Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. júlí 1964 MORGUNBIAÐIÐ 11 Þórunn Jónsdóttir Ijósmóðir frá Ey fíristófer Kristófersson J>ÖRUNN Jónsdóttir, Ijósmóð- ir frá Ey í Vestur-Landeyjuim, lézt í Borgarsjúkrahúsinu þann 2. þ.m. Hún var fædd í Sieif 27. júlí 1876 og var því naer 88 ára gömul. Foreldrar Þórunnar voru flijónin Sigríður Srgurðardóttir og Jón Nikulásson bóndi á Áltf- flróluim. Þóru.nn óist upp hjá for eldrum s-ínum, í fyrstu að Sleif en siðan að Álflhólum. Hún giftist Jóni Gíslasyni, síð »r oddvita í Ey. í>au byrjuðu biiskap í Sleif, en sú jörð er nú í eyði. Síðar fluttust þau að Ey, og bjugigu >þar í rúma hálfa «i!d við rausn og myndarskap. Árið 1900 lærði Þórunn ljós- mæðrastörf og var ljósmóðir fyrir Vestur-Landeyjar til árs- ins 1956. Var hún ávallt reiðu- búin til hjálpar langt umfram ekyldur, þegar til hennar var leitað. Þórunn var myndarleg kona, greind og dugleg, enda sýndi heimili hennar að húsmóðurinn kunni vel til verka. Jc«i Gíslason, maður hennar, liafði mörgum opinberum störf- um að gegna og þurfti oft að vera fjarri heimilinu. Þórunn gegndi þá húsmóður-og hús- bóndastörfum. Þau hjónin eignuðust 12 mann vænleg börn og eru 9 þeirra é ífi, 5 synir og 4 dætur. Það var almælt að hjónin í Ey væru mjög samhent. Þrátt tfyrir bamahópinn og í fyrstu eð ýmsu leyti ertfiðar ástæður, voru þau alltaf veitandi og til hjálpar nágrönnum og sveitung um. Þórunn minntist otft liðins tíma og hinna miklu breytinga eem orðið hafa á lífskjörum almennings. Hún minnist þess að þeir tímar komu árlega á riörgum heimilum að fó!k hafði ekki nægilegt til matar eða klæða. Húsakosturinn var einn- ig bágborinn þegar Þórunn var í blóma lífsins. Þórunn var þakk- lát öllum þeim sem gerðu veJ, hvort heldur það var til hennar ejálfrar, vina hennar eða ann- arra samferðamanna. Hún kunni vel að meta allar þær breytingar sem Orðið hafa til batnaðar í þjóðlífinu og vildi að »nenn gerðu sér grein fyrir mik ilvægi þeirra. Hún vildi að sam tíðarfólkið væri þakklátt for- ejóninni fyrir þá velgengni sem þjóðinni hefur hlotnast í seinni tíð. Sveitungar Þórunnar og eýslungar ásarnt mörgum fleir- um, minnast ágætrar konu með þakklátum huga. Margir munu bera þó ósk í brjósti, að islenzkar konur lík- ist Þórunni í flestu og leysi störf sín af hendi af jafn mikiUi óeigingirni og velvilja eins og hún gerði. Útför Þórunnar fer fram frá Akureyjarkirkju í dag. Er ekki að efa að þar verði fjölmenni, sem vottar henni hinnztu kveðju með þök.k fyrir langt og giftu- samt lifsstarf. Sveitungi. FAGUR, annasamur og langur dagur er liöinn. Starfinu hér á jörðu er lokið og eilífðin tekin við. Því er gott að taka í háum aldri þegar iifað hefir verið og starfað í ást og kærieika til hins góða og sanna. Kærleiks- þjónusta til Guðs og manna er sá grundvöliur sem byggja skal á, til að geta öðlast sanna •lífs- j hamingju í þessu Hfi og uppskor- ið trúrra þjóna verðlaun, um eilífð, í öðrum heimi. Þórunn Jónsdóttir, ljósmóðir frá Ey í Vestur-Landeyjum and- aðist hér á Borgarspítalanum 2. þ.m. eftir skamma iogu. í dag verður hún jarðsungin að Akureyjarkirkju í Landeyj- um. Þórunn Jónsdóttir var fædd í Sleif í Vestur-Landeyjum 27. júlí 1876. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Nikulásson og Sig- ríður Sigurðardóttir er hófu bú- skap í Sleif, en fluttu þaðan eftir fá ár að Álfhólum og voru þar búendur tii æfiloka. Voru þau hjón afburða dugleg og hag sýn. Hafa þeir eiginleikar þótt mjög fastir í ættinni auik mikill- ar og óbrigðuJar hjálpsemi, sem margir hafa notið. Áttu þau 9 börn og var Þórunn þeirra elzt. Ólst Þórunn upp hjá foreldrum sínum, lengst í Álfhólum, unz hún 5. október 1895 giftist Jóni Gísiasyni frá Sigluvík í sömu sveit og var hann fædd-ur 5. okt. 1871. Höfðu þau þá um vorið hafið búskap í Sleif og var Þórunn þá aðeins 18 ára gömul. Á Jón hlóð- utst brátt miki! störf í þágu sveit arinnar. Var hann mjög lengi oddviti og sýslunefndarmaður yfir 30 ár og ýmsum öðrum störf um gegndi hann lengi. Fáum árum eftir giftinguna hóf Þórunn ljósmóðurnám og gegndi hún ljósmóðurstarfi yfir 50 ár. Fór henni það starf, sem önnur vel og farsællega úr hendi. Naut hún trausts og virðingar almennings fyrir vel og dyggi- lega unnin störf. Var hennar oft vitjað út fyric umdæmi sitt. Verkefnin voru þó bæði stór og mörg heima fyrir. Börnin urðu 12 og komust 10 þeirra til fullorðins aldurs. Má því nærri geta hve verka- hringur hennar hefir verið mik- ill og margbrotinn, en hún.lauk öllum síhum störfum með prýði og það sem meira var, það virt- ist ekki sjá á henni, hve störfin voru mikil. Þórunn var glæsileg kona og fyrirmannleg og dugnaður henn- ar og myndarskapur var alkunn- ur. Voru þau hjón mjög til fyrir myndar í sveit sinni og höfðu þar mikla mannhylli. Alúð þeirra og góðsami náði til hjartans og ég held einmitt, að ást og ein- drægni hjónanna hafi ieitt til þess, að þau urðu bæði enn betri og meiri menn. Því eins og skáld ið segir: „Maður einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.“ Árið 1925 fluttu þau hjón að Ey í sömu sveit og þar ráku þau búskap til vors 1956, en Jón Gíslason andaðist þar 27. apríl 1956, eftir rúmlega sex áratuga farsælan búskap. Eftir það dvaldi Þórunn að mestu hjá börnum sínum, bæði í Ey og hér í bænum. Það er fagurt í Landeyjum og útsýnið þaðan dásamlegt enda mun Þórunni hafa þótt vænt um það og notið þess. Svo er Ey í þjóðbraut og margir komu þar og nutu góðgerða og hins hiýja og góða viðmóts hjónanna. Farsælu starfi, sem biessaðist, er lokið. Sáð var í kærleika til Guðs og mdíir.a svo uppskeran hlaut að ávaxtast og bleseast. Drottinn blessi þig og varð- veiti þig. Steindór Gunnlaugsson. í DAG verður borinn til grafar að Biönduósi einn af eiztu og merkustu íbúum þess staðar, Kristófer Kristófersson. Hann var fæddur í Köldukinn á Ás- um 6. júní 1885, elztur sona, er á iegg komust, hjónanna Kristó- fers Jónssonar og Önnu Árna- dóttur, sem þar bjuggu góðu búi í meira en fjóra áratugi. Ætt þeirra beggja er rakin í Föður- túnum og vhrður það ekki endur tekið hér. Eina alsystur átti Kristófer, honum eldri, og var það Margrét, móðir Baldurs Páimasonar útvarpsfulltrúa. Kristófer útskrifaðist af Hóla- skóla og hóf síðan búskap í Köldukinn ásamt Jóni bróður sínum, síðar umsjónarmanni Sjálfstæðishússins í Reykjavík, en fékk litlu síðar mænusótt, lamaðist við það á fæti og gekk síðan ávallt nokkuð haltur. Það mun hafa orðið til þess að hann hætti búskapnum um þrítugt og réðist til Jóns læknis Jónssonar á Blönduósi sem afgreiðslumað- ur i iyfjabúð hans. Það starf stundaði hann í nokkur ár, en rak siðan fyrir eigin reikning verzlun í smáum stíl og síðustu áratugina eingöngu með muni, sem hann hafði smíðað úr tré og skreytt, því að hann var hag- ur vel og hinn mesti iðjumaður. Aðalstarf hans áratugum saman var þó vinna við Sparisjóð Hún- vetninga sem bókhaldari og var hann mikill reglumaður við það sem annað. Kristófer heitinn var hlé- drægur maður og hóglátur, en kíminn og glaðvær, er svo bar undir. Hann hélt sér litt fram, en gegndi þó ýmsum trúnaðarstörf- um, var lengi í hreppsnefnd Blönduóshrepps og varasýslu- sýslunefndarmaður um skeið, atti lengi sæti í sáttanefnd og sóknarnefnd og var allmörg ár meðhjáipari í sóknarkirkju sinni. Síðari árin átti hann við van- heilsu að stríða, einkum eftir slæmt höfuðhögg, er hann fékk við byltu úr stiga. Eftir það mátti hann heita óvinnufær með öliu, en naut þá ásamt konu sinni umhyggju og góðs aðbún- aðar á heimili Sverris sonar síns og tengdadóttur sinnar, frú Elsu Sigurgeirsdóttur. Kristófer kvæntist fyrir rúm- lega hálfri öld eftirlifandi konu sinni, Dómhildi Jóhannsdóttur, ættaðri úr Hjaltadal, kvenskör- ungi ágætum, sem um áratugi var formaður Kvenfélags Blöndu óss og vann ótrauðlega að því að styrkja með fjárframlögum byggingu Héraðsspítala Austur- Húnvetninga. Börn þeirra eru þrjú: Skafti, bóndi í Hnjúkahlíð, Jóna Sigríður, handíðakennari Kleppsspítala, og Jóhann Sverrir starfsmaður Búnaðarbankans sð Blönduósi. Kristófer heitinn var maður góðviljaður og er það höfuðkost- ur í fari hvers manns. Með hon- um er vammiaus maður og virt- ur farinn af þessum heimi. Páll G .Kolka. UM FRÆNDA minn Kristófer er ekkert nema gott að segja, svo ég til viti, og margt gæti það verið af minni hálfu, jafn vel og hann reyndist mér ævin- lega. Öll framganga hans ein- kenndist af hógværð og velvilja, og er það ekki einmitt þetta tvennt, sem heitir einu nafni göfugmennska? Lundin og hönd- in voru hans aðalsmerki, bið hljóða og góða lundarfar h og höndin hjálpsöm og hög. Aldrei vanstilling, önuglyndi, styggðaryrði, — heldur hlýleik- ur og glaðsinni. Höndin sívinn- andi til heilla og þarfa, og hví- lík hagsleikshönd. Að þar íór iistaskrifari og listasmiður tala hvað skýrustu máli bækurnar í sparisjóðnum og smíðisgripirnir, sem prýða mörg heimili um sýsluna og enda miklu víðar. Nú þegar Kristófer Kristó- íersson er allur, hygg ég að margur honum kunnugur gangi þess ekki dulinn, að hann setti svip á kauptúnið litla við ósinn, svip sín sjálfs, hreinan og hýran. Ég votta Dómhildi, Skafta, Jónu og Sverri og öllum nákomn um innilega hluttekningu mina við fráfall ástrí'ks heimilisföður. Við Köldukinnarkvistir hörmum hvarf þeirrar greinar, sem elzt var orðin á ættarmeiðnum hérna megin grafar, en við megum vera þess viss, að hún er vaxin í himininn inn. Baldur Pálmasoa. BiNDINDIS- OG UMFERÐARMÁLASÝNINGIN 1964 verður haldin í og við Góðtemplarahúsið laugardaginn 11. júlí fró kl. 14 til 22 og sunnudaginn 12. júlí frá kl. 10—22. Sýndar verða nýjar bifreiðar á bifreiðastæðinu og ýmislegt viðkomandi bifreiðum umferð og ferðalögum inni í húsinu. Á laugardag og sunnudag kl. 15—16 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur við húsið og á sunnudag kl. 16 skemmtir ÓMAR RAGNARSSON. — Aðgangur ókeypis. Sýningarnefnd BFÖ og IUT. STÁLGRlNDARHÚS Tiiboð óskast í nýbyggt 1000 ferm hús, ásamt 600 0 ferm. lóð. Húsið er mjög hentugt fyrir ffiskvinnslu, iðnað, vörugeymslur. o. ffl. — Upplýsingar í síma 50157 frá kl. 17—20. — Tilboð skilist fyrir 16. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.