir
þjóðlegrar listar ykkar, varð-
veitið myndirnar, standmyndirn
ar, byggingarnar, þær eru ímynd
andlegra hæfileika ykkar sjálfra
og forfeðra ykkar. Listin er sú
fegurð, sem hæfileikamenn gátu
skapað, jafnvel undir harðstjórn
og kúgun og ber fegurð manns-
sálarinnar vitni. Borgarar- Snert
ið ekki einn stein, varðveitið
minnsmerkin, byggingarnar,
forngripina, skjölin — allt þetta
er saga ykkar og stolt. Munið, að
þetta er sá jarðvegur, sem þjóð-
leg list ykkar roun spretta upp
af“.
Enginn veitti þessu ávarpi sér-
lega eftirtekt þá — Ex-Com
hlustaði á það með kurteisi og
sendi það umræðulaust í prent-
un — en það hafði sín áhrif
seinna, þegar mestu ólætin hjöðn
uðu, og víst var um það, að höll-
unum var þyrmt. Og það voru
heldur ekki fáeinir menntamenn
eins og Gorky, einir saman, sem
mótmæltu eyðingu verðmæta —
það virðist hafa verið einhver
ósjálfráð tilfinning í þessa sömu
átt hjá ólæsum múgnum sjálfum,
og þetta kom einkennilega fram,
þessa fyrstu daga. í fyrstunni
hafði hálf Petrogradborg verið
æst í að þurrka burt hvert merki
um keisaraveldið: málverk af
Nikulási voru rifin út úr um-
gerðunum í höllunum, og alls
staðar — í leikhúsum og annars
staðar — mölvuðu menn merki
og skjaldarmerki keisarans. En
fljótt varð hlé á þessu. Múgur-
inn stanzaði í hinum miklu söl-
um, þar sem ábreiður héngu á
hverjum vegg og allt var fullt
af fallegum húsgögnum, og
fyrsti skemmdaræsingurinn
hjaðnaði fljótt niður. í flestum
tilvikum þurfti ekki nema einn
ábyrgan mann til að standa upp
og minna hermennina á það, að
þeir hefðu ekki gert byltmguna
til þess að ræna — og að
minnsta kosti væri allt þetta dýr
mæti nú allra eign — og þá
hættu menn spellvirkjunum.
Ef til vill hefur eftirtektar-
verðasta dæmi þessa staðið í
samræmi við bolsjevíkana. Þeir
höfðu setzt að — já, hvar haldið
þið? í húsi Kshesinskayu dans-
meyjar, skrautlegu húsi, sem
líktist mest indversku musteri,
á bökkum Nevu, og sett þar upp
höfuðstöðvar sínar. Dansmærin
sjálf — lítil kvenvera svart-
klædd, sagði Ex-Com frá þessu.
Allur heimur hennar og öll auð-
æfi, sem hún hafði safnað að
sér, síðan forðum þegar hún
gerðist óskabarn Nikulásar og
stórhertoganna, var saman kom-
ið í þessu húsi og nú bað hún
um að gera einhverjar björgun-
arráðstafanir. En við athugun
kom það í ljós, að bolsjevíkarnir
höfðu komið fyrir öllum dýrmæt
ari munum hennar í bakher-
bergjunum — þeir höfðu annað
meira í huga en rúm frá tímum
Loðvíks XV og teppi austan úr
Túrkestan. 1).
1) Síðar lögðu vitanlega bolsje-
víkarnir eignarhald á eigur
Kshesinskayu1 og sjálf flýði
hún til Parísar, þar sem hún
var enn á lífi 1958.
Eitthvað svipaour andi greip
fólkið við hina opinberu útför
þeirra^ sem látið höfðu lífið í
uppreistinni. Fyrst átti að jarða
þá fyrir framan Vetrarhöllina,
sem einskonar ögrun við hið
horfna veldi, en þar eð þetta
hefði eyðilagt eitthvert fegursta
torg heims, var breytt til og
jarðað á Marsvellinum, sem
óneitanlega átti betur við. Jarð-
arförin, 5. apríl, var viðburður,
sem furðaði alla og kom um leið
fyrir þá vitinu. Milijón manns
— helmingur íbúatölu Petrograd
— kom út á strætin og í þögn og
KALLI KUREKI
-.*■
Teiknari; FRED HARMAN
r — Sælir, prófessor. Hvað líður fæt
inum?
— Læknirinn segir þetta gróa vel
saman. Hvernig er það, ég heyri að
Gamli hafi í hótuDum um að ganga af
mér dauðum.
— Ég ætla þessvegna að leyfa mér
að taka það fram við yður núna, að
ég stefnj. honum fyrir það líka. Ég
hef þegar hafið málarekstur vegna
skaðabóta fyrir fótamein mitt. Ég ótt-
ast ekki bamalegar hótanir hans.
— Próíessor Boggs, em þér viss
um að það sé fóturinn yðar en ekki
höfuðið sem eitthvað er bogið við?
— Hverju eruð þér a drótta að
mér?
fullkominni röð og reglu — sem
lögreglan hefði aldrei getað kom-
ið á — gengu allir fram hjá
fjöldagröfinni. Á einnar mínutu
millibili dundu fallbyssuskotin
frá Péturs- og Páls kastalanum,
en ekkert annað hljóð heyrðist.
Kisturnar voru rauðmálaðar og
engin helgiathöfn var leyfð. En
daginn eftir hófst samt nokkur
kurr um borgina. Þar til fyrir
fáum mánuðum hafði enginn.
maður farið fram hjá helgimynd,
án þess að signa sig, en nú greip
menn einhver uggur um greypi-
lega hefnd, sem koma myndi
yfir menn, ef þeir-létu jarða sina
dauðu á þennan hátt. Þvi voru
prestar sendir út á Marsvöllinn,
til að blessa yfir leiðið.
Súðavík
FYRIR nokkru tók Kristján
Sveinbjörnsson að sér um-
boðsmennsku fyrir Morgun-
blaðið í Súöavík. — Geta
þeir Súkvíkingar er óska
að fá Morgunblaðið, því
snúið sér til Kristjáns.
Ólafsfjörður
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins í Ólafsfirði er Har-
aldur Þórðarson, kaupmaður
í Verzl. Lín. Aðkomumönn-
um í bænum skal á það bent
að Morgunblaðið er selt í
lausasölu í verzlun hans.
Stykkishólmur
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins í Stykkishólmi er
Víkingur Jóhannsson, Tanga
götu 13. Ferðafólki skal á
það bent að í lausasölu er
blaðið selt í benzínsölunni
við Aðalgötu.