Morgunblaðið - 06.06.1964, Page 23
Laugardagur í. júní 1964
MORGU N BLAÐIÐ
23
Svíaprinsessa giftir sig
Désirée og Niclas Silíverskiöld barón
gefin saman í Stokkhólmi
Stokkhólmi, 5. júní AP—NTB
í DAG voru gefin saman í
Stórkirkjunni gömlu í Stokk-
hólmi Désirée Svíaprinsessa
og stórgósseigandinn Niclas
Silfverskjöld, harón. Athöfn-
inni var sjónvarpað um öll
Norðurlönd.
Désirée prinsessa er 26 ára
og þriðja elzta bam Sibyllu
prinsessu og manns hennar,
sonar Gústafs Adolfs, núver-
andi konungs, sem fórst í flug
slysi árið 1947. Næstelzta syst
irin, Birgitta, giftist árið 1961
þýzika prinsinum Johan Georg
von Hohenzollern og sú elzta,
Margaretha, giftir sig 30. júní
n.k. brezka kaupsýslumannin-
um John Ambler.
Brúðguminn er tæplega þrí
I tugur og á miklar lendur í S-
! Svíþjóð.
Hjónavígslan fór fram með
1 miklum hátíðleik í hinni
1i gömlu og fögru dómkirkju
Stokkhólmsborgar, Stórkirkj-
unni (Storkyrkan) fyrir há-
degi í dag. Kirkjan var fagur-
lega skreytt hvítum og blá-
, um blómum, en blátt og hvítt
i eru litirnir í skjaldarmerki
1 em litirnir í skjaldarmerki Silf
i verskjöld-ættarinnar i Stór-
krýningar og síðast var þar
haldið konunglegt brúðkaup
þegar Ingiríður núverandi
Danadrottning giftist Friðriki
kóngi árið 1935.
Erkibiskup Sviþjóðar, Upp-
salabiskupinn Gunnar Hult-
gren, gaf brúðhjónin saman
en Gústaf konungur leiddi
sonardóttur sína að altarinu.
Á annað þúsund boðsgesta
vom við kirkjubrúðkaupið,
þar á meðal forsetar þingdeild
anna og Tage Brlander, for-
sætisráðherra. Hægra megin
við altarið sat fjölskylda brúð
urinnar, konungsfjölskyl-dan
Og vinstra megin fjölskylda
brúðgumans og vom nákvæm-
lega jafn margir hvom meg-
in, 28 manns.
Désirée prinsessa klæddist
brúðarkjól Birgittu systur
sinnar, beinhvítum satín-duch
esse-kjól með 4 metra löngum
slóða. Um brúnt hár henni lá
fagurt höfuðdjásn úr gulli,
skreytt „kameum“ og hafði
það áður átt Jósefína drottn-
ing Óskars konungs fyrsta, en
Birgitta borið djásnið við brúð
kaup sitt fyrir tveimur rum.
Prinsessan var alvarleg í
bragði og gaf jáyrði sitt svo
lágri röddu að varla varð
greint og Niclas barón var ó-
styrkur er hann dró á hönd
hennar hring þann úr hvíta-
gulli er biskupinn hafði áður
vígt. Er brúðhjónin komu út á
kirkjutröppurnar laust eftir
klukkan eitt biðu ljósmyndar
ar úti fyrir dyrum og að
beiðni þeirra kyssti baróninn
brúði sína á kinnina og voru
bæði broshýr.
Veður var ekki gott í Stokk
hólmi í dag, lágskýjað en þó
ekki rigning og heldur kalt.
Samt vom þúsundir manna á
leiðinni frá kirkjunni til hal'l-
arinnar og biðu þess að sjé
prinsessuna og mann hennar
sem óku þennan spöl 1 opn-
um vagni.
í höllinni tók konungur á
móti 240 boðsgestum og heils-
uðu allir brúðhjónunum og
óskuðu þeim til hamingju en
sjónvarpsmenn mynduðu sem
óðast.
Gústaf kóngur flutti ræðu
undir borðum og var bæði
hrærður og hreykinn. Hann
bað brúðhjónunum allrar
blessunar, kvaðst fela sonar-
dóttur sína í hendur manni
hennar í öruggri vissu um að
þar væri hún í góðum hönd-
um, og minnti hana jafnframt
á skyldur þær er hún geng-
ist nú undir og þá ábyrgð er
hjónabandið legði henni á
herðar. „En með glaðlyndi og
áhuga gengur þetta allt sam
an“, sagði afi gamli, sem nú
er kominn hátt á 82. aldurs-
árið og kvaðst ekki efast um
að Désirée stæði sig prýðilega
í hinni nýju stöðu sinni og að
henni færust vel úr hendi hús
móðurstörfin á hinu víðlenda
svéitasetri barónsins í Suður-
Sviþjóð.
Að veizlunni lokinni lögðu
prinsessan og maður hennar
upp í brúðkaupsferð sína en
ekki vissu menn hvert henni
var heitið.
I Brezka þotan á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. „Fjögurra gata tryliitæki“ kölluðu ung-
lingarnir hana. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
Þotumennirnir ánægðir
með Reykjavíkurvöll
Verkamannoílokkurinn vinnur á
við aukukosningor í Bretlundi
BREZKA þotan (Gomet IV C),
sem kom hingað til lands á
fimmtudag, lenti á Reykjavíkur
flugvelli kl. hálf tiu á fimmtu-
dagsmorgun. Eins og skýrt var
frá hér í Mbl. í gær, flýgur
Filippus hertogi með þotu þess
ari til Englands, þegar hann fer
héðan úr íslandsheimsókn sinni
hin 3. júlí. Lendingin gekk vel
í alla staði, og notaði flugvélin
ekki nærri alla flugbrautina.
Flugmennimir voru harðánægðir
Ðieð brautina og kváðu engan
annmarka vera á lendingu þar.
Mikill rykmökkur gaus upp
þegar flugvélin lenti.
Sætin í þotunni snúa aftur,
eins og nú þykir öruggara. Mjög
þeirra verða tekin úr vélinni,
óður en hún kemur hingað aftur,
til þess að rýmra verða um her-
togann.
Englond
Portúgnl 1-1
ENGLAND og Portugal léku í
„litlu heimsmeistarakeppninjni“ í
Brazilíu í gær. Jafntefli varð
1—1 og er þetta talinn einn lak-
csti landsleikur Breta á síðari ár
ur. Portugal hafði forystu í hléi
1—0.
Brezki þjálfarinn Ramsey
reyndi taktik með 3 miðherja en
það mistókst gersamlega. Sókn
Breta mistókst hvað eftir annað
og vörnin gerði margar skyssur.
Banks markvörður, Thomsen bak
vörður og Thompson útherji,
voru einu Bretarnir sem áttu góð
an leik.
Geta má þess, að einn yfir-
manna á þotunni, var hér í
brezka flughernuim á styrjaldar-
árunum.
Seoul, S. Kóreu, 5. júní
(AP-NTB)
STJÓRNIN í Suður Kóreu
fyrirskipaði í dag lokun allra
háskóla landsins, en þeir eru
85 með alls 125 þúsund nem
endur. Er gripið til þessara
ráðstafana vegna stöðugra
mótmælaaðgerða stúdenta
gegn yfirvöldunum.
Einnig var skýrt frá því
í Seoul í dag að handteknir
hafi verið um 300 stjórnmála
menn, hlaðamenn og há-
skólakennarar.
Chung Hee Park, forseti,
skýrði frá því í dag að Chong
Pil Kim, leiðtogi stjórnar-
flokksins og hægri hönd for-
setans, hafi í dag sagt af sér
leiðtogaeinhættinu, í þeirri
von að það geti orðið til þess
að lægja mótmælaöldurnar
gegn ríkisstjórninni.
Jafnframt því sem háskólum
laudsins verður nú lokað þar til
Kl. eitt eftir bádegi fór þot-
an héðan. Hóf hún sig á loft með
venjulegum hætti; þ.e. reis ekki
bratt frá jörðu (ekki „vertical
take-off“). Var það gert vegna
þess, að flugmennina fýsti að
sjá Surtsey, en hraði þotunnar
er slíkur, að ekki hefði verið
hægt að lækka flugið í tima, áð-
ur en til Surtseyjar var kornið,
ef hún hefði þotið þegar af stað
upp í háloftin.
f haust, verða aðrir skólar opn
aðir á mánudaig. Að nafninu til
verður háskólanum aðeins lok-
að til 4. júlá n.k., en daginn
eftir hefjast tveggja mánaða sum
arleyfi stúdenta, svo raunveru-
lega verða skólarnir lokaðir til
hausts.
Öerðir stúdenta í Suður Kó-
reu hófust í marz með mótmæl
um gegn samningum stjórnar-
innar við Japani. Kórea var áður
japönsk nýlenda, og þótti stú-
dentum Park-stjórnin niður-
lægja íbúa Suður Kóreu með
því að semja við Japani um að
taka upp eðlilegt stjórnmála-
samband ríkjanna. Mótmælabar-
átta stúdentanna hótfst í höfuð
borginni Seoul, en hefur síðan
breiðst út til flestra stærri borga
landsins. Og þó í fyrstu væri
aðeins úm mótmæli gegn samn-
ingunum við Japani að ræða,
hafa fleiri mál komið fram und-
anfarið. Saka stúdentarnir stjórn-
ina til dæmis um harðstjórn, spill
ingu og verðbólgu. Segja stúdent
amir að njósnað sé um fram-
komu þeirra í skólunum, hand-
tökur séu algengar og oft hafi
handteknir stúdentar verið pynt
aðir.
Faversham, Englandi, 5. júní
(AP-NTB).
AUKAKOSNINGAR fóru fram
í Faversham í héraðinu Kent í
Englandi sl. þriðjudag. Úrslit
voru kunn í dag, og hefur fram-
bjóðandi Vcrkamannaflokksins
haldið kjördæminu með auknum
meirihluta atkvæða. Er þessi
sigur Verkamannaflokksins tal-
inn áfall fyrir stjórn sir Alecs
Douglas-Home, forsætisráðherra.
Frambjóðandi Verkamanna-
floikksins var Terence Boston, og
hlaut hann 24.749 atkvæði. Frú
Elsie Olsen var í framboði fyrir
Íhaldsflokinn og hlaut 19.808 at-
kvæði. Síðast var kosið í kjör-
dæmi þessu árið 1959, og sigraði
þá frambjóðandi Verkamanna-
fiok'ksins með aðeins 253 at-
kvæða meri'hluta.
íhaldsmenn höfðu vonir um
að þriðji frambjóðandi í Favers-
ham, Russel Eckley, sem er
óflokksibundinn, taeki eitthvað af
atkvæðum frá Verkamanna-
fiokknum, og tryggði þannig að
bilið milli flokkanna breikkaði
ekki eða jafnvel að íhaldsmenn
ynnu á. En Eckley hlaut aðeins
352 atkvæði, og hafði því engin
á'hrif. Meirihluti Verkamanna-
flokksins var nú 4.941 atkvæði,
og þykir það ekki spá góðu fyrir
íhaldsflokknn í þingkosningun-
urn í Bretlandi í október. Ef
Verkamannaflokikurinn bætti
við sig atkvæðum við þinigikosn-
ingarnar í sama hlutfalli og við
aukakosninigarnar í Favexsham,
hlyti flokkurinn 55 sæta meiri-
hluta í Neðri málstofunni í ‘haust.
Þingsæti í Neðri málstofunni
eru 630 og skiptast þau þannig
nú: íhaldsflokkur 359, Verka-
niannaflokkur 259, Frjálsyndi
flokkurinn 7 og óháðir 2. Þrjú
þingsæti eru laus.
Stúdentar MA
1952
ÁRÍÐANDI fundur í dag kl. 2 e.
h. í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þessi bíll ei til sölu
Ford Consul 315. Ekinn aðeins 27 þúsund km. og í
ágætu ásigkomulagi. — Bíllinn verður til sýnis við
Leifsstyttuna á Skólavörðuholti í dag og á morgun
(laugardag og sunnudag) kl. 1—4 e.h. báða dagana.
Verður þá tekið á móti tilboðum. Einnig má senda
tilboð í afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt:
85 háskólum lokað