Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 12
12 MORCU NBLAÐIÐ 1 Laugardagur 11. júlí 1964 fNbtguttbUiAiib Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 emtakið. ÁFENGI Cíðustu tvo daga hafa birzt ^ hér í blaðinu greinar um áfengisvandamálið, sem vakið hafa mikla athygli. Þar er að vísu fjallað um þetta vanda- mál í öðru landi, en margir hafa orðið hugsi, þegar þeir báru þau sjónarmið, sem þar eru sett fram-, saman við á- standið í þessu efni hér á‘ landi. Sannleikurinn er sá, að hér á landi er fjöldi áfengissjúkl- inga, eða fólk sem nálgast það að vera alkóhólistar sam- kvæmt . þeim sjónarmiðum, sem í þessari grein eru sett fram. Þetta fólk er í öllum stétt- um og starfshópum þjóðfélags ins, Áfengisneyzla þess dreg- ur úr afköstum þess, spillir hamingju þess og fjölskyldu- lífi og getur leitt til alvarlegs heilsutjóns. Það er þess vegna fyllsta ástæða til að sem flestir kynni sér þau sjónarmið, sem í greinum þessum eru sett fram. Margir geta litið í eigin barm við þau viðvörunarorð, sem þar gefur að líta, og aðrir bent viftum sínum á þá hættu, sem samfara er ofneyzlu áfengis. Því miður er það svo, að við íslendingar virðumst eiga erf- iðara með það en flestir aðrir að takmarka áfengisneyzlu og umgangast vín á þann hátt, að ekki verði til skaða. Aðvaran- ir í þessu efni eru því síður en svo út í bláinn. Á einni slíkri aðvörun hef- ur Tíminn vakið sérstaka at- hygli. Þannig er mál með vexti, að við hlið margra mynda úr mikilli drykkju- veizlu birti blaðið ályktun ársþings unglingareglu L O. G. T., þar sem m.a. segir: „Þingið beinir því til rit- stjóra blaða og tímarita, að þeir forðist að birta myndir og frásagnir, sem líklegar eru til að efla drykkjutízkuna. Á þingið þá einkum við myndir af samkvæmisdrykkju, sem því miður gerast hér æ tíðari í blöðum og telur að þeim megi að ýmsu leyti jafna til áfengisauglýsinga, sem bann- aðar eru að lögum“. Sjálfsagt er að blöðin taki þessa ábendingu til yfirvegun ar, ekki sízt þar sem svo ræki- lega er vakin athygli á henni með hinni sérstæðu birtingu Tímans. Sannleikurinn er sá, að drykkja í opinberum eða hálf opinberum samkvæmum, er hér á landi til vansæmdar, enda fer oft svo að fjöldi veizlugesta er drukkinn um það er lýkur, jafnt konur sem karlar. STYRKIR VÍSINDASJÓÐS l/'ísindasjóður hefur lokið * styrkveitingu og nema styrkir að þessu sinni 3,3 millj. kr. og eru 63 talsins. Vegna tilvistar vísindasjóðs og styrkveitinga hans eru stundaðar margháttaðar vís- indarannsóknir, . sem ella væri ókleift að sinna. Þessi sjóður gegnir því mjög þýð- ingarmiklu hlutverki. Enn eru vísindaiðkanir okkar íslendinga alltof skammt á veg komnar. Hvar- vetna er rík áherzla lögð á það að auka hverskonar vís- indastarfsemi og rannsóknir í þágu atvinnuvega og tækni- framfara, enda byggjast batn- andi lífskjör ekki sízt á því að hagnýta nýjar uppgötvanir, sem oft kostar mikil rann- sóknarstörf að gera. Við íslendingar eigum á að skipa álitlegum hópi góðra vísindamanna og okkur ber að bæta starfsaðstöðu þeirra. Þess vegna á að styrkja vís- indasjóð enn og ekki síður að bæta aðstöðu til vísindaiðk- ana við Háskóla íslands. ÞÉTTBYUS- KJARNAR ITaldimar Kristinsson, við- * skiptafræðingur, setti sem kunnugt er fram í vetur kenningar um svonefnda þéttbýliskjarna. Hann leggur áherzlu á að reynt sé að efla þéttbýli í ýmsum landshlut- um. Síðan muni þessir þétt- býliskjarnar, sem hann svo nefnir, styðja nærliggjandi byggðarlög, líkt og Reykjavík er til styrktar allri byggðinni á Suðvesturlandi. Þessar kenningar eru að vísu ekki alveg nýjar af nál- inni, því að mörg ár eru síðan ályktanir voru gerðar um þetta efni á vegum Sjálfstæðis flokksins, en það er fyrst nú, eftir að þessar skoðanir hafa verið settar skipulega fram, sem menn gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra. En það er ekki nægilegt að skilja þessi sjónarmið. Það verður að vinna að því að hrinda þeim í framkvæmd. Þess vegna þarf að styrkja atvinnurekstur á ákveðnum stöðum, sem bezt eru fallnir til að þróast í átt til þéttbýlis og að því mun verða unnið (Kvikmynd | Beatles" 85 aðddendui I FYRIR skömmu var frum- = sýnd í London fyrsta kvik- | myndin meff fjórmenningun- 1 um frægu „The Beatles". g Nefndist myndin „A Hard | Days Night“. (Aff kvöldi erf- = iffs dags) og sýnir einn dag í §§ lífi þeirra félaga. = Mikið var um aff vera á § Piccadilly Circus frumsýning- = arkvöldiff, og telur lögreglan með „The frumsýnd féllu í yfirlið aff um 10 þúsund manns, ungl ingsstúlkur í meirihluta, hafi safnazt saman fyrir utan kvik myndahúsiff í von um aff sjá grilla í „The Beatles“. I þvög unni leiff yfir 85 stúlkur og lögreglan varff að setja upp hjúkrunarskýli skammt frá til þess aff annast þær. Þegar „The Beatles“ birtust tæpri hálfri klukkustund áður Úr kvikmyndinni. Paul (t.v.) og Ringo. Margrét prinsessa var viff- stödd frumsýninguna. en sýning kvikmyndarinnar | átti að hefjast, ætlaði allt um I koll að keyra. Þeir stóðu | nokkra stund fyrir utan inn- § gang kvikmyndahússins til að I ljósmyndararnir gætu fest 1 þá á filmu. Skömmu á eft I ir „The Beatles” komu = Margrét prinsessa og maður | hennar, jarlinn af Snowdon, = til kvikmyndahússins. Þá voru | öskrin, sem „The Beatles" § höfðu vakið, hljóðnuð, en hin 1 ir konunglegu gestir voru | hylltir kurteislega. Blöð í Englandi hafa farið | lofsamlegum orðu mum „A | Hard Days Night‘f og segja að f húji sé mjög skemmtileg og f hlægileg. Eitt blaðanna líkir § „The Beatles“ við Marx-bræð f ur. i Um myndina segir „The | Daily Telegraph" m.a. að hún = gefi trúlega sanna mynd af 1 lífi hinna vinsælu hljóðfæra | leikara. f henni hefjist dagur f þeirra með ferð í járnbrautar f lest til borgar í vesturhluta | Englands, og þar leiki þeir í = sjónvarp um kvöldið. Þótt = „The Beatles" séu að vísu að =f alleikarar myndarinnar, komi i einnig farm margir aukaleik- i arar, sem leiki hlutverk með = mestu prýði. f myndinni komi || „The Beatles* lang oftast fram = sem hópur, en ekki einstakl- = ingar, og sýni mjög mikla § hæfileika til gamanleiks. miuiiiiiinmiiiHiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*i|||||||l||llimilllllllllllllllllllllll,lllllllll|lll,l,lllllllllllllllllll,lli® Evrópuráðið gengst fyrir: Úlgófu íslenzkrn ljóðn d ensku og evrópskri órbók um skólumdl DR. G. Neumann flutti fyrirlest- ur þriðjudaginn 7. júlí um starf Evrópuráðsins að menningarmál- um. Lýsti hann þar starfsemi Samvinnuráffs Evrópu um menn- ingarmál (C.C.C.), og hinna þriggja aðalnefnda þess. Megin- næstu árin og áratugina. —; Ríkisvaldið getur greitt fyrir þeirri þróun, en fyrst og fremst hlýtur það að verða einkaframtakið, sem kemur verkefnunum áleiðis. atriði þess máls koma fram í með fylgjandi yfirliti, sem dr. Neu- mann hefur tekið saman. Þá vék fyrirlesarinn að ýmsu því, sem nú er í undirbúningi í menningar málum á vegum Evrópuráðsins. Sagði hann m.a., að evrópsk ár- bók um skólamál myndi koma út í fyrsta sinn 1966, handbækur um skólakerfi og kennsluhugtök væru væntanlegar og að í undir búningi væri að koma á fót upp- lýsingamiðstöðvum, þar sem fá mætti á einum stað gögn um á- stand g þróun skólamála í Ev- rópu. Dr. Neumann ræddi sérstak lega um þátttöku íslands í menn ingarmálastarfi Evrópuráðsins. Mmnti hann m.a. á, að út hefði komið á ensku safn íslenzkra smá sagna að tilhlutan Táðsins og skýrði frá því, að ætlunin væri að gefa út á ensku safn íslenzkra ljóða. Eiríkur Benediktz, sendi- ráðunautur í London vinnur aff undirbúningi þeirrar bókar. Dr. G. Neumann er deildar- stjóri þeirrar deildar í menning- armálaskrifstofu Evrópuráðsins 1 Strassbourg, sem fjallar um al- menna menntun og tæknimennt- un. Hann var kynntur, áður ea fyrirlesturinn hófst, af Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra. Aff fyrirlestrinum loknum þakkaði Áimann Snævarr, háskólarektor, dr. Neumann g ræddi um þýð- ingu starfs Evrópuráðsins aff menningarmálum. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins 7. júlí 1964). ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.