Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 21
Föstudagur 19. jönf 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 Síðastur talaði inspector scolae, þráinn Þorvaldsson, og kvaddi skólann, skólan'.eistara og kenn- ara með hlýjum orðum og þakk- læti fyrir hönd nýstúdenta. Skólameista*i þakkaði kveðjur og gjafir en sneri svo máli sínu að lokum til nýju stúdentanna. Honum mæltisc m.a. á þessa leið: „— Megingalli íslenzkra skóla er sennilega sá, að nemendur eru ekki nógu virkir í kennslustund- um. Þær breytingar, sem fram undan eru í kennslumálum, liggja að líkintíum í því að ráða bót á þessu. Kyrrsetan innan veggja kennslustofunnar getur ekki keppt við kvikuna fyrir utan. Skólar þurfa að vera glaðir skólar. Dýrmætasta lífsins list er að kunna að vinna verk sitt með gleði, — einnig að stunda nám sitt með gleði. IMenntaskólanum eyri slitið 17. 73 stúdentar brautskráðir MBNNTASKÓIiANUM á Akur- eyri var slitið 17. júní, og hófst ethöfnin á Sal kl. 10.30 með því að sunginn var skólasöngurinn, Undir skólans menntamerki, við undirleik Margrétar Eiríksdótt- ur, skólameistarafrúar. Skólameistarí, Þórarinn Björns son, flutti síðan skólaslitaræðu og lýsti stárfinu í vetur og úr- slitum prófa. I skólanum voru í vetur 427 nenvendur í 17 deild- um, 152 stúlkur og 275 piltar. Stúlkum fer fjölgandi í skólan- um, t.a.m. er 31 stúlka í hópi 73 nýstúdenta o| hafa aldrei ver- ið jafnmargar. I máladeild voru 164, í stærðfræðideild 118, í 3 bekk 114 og í landsprófsbekk 31. Mið- skóladeildin verður nú lögð nið- ur vegna þrengsla og vaxandi aðsóknar að menntadeildinni, og var iandspróf þreytt við skólann í síðasta sinn í vor. Akureyringar voru 120, og fer þeim hlutfalislega fjölgandi í skólanum frá Reykjavík og Kópa vogi rúmiega 30 og frá Siglu- firði 24. Úr Norðlendingafjórð- ungi voru 254, af Suðurlandi um 60, af Vesturlandi rúmlega 40, af Austurlandi tæplega 40 og af Suðvesturlandi tæpl. 30, þar af um helmingur frá Akranesi. í heimavist bjuggu 175, og 260 borðuðu í mötuneytinu. Varð að vísa nokkrum frá vegna þrengsla, og mun enn verða næsta vetur. Kostnaður mun verða um 1700 krónur á mánuði fyrir karla og 1/8 minna fyrir konur. Fastakennarar voru 16 og stundakenriarar 6. Heilsufar í vetur var ágætt og hefir sennilega aldrei verið betra. Félagslíf nemeiida var með allra blómlegasta móti, og kvað skóla- meistari það varla hafa mátt meira vera vegna námsins. Mál- fundafélagið Huginn starfaði af miklu fjöri, svo og leikfélag, skákfélag, bridgefélag, raunvís- indafélag og ýmsir tómstunda- klúbbar. Landspróf þreytti 31 nemandi; þar af hlutu 23 framhaldseink- unn og 3 ágætiseinkunn. Hæstu einkunnina, 9,47, hlaut Steinunn Þórhallsdóttir, og var það hæsta einkunn, sem tekin hefir verið á landsprófi við M.A. — Hæstu einkunn á bekkjarprófi hlaut Ríkharður Kristjánsson frá Bíldudal, 4. bekk stærðfræði- deildar, 9,37. Nýstúdentar eru 73, 44 úr mála deild og 29 úr stærðfræðideild. Af þeim hluiu 2 ágætiseinkunn, 30. I. einkunn og 35 II. einkunn og III. einkunn 6. Hæstir urðu þessir stúdentar: Úr máladeild: ,Hart í bak' tekið mjög vel í Þórshöf n LEIKFLOKKUR Leikfélags Reykjavíkur frumsýndi í fyrra- kvöld gamanleikinn „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson í Sjónleik- arhúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Húsfyllir var og leikriti og leik endum afar vel tekið og virtist íslenzkan ekki trufla skilning á- horfenda á því sem fram fór jieitt að ráði. 1 Það mátti varla á tæpara standa, að helmingur leikflokks- ins næði sýningu, sem hófst kl. 6 e.h. á miðvikudag. Lagði hann af stað frá Reykjavík flugleiðis kl. 8 um morguninn, en skömmu eftir flugtak var tilkynnt, að lenda þyrfti á Egilsstöðum vegna veðurs. Þar var hálfrar stundar töf meðan eldsneyti var bætt á vélina, en síðan flogið áfram til Vogeyjar. Þaðan eru samgöngur erfiðar vegna vegagerðar til Þórshafnar og tók ferðin því lengri tíma en annars. Varð fyrst að fara í bíl um Vogey, svo í bát og síðan aftur í bíla, því að vegakaflarnir ná ekki saman. Klukkan að ganga fimm komu leikararnir loks til Þórshafnar og áttu þá eftir að búa sig fyrir sýn inguna eftir erfiða ferð. Eins og áður segir voru undir tektir áhorfenda mjög góðar. Að lokinni sýningu þakkaði Sveinn Einarsson, leikhússtjóri Leikfé- lagsins, áhorfendum móttökurn ar og leikfélaginu í Færeyjum og Færeysk-íslenzka félaginu fyr ir aðstoð þess. Sveinn afhenti leikfélaginu málverk eftir Stein þór Sigurðsson, listmálara, sem jafnframt er leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur. Formað ur leikfélagsins í Færeyjum þakk aði og færði leikurum blóm. Síð an ávarpaði formaður Færeysk- íslenzka félagsins leikarana og þakkaði þeim komuna. Síðar um kvöldið hófst sam- kvæmi 1 á vegum Færeysk-ís- lenzka félagsins og var öllum ís- lendingum boðið þangað. Voru margar ræður fluttar. Meðal þeirra, sem tóku til máls, voru formaður færeyska leikfélagsins, Sigurður Jónsson, Erlendur Pat ursson, fjármálaráðherra, Bryn- jólfur Jóhannesson o. fl. Að borð haldi loknu var stiginn færeysk ur dans fram eftir nóttu. á Akur- júnl 1. Sesselja Einarsdóttir, Akra- nesi, 8,69, 2. Guðrún Jónsdóttir, ísafirði, 8,67, og 3. Eiríksína Ás- grímsdóttir, Siglufirði, 8,52. Ur stærðfræðideild: 1. Haraldur Jó- hannesson, Suðureyri, 9,29, 2. Bragi Ólafsson, ísafirði, 9,08 og 3. Jóhann Heiðar Jóhannsson, Siglufirði, 8,51. Námsverðlaun fengu þessir stúdentar: Úr Hjaltalínssjóði (fyrir kunn- áttu í ensku); Anna Hauksdóttir. Frá íslenzka stærðfræðafélag- inu: Bragi Ólafsson, Guðjón Sam úelsson, Haraldur Jóhannesson og Þengill Oddsson. Frá Dansk-íslenzka félaginu: Jóhann Heiðar Jóhannsson. Úr Minningarsjóði Þorsteins J. Halldórsson (fyrir vaskleik í námi og íþróttum): Guðjón Sam- úelsson og Karlína Malmquist. Kveðjur bárust frá 20 ára stúd- entum ásamt 20 þúsund króna minningargjöf um látna bekkjar- systur, frú Inger Schiöth, og skyldi gjöfinni skipt milli 4 stúlkna í nýstúdentahópnum, sem fram úr sköruðu um náms- gáfur og prúðmannlega fram- komu. Þær voru þessar: Eirík- sína Ásgrímsdóttir, Guðrún Jóns dóttir, Ingibjörg Möller og Sess- elja Einarsdóttir. Fulltrúi stúdenta frá 1962, Hreinn Pálsson, stud. jur., af- henti skólanum að gjöf vandaða bók með tréspjöldum til minning ar um bekkjarbróður þeirra Sig- urð Guðmundsson, sem fórst af slysförum fyrir ári, og er vanga- mynd hans skorin framan á bók- ina. í bók þessa skal latínudux á stúdentsprófi ár hvert rita nafn sitt og enn fremur eitthvað frá eigin brjósti á latínu. Núverandi latínudux er Páll Sigurðsson, og hlaut hann bókaverðlaun, sem fylgdu gjöfinni Auk framangreindra verð- launa hlutu svo ýmsir stúdentar bókaverðlaun fyrir umsjón og félagsstörf. Þá kvaddi sér hljóðs fulltrúi 30 ára stúdenta, Jakob V. Haf- stein, flutti skólanum kveðjur og þakkir og afhenti málverk af Þór arni Björnssyni, skólameistara, málað af Örlygi Sigurðssyni. Skal það vera í vörzlu skólameistara- hjónanna, meðan þeirra nýtur við, en varðveitást síðan í salar- kynnum skólans. Fulltrúi 25 ára stúdenta, Jó- hann S. Hannesson, skólameistari, talaði næstur og afhenti skólan- um að gjöf gott safn orðabóka og annarra handbóka, sem geym- ast skal í bókasafni nemenda og vera þar tiltækt til afnota. Vilhjálmur Emarsson, fulltrúi 10 ára stúdenta, færði skólanum fullkomið safn skólablaða, sem gefin hafa verið út, prentuð og fjölrituð, af nemendum M.A. frá upphafi. Allir þessir ræðumenn minnt- ust skólans og dvalar sinnar inn- an veggja hans með miklum hlý- hug og þakklæti. „— Nú eru uppi háværar kröf- ur um styttingu vinnudagsins,, en þó kalla verkefnin hvarvetna á starfaridi hendur. Ég sé ekki betur en hér æpi mótsagnirnar hvor gegn annarri. Vegna fámenn is þjóðarinnar er hver einstak- lingur á íslandi miklu meira virði en annars staðar. Það er líka megimkosturinn við að vera ís- lendingur. Við þurfum að vinna meira og betur en aðrar þjóðir. Við verðum að vinna þau verk, sem fsland heimtar af okkur, ef við viljum vera íslendingar. Hugsið ekki um það, sem þið eruð búin að vmna, heldur hitt, hvað er ógert. Verkefnin eru næg. — „— Nú höfum við minni sam- skipti við náttúruna en áður fyrr, en því meiri mannleg samskipti, og þá helzt peningaleg. í því felast hættur og freistingar, sem íslendingar virðast ekki við- búnir að standast. Það, sem áður voru hyggindi í samskiptum við náttúruna, verður nú að klókindum í viðskiptum við mennina, það að leika á náung- ann og beita gáfum sínum til þess. Náttúran lét ekki leika á sig í gamia daga. Heiðarleiki í vinnubrögðum og samskiptum manna á miili er það, sem við "þörfnumst mest. Ég óska þess, að þið eigið þá mannslund að sigra hættur mannlegra sam- skipta og standast þær freisting- ar, sem þeim eru samfara. Mikið fjölmenni var við skóla- slitaathöfnina, m.a. fjöldi afmæl- isstúdenta og foreldra ný- stúdenta, auk annarra gesta. Sv. P. Hans G. Andersen, sendiherra I Osló og frú hans, bjóða Halvard Lange, utanríkisráðherra Nor- egs, og frú, velkomin til þjóðhátíðar í sendiherrabústaðnum. Gestakvæmt í íslenzka sendiráðinu ■ Osló Einkaskeyti til Mbl. frá fréttaritara í Osló, 18. júní FLEST Oslóarblöðin birtu í gær viðtöl við Hans G. Ander- sen, sendiherra íslands í Nor- egi, í tilefni af þjóðhátíðar- degi íslendinga, og önnur blöð birtu greinar um land og þjóð. Telja þau framfarir, sem orð- ið hafa á íslandi, stórathyglis- verðar, þrátt fyrir baráttu við dýrtíðina. Aldrei hafa jafnmargir kom ið í móttöku sendiráðsins 17. júní og nú. Meðal 300 gesta, sem sóttu sendiherrahjónin heim voru ýmsir sendiherrar erlendra ríkja í-Osló, rúmlega 100 íslendingar og 150 Norð- menn. Meðal þeirra voru Hal- vard Lange utanríkisráðherra, Brynjulf Bull, forseti borgar- stj órnarinnar í Osló, fulltrúar Norsk-islandsk samband og Norræna félagsins. Veður var með afbrigðum gott og þótti móttakan takast mjö gvel. liiiiiiiiiiiiiiimiiiiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmimmimimmmiimmmimmHu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.