Morgunblaðið - 19.06.1964, Page 13

Morgunblaðið - 19.06.1964, Page 13
Föstudagur 19. Jönf 1964 MORGU N BLADtD 13 igitiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiiiiuiiiiiiiiiMMiiiiiiiiiiitimimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiitiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHi Tómas Guðmundsson: Ávarp Fjallkonunnar Enn vitjaði átthaga vorra í morgun sá dagur, sein vænstar ástgjafir þjóð sinni hefur borið. Og ísland, sem nam gegnum sólhvítan óttusvefninn hans svanaflug, kom til móts við hann út í vorið. Og eins og dagurinn leggur sér land sitt að hjarta, svo leitar hann uppi frá heiðum til yztu miða hvert barn sinnar foldar og hyggur að hlustandi eyra, hvort heyn hann enn sínar lindir í barmi þess niða. í>ín ættjörð — hér hófst hún af holskeflum eldbrims og flóða. Að himinskautum stóð nóttin í glampandi bálú Og svipmeira land hefur aldrei af unnum stigið, né ávarpað hnött sinn og stjörnur á skáldlegra máli. Og aldanna hönd tók að rista sitt rúnaletur í rauðar borgir og f jallbláa hamrasali. Þar léku á basalthörpunnar stuðlastrengi þeir stormar, sem báru með regninu moidir í dali. Já, moldir, sem eiga sér miskunn himinsins vísa E og mildar vorskúrir ástríki sínu glæða s — það stenzt ekkert líf til langframa þeirra ákall, því loks mun það veglausa firð yfir útsæinn þræða. Og hafborin frækorn og flugprúða gesti ioftsins bar fyrsta til landnáms á útmörkum norrænnar slóðar. Þá helgaðist niðandi lífi og lifandi óði það land, sem í tiginni einsemd hér beið sinnar þjóðar. Það beið sinnar þjóðar, og hingað var ferðinni heitið. Þinn hamingjudraumur tók svipmót af landinu bjarta, sem gerðist þín ættjörð og lagði þér Ijóð sín á tungu. Ó, lát ekki rödd hennar farast í æskunnar hjarta. Það spyr engin saga, það forvitnast aldrei nein framtíð um fólk, sem er ætt sinni horfið og reisn sinni glatar. Þvi land þitt er einnig þín örlagaborg og þitt vígi, i og einungis þangað um sál þína hamingjan ratar. liiiiiimimimmminmiiMMmiimmiiiiiiimiimiiniimmmmiimiimiiimiiiimiiiiiiimmmiiHiiimimmiimmmiimmiiiiiii En, fsland, þín börn hafa enn ekki þjóð sinni brugðizt og aldrei í bráðustum háska frá sæmd þinni vikið. Og þau munu enn verja hugrökk þinn heiður og frelsi gegn hverjum þeim voða, sem ógnar þér — nógu mikið. En biðjum þess einnig að aldrei megi það henda, að andi þeirra og sál láti fyrirberast í slævandi öryggð hins auðsótta veraldargengis. Nei, önnur og stærri skal sagan, sem hér á að gerast. Og, æska míns lands, það er aldanna hamingjudraumur, =" sem á sína ráðningu í dag undir trúfesti þinni. Ó, opna þú honum þinr barm, þitt brennandi hjarta. Legg bernskunnar niðandi lindir á fullorðið minni. Þar geymist sú saga, sem guð hefur trúað þér fyrir. Þar gefst þér sú ættjörð, sem þér hefur sungið og angað. Og seytjándi júní — til þess er hann heim til þín horfinn, að hann á að vígja þér landið og fylgja þér þangað. iiimmmmmmmmimmiimmiMiiMiiimimiiMimmmmmmmiiiiiiiimMMmiMmmmmmmmmimiimimmmimMiiiMMl laiiŒo Háákólabíó: Þetta er sérst.æ'ð mynd, gaman söm á ytra borði, en undir niðri býr alvara og nokkur boðskapur. Nafnið er í stuttu máli á þá leið, eö morðingi, sem særzt hefur í viðureign við lögregluna leitar skjóls í gamalli hlöðu. 3 börn af bæ-num finna morðingjann, en vegna smávegis misskilnings álíta þau, að hér sér kominn Jesús Kristur snúinn aftur til jarðar- innar. Skilzt þeim, að á mestu ríði, að leyna felustað hans, svo mennirnir krossfesti. hann ekki aftur. Smátt og smátt kvisast þetta út til barna í nágrenninu, og öll eru þau sammála um að halda hlífiskildi yfir Kristi. Trú barnanna er sterk. Þau kippa sér ekki upp við það, þótt Kristur reynist kunna vel að meta ýmis þessa heims gæða, þar á meðal vin og tóbak. Hér skai þráðurinn ekki rak- inn lengra. Þetta er ensk mynd, frábærlega vel leikin. Einkum er þó leikur barnanna aðdáunar- verður, svo annað eins hefur naumast sézt á leiksviði. Fólki er eindregið ráðlagt að sjá mynd þessa. Kímni hennar er jafnlát- laus og sá boðskapur, sem hún flytur. Hér er engum skrípalátum beitt, til að framkalla hjárænu- leg hlátrasköll, og alvara hennar höfðar til mannlegra tilfinninga án nokkurrar væmni eða annar- legra gervikennda. Sveinn Kristlnsson. Cape—Town, 16. júní. NTB. Dr. Henrik Verwoerd, for- sætisráðherra S.-Afriku ræddi á þingfundi í dag dómana yfir blökkumannaforingjanum, Nelson Mandela og stuðnings- mönnum hans, sjö að tölu. Sagði hann réttarhöldin hafa flett ofan af kommúnisku samsæri er ekki aðeins væri beint gegn S.-Afríku heldur og öllum hinum vestræna heimi. Viðbrögðin erlendis við dómunum yfir Mandela og fé lögum hans sagði Dr. Ver- woerd hafa verið fráleit og ýkt, og greinileg tiihneiging væri til að gera þó að pislar- vottum. MÝTT! Skerpum Nýr og fullkominn vélakostur. og réttum af allskonar bitverkf. svo sem: Vélhefiltennur Bandsaga- og hjólsagablöð o.m.fl. hitstál Grjótagötu 14 — Sími 21500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.