Morgunblaðið - 22.07.1964, Qupperneq 6
MORCUNBLADIÐ
MiðvtkucJagur 22. júlí 1964
Kennsla í meðferð
liskileitartækja
NÝLEGA birtist I einu dagblað-
anna viðtal við Hilmar Krist-
jónsson, forstöðumann veiðitækni
deildar FAO í Róm. Var þar m.a.
réttilega vakin athygli á nauð-
syn þess, að hér á landi yrði tek-
in upp föst kennsla fyrir sjó-
menn í notkun fiskileitartækja
Og annarri veiðitækni.
Viðtal þetta hefur gefið blöð-
tmum nokkurt tilefni til hugleið-
inga. Af þvi, sem þar hefur kom-
ið fram, sem m.a. gefur til kynna,
að ekkert hafi verið gert hér á
landi í þessum efnum, þykir mér
pétt að vekja athygli á eftirfar-
•ndi:
Eftir að fiskileitartækin voru
almennt tekin í notkun við síld-
veiðarnar hér við land og ný
veiðitækni í sambandi við þau,
kom brátt í ljós, að hin nýja
tækni var ekki öllum jafn auð-
lærð. Fiskifélag íslands hófst því
handa og stofnaði til námskeiða
til fræðslu í meðferð fiskileitar-
tækja og veiðitækni í sambandi
við notkun þeirra. Var nokkurt
fé veitt til þessarar starfsemi á
fjárlögum. Námskeiðin voru
haldin víðsvegar um land, svo að
lem flestir skipstjórnarmenn
gætu haft af þeim gagn. Tveir
menn voru það aðallega, sem
höfðu veg og vaftda af fram-
kvæmdum í sambandi við nám-
Bkeiðin, Kristján Júlíusson, loft-
•keytamaður, og Jakob Jakobs-
*on, fiskifræðingur. Auk þess,
voru svo fengnir hinir færustu
skipstjórar til að skýra frá
reynslu sinni og ræða við þátt-
takendur í námskeiðunum um
hagkvæmasta notkun tækjanna.
Var það álit allra, sem fylgdust
með þessari starfsemi, að hún
hefði borið mikinn árangur.
Það var hinsvegar augljóst, að
slíkri starfsemi eru takmörk sett
Steinavötn í Suð-
ursveit brúuð.
HÖFN, Hornafirði, 20 júlí —
Siáttur hófst í Hornafirði síðari
hluta júní-mánaðar, en hefur
gengið fremur hægt. Þurrkar
hafa ekki verið hagstæðir, en
grasspretta mun víðast hvar vera
•Ilgóð. Byrjað er að brúa Steina-
vötn í Suðursveit. Brúarsmiður
tr Jónas Gíslason.
Mjög mikili straumur ferða-
fólks er hér dag hvern. Flest hef-
ur fólkið orðið-að snúa aftur við
Steinavötn. >au eru aðeins fær
bifreiðum með drifi á öllum hjól-
um, en ferðafólk vill gjarnan
komast að ævintýralandinu við
Jökulsá. — Gunnar.
Bílvelta í Hraun-
gerðishreppi
A LAUGARDAGSKVÖLD valt
Moskvitsbifreið út af veginum
hjá Bitru í Hraungerðishreppi.
Elín Björt Jónsdóttir úr Kópa-
vogi, sem ók bifreiðinni, slasaðist
eitthvað, en engin meiðsli urðu
á tveimur fanþegum, sem með
henni voru.
og getur ekki komið að sömu not-
um og ef um fasta kennslu er að
ræða. f framhaldi af námskeið-
unum og byggt á þeirri reynslu,
sem þar fékkst, var svo birtur í
tímaritinu Ægi langur greina-
flpkkur, sem Kristján Júlíusson
ritstýrði, um fiskileitartækin og
notkun þeirra. Var greinarflokk-
ur þessi síðan sérprentaður og
sendur út þannig, að reynt var að
sjá svo til, að hann kæmist í
hendur öllum skipstjórnarmönn-
um á síldveiðiflotanum.
Loks er nú í undirbúningi út-
gáfa bókar um fiskileitartækin
og notkun þeirra, þar sem fram
kemur allt hið nýjasta í þessum
efnum byggt á þeirri reynslu,
sem fengizt hefur undanfarin ár.
Verður þetta mjög gagnleg
handbók skipstjórnarmönnum.
Ritstjóri bókarinnar er Jakob
Jakobsson, en Fískifélagið gefur
hana út með fjárstyrk úr ríkis-
sjóði. Mun bókin koma út fyrir
haustið og er þess að vænta, að
skipstjórnarmenn notfæri sér
þann mikla fróðleik, sem þar er
að finna, í aðgengilegu formi.
Af þessu má sjá, að nokkuð hef
ur þegar verið gert hér á landi í
því efni, að fræða skipstjórnar-
menn á síldveiðiflotanum um
fiskileitartækin og veiðitæknina
í sambandi við þau og enn er
unnið að því.
>að haggar þó ekki því, að
nauðsyn er á fastri kennslu og
yrði hún fyrst og fremst að fara
fram við skóla sjómanna.
Mun nú vera í endurskoðun
námsskrá Stýrimannaskólans og
verður þar vonandi tekið tillit til
vaxandi þarfa á þessu sviði.
Davíð Ólafsson.
■ . m 'V líwMWmfmM ■ »-,■. ... .. ■
Withold Lesxczynsky (til vinstri) og
Relles
Dominique
Kvikmynd af forn-
um víkingaslóðum
MJÖG færist nú í vöxt, að hing-
að komi útlendingar þeirra er-
inda að gera kvikmyndir af
landi og þjóð. Morgunblaðið
hafði tal af tveimur mönnum í
gær, sem hér hafa verið í 10 daga
við töku kvikmyndar. Annar er
Frakkinn, Dinique Birmann de
Relles, sem starfað hefur við
sænska útvarpið í 11 ár, og hinn
er Pólverjinn, Witold Leszczyn-
ski, sem nýlega hefur lokið námi
i kvikmyndastjórn í Póyandi og
hefur um eins árs skeið kynnt
sér slíka starfsemi í Kaupmanna.
höfn.
Félagarnir hafa ekki áður gert
kvikmynd, en de Relles, sem
stjórnar töku myndarinnar,
kveðst lengi hafa haft mikinn á-
huga á Islandi og slóðum fornu
víkinganna. Fékk hann árs leyfi
hjá Sænska útvarpinu, seldi flest
ar eigur sínar til að standa
stnaum af kostnaði við kvik-
myndatökuna og er nú hér kom-
inn. Ætlunin mun vera sú að
gera þrjár myndir, eina frá Græn
landi, eina frá Færeyjum og þá
lengstu og veigamestu af íclandi.
Verða þetta 16 mm. filmur, ætl-
aðar til að selja sjónvarpsfyrir-
iækjum en einnig haft í huga að
gera úr þeim heildarkvikmynd af
fornum slóðum víkinganna til
sýningar í kvikmyndahúsum.
Til Grænlands munu kvik-
myndatökumennirnir halda á
íimmtudag, og dveljast þar 3 vik-
ur og koma aftur til íslands ,þar
sem þeir hyggjast ljúka mynda-
töku í byrjun september. Síðan
ætla þeir að fara til Færeyja. Á
Íslandi sögðust þeir mundu
leggja aðaláherzluna á að sýna
líf fólksins, en ekki kvikmynda
náttúru landsins nema að litlu
leyti, þar sem hún er tengd starfi
manna eða þar sem hún héfur
að þeirra dómi átt þátt í mótun
skapgerðar þjóðarinnar.
Skák
EFTIRFARANDI skák var tefld
í 11. umferð mótsins.
Svart: Benkö.
Hvítt: TaL
Caro-Kan.
1. e4, c6; 2. d4, d5; 3. RcS, dxe4;
4. Rxe4, Rbd7; 5. Bc4, Rgf6;
6. Rg5, e6 (Annar möguleiki er
Rd5). 7. De2, Rdb6; 8. Bb3, h6;
9. Rgfi-f3, Be7 (E. t. v. var 9. — c5
nákvæmara). 10. Rh3, c5; 11. Be3,
Rbd5; 12. 0-0-0, Rxe3; 13. fxe3,
Dc7; 14. Re5, »6; 15. g4, Rd62;
16. g5, hxg5; 17. Rxg5, Bxe5;
18. dxe5, Dxc5; 19. Hd8t!, Ke7;
20. Hxh8, Dxg5; 21. Dd2, gefi#,
1 tólftu umferð var skálc
þeirra Gligorio og PachmaiMi
eina mikilvægust. Paobman*
beitti franskri vörn, Mac Chulton
afbrigði, gegn e4 hjá Gligoric.
Júgóslavanum tókst að ná var-
anlegu frumkvæði og vann skák-
ina í 42 leikjum. Eftir þennan
sigur á Giigoric allgóða mögu-
leika á 13% til 15 vinn. Rúss-
arnir unnu allir, nema Stein,
sem á betri biðskák gegn Benkö.
IRJóh.
3 tonn aí humar
til Akraness
Akranesi, 20. júlí: —
HÖFRUNGUR I. landaði 1605 kg.
Fram 850 kg. og Haukur RE 500
kg. af slitnum humar. Flestir
humarbátar eru í landi í augna-
blikinu, en fara út á veiðar 1
dag. Hann fer lygnandi.
Ms. Lagarfoss kom sl. laugar-
dag með sementsumbúðir til
Sementsverksmiðjunnar.
— Oddur.
Beck og víkingasveit hans kom-
izt í feitt — enn einu sinni.
Hvorki meira né minna en 560
lítra af genever. Mundu margir
segja, að minna mætti nú gagn
gera. Já, og svo voru það
sígaretturnar, 45 þúsund stykki,
nú, í miðjum sígarettuandróðr-
inum.
Sjálfsagt rennur töluvert af
smygluðu áfengi að jafnaði
úr' greipum tollþjónanna, því
varla hafa þeir tíma til að kíkja
undir hverja fjöl og þukla öll
skip, hátt og lágt. Þag hefur
komið fyrir að tollverðir hafa
skrúfað skilrúm úr skipum í
brennivínsleitinni — og það
kæmi engum á óvart þótt þeir
tækju véUna úr einhverjum
Fossinum einn góðan veðurdag.
★ FELUSTADIR
Tollverðirnir eru farnir að
þekkja hvern krók o.g kima í
skipunum, þótt alltaf verði
sjálfsagt einn og einn krókur
útundan, þegar leitað er. En
þessi leit hlýtur að valda margs
eitthvað finnst. í rauninni ætti
að gefa tollgæzlunni tækifæri
til þess að birgja brunninn
áður en barnið er dottið niður í
hann — og leyfa gæzlunni að
fylgjast með teiknipgu eins
skips. Gefa henni tækifæri til
að útiloka sem flesta felustaði
frá upphafi. En hætt er við að
það skip yrði hálfskrýtið — og
þó öllu meiri hætta á að eng-
inn lifandi maður fengist til að
ráða sig á skip, sem hefði enga
felustaði.
ir TAUGARNAR
Annars hef ég stundum
verið að hugleiða það, þegar
tollþjónarnir eru að taka þenn-
an mikla smyglvarning, hvort
þeir séu ekki hálf taugaveiklað-
ir, sjómennirnir, sem koma í
höfn með svo og svo mikið af
smyglvöru — og bíða milli
vonar og ótta; Þefa tollþjón-
arnir varninginn uppi, eða
slepp ég?
Já, þetta hlýtur að reyna á
taugarnar og er sjáJfsagt ekki
unni til þess að geta veitt með-
bræðrunum þá hollustu, sem
felst í genever og sígarettum.
Það er ástæða til að benda
mönnum, sem vig smygl fást,
á það, að ofspenntar taugar
geta valdið alls kyns kvillum
— og langvarandi taugspenna
getur bókstaflega lagt mann í
gröfina miklu fyrr en þeir
hefðu annars hafnað þar. Þetta
er ekkert grín.
Tökum til dæmis 560 pott-
flöskur af genever og 45 þús-
und sígarettur. Hve margar
andvökunætur hafa þær kostað
hlutaðeigandi smyglara? Ætli
matarlysin hafi ekki dofnað,
þegar heimahöfn nálgaðist? Og
þeir hafa sennilega reykt helm-
ingi fleiri sígarettur en venju-
lega. Öll ánægjan af að koma
heim til fjölskyldunnar fer út
í veður og vind og þegar toll-
þjónarnir birtast, ja, hvernig
eru taugarnar þá?
Og ef þeir finna ekki neitt
— ja, þá er að koma þessu í
land, selja gósið. Það er heldur
ekki hættulaust, eins og dæm-
in sanna.
Hegning, atvinnumissir, alLs
kyns erfiðleikar og áföll á heim
ili og út í frá, þegar upp kemst
um smyglið, er svo kapituli út
af fyrir sig.
ÍT ILLUR FENGUR
En hvað hefst upp úr krafs-
inu, ef áætlunin stenzt? Jú, ætU
þeir næli ekki í nokkur mán-
aðarlaun, kannski tvenn, eða
þrenn í þetta sinnið. Sömu fjár-
hæðar er hægt að afla
á heiðarlegan hátt. Þafl
tæki lengri tíma og kost-
aði að vísu erfiði, fyrir-
höfn. En andlega ástandið, sam-
vizkan væri allt önnur. Friður
við guð og menn. Og einhvern
veginn er það nú svo, að illur
fengur verður mönnum oft tU
bölvunar. Þetta er kannski hjá-
trú og vitleysa. En það fer mik-
ið eftir hugarfari mannsina
sjálfs, andlegu ástandi hans,
hvort hann er ánægður meS
það sem hann er að gera, eð*
ekki. Ef hann hefur ekki hreina
tamvizku gagnvart sjálfum sér
vegna þeirra fjármuna, sen»
hann er að eyða, þá finnst hon-
um alla tíð að fénu hafi verid
illa varið og bölvun fylgja því,
sem fyrir peningana fékkst.
„Illur fengur illa forgengur**
getur að því leyti verið prófua
á siðferðisþroska mannsins.
ELDAVÉLAR
ELDAVÉLASETT
GRILL
Sjálfvirkt hita- œ
tímaval.
A E G - umboði#
Söluumboð:
HÚSPRÝÐI HF.
Sími 2044« og 20441.