Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 1
24 síðisv 51 árgangur 160. tbl. — Laugardagur 11. júlí 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsin* 9% afsláttur veittur frá nýja útsvarsstiganum Samstaða í borgarstjórn um hækkun nokkurra gjaldaliða við breytingu á fjárhagsáætlun Á AUKAFUNDI borgarstjórn «r Reykjavíkur í gær, sem haldinn var fyrst og fremst vegna tillagna um aðalskipu- lag Reykjavíkurborgar, voru einnig til meðferðar breyting- ar á fjárhagsáætlun borgar- sjóðs fyrir árið 1964, og greindi Geir Hallgrímsson borgarstjóri þá frá því, að unnt yrði á þessu ári að gefa 9% afslátt frá hinum lög- fcundna útsvarsstiga, sem sam þykktur var á síðasta Alþingi. Taldi borgarstjóri, að útsvör af þurftartekjum yrðu vænt- anlega í flestum tilfellum ekki hærri samkvæmt nýja etiganum en hinum gamla með 17% afslætti, svo að þeg- um um þurftartekjur er að ræða, þá má líta svo á, að 9% afslátturinn nú, sé umfrarn af sláttinn á sl. ári, sem var 17%. frá þágildandi útsvarsstiga. Hins vegar taldi borgarstjóri, að útsvarsbyrði fyrirtækja og fámennra f jölskyldna með há- ar tekjur kynni að verða þyngri en var á sl. ári. Til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær var samþykkt borgarráðs frá því sl. fimmtudag, en • þá samþykkti borgarráð að leggja til við borgarstjórn nokkr- ar hækkanir á nokkrum gjaldalið um fjárhagsáætlunar Reykjavík- urborgar, sem leiðir beinlínis af nýjum lögum, sem samþykkt voru á Alþingi eftir að fjárhags- áætlun borgarinnar var sam- þykkt í desember sl. og kjara- samingum stéttarfélaga, sem síð- an hafa verið gerðir, en um þessi atriði öll var algert samkomulag innan borgarráðs og borgar- stjórnar. Þá samþykkti borgar- stjórn einnig á fundi sínum í gær, samkvæmt tillögu ' borgarráðs, framíag til Framkvæmdasjóðs vegna Bæjarútgerðar Reykjavík- ur til þess að standa straum af gjaldföllnum skuldum útgerðar- innar sem borgarsjóður ber lögum samkvæmt ábyrgð á. Gegn þess- um síðasttalda lið greiddu aðeins atkvæði tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins. Loks var einnig samþykkt hækkun á áætl- uðum útsvarstekjum borgarinnar á þessu ári til samræmis við hin auknu útgjöld og nemur það rúm um 40 millj. kr. Geir Hallgrímsson borgarstjóri gerði grein fyrir framangreind- um breytingartillögum á fjárhags áætluninni. 4.5 millj. kr. hækkun til almannatrygginga í fyrsta lagi er um að ræða hækkun á framlagi borgarsjóðs Reykjavíkur samkvæmt almanna tryggingarlögunum úr 40,850,000,- Khider boðar uppreisn gegn Ben Bella Segir, að aðgerðir heíjist innan fdrra daga h London, 10. júlí (NTB) MOHAMED Khider, einn svarnasti andstæðingur Ben Bella, forseta Alsír, sagði í dag á fundi með fréttamönn- um í London, að stjórn Ben Bella yrði steypt af stóli í sumar. Khider sagði, að í Alsír væri nú starfandi vel skipulögð andspyrnuhreyfing og innan fárra daga myndi hún hefja aðgerðir gegn Ktjórninni í öllum stærstu fcorgum landsins. — Kvaðst Khider þess fullviss, að þess- ar aðgerðir yrðu upphaf al- mennrar uppreisnar gegn Ben Bella og stjórn hans. And- Kpyrnuhreyfingin hefði þegar Stjórn ó Ítolíu? Róm 10. júlí (NTB) I 4LDO MORA, fyrrv. forsætis- 'éðherra Ítalíu, sem falin hef- I ur verið stjórnarmyndun á ný, hélt í dag áfram viðræð- ' mn við fulltrúa sósialista, i «ósíaldemókrata og repúhlí- kana. í Róm vonast menn til, að | Moro, sem er kristilegur demókrati takizt um helgina | að mynda stjórn með hinum 3 fyrmefndu flokkununv á sínu valdi mestan hluta Kabýlahéraðs, stjórnin réði aðeins stærstu borgunum. Khider kallaði Ben Bella ein- ræðisherra og gagnrýndi harðlega stefnu hans í efnahagsmálunum, sem hanri sagði, að koma myndi landinu á vonarvöl. Ben Bella sakaði Khider, sem var einn fremsti leiðtogi Þjóð- frelsishreyfingarinnar, f y r i r skömmu um að hafa dregið sér fé af sjóðum hreyfingarinnar, með- an hann var gjaldkeri hennar. — Khider sagði í London, að hann hefði komið þessum peningum fyrir á örUggum stað, og þeir yrðu notaðir til þess að losa Alsír við hina vesælu og lítilfjörlegu stjórn, sem þar sæti við völd. 00 kr., eins og gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í desember sl., í kr. 45,430,000,00, eða um 4.580,000,00 kr. Stafar þessi breyting af breytingu þeirri, sem gerð var á almanna- trygginaglögunum í byrjun þessa árs, þess efnis, að bætur sam- kvæmt þeim skyldu hækka úm 15%, að fjölskyldubótum undan- skildum. • 5.9 millj. kr. hækkun til sjúkrasamlagsins. í öðru lagi væri um að ræða Framhald á bls. 17 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiin 139 farast i flugslysil 1 í Bandaríkjunum | = Newport Tennessee, 10. um og flugmaðurinn hafði s = júlí (AP—NTB) samband við flugturninn g = AÐFARANÓTT föstudagsins skömmu áður en slysið varð. g 1 hrapaði flugvél af gerðinni Virtist þá allt vera með s = Viscount frá flugfélaginu felldu. = H „United Airlines“ í Banda- Þegar menri komu á slys- || S ríkjunum við rætur Reyk- staðinn logaði enn í flakinu. s = fjalla (Smoky Mountains). Flugvélin hrapaði nálægt g Í Með vélinni fórust 35 farþeg- þjóðvegi og eftir skamma = | ar og fjögurra manna áhöfn. stund hafði safnazt mikill g Í Sjónarvottar að slysinu mannfjöldi umhverfis brakið. = | segja, að flugvélin hafi flogið Varð lögreglan að loka veg- = Í nijög lágt, allt í einu hafi inum til þess að fá tóm til að i Í þafi orðið sprenging, hún hrap ganga úr skugga um hvort B ! að og önnur sprenging orðið nokkur væri á lífi. = eftir að hún rakst á fjallshlíð- I dag fór „United AirlineS“ E H >na. Brakið úr flugvélinni var þess á leit við bandarísku i Í dreift yfir stórt svæði og lítið sambandslögregluna (FBI), i Í heillegt. að hún tæki að sér rannsókn & Í Flugvélin var á leið frá slyssins. Fulltrúar FBI héldu i ! Washington til Knoxville í til Tennessee og hófu athug- = Í Tennessee, þegar 'slysið varð. anir, en engar niðurstöður i S Skyggni var gott á slysstaðn- eru kunnar. ..................iiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimlu 100 mill}. kr. lánveitingar húsnæðismálastjórnar Áherzla lögð á að Ijúka ib úðum sem eru í byggingu HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN mun á næstunni veita lán, samtals um 100 millj. kr., en af þeirri upphæð lánar Seðla- bankinn 60 millj. Lánin verða með 4% ársvöxtum og vísi- tölugreiðslum, jöfnum árs- greiðslum vaxta og afborg- ana og endurgreiðast á 25 ár- um, en eru þó afborgunarlaus fyrsta árið. Seðlabankinn leggur á- herzlu á, að þessi lán og aðr- ar lánveitingar fram á fyrri hluta næsta árs, samtals um 250 miilj. kr., gangi til að Ijúka þeim íbúðum, sem nú eru vel á veg komnar, en hamlað verði gegn því, að ný- byggingar séu hafnar meðan ekki er lokið þeim verkefn- um, sem unnið er að. Tilkynningin frá húsnæðismála stjórn fer í heild hér á eftir: „Á fundi húsnæðismálastjórnar í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt varðandi lánskjör hús- næðismálastofnunarinnar á íbúða lánum: „í framhaldi af samkomulagi ríkisstjórnarinnar og verkalýðs- samtakanna um launa- og kjara- mál og í samræmi við f.-lið 6. gr. 1. 42/1957, um Húsnæðismála- stofnun ríkisins o.fL samiþykkir húsnæðismálastjórn að frá og með yfirstandandi lánveitingu, verði lán afgreidd til lántakenda með eftirfarandi kjörum: 1) 4% ársvöxtum. 2) Jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana. 3) Lánin verði afborgunarlaus í eitt ár, en endurgreiðist síðan á 25 árum. 4) Vísitöluuppbót reiknist síð- an á þessa ársgreiðslu sam- kvæmt visitölu framfærslu- kostnaðar. í samræmi við fyrrgreind laga ákvæði, er hér með farið fram á samþykki ríkisstjórnarinnar á framkvæmd ályktunar þessarar“. Félagsmálaráðuneytið féllst jþegar í gær á ályktun húsnæðis- málastjórnar og koma hin nýju lánskjör því til framkvæmda i sambandi við þá lánveitingu, sem nú er unnið að á vegum húsnæðis málastjórnar og ætla má að ljúki um eða fyrir n..k. mánaðamót“. Fjármagnið notað til að ljúka framkvæmdum. Fréttatilkynning frá Seðla- banka íslands: „í SAMKOMULAGI um launa- mál, sem gert var 5. júní s.l. milli ríkisstjórnarinnar og samtaka launþega og atvinnurekenda, hét ríkisstjórnin því að gera róðstaf anir til öflunar lánsfjár til íbúða bygginga. í samræmi við þetta voru hinn 30. júlí s.l. sett lög um Framhald á bls. 8 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.