Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 27
Föstudagur 19. júní 1964 MORGUNBLADIÐ 27 Eldar í 90 olíu- geymum Niigata, Japan, 18. júlí. AP SLÖKKVILIÐSMENN unnu að því í dag að ráða niðurlögum elda í olíu- geymum, sem kviknaði í við jarðskjálftann mikla, sem hér varð sl. þriðjudag. í dag tók og fólk, sem flú- ið hafði horgina í skelfingu, að streyma til hennar aft- ur. Töldu slökkviliðsmenrv að þeir myndu í nótt ráða niðurlögum hins gífurlega elds, sem geisað hefur í olíugeymum við höfnina allt frá því á þriðjudag, en Niigata er niiðstöð olíuiðn- aðarins í Japan. Eldur gaus upp í 90 af þeim 300 stóru olíugeymum, sem þarna eru, en um hádegi í dag mátti greina að reykurinn fór minnkandi eftir því sem slökkviliðsmönnum tókst að vinna á eldinum í hinum ýmsu geymum. Notuð hefur verið til þess kvoða, sem bandaríski flugherinn lagði fram. íbúar Niigata, sem líkt og flestir Japanir eru vanir nátt- úruhamförum af þessu tagi, tóku að streyma til borgarinn- ar aftur í dag og hyggja að heimilum sínum, en alls er tal- ið að 20,000 manns hafi flúið borgina. Ástandið er þó enn mjög al- varlegt. Flóð eru enn víða á láglendi vegna hinnar miklu flóðbylgju, sem gekk á land. Lögreglan segir að 1,158 hús hafi eyðilagzt, 18,500 skemmzt meira og minna og 11,000 fyllzt af vatni. Enda þótt hér hafi verið um að ræða mesta jarðskjálfta, sem orðið hefur í Japan, misstu tiltölulega fáir lífið. Er talið að þar valdi miklu um, að jarðskjálftinn varð að há- degisverði loknum, og hafi því hitunartæki og annað slíkt ekki verið í notkun. Þetta hafði sitt að segja, því nær engir eldar kviknuðu í íbúðarhúsum i borginni. Aðeins 25 manns fórust og 11 er saknað, en tjón ið er hins vegar metið til margra milljóna dollara. Svartan reykjamökk leggur af hinum brennandi oliugeymum i Niigata. Takið eftir brúnoi fremst á myndinni, Þessi mynd var tekin í Niigata á þriðjudag, skömmu eftir jarð- skjálftann. Sýnir hún fólk, sem flúið hefur upp á hiis, til þess að forða sér frá flóðbylg.junni, sem gekk á land. — Hljómplata Framh. af bls. 2 |>aið — Kiljan — Rímnalög Eftirfarandi útgáfur eru nú væntanlegar hjá „Fálkanum“: 1) Stór, hæggeng plata með kafla úr skáldsögunni „Brekku- kotsannáll", sem höfundur, Hall- öór Laxness, les sjálfur. Á hinni síðunni er upplestur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Plata þessi er væntanleg á mark- «ð í júlímánuði. 2) „íslenzk" rímnalög", stór, hæggeng plata. Ýmsir helzu kvæðamenn landsins hafa kveðið inn á hana. Hún er væntanlega í júlí. 3) í ráði er ag gefa út eina, stóra, hæggenga plötu til við- bótar í plötuflokknum „Gull- öld íslenzkra söngvara“. — Drukknun Frh. af bls. 28 jngarlaus. Sigldi skipið þá áfram til Reykjavíkur. Sjópróf vegna siyss þess fara fram i dag. Ari Jósefsson var fæddur 28. égúst 1939 sonur hjónanna Jósefs Indriðasonar, verkamanns, og Soffíu Stefánsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1961, stundaði nám í íslenzku við Háskóla fs- land og síðar nam hann róm- önsk fræði á Spáni. Hann stund- aði blaðamennsku um skeið, en var sl. vetur við nám í Rúmeníu. Árið 1961 kom út eftir hann ljóðabókin „Nei“. Hann lætur ettir sig unnustu og tveggja ára son. — Kanna þarf Frh. af bls. 28 sú hefði orðið þróunin að því er aðrar bæjarútgerðir snertir, sem stofnaðar voru á sama tíma og Bæjarútgerð Reykjavíkur. — Þannig hefði um tíma verið starf ar.di 9 útgerðarfélög bæjarfélaga víðs vegar um landið utan Rvík- ur, sem samtals hefðu átt 15 togara. Af þeim væri nú aðeins eitt eftir, þ.e. Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar, sem ætti nú 3 togara (átti 4 um tíma). Af þessu yæri ljóst, að þróunin væri sú, að bæjarútgerðirnar væru lagðar niður eða þær stórlega dregnar saman. Itrekaði borgarfulltrúinn það, að hann teldi nauðsynlegt að rannsaka gaumgæfilega, hvort Reykjavíkurborg gæti ekki hætt þessum atvinnurekstri. Til þess þyrfti verulegt átak, og margs þyrfti að gæta í því sambandi, og því þyrfti mál þetta itarlega athugun. — Á 3. jbús. manns - Framh. af bls. 3 Hauks Guðlaugssonar. Leikþátt, Skiptar skoðanir, sýndu Þorvald ur Þorvaldsson og Sólrún Yngva dóttir. Skemmtiþátt flutti Ævar R. Kvaran. Einsöng og tvísöng sungu Eygió Viktorsdóttir og Er- lingur Vigfússon undir leik tveggja hljómsveita. Var síðan dansað til kl. 2 e.m. — Eitthvað á þriðja þúsund manns sótti há- tíðina, er flest var. — Krúsjeff Framhald af bls. 1 Krúsjeff og fjölskyldur þeirxa komu út í hallargarðinn viðFred ensborg, þyrptust að þeim 200— 300 blaðamenn og ljósmyndarar, og lauk svo að lögreglan varð að slá hring um konung og Krúsjeff til þess að verja þá ágengni. Ingi- ríður drottning, Nína Krúsjeff og Krag, forsætisráðherra, höfnuðu hins vegar í miðri þvögunni. Á miðvikudaginn sagði Jens Otto Krag, að viðræður dönsku stjórnarinnar og Krúsjeffs hefðu einnig tekið til flugmála, en Dan- ir æskja þess að mega fljúga yfir sovézk landssvæði á flugleiðinni til Japan. Forsætisráðhei'rarnir komust og að samkomulagi um að setja á stofn sérstaka nefnd sérfræðinga til þess að kanna möguleika á auknum viðskiptum landanna. Tók nefndin þegar til starfa á miðvikudag. „ENGIN HÆTTA ÚR AUSTRI" í kvöldverðarboði dönsku stjórnaiinnar um kvöldið flutti Krúsjeff síðan aðalræðu sína í Danmerkurheimsókninni. Kvað hann Dani mega treysta því að Sovétríkin væru „trúverðugur og áreiðanlegur bandamaður í bar- áttunni fyrir friði.“ Þá hældi Krúsjeff Dönum fyrir að hafa ekki viljað hafa kjarnorkuvopn í landi sínu og sagði: „Ég vil leggja áherzlu á, að Danmörku og Norð urlöndum stafar engin hætta úr austri. Að leita hættunnar þar, er að sóa tímanum til einskis." Ræða sovézka forsætisráðherr- ans er yfirleitt talin vinsamleg og aðeins einu sinni vék hann að vandamálum Austurs og_Vesturs — Þýzkalandsmálunum. Danskir embættismenn hafa látið í ljós þá skoðun, að erfið- leikarnir í vegi aukinna viðskipta milli landanna stafi fyrst og fremst af tregðu Sovétmanna á að auka vörukaup sín í Dan- mörku. Skýring Krúsjeffs var hins vegar sú, að Danir kaupi einkum landbúnaðarvarning og hráefni í Sovétríkjunum. GULLKLÓSETT Krúsjeff fléttaði að vanda „bröndurum“ í ræðu sína og sagði m.a. að kapítalistar heimt- uðu alltaf að Sovétríkin „greiddu allt í gulli. En við getum ekki eytt öllu gullinu okkar í þetta. Þið vitið að Lenin sagði einu sinni við okkur, að þegar við hefðum fullbyggt kommúnism- ann, væri næsta verkefni að byggja salerni og gullhúða þau. Hvernig gætum við staðið aug- liti til auglitis við Lenin, ef við ættum ekkert gull til að skreyta klósettin þegar uppbyggingu kommúnismans er lokið innan skamms? Á þennan hátt,“ bætti Krúsjeff við, „sýndi Lenin fyrir- litningu sína á gulli og hina miklu virðingu, sem hann bar fyrir manninum. En þið viliið ekki skilja það. En þið skiljið það kannski síðar." Áður en Krúsjeff settist að borðum í Kristjánsborgarhöll á miðvikudagskvöld, dró hanp Krag forsætisráðherra afsíðis, tók síðan upp litla öskju og úr henni örsmáan hlut. Lýsti hann því síð- an yfir að hér væri komið minnsta útvarpstæki veraldar. Festi hann því í hnappagat Krags og stakk heyrnartækjum upp í eyru hans. „Það er gott að hafa þetta þegar manni leiðist," sagði Krúsjeff síðan. HÚSDÝRSKODUÐ Deginum í gær varði Krúsjeff í ferð til Fjóns, þar sem hann kom í heimsókn á dönsk bænda- býli, skoðaði nautgripi, átti í erj- um við ljósmyndara, hitti Erik Eriksen að máli og flutti loks ó- undirbúna ræðu, utan dagskrár, i landbúnaðarskólanum í Dalum. Fór Krúsjeff og föruneyti flug- leiðis til Fjóns frá Kaupmanna- höfn. Fréttir herma ad mestan hluta dagsins hafi Krúsjeff staðið í því að hasta á fréttamenn og einkum ljósmyndara, sem virtust fara mjög í taugarnar á honum. Er hann kom á einn bæinn, kallaði hann fréttamenn skærlingja (barbara). Fyrsti bærinn, sem heimsóttur var, er eign landbúnaðarmálaráð herra Dana, Karl Skytte. Virtist Krúsjeff þá enn í góðu skapi, þótt brátt tæki að syrta í álinn. Nokkru síðar hitti hann Erik Eriksen, fyrrum ráðherra„og átti stutt tal við hann á býli hans. Spurði Krúsjeff um ýmislegt varðandi búskapinn. Er Erik við urkenndi að hann gæti ekki svar- að öllu því, sem sovézki forsætis- ráðherrann spurði um, svaraði Krúsjeff spurningum sínum sjálf ur. Er nokkuð var liðið á tal þeirra, tók Eriksen fram vodka- flösku, en Krúsjeff afþakkaði drykkinn kurteislega og sagði: „Þér hafið lesið of margar sögur í blöðum Vesturlanda um að við Rússar séum fyllibyttur. Það er ekki satt. Við drekkum ekki mik ið, og einkum ekki þegar heitt er í veðri.“ Eriksen hélt að honum flöskunni engu að síður, og var smálögg hellt í glas Krúsjeffs, sem enn hafnaði boðinu. Var þá ávaxtasafa hellt í annað glas, og þáði hann það. Er Krúsjeff og föruneyti voru að fara frá húsi Eriksens, greip sá fyrrnefndi gildan göngustaf í hönd, og sagði: „Þessi væri góður á ljósmyndarana." Gengu þeir Eriksen þessu næst út á engi skammt frá, þar sem Eriksen hugðist sýna Krúsjeff nokkuð af kúm sínum, og var það við þetta tækifæri, að Krús- jeff reiddist fréttamönnum mest. Er út á engið kom horfði hann með yglibrún um stund á hóp ljósmyndara, sem biðu hans þar og kallaði síðan til þeirra að koma sér í burtu. „Þessir skræl- ingjar myndu stugga við sjálfum Satan,“ sagði hann síðan. Er ljósmyndararnir færðu sig lítið eitt á brott kom ókyrrð að kún- um, og þá sprakk blaðran. „Farið ekki svona nærri, þið hræðið kýrnar. Skiljið þið ekk- ert, djöflarnir ykkar." Eftir þetta hægðist um, og Krúsjeff lýsti því yfir að fyrsta starf hans hefði verið kúasmölun, og hafi hann þá fengið þrjár rúblur yfir sum- arið. Loks heimsótti Krúsjeff bæ Jens nokkurs Andersen, og versn aði þú skapið enn. Lauk svo að er Krúsjeff og bóndi voru að skoða korn á akri, og ljósmynd- arar voru komnir inn á akurinn, að Krúsjeff sagði: „Það er víst bezt að ég komi mér héðan áð- ur en þeir traðka allt niður. Þetta eru skrælingjar, sem ekki skilja neitt.“ , Var síðan haldið til landbún- aðarskólans í Dalum, og þar flutti Krúsjeff ræðu, sem ekki hafði verið ráðgerð. Hann bað Dani gæta sín á því, að van- meta ekki sovézkan landbúnað og hélt því fram, að í framtíð- inni þyrftu Sovétríkin ekki á kornkaupum frá Vesturlöndum að halda. Þá kvaðst Krúsjeff vilja benda Dönum á Austur- Þýzkaland og Tékkóslóvakíu sem markaði fyrir danskar landbún- aðarvörur. Loks lýsti hann því yfir, að Sovétríkin myndu auka enn framleiðslu sína á tilbúnum áburði. Formaður danska landbúnað- arráðsins, Anders Andersen, af- henti Krúsjeff síðan bronslíkan af kálfi, en frú Nína fékk að gjöf postulínskú. Er frúnni var af- hentur gripurinn sagði Krúsjeff: „Það skilyrði fylgir, að þú mjólk ir hana sjálf.“ „Við setjum engin skilyrði," sagði þá Andersen. — Oddur. Unglingsstúlka getur fengið atvinnu í sumar við innheimtu. — Viðkomandi verður að hafa hjól. — Ekki þýðir öðr- um að sækja um þetta starf en þeim, sem hafa góð meðmæli. — Tilboð auðkennt: „Rösk — 4994“ send ist afgr. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.