Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 11. jálx 1964 Einar Markússon, ríkisbókari Myndin var tekin 1946, er Einar Markússon var 82 ára ,en Pétur Östlund, dóttursonur hans, tveggja ára. Aldarminning ÞANN 11. júlí 1964 eru liðin liundrað ár frá faeðingu föður neíns sáluga, Einars Markússon- ar, ríkisbókara, og get ég ekki látið hjá líða, að minnast hans með nokkrum fátæklegum orð- um. Ekki rifja ég þó upp mínar exgin endurminningar, heldur styðst ég við það, sem um hann hefur verið ritað af öðrum, svo sem í bókinni „Skútuöldin“ og í blaðinu „Eining“. Faðir minn fæddist 11. júlí 1864 að Stafholti í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru séra Markús Gíslason og kona hans Metta Einarsdóttir. í æsku naut faðir minn fræðslu í heimahúsum, en þegar hann var á átjánda ári, sigldi hann til Kaupmannahafn- ar á vegum Sigurður E. Sæ- mundsens, móðurbróður síns, og stundaði þar verzlunarnám, bæði með störfum hjá stórum verzl- unarfyrirtækjum og með skóla- göngu. Hann kom aftur heim eftir tíu ára' dvöl erlendis og gerðist þá verzlunarstjóri hjá Sxgurði frænda sínum í Ólafs- vík árið 1891. Samhliða því starfi var hann umboðsmaður Arnarstapa o,g Skógarstrandar- jarða, en það var mikið stárf, þar sem um hundrað jarðir var að ræða. Þetta voru þjóðjarðir, og afgjald þeirra rann til lands- sjóðs. Þessu starfi gegndi hann til 1910, þegar hann fluttist frá Ólafsvík. Árið 1903 átti að sameina tvær verzlanir, sem fram að þeim tíma höfðu verið í Ólafsvík, en föður mínum leizt ekki á að starfa fyrir þá samsteypu heldur reisti sjálfur verzlunarhús og hóf verzlun og útgerð fyrir eigin reikning. Hlaut hann brátt all- stóran hóp traustra viðskipta- vina, þrátt fyrir harða sam- keppni. Hafnaraðstaða var mjög slæm 1 Ólafsvík um þessar mundir og almennt álitið, að ekki yrði við komið útgerð stærri skipa en þeirra, sem setja mátti upp og ofan á degi hverjum, en fiski- mið voru góð skammt undan. Faðir minn taldi, að þessu mætti Og ætti að breyta og keypti tvær skonnortur árið 1903 og önnur tvö skip næsta ár. Nokkru síðar keypti hann svo fimmta skipið og varð það hig eina, sem veru- lega fengsælt reyndist. Hann braut upp á því nýmæli, að hafa doríur með skútunum og láta þær leggja línu út frá móð- urskipinu og urðu það honum mikil vonbrigði, að sú veiði- aðferð skyldi ekki reynast bet- ur, en raun bar vitni. Yfirleitt heppnaðist útgerðin ekki vel og árið 1909 varð hann að hætti henni með öllu, enda hafði hann Þá orðið fyrir þeim áföllum að missa tvær skúturnar óvá- tryggðar, því ekkert vátrygging- arféli.g vildi tryggja skip, er lógðu upp við svo léleg hafnar- skilyrði. Þegar faðir minn settist að á Snæfellsnesi, hafði verið lækn- islaust á utanverðu nesinu frá cmunatíð. Barðist hann fyrir því að þar yrði stofnað sér- stakt læknishérað og með' góðum stuðningi héraðsbúa fékk hann því til leiðar komið að læknir kom til Ólafsvíkur árið 1894. Var þ&ð Halldór Steinssen, sem sett- ist þar að fyrstur lækna. Um þessar mundir var vín- sala mi'kil og almenn á Snæfells- nesi, og drykkjuskapur hafði orðið mörgum manni bölvaldur. Fyrir áhrif frá móður minni gerðist faðir minn brennheitur fylgismaður áfengis'bindindis og starfaði hann að því, að bind- ir.disfélag, sem fyrir var í Ólafs- vík tæki til starfa af endurnýj- uðum krafti. Sigurður móður- bróðir hans seldi um þessar mundir dönsku verzlunarfélagi fyrirtæki sitt. í>á fór faðir minn til Kaupmannahafnar og gekk fyrir sína nýju húsbændur með bænarskrá upp á vasann, undir- ritaða af flestum hreppsbúum cg málsmetandi mönnum úr nær- sveitum. Var inntak bænarskrár- innar það, að verzlunin hætti að flytja vin til Ólafsvíkur og að vínsölu yrði þar hætt að fullu og öllu. Varð niðurstaða þess- arar málaleitanar sú, að vínsölu 1 var með öllu hætt í Ólafsvík og stóð bindindisstarfsemi þar með miklum blóma. Faðir minn flutti frá Ólafs- vík árið 1910, er hann gerðist ráðsmaður holdsveikraspítalans í Laugarnesi. Þar starfaði hann í ellefu ár, en árið 1921 var hann ráðinn ríkisbókari og gegndi því embætti til ársins 1935, er hann varð að hætta fyrir aldurs sakir. Eftir það starfaði hann mörg ár sem bókhaldari hjá ríkisstofnunum. Hann kvæntist móður minni, Kristínu Árnadóttur, árið 1892, en hún lézt 12. júní 1930. Síðari kona hans, sem enn er á lífi, var Stefanía Stefánsdóttir og giftust þau árið 1931. Reyndist hún föð- ur mínum góð kona og annaðist hann af mikilli alúð til hinztu stundar. Að ég fékk að ganga lista- •brautina, fékk að njóta þeirrar þjálfunar o,g þroska, sem til þess er nauðsynlegur, þakka ég fyrst og fremst foreldrum mínum og eftir andlát móður minnar, þakka ég það föður mínum, sem virtist hafa óbilandi trú á því, að hann gerði rétt í að styðja mig á allá lund. Fyrir þetta og allt það annað gott, sem ég á foreldrum mínum upp að unna, verð ég þeim eilíflega þakklát og blessa minnngu þeirra. Undir þau orð veit ég, að systkini mín öil vilja taka. María Markan. — Lán til húsbygginga Framhald af bls. 1 launaskatt, er renna skyldi til íbúðalána, en jafnframt hafa far- ið fram viðræður milli félags- málaráðherra og bankastjórnar Seðlabankans um, að bankinn hlaupi undir bagga til þess, að hægt verði að veita þau íbúða- lán á þessu ári, sem fyrrgreint samkomulag gerir ráð fyrir. Nú hafa tekizt samningar um það, milli Seðlabankans annars vegar og ríkisstjórnarinnar og húsnæðismálastjórnarinnar hins vegar, að bankinn láni 60 millj. kr. til íbúðalána, en með því á að vera kleift að úthluta nú á næstu vikum 100 millj. kr. ífoúða lánum til þeirra, sem fullgildar umsóknir eiga hjá húsnæðismála stjórn. Jafnframt því sem Seðlabank- inn gerir þennan samning vill bankastjórn hans leggja áherzlu á, að allt sé gert sem unnt er til «ð tryggja, að aukin útlán til íbúðabygginga nýtist sem bezt og verði ekki til að auka þá þenslu, sem nú er á vinnumarkaðinum, Og þá einkum í byggingariðnað- inum. Af þessari þenslu stafar nú hætta fyrir almennt jafnvægi í þjóðarbúskapnum, jafnframt því sem hún veldur hækkun bygg ingarkostnaðar og lélegri nýtingu vinnuafls og fjármagns. Banka- stjórnin telur því eftirfarandi at- riði mikilvæg til þess að tryggja þann grundvöll, sem lagður var með samkomulaginu um launa- mál 5. júní s.l. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að á móti hinum nýju lánum Seðla- bankans til íbúðalána komi eftir' því sem unnt er, hlutdeild í spari fjármyndun þjóðarinnar. Banka- stjórn Seðlabankans hefur því á- kveðið, að innlánsstofnunum verði á árinu 1964 gert að binda sérstaklega í Seðlabankanum 5% innlánsaukningar, auk þeirrar al mennu innlánsbindingar, sem fyr , ir er. Áætlað er, að með þessari , sérstöku bindingu fáist á árinu um helmingur þeirrar upphæðar, sem Seðlabankinn nú veitir til íbúðalána. í öðru lagi leggur Seðlabank- inn megináherzlu á það, að hið nýja lánsfé, sem hið almenna veð lánakerfi fær á þessu ári og fyrri hluta næsta árs, en gert er ráð fyrir, að það verði 250 millj. kr., gangi allt til að ljúka þeim íbúð- um, sem nú eru vel á veg komn- ar, svo að ffamboð á íbúðum auk izt sem örast. Jafnframt séu aðr- ,ir, sem hyggjast byrja nýjar íbúðabyggingar, hvattir til að fresta framkvæmdum til næsta árs, enda geti þeir þá notið hinna hækkandi íbúðalána, sem þá eru fyrirhuguð. Augljóst er, að nú eru fleiri íbúðir í byggingu en vinnuafl og fjármagn leyfir að lokið sé á hæfilegum tíma. Er því æskilegt, að sem fæstir til viðbótar hefji byggingu nýrra íbúða á þessu ári. Vill Seðlabank inn foeina þeim eindregnu tilmæl- um til húsnæðismálastjórnar, svo : og lífeyrissjóða, sparisjóða og , banka, að þeir beini fjármagni — Merkur áfangi Framihald af bls. 24 skiplagstillögum um Miðbæinn og Austurbæinn. — Borgarstjóri kvaðst vonast til þess. að borgar- stjórn mundi ræða aðra kafla aðalskipulagsins á næsta fundi sínum eftir sumarleyfi, í byrjun september, svo að bókin komi út á þessu ári. Tillaga borgarstjóra, sem sam- þykkt var á fundinum, er á þessa leið: „Lögð var fram greinargerð Peters Bredsdorffs, Anders Ny- vigs og Aðalsteins Richters um aðalskipulag Reykjavíkur, fjölrit að sem handrit í Reykjavík í júlí 1964, ásamt hluta af skýringum og ttllögum um aðalskipulag Reykjavíkur, ásamt uppdráttum. í framhaldi af samþykktum sín um 16. janúar og 19. apríl sl. og með hliðsjón af upplýsingum, sem veittar hafa verið á fundum borgarstjórnar og fundum borg- arfulltrúa um skipulagsmál, felst borgarstjórn á þessar tillögur, á- samt uppdráttum. Þó óskar borgax'stjórn með til- liti til lokaumræðu um aðalskipu lagið í septemfoer n.k. að fá eftir farandi atriði nánar skýrð: 1) Nothæfni mismunandi teg- unda íbúðarhúsa, éinkum þó með samanburð háhýsa annars vegar og hins vegar 2—3 hæða sam- bygginga (þar sem hver íbúð er á einni og sömu hæðinni). 2) Samanburð á nýtingu og hagkvæmni við byggingu hárra eða lágra íbúðarhúsa. 3) Hverjir möguleikar eru á því að nota núverandi svæði Reykjavíkurflugvallar, ef flug- völlurinn verður lagður niður eftir 1983. 4) Hvaða áhrif það hefur á gatnakerfið, ef eins mörgum íbúð um og unnt er verður komið fyrir á flugvallarsvæðinu (líklega um 18000 íbúar). 5) Er þörfin fyrir lóðaflatar- mál í Austurbænum undir smá- iðnað, handverk, geymslur og bif reiðaþjónustu eins mikil og sýnt er á kortinu yfir notkun lands- svæðisins. 6) Hve mikilli aukningu iðnað- ar á að gera ráð fyrir í Rauðarár- holti. 7) Auk þess óskar borgarstjórn þess, að í aðalskipulaginu verði jafnframt frumáætlun um upp- •byggingu Breiðholtshverfis, sbr. þann uppdrátt af skipulagi hverf isins sem sýndur var á fundi í Höfða þ. 9.7. 1964.“ Eftir ræðu borgarstjóra kvöddu sér hljóðs fulltrúar minnihluta- flokkanna í borgarstjórn, þeir Einar Ágústsson (F), Alfre® Gíslason (K) og Óskar Hallgrims son (A). Létu þeir í ljósi ánægju með þær tillögur að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, sem fyrir fundinum lágu, í öllum meginat- riðum, en viku hver um sig að einstökum atriðum, sem þeir töldu að mættu betur fara. Fögnuðu þeir því, að nú hillti undir heildarskipulag fyrir borgina. Einar Ágústsson benti á, að fengnir hefðu verið þinir færustu sérfræðingar til þess að vinna að skipulagstillögunum og borgarstjóri og aðstoðarmenn hans hefðu ötullega ýtt á eftir f>-amkvæmdum. Alfreð Gíslason lét í ljósi þakklæti til þeirra manna, sem að skipulagstillög- unum hafa unnið um langt skeið, bæði erlendra og innlendra. Kvað hann mikla vinnu liggja að baki þessum tillögum og að þeim hefði verið unnið af alúð og kostgæfni. Hins vegar teldi hann, að hefðu skipulagsfræð- ingarnir verið óbundnir af nú- verandi byggð, hefði mátt vænta e.t.v. annarskonar tillagna. Auk fyrrgreindra manna tóku til máls Kristján Benediktsson (F) Gísli Halldórsson (S) og Úlf- ar Þórðarson (S) sem einnig létu I ljós ánægju með skipulagstil- lögurnar í heild og ræddu ein- stök atriði þeirra. Gísli Halldórs- son benti á, að sérstaklega væri séð fyrir opnum svæðum til úti- vistar og íþróttaiðkana. Þannig væri gert ráð fyrir grænu svæði á Öskjuhlíð og umhverfis hana, í Nauthólsvíkinni, Fossvogsdaln- um og svo Laugadalnum um Sogamýrina, en hvort tveggja tengdist við Elljðaárnar, og þar lægi griðland um Árbæ að Heið- mörk. — Úlfar Þórðarson ræddi sérstaklega þátt heilbrigðisþjón- ustunnar í skipulaginu, og með því að þróunin færi í þá átt, að læknisþjónusta væri innt af hendi á sjúkrahúsum í auknum mæli, taldi hann nauðsynlegt að ætla Borgarsjúkrahúsinu rúmt svæði. Að lokum var tillaga borgar- stjóra samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum borgarfulltrúa allra flokka borgarstjórnar, en Guðmundur Vigfússon (K) ósk- aði bókað fyrir hönd flokks- manna sinna, að þeir væru 1 meginatriðum sammála skipu- lagstillögunum og greiddu þeim atkvæði, en vísuðu um afstöðu sína til skipulags miðbæjarins tii umræðna í borgarstjórn fyrr á þessu ári. Kínverskir ráðherrar óvænt til Rangoon 10. júlí (NTB) FORSÆTISRÁÐHERRA Kín- verska Alþýðulýðveldisins, Chou En-lai, og utanríkisráðherra landsins Chen yi, komu til Rangoon í Burma í dag, og vakti koma þeirra mikla undrun fréttamanna, því að ekkert hafði verið frá henni skýrt opinber- lega. Kínverzku ráðherrarnir eru í Burma í einkaheimsókn i boði til þess eingöngu á næstunni að fullljúka ífoúðum í byggingu, en veiti ekki fjármagn til nýbygg- inga. í þriðja lagi telur bankastjórn Seðlabankans nauðsynlegt, að reynt sé að draga úr öðrum bygg ingaframkvæmdum bæði ríkisins sveitarfélaga og fyrirtækja. Hér á hið sama við og um íbúðir, að það er sérstaklega mikilvægt, að ekki sé hafizt handa um nýbygg- ingar, heldur lögð megináherzla á að ljúka og gera arðbærar þær miklu byggingar, sem í smíðum eru. Er þeim tilmælum beint til banka og annarra lánastofnana, að þeir stuðli að því að iþessari meginstefnu verði fylgt“. __ «■ Rangoon Nf Win, hershöfðinga, forsætis- ráðherra landsins. Koma Kínverjanna til Burma hefur komið af stað miklutn vangaveitum meðal stjórnmála- manna og erlendra sendimanna vegna þess að ekki eru liðnir nema fáir dagar frá því að Anast- as Mikoyan, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra Sovétríkjanna, hélt heimleiðis frá Rangoon eftir nokkurra daga dvöl. Telja menn sennilegt, að kinversku ráðherr- srnir ætli að reyna að vega á mó'ti þeim stuðningi, sem Mik- oyan hefur tryggt Sovétríkjun- um meðal ráðamanna Burma, þegar skorið verður úr um hvort þau fái sæti á ráðstefnu Afríku- og Asíuríkja, sem stendur fyrir dyrum. Sovétríkin hafa látið í ljóa mikinn áhuga á ráðstefnunni og telja sig hafa rétt til þess að sitja hana vegna þess hve mikið aí landssvæði þeirra er í Asíu. Kinverjar hafa hins vegar rekið sterkan áróður gegn því, að Sovétríkjunum verði heimilu® seta á ráðstefnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.