Morgunblaðið - 06.06.1964, Qupperneq 24
} <uTS7/V/7Jl/éF
| SAUMAVÉLAR
} Júkhr laugavegÍ
125. tbl. — Laugardagur 6. júní 1964
A myndinni til vinstri sjást fulltrúar vinnuveitenda undirrita samkomulagiö'á hádegi í gær. Til hægri undirrita fulltrúar verkalýösféiaga á Norður- og Austurlandi. —
Torfi Hjartarson, sáttasemjari, situr fyrir borðsenda á báðum myndum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Frú Bungay dæmd í
12 mánaöa fangelsi
— fyrir uppspuna um innbrot og tilraun
til vátryggingasvika — Kveðst sjálf
íslenzk að uppruna, en engin kannast
við hana hér
SVO sem menn rekur minni
til gerðist það í febrúarbyrj-
un i vetur að Mbl. birti frétt
um að 'innbrot hefði verið
framið hjá konu einni í Lond
on, sem teldi sig vera af ís-
lenzkum ættum. Heitir hún
Christine Bungay, og rekur
snyrti- og hárgreiðslustofu
fyrir hunda þar í borg. í við-
tali við Mbl. svo og brezku
blöðin kvaðst frúin vera sdcil
in, og sagðist örugglega vera
»f íslenzkum ættum. Skýrði
hún lögreglunni svo frá, að
þjófur hefði ráðizt inn í íbúð
sína, bundið sig og keflað, og
síðan stolið um 11.000 sterlings
punda virði (1.340.000 ísl. kr.)
af skartgripum í íbúðinni. —
S.I. þriðjudag gerðist það í
hinum fornfræga rétti Old
Bailey í London, að umrædd
frú Bungay var dæmd í 13
mánaða fangelsi fyrir að hafa
skrökvað upp innbrotssögunni
í því skyni að svíkja fé af
tryggingafélagi. Vinkona henn
ar, sem deilir með henni íbúð,
og þóttist hafa fundið frú
Bungay keflaða, hlaut einnig
12 mánaða fangelsi.
Upphaf máls þessa var að
Framh. á bls. 15
Hér sést frú Bungay við sím-
ann í hundasnyrtistofu sinni.
Myndina tók Associated Press
fyrir Mbl. í vetur, er frúin
taldi sig hafa orðið fyrir árás
innbrotsþj óf sins.
Hollenzk stúlka kosln
fegurðardrottning Evrópu
SNEMMA á föstudagsmorgun
var hollenzk stúlka, Elly Koot,
kosin fegurðardrottning Evrópu
í ár i Líbanon. Hún er 21 árs,
ljóshærð, og var valin úr hópi
17 stúlkna frá Evrópulöndum.
Nr. 2 varð Marion Zota frá
Vestur-Þýzkalandi, nr. 3 Siv
Áberg frá Svíþjóð og nr. 4 uirðu
Bdith Noel frá Frakklandi oig
Bosa Maria Ruiz frá Spáni.
%mia Egiisdóttir, siein varð
þriðja í fegurðarsamkeppninni
hór heima í fyrra, tók þétt í
keppninni fyrir íslands hönd.
Kosning fór fram í Casino du
Liban, fjárhæ-ttuspil avíti og
næturklúbbi skammt fyrir utan
Beirut, hötfuðborg Líbanons.
Staðurinn er á ströndinni við
botn Miðjarðarhaifs, og er þetta
í fimmta skiptið, sem kjörið fer
þar fraim. Heppilegt þykir, að
kosninigin sé haldin í „hlutlausu
ríki, þ.e. ekki í Evrópulandi, þar
sem íbúamir gætu reynt að hafa
áhrif á kosninguna.
Nette Stenstad frá Noregi. sem
var fegurðardrottning Evrópu
1963U964, krýndi hina nýju
drottningu frá Hollandi. Þátttak
endur ferðast nú uim Líbanon.
Samningar nyrðra cg eystra
SAMNINGUR við 24 verka-
lýðsfélög á Norður- og Aust-
urlandi var undirritaður um
hádegisbilið í gær. Er það
fyrsti samningurinn, sem gerð
ur er skv. samkomulagi því,
er náðist í fyrrinótt milli
vinnuveitenda, launþega og
ríkisstjórnarinnar. Samning-
urinn var undirritaður af full
trúum verkalýðsfélaga á svæð
inu frá Siglufirði til Horna-
Síldin í
vésturgöngu
RAUFARHÖFN, 5. júní — Síld-
in heldur áfram að veiðast
eystra, og alltaf fjölgar skip-
unum á miðunum. Síldin er á
vesturgöngu og hefur nú færzt
sem svarar kluikkustundar stími
vestur á bóginn. Hún er nú 60-70
mílur austur af Raufarhöfn.
Margir búmma, en þeir sem ná
henni fá góð köst. Vindinn hefur
þyngt á austan, svo að sjómenn
eru farnar að tala um að leita
inn. Nú er Sjómannadagurinn
líka í nánd, og vilja menn þá
helzt vera í sinni heimahöfn.
Um tíu skip lönduðu ’hér í daig
og kvöld. Verksmiðjan hefur
alls tekið á móti 10—11 þús. mál-
um.
Síldin er reglulega falleg, stór
og full af rauðátu. Fitumagnið
er 18%.
Kópavogur
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi
efna til skemmtiferðar í Land-
mannalaugar, helgina 13. og 14.
júní nk.
Lagt verður af stað frá Sjálf-
stæfðishúsinu í Kópavogi föstu-
dagskvöldið 12. júní kl. 20.30 —
Þátttaka tilkynnist laugardag-
inn 6. júni í sima 40922 kl. 13
til 18.
Merki seld í dag
í DAG verða merki Listahá-1
tíðar Bandalags ísl. listamannal
seld á götum bæjarins. Úr|
silfri' kosta þau 50 kr. og úr
pappa 15 kr.
fjarðar. Meðal þeirra eru fé-
lögin á Akureyri, Húsavík,
Raufarhöfn og nær öll félögin
á Austurlandi. Samningavið-
ræður hafa staðið yfir frá 15.
maí, og hefur sáttasemjari
ríkisins, Torfi Hjartarson,
stjórnað þeim. Logi Einars-
son, varasáttasemjari, hefur
tekið þátt í viðræðunum mest
allan tímann.
Félögin 24 höfðu áður hvert
sinn sérsamning. Bar þar oft mik
ið á milli, og hlutust stundum
ýmis vandkvæði af því, ekki sízt
á síldarvertíð.
Ekki er samið um beinar kaup-
hækkanir, en í samræmi við sam-
komulagið frá í fyrrinótt, „ramma
Umferðarslys í
Hafnarfirði
UM KL. 19.20 á fimmtudag var
station-bíll á leið til Hafnarfjarð
ar eftir Kaldárselsvegi ofan til
við kirkjugarðinn. Bílstjórinn ók
þá utan í ljósastaur vinstra meg-
in og missti við það vald á bíln-
um Ók hann fyrst inn um girð-
ingu og inn á tún, síðan út af
túninu aftur í gegnum girðing-
una (sneiddi hom af túninu) oig
lenti þá beint á kirkjugarðs-
veggnum. Hjón með barn voru
í bílnum. Skárust hjónin talsvprt
og slösuðust eitt'hvað að öðru
leyti. Bíllinn skemmdist mjög
mikið. Grunur leikur á, að um
ölvun hafi verið að ræða.
Eldur í
flutnlngabii
Borgarnesi, 5. júní.
UM KL. átta í kvöld var lögregl-
an í Borgarnesi kölluð upp í tal-
stöð stórs flutningabíls, sem var
staddur nálægt Grímarsstöðum
í Andaikíl. Var sagt, að kviknað
hefði í faranigri í bílnum og beð-
ið um aðstoð. Lögreglan til-
kynnti slökkviliðinu í Borgarnesi
þetta. Brá það við og fór á vett-
vang. Tókst því að slökkva eld-
inn, án þess að miklar skemmdir
yrðu á bílnum, en hins vegar
skemmdist farangurirua talsvert.
Bíllinn mun hafa verið á leið
vestur á Snæfellsnes með flutn-
ing í veiði'hiús. Á bílnum voru
m.a. kol, sem eldur komst í.
Ekki er vitað, með hverjum
hætti eldur komst í farangurinn.
— Hörður.
samninginn" svokallaða, verður
upp tekin verðtrygging og breyt-
ing á vinnutíma. Leiðir það til
hærra raunverulegs kaups fyrir
dagvinnu á kostnað eftir- og næt
urvinnu. Einnig er samið um
ýmis atriði, sem gilda sérstak-
Iega fyrir félögin nyrðra og
eystra, eins og hækkun á kaup-
tryggingu síldarfólks og til-
færslu á kauptaxta fyrir síldar-
vinnu.
Fulltrúar verkalýðsfélaganna
undirrituðu samninginn með
þeim fyrirvörum, að samþykki fé
laganna fáist á hverjum stað og
„rammasamningurinn" komi til
framkvæmda svo skjótt, sem auð
ið er.
EINRÓMA SAMÞYKKT
Á AKUREYRI
Samningurinn verður lagður
fyrir félagsfundi í verkalýðsfélög
unum við fyrstu hentugleika,
sennilega víðast nú um helgina.
í tveimur félögum á Akureyri,
Einingu og Bílstjórafélagl Akur-
eyrar, var hann samþykktur ein«
róma i gærkvöldi.
Dregið eftirj
þr]á daga
Gerið skil í dag |
NÚ ERU aðeins þrír dagar
þar til dregið verður I hinu
stórglæsilega happdrætti Sjálí 1
stæðisflokksins. Vantar nú að-í
eins lokaátakið til þess aðJ
selja alla miða og gera full *
iskil, og er iþess vænzt að þeir, T
sem fengið hafa senda miða, 1
og ekki hafa enn gert skil,í
geri það strax í dag. í dag,
laugardag, verður skrifstofan I
í Sj álfstæðishúsinu opin til kl.
6 e.h. og á morgun, sunnudag' 1
frá kl. 10—12 f.h. og 1—6 e.h. |
Miðarnir hafa selzt mjög vel (
en enn er hægt að fá þá í happ
idrættisbílunum þremur; við 1
Aðalstræti og við Útvegslbank |
ann í Austurstræti. Enn frem .
ur á skrifstofu Sjáltfstæðis- 1
flokksins í Sjálfstæðishúsinu 1
við Austurvöll, sómi 17104. — |
Munið að glæsilegri vinningar 1
eru ekki á boðstóluim, en í '
þessu happdrætti, hnattferð k
fyrir tvo, og þrír bílar, sam-é
tals að verðmæti 700 Iþúsundj
krónur. I
Eflið Sjálfstæðisflokkinn ogi
kaupið miða strax í dag. r
Happdrætti J
Sjálfstæðisflokksins V