Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ i Laugardagur 11. júlí 1964 Fulltrúar á fundinum Dauft yfir báðum landsliðunum en A-liðið sigraði 3:1 SENNILEGA voru flestir fegn- astir flauti dómarans til leiks- loka á LaugardalsveUinum í gærkvöiídi, en þar léku A og B landslið fslands í knattspyrnu. Leikurinn var dautfur og mjög lítið spennandi allan tímann. Framan af hallaðist ekki á um Fundur Sambandsráðs haldinn á Akureyri ÍSl FUNDUR var haldinn í sam- bandsráði íþróttasambands ís- lands, laugardaginn 6. júní á skíðahótelinu vX5 Akureyri. Fundurinn var haldinn norð- ur við Akureyri í tilefni þess að tveir íþróttafrömuðir á Akur- eyri, þeir Ármann Dalmannsson og Hermann Stefánsson, voru gerðir að heiðursfélögum íþróttasambands fslands. Samþykkti sambandsráðsfund urinn einróma heiðursfélaga- kjörið, og afhenti Gísili Hall- dórsson, forseti ÍSÍ þeim Ár- manni og Hermanni æðasta heiðursmerki ÍSÍ, í samsæti sem bæjarstjóm Akureyrar hélt sambandsráðsmönnum, að við- stöddum bæjarstjóranum á Ak- ureyri, Magnúsi Guðjónssyni, sem við sama tækifæri var aæmdur gullmerki - ÍSÍ, fyrir góðan stuðning við íþróttasam- tökin á Akureyri. Helzu gjörðir sambandsráðs- fundarins voru að öðru leyti þessar: Gísli Halldórsson, forseti ÍSf, minntist Jóns Sigurðssonar, siökkviliðsstjóra í Reykjavík, f. v. formann Knattspyrnusam bands íslands, sem lézt í janúar s. 1., og risu fundarmenn úr sætum sínum í heiðursskyiii við hinn látna. Flutti hann sáðan ásamt Gunnlaugi J. .Briem, gjald kera ÍSÍ, skýrslu framkvæanda- stjómar. Bragi Kristjánsson, ritari olympíunefndar flutti skýrslu nedndarinnar. Skipting skatttekna Samþykkt var, að hluta sér- sambandanna í skatttekjum ÍSÍ skyldi skipt jafnt á milli þeirra, þannig að kr. 5.700.00 skyldu koma í hlut sérhvers sérsam- bands. Úthlutun kennslustyrkja Eftirfarandi samþykkt var gerð varðandi úthlutun kennslu styrkja: „Sambandsiáðsfundur ÍSÍ haldinn 6. júná 1964, samþykkir að fé því, er íþróttanetfnd ríkisins úthlutar úr íþróttasjóði 1964 til ÍSÍ (kennslustyrkir), verði skipt á milli aðiia í réttu hlutfalli við útreiknaðan kennslukostnað; gerðan eftir kennsluskýrslu, og fjáruipphæð þá, er íþróttanetfnd veitir í þessu skyni“. Styrkir til útbreiðslu sérsambanda. >á var samþykkt eftirfarandi tillaga um úthlutun fé til út- breiðslustarfs sérsambandanna: Knattspyrnus. Íslands 25% Frjálsíþróttas. fslands 18% Handknattleikss. íslands 18% Körfuknattleikss. íslands 14% Sundssambr-nd íslands 14% Skíðasamband íslands 10% Gotfsamband íslands 7 % Ármann Dalmanssson og Hermann Stefánsson íþróttaþing í Reykjavík Ákveðið var að íþróttaþing íþróttasambandsins verði haldið í Reykjavík dagana 19. og 20. september. Miklar umræður urðu um öll þessi mál, og í fundarlok, ræddi Þorsteinn Einarsson, íþróttafuil- trúi nokkuð um þróun íþrótta- mála. Fundi lauk seint á laugar- dagskvöld. Hótfust þá viðræður við forustumenn íþróttasam- takanna á Akureyri og ná- grenni. Sambandsráðsfúlltrúar nutu mikiilar gestrisni norðanmanna, þágu góðar veitingar í boði bæjarstjómar Akureyrar, íþróttabandailags og íþróttaráðs Akureyrar, svo og bauð ung- mennasamband Eyjafjarðar til til ferðalags um Eyjafjörð, inn- anverðan. Hermann Sigtryggsson, íþrótta fulltrúi á Akureyri, sá um undir búning fundarins og móttöku á Akureyri með hinni mestu prýði. Á þennan fund, sambandsráðs ÍSÍ komu þessir menn úr sam- bandsráði ÍSÍ: Gísii Halldórsson, Guðjón Einarsson, Gunnlaugur Briem, Sveinn Björnsson, Þórarinn Sveinsson, Ármann Dalmansson, Guðjón Ingimundarson, Þórir Þorgeirsson, Jón F. Hjartar, Jens Guðbjömsson, Stetfán Krist jánsson, Guðmundur Svein- bjömsson, Ásbjörn Sigurjóns- son, Bogi Þorsteinsson, Ingi Þorsteinsson, Erlingur Páisson, Sveinn Snorrason. Auk þess mættu: Benedikt G. Waage, Þorsteinn Einarsson, Bragi Kristjánss son, Hermann Sigtryggsson, Þóroddur Jóhannsson, ísak Guð mann, Hermann Guðmundsson. liðin tvö; hvorugt sýndi þann- ig leik, að úrvalsiiði sé sæm- andi, en þegar á leið, tók A lið ið sig til og kom í lokin sam- stilltara og sterkara út úr við- ureigninni. f hálfleik var staðan jöfn, hvorugur hatfði getað skorað mark og sárasjaldan ógnað þrátt fyrir nokkuð tíð upphlaup. En þau voru öll svo tilviljana- kennd og samstilling liðannna svo slærn, að lítið sást jákvætt. — í síðari hálfleik losnaði að mun um varnarleik allan og má segja, að öll mörkin hafi komið fyrst og fremst fyrir áberandi mistök í vöm, en ekki fyrir þungan og jákvæðan sóknarleik. í liði B skrifast mikið á vinstri bakvörðinn, Þorstein Friðþjófs- son, en hann sýndi óvenju léleg an leik að þessu sinni. Einnig var Gísli í markinu ekki nógu öruggur og hvað etftir armað sást honum yfir að grípa inn í leikinn á réttum augnablikum. Þetta eru leikvanir og lifandl sóknarmenn eins og Rikharður ekki lengi að notfæra sér, enda skoraði hann tvö falleg mörk fyrir vikið. Gunnar Guðmanns- son skoraði þriðja mark A-liðs ins, úr skalla fyrir nefinu á sotfandi vöm, eftir rólega upp- byggingu, sem hefði átt að getfa vörninni nægan tíma til að valda sína menn og forða hættunni. Mark B liðsins var sérlega faUegt. Matthias tók auka spyrnu á miðjum velU, gaf fall ega inn í teiginn, en þar skall- aði Skúli Agústsson atftur fyrir sig og efst upp í markhomið. í A liðinu voru einna virk- astir og mest áberandi þeir Rík- harður og Sveinn Teitsson, en Högni stóð vel fyrir sínu í stöðu miðvarðar. Heimir varði áber- andi vel í markinu þegar á reyndi. Sérstaklega var eftir- tektarvert er hann bjargaði hörkuskoti frá Matthíasi eftir aukaspyrn.u af vítateig. í B Uði var Matthías beztur og á hann tvímælalaust heima í A liðinu. Hann er bæði virk- Framh- á bls. 23. IMorðmenn unnu Svía og Finna í frjálsíþróttum NÚ hefúr það ótrúlega gerzt, að Noregur er orðinn sterkasta frjálsíþróttaþjóð Norðurlanda, vann Svíþjóð og Firinland með ytfirburðum 1 þriggja landa keppni, sem nýlega fór fram í Stokkhó'lmi. Hlutu Norðmenn 154 stig, Svíar 136 og Finnar 132. Norðmenn áttu fyrsta mann í 8 greinum, Svíar í 6 og Finn- ar í fjórum. Auk þess vann 100 og 4x400. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram milli þessara landa. Bunæs, Noregi, vann 100 m, 200 m og 400 m hlaup á 10,8 sek., 21,4 sek. og 47,4 sek. — Porssander, Svíþjóð, vann 110 m grindahilaup á 14,2 sek., en Tuominen, Finnlandi, 400 m grindahlaup á 51,0 sek. — Ol- ofsson, vann 800 m á 1.50,6 mín. og 1500 m. á 3.45,1 miri. —. Helland (N) vann 5000 m á 14.10,0 mín og Fuiglem (N) 10000 m á 29.41,4 mín. — 3000 m hindrunarhlaup vtann Per- son (S) á 8.39,6 mín. Pedersen (N) vann spjótkast með 81,24 m, Krogh (N) sleggju kast með 64,60 m, Yrjolœ (F) kúluvarp með 17,81 m og Hag- lund (S) kringlukast með 56,49 m Peterson (S) vann hástökk með 2,08 m. Jensen (N) þrí- stökk með 15,73 m., Ankio (F) stangarstökk með 4,70 m. og Asiala (F) langstökk með 7,64. Tími norsku sveitarinnar I 4x100 m hlaupi var 41,5 sek. og í 4x400 m. 3.12,9 mín. Verða Akranes, og KR jöfn með Lítillega rætt um mögu- leika í 1. deild NÚ, þegar keppni í I. deild er vel á.veg komin, er ekki úr vegi að bollaleggja svolítið um, hvernig fara muni í lokin. Margt óvænt hefur gerzt, sem fáir myndu hafa spáð um fyrirfram. Keflavík, undir leiðsögn hins reynda og far sæla þjálfara, Óla B. Jónssonar, kemur nú sterkari til keppni >en nokkru sinni fyrr, lið íslands- meistaranna, KR, er nú veikara en í fyrra, en minni breyting hefur orðið hjá hinum fjórum, sem eftir eru. Sem stendur er Keflavík eina liðið, sem ekki hefur tapað leik; það hefur að vísu misst tvö stig, en bæði í jafnteflisleikjum. Sú staðreynd, að jafnteflin eru gerð við tvö veikustu lið deildarinnar, dregur heldur úr þeim fullyrð- ingum, að Keflavík muni vinna þetta mót með yfirburðum, og ekki hef ég trú á að svo verði. Liðið varð fyrir því óláni að missa sinn marksælasta mann, Jón Jóhannsson, og er síðan eins og sóknarlínan sé hálf ráðvillt og hefur gengið illa að skora. Á miðvikudaginn kemur fer fram leikur hér á Laugardalsvell inum, sem allir bíða eftir, en þá mætast Keflavík og KR í fyrri leik sínum. Án efa verður þar um hörkubaráttu að ræða, en eft- ir heldur slakan leik KR gegn Val fyrir nokkrum dögum, verð- ur að álíta Keflvíkinga sigur- stranglegri. Og þá er Suðurnesja- liðið komið með 10 stig úr 6 leikj- um. Þrótti mæta þeir svo þann 30. þ .m. og skal gengið út frá sigri þeirra þar einnig, en tvo af þrem síðustu leikjum mótsins spái ég að Keflavík vinni ekki. Þessir leikir eru gegn Akranesi, á Akranesi, og tveir heima í Ktflavík, gegn KR og Val. — Þannig hefur Keflavík hlotið 14 stig út úr mótinu í lokin. Og KR þarf heldur betur að taka sig á, ef þeir eiga að geta varið titil sinn svo að bragð sé Keflavík 14 stig? að. En ég spái KR sigri í fjórum síðustu leikjum mótsins: gegn Fram, Þrótti og Akranesi á Laug ardalsvellinum, og gegn Keflavík suður frá. Og þar með er KR einnig komið með 14 stig eftir leiki sína í mótinu. Skagamenn eru nú efstir í mót inu, eftir ærið misjafna leiki. Þeir hafa komið hingað í höfuð- borgina og sýnt okkur hressi- lega knattspyrnu, en einnig mjög lélega og daufa. Að vísu hefur Ríkarðar ekki notið við í öllum leikjum liðsins, og er ég viss um, að það eitt hefur mikið að segja. Svo er einnig töluvert um breyt- ingar á liðinu; nýliðar að koma inn, sumir mjög efnilegir. en ekki búnir að finna sig ennþá í leik. Eins og er hafa Akurnesing- ar 10 stig, en þeir eiga aðeins eft- ir 3 leiki. Tveir þeirra fara fram uppi S Skaga, en þar þefur fáum tekizt að krækja stigi frá Akra- nesi á undanförnum árum. Ég geri ráð fyrir að þeir vinni báða sína leiki þar; gegn Fram nú á sunnudaginn, og Keflavík síðast í ágúst, en tapi fyrir KR á Laug- ardalsvellinúm. Og þar með er Akranes ásamt hinum tveim komið með 14 stig að mótinu loknu. Þetta er að sönnu óskhyggja hjá mér, en alls ekki svo fjar- stætt. Ef þrjú lið verða jöfn, fá- um við lítið aukamót, sem verð- ur án efa geysispennandi: „Litla I. deildin“. Ekki er víst, að móta- nefndin sé eins hrifin af þessum möguleika. Hefur xeynzt nógu erfitt að koma einum leik fyrir, hvað þá þrem eða fleiri. Svo er það keppnin á botnin- um. Valur blandar sér vart leng- ur í hana, en situr eitt félaga á miðri töflunni. Fram og Þróttur eiga aftur á móti andvökunæt- urnar framundan. Eru allar líkur fyrir að síðari leikur þessara liða verði hreint uppgjör um seturétt- inn í I. deild. Fyrri leikinn vann Fram, og eftir leikjum liðanna undanfarið ætti það að hafa meiri möguleika á að verða á- fram í deildinni. Kormákr. BENEFICA sigraði Oporto með 6 mörkum gegn 2 í úrslitum i portúgölsku bikarkeppninni. Þar sem Benefica sigraði einnig í deildarkeppninni mun Oporto fá rétt til að taka þátt í Evrópu- keppni fyrir bikarmeistara. Saragossa sigraði Real Madrid í úrslitum spönsku bikarkeppn- innar með 2 mörkum gegn L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.