Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 13
Laugardagur II. Jólí 1964 MORGU HBLAÐtÐ Einar Guðfinnsson: Úshlíðarvegur og umferðaskilti UM mánaðamótin maí-júní voru sett upp ný umferðarskilti við báða enda Óshlíðarvegar með svo hljóðandi viðvörun: ÓshlíS — Hætta á niður- hruni á 6 km — Akið við- stöðulaust. Umferðarskilti þessi eru 6- kunnugum hættuleg og umferðar eftirlitinu til vansæmdar því þau gefa ranga hugmynd um hugsan- lega hættu, og skal ég leitast við að rökstyðja það. Þau eiga að vara vegfaréndur við niðurhruni úr Hlíðinni og skal ekki gert lítið úr því, en ókunnugir ökumenn, *em í fyrsta sinn aka Óshlíð, og sjá fyrir sér áðurnefnd umferðar- merki, verða. skelfingu lostnir. Þeim hættir þá til að aka hratt og óvarlega og auka þannig stór- lega á slysahættuna. Þess hef ég sjálfur orðið var, en hins vegar efa ég það ekki, að merkin hafi verið sett upp í góðum tilgangi með það í huga að vara menn við •lysahættunni. Við hér getum sagt frá ótal dæmum um það, að slys hefðu orðið, ef merkin hefðu verið tek- in bókstaflega, eða hvernig eiga bílar, sem halda sitt í hvora átt- ina að aka viðstöðulaust á vegi, (em er aðeins nógu breiður fyrir einn? Auðvitað verður önnur bif- reiðin að nema staðar á útskoti. Þar af leiðir að setningin: ,,Akið viðstöðulaust" er villandi. Á veg- inum eru blindar beygjur, þar sem gæta þarf fyllstu varúðar og því hættulegt að hvetja ökumenn til að aka þannig, að þeir missi sjónar á þeirri hættu sem stafar af blindbeygjum. Við, sem daglega og jafnvel oft á dag ökum Óshlíð, vitum, að hætta er á niðurhruni á haustin og veturna og þá er sjaldnast hægt að aka viðstöðulaust vegna þess að við verðum að stöðva bíl- inn pg fjarlægja steina, sem fallið hafa á hann og bílar fara ekki yfir. Á sumrin er hins vegar lítil hætta. Oft sjáum við steinkast eða aurkast frarp og upp af bíl- unum, og er þá betra að stanza og bíða en aka beint í hættuna. Umferðarskilti þessi á því tafar- laust að taka niður. Hins vegar er á því full nauðsyn að aukið verði við umferðarskiltin á Ós- hlíðarvegi, en það eiga fyrst og fremst að vera staðbundin merki, sem gefa réttar og nákvæmar Hjarta- og æða-. verndarfélag Keflavíkur og náíírennis stofnað FYRIR nokkru var stofnað i Keflavík félagið Hjarta- og æða- verndarfélag Keflavíkur og ná- grennis. Á stofnfundinn, sem haldinn var í Aðalveri mættu milli 50 og 60 manns. Á stofnfundinum flutti Snorri P. Snorrason, læknir, mjög fróð- legt erindi um myndun hjarta- og æðisjúkdóma, einnig skýrði hann það helzta, sem hægt væri eð gera til varnar sjúkdómsmynd un. Að lokum svaraði læknirinn fyrirspurnum. Stjórn sú, sem kominn var á Stofnfundinum hefur skipt með sér verkum og er þannig skipuð: Formaður Kjartan ólafsson, hér aðslæknir; gjaldkeri Fáll Jónsson — ritari Sólveig Hannesdóttir. — Meðstjórnendur Guðjón Klemenz son og Jón Tómasson. Til athugunar fyrir þá, sem hun hafa á að ganga í félagið, og teljast vilja stofnendur, þá skal á það bent að listar liggja *iú frammi á fjölmörgum stöðum i Keflavík, Grindavík, Sandgerði og Garði; ennfrem'ir hjá stjórnar meðlimum. upplýsingar um þær hættur, sem fram undan eru hvérju sinni. ' Það er annars margt hægt að gera til að minnka þá hættu, sem af niðurhruni stafar, svo og af bílaárekijtrum á blindum beygj- um. Þar, sem aurskriður skaga t.d. svo langt fram í veginn, að vegurinn blindast og hætta er á árekstri af þeim sökum, þarf að fjarlægja aurinn með jarðýtu, það er aðeins á fáum stöðum. Við- haldsmenn, sem um veginn fara þegar hætta er á því að falli á hann, þurfa að fjarlægja steina, sem sjá má að grafið hefur und- an uppi í Hlíðinni og eru um það bil að falla niður á veginn. Þetta er mjög oft hægt að gera, enda benda vegfarendur oft á steina, sem eru um það bil að falla nið- ur og bregzt það varla, að fljót- lega eru þeir komnir á veginn. Það þarf að gera tilraun með að sá grasfræi í aurskriður ofan til við veginn, enda líklegt að það geti gert mikið gagn. Ég hef tekið eftir því, að úr bökkum þeim, sem mynduðust við „ruðn- ingu“ vegarins, hefur verulega minnkað steinkastið vegna þess að í þeim er lítið eftir nema aur og möl. Það fellur því minna á veginn nú en á fyrstu árum hans. Bakkar þessir eru í mörgum til- fellum háir og eru það þeir, sem ætti að reyna að sá grasfræi í. Það er einnig rétt að benda á, vegna ókunnugra vegfarenda, að það sem á veginn fellur úr þess- um bökkum veldúr fyrst og framset farartálma, en er ekki svo mjög hættulegt. Það þarf að bera ofan í veg- inn svo hann verði hæfur farar- tækjum nútímans, en ekki getur heitið, að það hafi nokkurn tíma verið gert, og því ekki kleift að hefla hann svo gagn sé að. Það þarf að fjölga ræsum og halda betur við vatnsrásum með efri kanti svo að vatnið renni ekki á veginn. Það þarf að fylla dældir, lækka hryggi og breyta legu vegarins á nökkrum stöðum, en Óshlíðarveg ur var upphaflega xuddur af jarðýtum og lega hans valin með tilliti til þess hvar hentugt var að fara með ýtur, en ekki að sama skapi hugsað um hvað bezt hentaði umferðinni. Allar þær umbætur, sem ég hef nefnt horfa til bóta og nú er miklu fjármagni varið til vega- viðhalds. Vænti ég þess, að vegamálastjórnin • bregðist nú fljótt og vel við þeirri ósk okkar Bolvíkinga, að í sumar verði gerð ar aðkallandi umbætur á þessum 6 km vegarkafla um Óshlíð, sem til viðhalds getur talizt. Ég vil einnig skora á þingmenn Vest- fjarðakjördæmis að vinna að því að mælt verði fyrir veginum og kostnaðaráætlun samin, að vinna að því að hann verði tekinn inn á vegaáætlun þá um byggingu og endurbyggingu vega, sem vænt- anlega verður samin á næsta hausti. Vegur þessi er nú 12 ára gamall og tel ég það ekki vanza- laust, að ekki hafa verið gerðar neinar varanlegar endurbætur, jafn mikil sem umferðin á hon- um er. Við Bolvíkingar vitum bezt hversu mikil samgöngubót Ós- hlíðarvegur er byggðarlagi okk- ar, þar sem hann tengir okkur við ísafjarðarkaupstað og aðal- vegakerfi landsins. Við treystum því, að þessari málaleitan minni GYANI HÆTTIR Nicosia, Kýpur 9. júlí (AP) PREM Singh Gyani, hershöfð ingi, sem verið hefur yfirmað ur eftirlitssveita Sþ. á Kýpur lét af störfum í dag. Við tekur annar Indverji, Kodendera Su bayya Thimayya, hershöfð- ingi. í Kýpursveitum S.þ. eru nú sex þúsund hermenn. um bráðabirgðaúrbætur og framtíðaruppbyggingu vegarins á næsta ári verði tekið með vin- semd og skilningi. ÞÆR fréttir hafa borizt hing að frá Bandaríkjunum, að frú Ragnheiður Jónsdóttir Ream, sem búsett er rétt utan við Washington D.C. í Maryland, og sem Morgunblaðið hefur áður kynnt lesendum sínum, hafi hlotið vegleg verðlaun og viðurkenningu fyrir málverk á málverkasýningu, sem The Baltimore Museum of Art hélt fyrir skömmu. Var Ragnheið Olíumálverkið „Inland“, sem Ragnheiður fékk verðlaun fyrir á málverkasýningu listasaíns ins í Baltimore. íslenzk konn hlýtur verðlaun fyiir mólverk í Bnltimore ur ein af þremur, sem hlutu verðlaunin „Museum Prize“, en það voru hæstu verðlaun, sem listasafnið veitti að þessu sinni. Þetta var 32. málvgrkasýn- ing safnsins. Þar voru ein- göngu tekin ttl sýningar mál- verk frá listamönnum, sem - eru fæddir eða búsettir í Mary landríki. Alls bárust til sýn- ingarinnar 1400 málverk, en af þeim voru aðeins 100 tekin á sýninguna. Ragnheiður sendi tvö mál- verk og voru þau bæði tekin til sýningar. Málverkið, sem hún hlaut verðlaun fyrir nefn ir hún „Inland“. Er það málað í olíulitum og virðist hún hafa haft í huga íslenzkt landslag þegar hún málaði myndina. Ragnheiður hefur stund- að málaralist undanfarin ár og tekið þátt í samsýningum, t.d. í Corcoran-listasafninu, Baltimore-listasafninu og á vegum Félags listamanna i Washington. í september 1962 hélt hún sjálfstæða sýningu í The Washington Gallery of Art og sýndi þá 18 myndir, að allega landslagsmyndir. Verðlaunaveitinguna til Ragnheiðar á Baltimore-sýn- ingunni má óefað telja henn- ar stærsta lista sigur til þessa. I þessu sambandi má geta þess, að listasafnið í Baiti- more gefur þremur listamönn um kost á að halda einkasýn ingar í salarkynnum safnsins næsta vetur. 50 listamenn hafa af þessu tilefni sent myndir Ragnheiður Jónsdóttir Ream . til dómnefndarinnar og er Ragnheiður meðal þeirra. Enn hefur ekki verið ákveðið hverj ir heiðurinn skuli hljóta, en Ragnheiður er meðal þeirra sex, sem til greina koma. Sigurður Jónsson, flugmaður: La Guardia — Heykjavík ÞRATT FYRIR þó enn vantaði þrjú ár á, að „La Guardia" flug- völlurinn við New York hefði náð hinu 10 ára marki er sett var til endurbyggingar hans, var nýja flugstöðvarbyggingin, sem kostar 36 milljónir $, vígð um miðjan apríl mánuð í sam- bandi við heimssýninguna í New York. Samtímis var hinn nýi flug- turn vígður, sem kostar um 1,6 milljónir $, og er 150 fet á hæð. ' Þessar framkvæmdir eru að sjálfsögðu þær sem setja mestan svip á þær 119 milljónir, sem endurbygging flugvallarins mun kosta. Þetta mun hafa það í för með sér ag starfslið allt mun hafa þrefaldast árið 1970, um leið og ný flugbraut hefir verið byggð og gerbreyting og endurbygging á gamalli braut verið fram- kvæmd. Sömuleiðis ný flugvéla- stæði og lendingasvæði fyrir þyrlur. Nú þegar eru bílastæði við flugvöllinn fyrir 3400 bif- reiðar, og seinna á þessu ári bætast við bílastæijj fyrir 1800 bifreiðar. Flugstöðvarbyggingin er ná- lega sjö sinnum stærri en sú sem fyrir var. Hún er 1300 fet á lengd 12i5 fet á dýpt og gólf- flötur hennar er 650.000 ferfet. Miðbyggingin er 4 hæða og 3ja hæða hliðarálmur, og afgreiðslu- stæði fyrir 36 flugvélar í einu. Það var árið 1937 að borgar- yfirvöldin byrjuðu byggingu þessa flugvallar. Flugvöllurinn var opnaður til afnota árið 1939, og hafði þá kostað 40 milljónir $ sem þótti að sjálfsögðu geysi há upphæð. Fljótlega varð La Guardia flugvöllurinn umferðar mesti flugvöllur í heimi, en með til- komu hinna stærstu þota og vegna hina miklu framkvæmda hefir umferð um hann að nokkru dregizt saman fram að þessu. Leyft er nú að nota Boeing 727 þotur á flugvellinum (flugvél þessi vegur 152.000 Ibs. og tekur 114 farþega). Þrátt fyrir þetta veitti flug- völlurinn- árið 1963 3862 mönn- um atvinnu og greidd voru í vinnulaun 33 milljónir $. Áætlað er að árið 1970. muni um 11 þúsund manns hafa atvinnu við flugvöllinn og kaupgreiðslur verði um 106 milljónir $. (Lauslega þýtt úr American Aviation, júní 1964). Hvað hefir nú skeð spyrja menn, hversvegna er nú verið að eyða þessum gífurlegu fjár- munum til endurbyggingar þessa gamla flugvallar, hafandi „John F. Kennedy,, flugvöllinn í svo að segja kallfæri við „La Guardia"? Svarið er ofur einfalt; því nær sem samgöngutækin eru stór- borgum því betra, og það er þetta sem við íslendingar eigum að læra af, að höfuðborg okkar þarf sinn eigin flugvöll í kall- færi við borgina, en getur aldrei notað flugvöll í margra tuga km. fjarlægð frá borginni, sem að- eins var byggður á þessum eina stað í þeim eina tilgangi að vinna heimsstyrjöld, og hefði alveg eins getað verið byggður á Sprengisandi eða norður á Mel- rakkasléttu ef það hefði henntað betur því hlutverki sem honum var ætlað. Flug er nauðsyn, það hefir sannast hér sem annars staðar, og munu fáar þjóðir hafa tekið þetta dásamlega farartæki eins fijótt og í eins rí'kum mæli og íslendingar, í þjónustu sína. Við eignum nú, og höfum fullan umráðarétt yfir einum flugvelli, sem getur kallast því nafni. Sláum vörð um Reykjavíkur- flugvöll, sem sakir legu sinnar tr einhver sá ákjósanlegast sem hugsast getur. Gerum á honum þær endurbætur að hann dugi flugi okkar næstu áratugina, eða ef betur þykir hennta, byggjum nýjan flugvöll í kallfæri við höfuðborging, en flýjum ekki suður á heiðar. Styrkja ljóða- þýðin^ar Pauls P. M. Pedersen STJÓRN Dansk-íslenzka félags- ins hefur nýlega ákveðið að styrkja ljóðaþýðingar danska skáldsins Pouls P. M. Pedersen með framlagi að upphæð d. tor. 1.000,00. Poul P. M. Pdersen hef- ur gefið út 2 ljóðabækur með dönskum þýðingum á íslenzkum Ijóðum, Fra hav til jökel (1961.), sem er úrval ljóða Davíðs Stefáns sonar, Tómasar Guðmundssonar, Laxness, Guðmundar Böðvarsson ar o.fl., og Rejse uden löfte (1964), sem eru þýðingar á vöid- um ljóðum Steins Steinars. Síðari bókin er gefin út af Heigafelli, og er hún 1. bindi í safninu*„Moderne islandsk lyrik bibliotek“ og verður því safni haldið áfram með þýðingum á ísl. Ijóðskáldum nútímans. Þykir öll um dómbæirum mönnum þýðing- ar þessar hafa tekizt fádæma vel og er mikill fengur að þeim til kynningar íslenzkra bókmennta erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.