Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 19. júní 1964 TiEkynning frá sjáv&rútvegsmálaráðuneyíinu Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur ákveðið eftirfarandi breytingar á reglum þeim, sem settar voru 4. þ.m., um heimild til dragnótaveiða á tímabilinu 19. júní til 31. október 1964. 1. Dragnótaveiðar skulu leyfðar á svæðinu milli lína réttvísandi austur úr Álftavíkurfjalli (Álftavíkur- tanga) og réttvísandi austur frá Gerpi. Þó skulu veiðar óheimilar innan línu úr Álfta- víkurfjalli (Álftavíkurtanga) fyrir mynni Loð- mundarfjarðar og Seyðisfjarðar í Dalatanga og það- an fyrir mynni Mjóafjarðar í Flesjartanga. 2. I Skagafirði skulu dragnótaveiðar leyfðar innan þeirra takmarka, er í framangreindri tilkynningu segir, þó með þeim takmörkunum, að dragnótaveiðar skulu bannaðar innan línu sem hugsast dregin í rétt- vísandi austur frá Reykjadisk að punktinum 65° 53.0‘ norður breiddar og 19° 38.4' vestur lengdar og þaðan í Hegranestá og innan línu, sem hugsast dregin frá Hellanesi á Þórðarhöfða í Kringlu í Málmey og úr norðurenda Málmeyjar í Stapa á Hrolllaugshöfða. Bátum, sem skráðir eru og gerðir út frá verstöðvum í Skagafirði og austanverðum Húnaflóa verður ein- um veitt leyfi til að veiða á þessu svæði, en hins vegar verða þeim ekki leyfðar dragnótaveiðar annars stað ar innan fiskveiðilandhelginnar. Sjávarútvegsmálaráðuneytið. Verksmiðjan verðnr lokuð í dag frá hádegi vegna jarðarfarar HREFNU KARLSDÓTTUR. Verksmiðjan HERKÚLES Bræðraborgarstíg 7. Nýkomnir Hollenzkir greiðslis- sloppnr Mjög vandaðir bæði að írágangi og efni. Marteinn Einarsson & Co. Fatc- & gardínudeild Laugavegi 31 - Simi 12816 Stein vann Larsen KMEPPNIN á milli sövézku skák mannanna nálgast nú hámark sitt. Stein, sem fékk fremur lé- legt start, hefur nú sótt mjög í sig veðrið og nlotið 12 v. í síðustu 13 skákum, ef honum tekst að vinna biðská sína gegn Rosetto. Röð efstu manna er þessi að 21. umferð lokinni: 1.— 2. Smyzlof og Spassky 16 3.— 4. Larsen og Tal 15% 5. Bronstein 15 6. Stein 14% og bið. 7.— 8. Portisch og Ivkov 13 9. Darga 12 % 10.—11. Reshewsky og Gligoric 12 og bið. 12.—13. Pachmann og Lengely 11% 20. umferð. Lengely 0 — Gligoric 1 Reshewsky % — Fogulmann % Evans 0 — Pachmann 1 Vranesic 0 — Smyslof 1 Ivkov % — Spassky % Rosetto bið — Stein bið. Larsen % — Tal % Quiones 0 — Bronstein 1 Darga % — Tringov % Berger bið — Perez bið. Portisch 1 — Benkö 0 Bilek bið — Porath bið. 21. umferð: Tringov 0 — Portich 1 Bronstein 1 — Darga 0 Tal 1 — Quinones 0 Stein 1 — Larsen 0 Spassky % — Rósetto % Smyslof % — Ivkov % Pachmann % — Vranesic % Gogulmann 0 — Evans 1 Gligoric bið — Reshevsky bið Porath 0 — Lengely 1 Perez bið — Bilek bið Benkö % — Berger % Skógræktarfélag Suðurnesía AÐALFUNDUR Skógræktarfé lags Suðurnesja var haldinn í Bamaskóla Keflavíkur fimmtu- daginn 21. þ.m. Mættir voru fulltrúar frá flest um deildum félagsins, og auk þess Snorri Sigurðsson, skógrækt aráðunautur, sem leysti greið- lega úr margvíslegum spuming- um fundarmanna. Hafði hann nýlega farið yfirlitsferð um Suð- urnes og taldi trjágróður þar yfirleitt vel kominn undan vetri. Tré eru þar hæst um 4 m. Fimmt án ár em nú liðin síðan skóg- rækt hófst á þessu svæði. Skógræktarsjóður Suðurnesja sem Egill Hallgrímsson stofnaði, er nú orðinn nærri 22 þúsund krónur. Þrem fjórðu hlutum vaxta má verja til skógræktar- framkvæmda á Suðurnesjum. Ákveðið var að gróðursetjá færri trjáplöntur nú í ár eða 4500, en hlynna þeim mun betur að því, sem áður hefir verið gróðursett. Hagur félagsins er góður, enda nýtur það nú árlega nokkurs styrks úr sýslusjóði. Stjórn félagsins var öll end- urkjörinn, en hana skipta: Siguringi E. Hjörleifsson, for- maður; Huxley Ólafsson, vara- formðaur, Ragnar Guðleifsson, ritari; Árni Hallgrímsson, gjald- keri; Gísli Guðmundsson; Svav- ar Árnason og Sveinn Sigurjóns- son. Og varamenn: Einar Kr. Ein- arsson, Halldóra Thorlacius og Hermann Eiríksson. Tilkynning frá Menntaskólanum í Rvík Umsóknir um skólavist næsta skólaár ásamt landsprófsskírteini og skírnar- vottorði skulu berast skrifstofu rektors fyrir 1. júlí. Rektor. Síldarstúlkur Viljum ráða síldarstúlkur til Siglufjarðar. Gott hús- næði. — Getum útvegað söltunarpláss á Seyðisfirði eftir að söltun lýkur á Siglufirði. Fríar ferðir og hús næði og kauptrygging. — Upplýsingar gefnar í síma 34742. Haraldur Böðvarsson & Co, Akranesi. JAÐAR Börn sem verða á öðru hámskeiðinu að Jaðri greiði vistgjöld sín 19. júní kl. 4—6,30 í Góðtemplarahúsinu. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í bókaverzlun nú þegar. Enskukunnátta æskileg. Tilboð með uppl. sendist í pósthólf 697. Bltari óskast til starfa á Bæjarfógetaskrifstofuna í Kópa- vogi. Laun samkvæmt almenna launakerfi ríkisins. Umsóknir sendist Bæjarfógetaskrifstofunni í Kópa- vogi fyrir 15. júlí n.k. Aðstoðorstúlka Aðstoðarstúlka óskast til rannsóknastarfa við eðlis- fræðistofnun Háskólans. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg. — Upplýsingar í síma 22945. Tannlæknirinn einn hreinsar tennur yðar betur en Kolynos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.