Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORGU NBLAÐIÐ Fðstudagur 19. Jöní 1964 fHwgunMtafrife Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FORSENDA L ÝÐRÆÐISINS T þjóðhátíðarræðu sinni vék5 dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, að gagnrýni og deilum. Hann komst m.a. þannig að orði: „Oft er sagt, að skoðana- ágreiningur og deilur séu til ófarnaðar, en viðurkenning á mismunandi skoðunum og Jxar af afleiðandi skoðana- ágreiningur er forsenda lýð- ræðisins. Þegar til lengdar lætur kann hver og einn — og þar með allur fjöldinn — bezt að meta hvað honum er fyrir beztu. Enginn velur vís- vitandi yfir sig ógæfu, en menn eiga rétt á að láta sér missjást og læra af reynsl- unni, ef ekki með öðrum hætti. Deilur þurfa því sízt af öllu að vera til ills. Oft knýja þær hið heillaríkasta fram og án gagnrýni er að minnsta kosti engum stjórn- málamanni hollt að vera. En deilum verður að stilla í hóf. Eðlilegt er að hver fylgi fram sinni sannfæringu, en endir verður að vera allrar þrætu og til þess þurfa menn að -<íkunna að slá af og samlaga sig öðrum. Þeir verða að geta sett sig í annarra spor og gæta þess að persónulegur metn- aður eða sárindi verði ekki til hindrunar því samstarfi um málefni, sem þjóðarþörf krefur.“ Mönnum er í fersku minni sá sigur, sem vannst, þegar tókst að setja niður deilur milli launþega og vinnuveit- enda og gera heilbrigða kjara samninga til eins árs. í þeirri samningagerð ríkti sá andi, sem forsætisráðherra vék að í ræðu sinni. Sjálfur átti hann drýgstan þátt í því að laða menn til samstarfs og er von- andi að víðsýni hans nái að ríkja á sem flestum sviðum þjóðlífsins. pölíYísk VIÐSKIPTI A ð undanförnu hefur komm- únistamálgagnið verið að klifa á því, að íslendingar ættu að hætta öllum við- skiptum við Suður-Afríku "vegna kynþáttakúgunarinnar þar í landi. Það sjónarmið má út af fyrir sig ræða, en hins vegar minnast menn þess ekki, að kommúnistar hafi áður bent á, að við eigum ekki að hafa viðskipti við kúgaðar þjóðir. Svo háttar nú til, að við höfum mikil skipti við komm únistaríkin og beitum þving- unum til að halda þeim, en önnur viðskipti eru yfirleitt frjáls. Við leg'gjum ekki póli- tískt mat á viðskiptin við kommúnistaríkin, og hætt er við að hljóð heyrðist úr horni, ef það yrði gert. En gjarnan má á það benda, að viðskipti kommúnistaríkj- anna við Suður-Afríku hafa verið hin ágætustu. Þannig námu til dæmis viðskipti Austur-Þjóðverja við Suður- Afríku þrem milljónum doll- ara 1960 en voru komin upp í 4.6 millj. tveim árum síðar. Viðskipti Ungverja við Suð- ur-Afríku hafa aukizt nálægt einni milljón dollara á ári og Pólverjar skipta við þetta ríki fyrir 3—4 millj. dollara ár- lega. Viðskipti íslendinga við Suður-Afríku hafa verið lítil, og auðvitað skiptir engu máli, hvort við einir hættum við- skiptum við þá eða ekki. Ef hins vegar yrðu alþjóðleg samtök um að beita viðskipta- þvingunum við þetta ríki mndi auðvitað ekki standa á íslendingum. En hneykslun kommúnista er ekki af þeim toga spunnin, að þeir vilji styrkja kúgaða. Þeir hafa sjálfir stutt kúg- arana og gera það enn. LEYFI TIL HJÚSKAPAR Tjhns og Morgunblaðið skýrði frá fyrir nokkrum dögum ritaði kommúnistaflokkurinn hér á landi miðstjórn komm- únistaflokksins í Austur- Þýzkalandi til að heimila fyr- ir sitt leyti, að íslendingur, sem er við nám fyrir austan járntjald, mætti kvænast þar- lendri stúlku, ef þýzki komm- únistaflokkurinn hefði ekk- ert við það að athuga. Þetta litla dæmi sýnir, að kommúnistísk stjórnarvöld eru enn við sama heygarðs- hornið og hafa frekleg af- skipti af einkalífi manna. Við þessa fregn rifjaðist það upp, að í SÍA-skýrslun- um svonefndu eru raktir harmar íslendings, sem var við nám í Kína, en yfirvöld- in þar í landi voru ekki á því að láta einkamálefni manna í friði. SÍA-skýrslurnar hafa verið gefnar út í bók sem kunnugt er og nefnist hún „Rauða bók- in“. Er vissulega æskilegt að sem flestir íslendingar kynni sér efni hennar, vegna þess að I.yndon Johnson, Bandaríkja- forseti, tekur við 50 þús. doli ara ávísun, sem Ludwig Er- hard, kanzlari V-Þýzkalands, afhenti honum. Peningar þess ir eru framlag: Vestur-Þjóð- verja til friðarsveitanna, sem Bandaríkjamenn senda til að stoðar vanþróuðum rikjurn. Erhard hefur að undan- förnu dvalizt í Bandarikjun um í opinberri heimsókn, en á sunnudagsmorguninn kom hann heim til Bonn. Með kanzl aranum í ferðinni var m.a. Gerhard Schröder, utanrikis- ráðherra V-Þýzkalands. Er- hard ræddi við Johnson, Dean Rusk, utanrikisráðherra Bandaríkjanna og fleiri ráð- herra. Á dagskránni voru fyrst og fremst málefni Þýzkalands. Fðlksfjölgun 0! Fólksfjöldi í heiminum á miffju ári 1962; Árle? auku. Fólksfjöldi i Þéttbýli á 1958—’62 mill jónuni: ferkílótn. í prós Afríka 269 9 2,3 Ameríka (Norður og Suður) 430 10 2,3 Asía 1.764 64 2,3 Bvrópa 434 88 0,9 Ky rrahafssvæðið 17,2 2 2,2 Sovétríkin 221 10 1,7 Heimurinn í beild 3.135 23 * 2,0 Fólksfjölgun heimsins nemur 25 af hundraði síðustu 12 árin SAMKVÆMT síðustu árbók Sameinuðu þjóðanna um fólks- fjölda voru íbúar jarðarinnar rxú samtalls 3.135 milljónir á miðju ári 1962. Er þar um að ræða fjölgun sem nemur 25 af hundraði síðan á miðju ári 1950, en þá var fjöldi jarðarbúa 2.509 málljónir. Frá því árið 1958, þegar fjöldi jarðarbúa var 2.893 milljónir, nam fóliksfjölgunin 2 aif hundraði árlega. Asía (að Sovétríkjunum und- anskildum) hefur að geyma 56,3 af hundraði allra jarðarbúa. Á Kyrraihafssvæðinu búa fæstir, eða min,na en 1 af hundraði jarð arbúa. Evrópa, Norður- og Suð ur-Ameríka höfðu að geyma 27,5 af hundraði jarðarbúa árið 1962. Evrópa (að Sovétríkjunum undanskildumí) er þéttbý'iasta álfan með 88 manns á hvern ferkílómetra, en Kyrrahafssvæð ið er strjálbýlast með 2 menn á hvern ferkílómetra. Meðaltal- ið, þegar heimurinn er tekinn sem heild, er 23 menn á hvern ferkílómetra. Sé heiminum skipt í sex meg- irnsvæði, eins og venjulega er gert í alþjóðlegum skýrslum, þar sem ekki er miðað við hin- ar gömilu álfur, lítur dæmið þannig út: þeir skilja þá betur eðli komm únismatis og gera sér betur grein fyrir tilgangi þeirra manna, sem hér á landi starfa að framgangi heimskommún- ismans. Svíar og Bretar mestu blaffin’esendMr heims Svíar eru nú ásamt Englend- ingurn orðniir mestu dagblaða- lesendur I heimi. Samkvæmt ný útkominni árbók Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi dagblaða eintaka á hverja 1000 íbúa auk izt í Svíþjóð en minnkað í Bret- landi, þannig að bæði löndin eru nú með hlutfallstölunia 490. Önnur lönd þar sem dagblöð eru mjög útbreidd eru (hér er miðað við árin 1961 og 1962) Luxemborg 445 eintök á hverja 100 íbúa, ísland 422 eintök, Jap- an 416 eintök, Sjáland 400, Nor egur 378, Ástralía 375, Sviss 372, Finnland 359, Danmörk 347, og Bandaríkin 321 eintak á hverja 1000 íbúa. Þykkustu blöðin koma greini lega út í Bandaríikjunum, því þar eru árlega notuð 36 kg. af dagiblaðapappir á hvern íbúa. Þar næst koma Ástralía með 33,9 kg., Svíþjóð með 29,2 kg., Bretland 25,6, Danmörk 22,9, FinnLand 21,7, Sviss 17,8, Hol- Land 15,5 og Noregur 14,6 kg. á hvern búa, Til samanburðar má neíifna, að í Tangainjíka er ár- lega notað 0,1 Log. a£ dagb-aða- paippír á hvern ítoúa, 0,2 kg., í Jórdaníu, Nígeríu og Sýrlandl, og 0,3 kg. í Indlandi. Árið 1962 voru um 415 mi'Uj* ónir útvarpsviðtækja í heimin- um. í Bandaríkj unum voru 184 milljónir viðtækja, í Sovétríkj. unum 44 milljónir (árið 1960) í Japan 18,6 milljónir, í Vestue Þýzkalandi 16,7 milljónir og í Bretlandi 15,6 miiijónir við- tækja. * Fjöldi sjónvarpsviðtækja árið 1962 var 129 mililjónir. At' þeiru voru 60 milljón tæki í Banda. ríkjunum, 7,2 milljónir í Vest. ur-Þýzkalandi, 4,3 milljónir i Kanada, 3,4 milljónir á ftalíu, 3,4 millljónir í Frakklandi og 1,8 milljón í Sviþjóð. Japan framleiðir Plestar kvik- myndir leikræns eðlis af öliurn ríkjuim heims. Það voru gerðar 378 kvikmyndir árið 1962. Næ.sfc var Indland með 319 kvikmynd ir, þá bandaríkin með 254, síð- an Ítalía með 242 og loks Hong Kong með 232 kvikmyndir. FLestar bækur eru gefnar úfc í Sovétríkjunum (79.140 titlar).. Þá kemur Breöiand með 25.979 tiltla, síðan Japan með 22.919 titla, aíðan Japan nveð 22,018 201 bókafcitiá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.