Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 9 Tékicneska liingmaimasendlnefndin og móttökunefnd Alþingis á Reykjavikurflugvelli. Á mynd- inni sjdst talið frá vinstri: Stani.slav Kettner, Leopold Hofman, dr. Josef Kysely, formaður sendi- Befndarinnar, Josef Krmasek, sendifulltrúi Tékkóslóvakiu i Keykjavík, Sigurður Bjamason, forseti neðri deildar, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis og Sigurður Óli Ólafsson, forseti efri rílcisráðherra, en í morgun var róðgert að þeir færu til Þing- valla og fleiri staða austanifjalls. Síðan munu' þeir fara til Akur- eyrar og sitja þar kvöldverðar- boð bæjarstjórnar Akureyrar. Ennfremur munu þeir fara í Mý- vatnssveit og fljúga til Austur- lands og heimsækja þá m.a. síld arvinnslustöðvarnar á Seyðis- firði. — Johnson Framhald af bls. lt geystist a „rott. Stúlkan mun þó ekki vera í llfshættu, en kúla hitti hana í fótlegg. Þetta var annað kvöldið í röð, sem gripið hefur verið til skot- vopna í Chicago, vegna kynþátta- óeirða. • Heldur dró úr tíðindum í Harlemhverfinu í New York, en hins vegar kom til óeirða í Bed- ford-Stuyvesanthverfi í Brook- lyn. Þar komu saman um S00 blökkumenn skömmu eftir mið- nætti í nótt. Gengu þeir um hverfið, vopnaðir flöskum og grýttu verzlanir og aðrar bygg ingar. Hlutust af talsverð spjöll. Lögreglan skýrði frá því síðar, að þeir, sem hér hefðu átt hlut að máli, hefðu greinilega staðið í beinu sambandi við skoðana- bræður sína í Harlem. Margir talsmenn blökkumanna hafa bor- ið lögreglu borgarinnar þyngstu sökum, og talið hana hafa kom- ið fram af hrottamennsku und- anfarna daga. Óeirðir þær, sem til kom í nótt, voru það miklar, að a.m.k. á einum stað varð að stöðva alla bifreiðaumferð, svo að lögreglu- bifreiðar gætu komizt truflana- laust á vettvang. Blökkumennirnir báru í nótt skilti, þar sem á var ritað: „Við krefjumst réttlætis“. Lögreglan skáut yfir höfuð þeirra, en ekki mun neinn hafa slasazt, a.m.k. ekki alvarlega, í þeim átökum. deildar. (Ljésm. Mbl. Sv. Þ.) Tékknesk sendinefnd í boöi Alþingis Þingmennirnir skoðuðu í gær listasöfn og skóla í Reykjavík ÞXNGMAN NASENDINEFND tiá Tékkóslóvakíu kom hinigað til Reykjavíkur s.L mánudags- fcvökL Koma hinir tékknesku þingmenn hingað í boði Alþingis og endurgjalda þar með heimboð íslenzkra þingmanna fyrir tveim- ur árum till Tékkóslóvakíu. Hinir Talið frá vlnstrl: Bussneski sendiherrann á tslandi, Nikolai K. Tupitsin og Helena Kadeckova, túlkur tékknesku sendinefndar- tnnar, við komuna til Keykjavíkurflugvallar. tékknesku þingmenn koma hing að með Loftleiðeflugvél frá Kaup mannahöfn. f sendinefndinni eru dr. Josef Kyseiy, formaður sendi nefndarinnar, sem er varafor- seti í tékkneska þinginu og for- maður heilbrigðismálanefndar þingsins, Leopold Hofifian, for- maður utanríkismálanefndar, Stanilav Keltner, sem á sæti í landlbúnaðarnefnd tékkneska þingsins og loks Helena Kadec- kova, sem er lúlkur nefndarinnar Hefur hún dvalið hér ó landi áð- ur, m.a. stundað hér háskólanám, og_ talar ágæta íslenzku. í .gærmorgun skoðuðu tékk- nesku þingmennirnir Alþingis- húsið, heimsóttu listasafn ríkis- ins og skoðuðu það undir leið- sögn dr. Selmu Jónsdóttur, list- fræðings, forstöðumanns lista- safnsins. Enrufremur heimsóttu þeir Þjóðminjasafnið og sýndi Þorkell Grímsson, safnvörður þeim safnið. Síðan sátu hinir tékknes'ku þingmenn hádegisverðarboð for seta Alþingis, ásamt nokkrum þingmönnum úr öllum floikkum. Sigurður Bjarnason, forseti Neðri dteildar, bauð hina tál'.daiesku þingmenn velkomna og lét í ljós þá ósk að heimsókn þeirra mætti verða til þess að treysta vináttu og viðskiptatengsli milli íslands og Tékkóslóvakíu. Dr. Jósef Kysedy, formaður tékknesku sendinefndarinnar þakikaði, og kvað bæði þing og stjórn Tékkó- slóvakíu hafa mikinn áhuga á að treysta viðskipta- og menninga- tengslin milli Tékka og íslend- inga. Síðari hluta dags í gær skoð- uðu tékknesku þingmennimir barna- og framhaklss'kóla í Reykjaví'k undir leiðsögn Magn- úsar Gíslasonar, námsstjóra. Ennfremur heimsóttu þeir Há- skóla fslands. í kvöld munu hinir tékknesku gestir sitja kvöldverðarboð utan- Ingunn Sigurðardóttir með yngsta folaldið í réttinni. Það er að- eins sólarhrings gamalt. y/ — „Rakað af Framh. af bls. 3 stillast þegar slíku bandi heif ur verið á þær komið. Gefst þá tækifærj til þess að klippa fax þeirra, snyrta þær og fegra. Heimasæturnar á Geita- skarði, þær Inguim 15 ára LJÖSPRENTUNAR Þetta læki er ómissandi á hverri nútíma skrifstofu — Hafið TÆKI samband við okkur og við munum lána yður tæki til reynzlu % G. HELGASON & MELSTED RAUÐARÁRSTÍG 1 SÍMI H644 og Hildur Sigurðardætur 10 ára voru einnig viðstaddar þessa athöfn. Þær eiga báðar fol aldshryssur og kunna tök- in á hestunum eins og karl- mennimir, enda þótt þær tæku ekkj þátt í hinum hrika legu átökum við stóðmerarn- ar inni í réttinni. Það tekur oft langan tima að handsama hverja einstaka hryssu og stilla hana, þangað til hægt er að klippa hana. Þetta er eitt af þeim verk- um sem verður að vinna í sveitinni, helzt á hverju ári en stimdum annað hvert ár. Þegar búið var að „raka af“ hrossunum ætlaði Þorbjöm bóndi að leggja beizli við reiðhest sinn og reka stóðið fram á Laxárdal, þar sem hryssurnar ganga með fol- öld sín í ilmandi högum fram á haustið. Það brá fyrir gleði glampa í augum hins aldna bónda þegar hann talaði um hestana og liðnar yndisstund- ir, sem hann hafði með þeim átt á langri ævi. Sigurður Þorbjörnsson og Valgerður Ágústsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, kona hans, búa nú glæsilegu búi á Geita skarði. Þessi fagra jörð, hús hennar og mannvirki 511, bera af sakir einstæðrar snyrti mennsku, þrifnaðar og hirðu- semi fólksins sem býr þar. Þetta svipmikla stórbýli bend ir langt áleiðis um það sem koma skal í íslenzk’jm sveit- um. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.