Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU NBLAÐÍÐ Laugardagur 11. júlí 1984 ÚTVARP REYKJAVÍK Þorsteinn Jósepsson Á SUNNUDAGSK V ÖLD 28. júní, flutti Þorsteinn Jósepsson, rithöfundur, ljómandi erindi um Reykjavatn á Arnarvatnsheiði, en það hvað hann vera eitthvert fegursta vatn á allri heiðinni, auk þess sem það vaeri eitthvert bezta veiðivatn þar. Þorsteinn kom víða við, talaði meðal ann- ars um útilegumannabústað v þarna á heið- r \ inni, og rakti enda nokkuð sögu eins úti- legumanns, sem þar hafðist við um stund snemma á 19. öld. Nefndist sá Jón Franz. Þorsteinn er kunnur fjalla- garpur og ferða- maður, en býr auk þess yfir yfirlætislausri frásagnargáfu, 3em laðar flesta ósjálfrátt til að l,iá máli hans eyra. Á sunnudagskvöld hófst einnig nýr útvarpsþáttur, undir stjórn Andrésar Indriðasonar og Tómas ar Zoega. Nefnist hann „Á far- alds fæti“. Er sá þáttur trúlega emkum ætlaður ferðamönnum, enda flutti hann að þessu sinni ýmsan gagnlegan fróðleik fyrir Þá, sem hyggja á sumarferða- lög innan lands. Gæti ég trúað, að þessi þáttur eigi eftir að verða einhver vinsælasti og gagn legasti dagskrárliður sumardag- skrárinnar. Andrés Kristjánsson, ritstjóri, talaði um daginn og veginn á iriánudagskvöldið. Hann sagðist oft hugsa til þess með kvíða að Jónsmessu, að þá tæki þegar að skyggja aftur, þótt sumarið væri kannske raunverulega ekki hafið. Þó hefði sumar þegar ríkt um nokkurn tíma nú. Hann kvað það vel, að bændur virtust hafa helgað sér Jónsmessuna til há- tíðahalda, en síðar spurði hann: Til hvers er að vera að tala um bændahátíð, ef byggðir eyðast? Andrés kvað ekki nógu marga gera sér næga grein fyrir þeirri hættu, sem stafaði af eyðingu íslenzkra byggða. Nú væru sum- ar góðar jarðir að breytast í sumarbústaði, og væri slíkt við- sjárverð þróun. Ræðumaður hældi mjög Mývetningum, sem hann kvað unna sveit sinni svo „að alþjóðarathygli hefði vakið“. Þá vék Andrés að 17. júní há- tíðarhöldunum, og fannst kaup- sýslustarfsemi setja helsti mik- inn svip á þau. Síðan sagði Andrés, að smáþjóð gæti aldrei tryggt sig með samningum og bandalögum á sama hátt og stór- þjóð. Slíkir samningar væru aðeins brot af sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar, en fyrir stórþjóð hefðu þeir miklu meira gildi. Kann virtist nokkuð kvíðinn um framtíð og sjálfstæði þjóðar- innar og hvatti til að sýnd yrði sem mest aðgát í skiptum við aðrar þjóðir. Erindi Andrésar var á margan hátt gott, þótt gagnrýni hans og viðvaranir væru ekki sérlega frumlegar, né lí'klegar til að leiða til neinna affarasælla breytinga. Við erum búin að fjasast yfir fólksflóttanum úr sveitunum í áratugi, án þess Andrés Kristjánsson líklega að hafa meint sérlega mikið með því fjasi, enda hafa margir þeirra flúið hvatlegast, sem mest hafa gagnrýnt flótt- ann. Þá er orðin tizka, að fárast yfir hinni fyrir- ferðamiklu kaup sýslustarfsemi 17. júní, og vissulega kostar það litla ábyrgg að gagnrýna það af- markaða fyrirbrigði vörudreif- ingar. Hins vegar er vonlítið að knésetja það lögmál í 20 mínútna útvarpserindi, að varan leiti þangað sem kaupendur eru fyrir. Krakkarnir vilja fá gottið sitt og engar refjar, 17. júní. Helst mátti telja þá skoðun Andrésar frumlega, að milliríkja- samningar og bandalög hefðu meira gildi fyrir stór ríki en smá. Reynslan hefur sýnt, að varnar bandalög eða griðasáttmálar eru fckki örugg trygging neinni þjóð, hvorki stórri né smárri fremur en t. d. hlutleysisstefna. Er þess t. d .skemmst að minnast, er Adolf Hitler rauf griðasáttmála við víðlendasta og eitt voldug- asta ríki heims árið 1941 og hóf leiftursókn gegn því. En viður- kenni menn gildi varnarbanda- laga á annað borð, þá virðist ein- sætt að þau hafi ekki minna gildi fyrir smáþjóðirnar, sem hafa lítil eða engin tök á að verjast í ófriði af eigin ramm- leik, en stórveldin ættu hins vegar að geta treyst meira á eigið afl. Þetta sama kvöld flutti Guð- u. undur Sveinsson, skólastjóri síðara erindi sitt um kenningar Sorokins og menningu Vestur- landa. Var þag hið skemmtileg- asta og fróðlegasta, sem fyrra erindi hans. Sorokin vildi skipta samfélögum manna í þrjár teg- undir: 1. Þvingunarsamfélög 2. Sáttmálasamfélög (byggð á ,,Þjóðfélagssamningnum“) og 3. Fjölskyldusamfélög. Hann kvað holdsmenningu einkum ríkja í þvingunarsam- féiögum, hugsjónamenntingu í sáttmálasamfélögum og hug- menningu í fjölskyldusamfélög- um. Sorokin telur að kjarnorku- vísindin hafi afsannað lögmálið um orsök og afleiðingu, eins og það var áður skilið. í kjarnorku- vísindum gildi óvissulögmálið, eða líkindalögmál, þar sem möguleikar séu ávallt fleira en einn. Þá bendir Sorokin á breyting- ar þær, sem orðið hafa í sál- fræðivísindum. Áður hafi eigin- girnin verið talinn „driffjöðrin mesta“, en á seinni árum megi heita að orðið hafi bylting á viðhorfi manna til þessara mála. Vitundarlífið sé nú talið þríþætt: Yfirvitund, vitund og undirvit- und. I yfirvitundinni yrðu menn t. d. fyrir ýmissi dularreynslu og sæktu lífi sínu þangað nýja fvllingu. Sorokin dróg þá lokaniður- stöðu, að fram undan séu bjartir dagar friðar og framfara. Sigurður Sigurðsson, íþrótta- fréttamaður, helgaði handknatt- leiksstúlkunum á Laugardals- vfclli drjúgan hluta þriðjudags- dagskrárinnar. Sem kunnugt er, fóru íslenzku stúlkurnar með sigur af hólmi í þeirri keppni, og munu flestir landsmenn sam- gieðjast þeim með þann sigur. Um Sigurð er annars það að segja, að hann er einn af þeim útvarpsmönnum, sem hafa sett einna mestan svip á þá stofnun á seinni árum, og er víst óhætt að telja hann andríkastan íþrótta miðil, sem við höfum eignast fram að þessum tíma. Á miðvikudagskvöld var út- varpað „sumarvöku". Kom þar enn eitt framlag til 17 ára þátt- ar na, er frú Sigurveig Guðmunds dóttir í Hafnarfirði flutti frásögu þátt er hún nefndi: „Vor yfir Vífilsstöðum". Fjallaði hann um dvöl hennar á heilsuhælinu Vífilsstöðum árið 1927. Þetta var á þeim gömlu, góðu dögum meðan fól'kið ennþá lifði og hrærðist í ljóðum og sögum skáldanna, meðan „Hriflu-Jónas“ og „Kiljan“ voru enn fekki fallnir úr skúrka tölu, meðan ur.gu skáldin „elskuðu í ljóði“ og kjarnorkuvísindin höfðu enn ekki haldið innreið sína í ljóða- skáldskapinn. Gunnlaugur Ormstunga og Kristmann Guðmundsson voru annars sætastir allra skálda í augum kvennanna á Vífilsstöðu- Sigurveig Guð mundsdóttir kvaddi Vífils- staði um haust- ið, heil heilsu. „Hádegi lífsins var framundan“. Þó hlakkaði hún ekki til að hverfa þaðan. „. . „ Hin stutta dvöl Sigurveig GuS- , hennar þar hafði mundsdottir r verið hennr goð- ui skóli og uppspretta margs kor.ar fróðleiks og lífsreynslu. Þetta var óvenjulega skemmti- legt og vel gert erindi. Síðar á sumarvökunni las Sig- urður Skúlason nokkur ástar- kvæði eftir Jónas Hallgrímsson cg flutti frumsamið ævintýri um Þóru Gunnarsdóttur. í heild var þetta hin prýðilegasta sum- arvaka, og „mættum við fá meira að heyra“ af slíku. Á fimmtudagskvöld sá Einar Bragi um þáttinn: „Raddir skálda". Var hann að þessu sinni helgaður dr. Sigurði Nordal pró- fessor. Var lesið upp úr bók hans: „Fornar ástir“, sem út kom 1919. Mest voru það óbund- in Ijóð, sem lesin voru, laus við „rósfjötra rims“ og stuðla, en * GRÆNLANDSFERÐIR NÚ ERU Grænlandsferðir Flug félagsins að hefjast fyrir al- vöru og finnst mér ástæða til að vekja athygli á þeim, ein- faldlega vegna þess að ég hef komið nokkrum sinnum til Grænlands — og veit, að allir þeir, sem einu sinni hafa litið það stórfenglega land, sjá hvorki eftir fé né fyrirhöfn. Þótt Grænland sé næsti ná- granni okkar hafa tiltölulega mjög fáir íslendingar ferðazt þangað. En Grænland hefur þó það fram yfir okkar land, að staðviðri eru meiri að sumr- inu — og vikum saman er þar sólskin og blíða. Fyrir mörgum árum var ég á togara heilt sumar við vestur- strönd Grænlands — og þá kom þar aldrei dropi úr lofti. Eilíf himnesk blíða, sólskin og hlýindi. Siðan hef ég nokkrum sinnum farið flugleiðis til Grænlands, bæði til vestur og austurstrandarinnar, jafnan að sumarlagi — og alltaf hefur þar ríkt sama sumarblíðan. Flug- menn hjá Flugfélaginu segja mér líka, að sumarblíða sé yfirleitt mikil á þeim slóðum, sem þeir halda sig mest á. * HRIKALEG NÁTTÚRA Sól og suðlæg lönd heilla íslendinga eins og alla „norð- urbúa“ — og er það ekki nema eðlilegt. En ég hef bæði séð Miami á Florida og Narssarss- uak á vesturströnd Grænlands — og ég verð að segja það, að hin hrikalega náttúra Grsén- lands, ógnþrungnu fjöllin og dauðakyrrðin, heillaði mig meira en vaggandi pálmakrón- ur og brennandi sólskinið. Það er heldur engin vitleysa, þetta með Danina, sem vetur- setu hafa á Grænlandi. Þegar vorar fyllast þeir af heimþrá og verða fegnir að sleppa úr fásinninu í Grænlandi og kom- ast heim í hina glaðværu Kaup- mannahöfn. Þeir eru hissa á sjálfum sér að hafa þraukað grænlenzka veturinn og heita því að fara ekki aftur í slíkan leiðangur. — En einmitt þessir sömu menn eru fyrstir til Græn lands þegar fer að hausta. Jóhannes Snorrason sagði mér einu sinni, að þeir væru ekki svo fáir, Danirnir, sem hann hefði sótt til Grænlands á vorin — ljómandi af' ánægju yfir því að komast nú heim. En þessir ’sömu ljómuðu yfir- leit alltaf meira á haustin, þegar þeir væru á leið til Græn lands — og þeir væru fullir eftirvæntingar, þegar Græn- landsströndin risi úr sæ, þögul, en stórbrotin og tignarleg — og vingjarnleg þeim, sem hana þekktu. ic AUKNAR SAMGÖNGUR Grænlandsferðir Flugfélags- ins eru orðnar mjög vinsælar þrungin djúpri lífsspeki, knúinni fram af hamförum skáldlega anda um mannleg tilfinninga- svið. Talið er, að Sigurður hafi með bókinni „Fornar ástir“ haft alimikill áhrif á skáld þau sem voru að mótast á árunum 1920- 1930, þótt sjálfum ynnist honum ekki tími til að yrkja ljóð né semja sögur svo teljandi væri, eftir að bók þessi kom út. Sigurður Nor- dal, er sem kuirn ugt er, fremsti bókmenntafræð ingur okkar á þessari öld. En hvers vegna vannst honum ekki tími til að semja fleiri skáldverk en raun er á? Var köllun hans til skáldskapar ekki nógu sterk? Sigurður Nordal Hvernig sem menn vilja svara þeirra spurningu, þá er sannast sagna, að starf Sigurður Nordala sem listræns vísindamanns á sviði bókmennta og sagnfræði. er svo mikið og gott, að maður veit varla, hvort nærtækara er að harma eða hrósa happi yfir, að hann gaf sér ekki tíma til gð halda lengra út á braut sjálf- stæðrar listsköpunar í formi ljóða eða sagna. Upplesturinn á fimmtudagskvöldið hefur vafa- laust styrkt þá í trúnni, sem hneigjast að fyrri úrkostinum. Þetta sama kvöld flutti séra Árelíus Níelsson erindi, sem hann nefndi „Harmsaga hetju- þióðar“. Fjallaði það um fyrsta kristna þjóðríkið, en það var Armenia, sem nú tilheyrir Sovét- ríkjunum. Á undanförnum öld- um hefur land þetta sætt undir- okun og kúgun af hendi ýmissa þjóða, en íbúarnir hafa þó varð- veitt trú sína á hinn eina sanna guð allt fram á þennan dag. Það var árið 300 e. Kr., sem Armenar meðtóku kristna trú, fyrstir allra þjóðríkja, eins og getið var. Á föstudagskvöldið lauk Hlyn- ur Sigtryggsson, veðurstofustjóri. erindi sínu um jarðskjálfta og Framihald á bls. 11 og fólk kemur alla leið frá ítalíu til þess eins að sjá þetta stóra og kalda land. Ég efast ekki um ag Flugfélagið gæti byggt upp töluverða flutninga þanga, ef það fengi betri að- stöðu fyrir farþega sína í Græn- landi. Á sínum tíma sótti félag- ið um leyfi til reglubundin* flugs þangað, en fékk ekkú Vonandi tekst það samt í fram- tíðinni — og kannski hjálpar Færeyjaflugið þar eitthvað til. því Færeyingar hafa mikið sam band við Grænland og það kæmi sér vafalaust vel fyrir þá að geta flogið milli Færeyja og Grænlands — um ísland. * BÍLAGEYMSLA Það er stöðugt vaxandi vandamál hjá bíleigendum i Reykjavik — að finna stæði |yrir bila sína í miðbænum. Eitt sinn var talað um bílageymslu og mér skilst að það mál sá stöðugt í athugun. Það er i rauninni kominn tími til að aðhafast eitthvað í málinu, finnst mér, því eftir 2—3 ár verður þörfin fyrir slíka geymslu orðin brýn, ef bíla- fjöldin heldur áfram að vaxa eitthvað svipag cg að undan. förnu. ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. A E G - umboðið Söluutnboð: HÚSPRÝÐI HF. Simi 20440 og 20441.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.