Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 12
»
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. júlí 1964
JttWgMStfrfafrÍfr
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórní
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askrifitargjald kr. 90.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson. r
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LÖGGJÖF GEGN
EINOKUN
Íö UTANÚRHEIMI
Senda Rússar bandarískt
hveiti til Kúhu?
¥¥ér í blaðinu hefur oftsinn-
— is verið rætt um nauð-
syn þess að sett yrði löggjöf
um ráðstafanir gegn einokun-
arverðmyndun. Slík löggjöf
er í flestum lýðræðisríkjum
og eins og kimnugt er hefur
hún mikil áhrif, tii dæmis í
Bandaríkj unum.
Alþýðublaðið hefur einnig
rætt þetta mál og má ætla
að stjómarflokkamir séu
sammála um, að eðlilegt sé
að hefjast handa í þessu efni,
enda er sannleikurinn sá, að
ef lengi hefur dregizt að
hefja undirbúning slíkrar lög
gjafar, en hún er mjög flók-
in og þarfnast rækilegra rann
sókna og undirbúningsstarfs.
Löggjöf sem þessi miðar
fyrst og fremst að því að
tryggja heilbrigða sam-
keppni. Þannig á hún að
koma í veg fyrir, að samtök
séu höfð um verðmyndun,
en hún á einnig að hindra,
að eitt fyrirtæki nái yfirráð-
um í öðm, eða að um of mikl
ar félagasamsteypur sé að
ræða, 9em nái óeðlilegum
efnahagsáhrifum.
í því efni er þó vandinn
mikill, því að þróunin er sú,
að fyrirtæki verði stærri og
stærri, því að á mörgum svið
um eiga þau erfitt uppdrátt-
ar í harðri samkeppni, ef þau
eiga ekki yfir nægilegu fjár-
magni að ráða og geta ekki
hagnýtt sér fyllstu tækninýj-
ungar.
í litlu þjóðfélagi eins og ís-
landi er hætt við því að ekki
verði hjá því komizt að reka
stórfyrirtæki á ýmsum jn/ið-
um, jafnvel þótt þau skerði
frjálsa samkeppni, enda ým-
is rekstur þess eðlis að ekki
getur orðið um að ræða nema
t. d. eina verksmiðju á við-
komandi sviði.
En einnig í þessu efni kem
ur löggjöf sú, sem áður er
nefnd, til skjalanna. I henni
þarf að setja rækilegar regl-
ur um eftirlit með rekstri
slíkra fyrirtækja, fyrrf og
fremst skyldu þeirra til að
birta ítarlega reikninga og
a.m.k. árlegar greinargerðir
um allan reksturinn, þannig
að almenningur og önnur
fyrirtæki geti fylgzt rækilega
með rekstrinum og sann-
færzt um, að ekki sé um ó-
eðlilega gróðamyndun að
ræða — eða óheiðarlega með
ferð fjár.
OPIN FÉLÖG
ví miður hefur mjög á
það skort hér á landi,
að hin stærri fyrirtæki, jafn
vel þau, sem eðli sínu sam-
kvæmt ættu að greina ræki-
lega frá starfsemi sinni,
gerðu það. Þannig vita menn
í rauninni sáralítið um störf
stórra ríkisfyrirtækja og
margra samvinnufélaga.
Það virðist vera lenzka hér
að dylja sem allra flesta
þætti atvinnustarfsemi.
Menn þykjast jafnvel* því
betri forstjórar sem meiri
leynd er yfir athöfnum
þeirra.
í heilb'rigðum lýðræðisríkj-
um er þetta á allt annan hátt.
Þar er það krafa bæði stjórn-
arvalda og almennings, að
fólkið fái að vita um gjörðir
stórfyrirtækja og hag þeirra á
hverjum tíma.
Raunar kemur þetta mikið
af sjálfu sér um mörg hin
stærstu fyrirtæki, því að þau
eru í eigu þúsunda og tug-
þúsunda manna, sem eiga
heimtingu á að fá að vita um
gang mála. Þar er um opin.
hlutafélög að ræða, Sem birta
sína reikninga og halda aðal-
fundi, þar sem grein er gerð
fyrir rekstri félaganna. Þann
ig myndast það almennirigs-
álit, að yfir atvinnurekstri
eigi ekki að hvíla leynd að
öðru leyti en því, sem nauð-
synlegt er vegna samkeppnis-
aðstöðu, eða viðskiptaleynd-
armála, sem réttlætanleg
geta verið í undantekningar-
tilfellum.
í þessu efni þarf að verða
veruleg breyting. Þau fyrir-
tæki, sem fyrir eru og hafa
víðtæk viðskipti, verða að
greina frá starfsemi sinni,
ekki einungis vegna almenn-
ings, heldur sjálfra sín vegna,
því að ella spretta upp hvers
kyns kviksögur og vantrú á
framtaki fyrirtækjanna.
Þess er líka áreiðanlega
skammt að bíða að hér rísi
upp alrrienningshlutafélög,
þar sem skylt er að hafa rekst
urinn fyrir opnum tjöldum,
og slík þróun styður að sjálf-
sögðu að því, að önnur fyrir-
tæki verða að skýra frá starf-
semi sinni; annars missi þau
tiltrú fólksins.
ÚTRÝMING
HEILSUSPILLANDI
HÚSNÆÐIS
Dorgaryfirvöldin hafa gert
^ myndarlegt átak til þess
að útrýma heilsuspillandi hús
næði með byggingu húsanna
við Kaplaskjólsveg. Bröggun-
um fækkar jafnt og þétt og
nú á að rífa Pólana, sem auk
þess að vera óviðunandi
Washington, 20. júlí (AP).
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna hefur beðið
sendiráð Sovétríkjanna í
Washington um skýringu á
upplýsingum, sem borizt hafa
um að Sovétríkin sendi banda
rískt hveiti til Kúbu. Eigi
þessar upplýsingar við rök að
styðjast hafa Sovétríkin rofið
viðskiptasamninginn við
Bandaríkin, því að tekið var
fram, að ekki mætti senda
hveitið til Kúbu.
Það var Arthur Fertig, skip-
stjóri flutningaskips, sem flutti
mannabústaður, hafa verið
lýti á borginni á þeirri leið,
sem flestir erlendir ferða-
menn fara um. Vandamál
þetta hefur því vissulega
tvær hliðar. Höfuðatriðið er
auðvitað aðbúnaður, heilsa
og sjálfsvirðing þeirra, sem
neyðst hafa til að búa í ónot-
hæfu húsnæði. En slíkur
húsakostur í borginni höfðar
einnig til sjálfsvirðingar og
ábyrgðar borgaranna. •
í Mbl. birtist í gær viðtöl
við nokkrar fjölskyldur, sem
þessa dagana hafa verið að
flytjast í Meistaravallahúsin.
Það er að vonum ánægt og er
mikil ástæða til þess að sam-
gleðjast því. í viðtölum þess-
um koma fram tvö atriði, sem
snerta þetta mál.
Annað varðar starfsmenn
borgarinnar, sem fjalla um út
hlutun á slíku húsnæði og
hið vandasama og vanþakk-
láta starf, sem það er oft og
tíðum. í einu viðtalinu er
spurt, hvort ekki hafi verið
óttalegt „vesen“ í kringum út
hlutunina á þessum íbúðum.
Einn af þeim nýfluttu svar-
aði því á þessa leið:
„Auðvitað verður alltaf
einhversstaðar óánægja. En
ég verð að segja, að húsnæð-
ismálafulltrúar borgarinnar
hafa unnið geysilega mikið og
erfitt starf við að velja og
raða. Þeirra starf er mjög
örðugt og tímafrekt. Ekki
megum við heldur gleyma
vanþakklætinu“.
Ein húsmóðir, sem nýflutt
er með fjölskyldu sinni úr
Camp Knox sagði einnig við
blaðamann Mbl.:
„Svo var líka leiðinlegt að
láta krakkana á Melunum
kalla mann „kampara“.“
Það er ekki að efa, að borg-
aryfirvöldin muni halda ötul-
lega áfram við að leysa þetta
vandamál. Meginstefnan á
hér eftir sem hingað til að
vera að gera öllum kleift að
eignast sitt eigið húsnæði,
þótt nauðsynlegt sé oft að
reisa leiguhúsnæði fyrir þá,
sem af einhverjum ástæðum
geta ekki byggt sjálfir, með
eða án aðstoð hins opinbera.
hveiti til hafnarborgarinnar
Novorossisk við Svartahaf, sem
vakti grunsemdir utanríkisráðu-
neitisins. Hann ságði, að hann
hefði tekið eftir því að hveiti,
sem skipað hafði verið upp úr
skipi hans hefði verið skipað
beint út í annað skip, sem beðið
hefði í höfninni. Kvaðst Fertig
hafa reynt að komast að því
Helsingfors, 20. júlí (NTB):
f SJÓNVARPSVIÐTALI í Aust-
urríki í dag ræddi Uro Kekkon-
en, Finnlandsforseti, tlilögu sína
um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum. Hann sagðist
með ánægju hafa tekið eftir því,
að bæði Danir og Norðmenn
hefðu fullvissað Krúsjeff, for-
sætisráðherra Sovétrikjanna, um,
að kjarnorkuvopn yrðu ekki stað
sett í löndum þeirra, og kvað
ljóst, að Sovélríkin mætu þetta
mikils.
; Kekkonen sagðist telja heim-
I sókn Krúsjeffs til Norðurlanda
hvert skip þetta myndi halda og
etfir langa mæðu hefði sovézkur
sjómaður sagt, að það ætti að
fara til Kúbu.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna sagði, að þetta
væri í fyrsta skipti, sem grunur
hefði leikið á að Sovtéríkin sendu
bandarískt hveiti til Kúbu. Hins
vegar hefðu Sovétríkin seni
nokkra skipsfarma bandarískj
hveitis til Rúmeníu. Engin á-
kvæði um bann við því væru 1
sölusamningnum.
mjög mikilvæga gagnkvæmum
skilningi o^ góðri sambúð Sovét
ríkjaiia og ðurlandanna. Hún
hefði eytt turtryggni hinna
skandinavisku þjóða í garð Rússa
og væri það Finnum mjög mikil-
vægt.
Spurningu um sambúð Finn-
lands og Sovétríkjanna svaraði
Kekkonen á eftirfarandi hátt:
„Með tilliti til legu lands okkar
og sögulegrar reynslu, er ljóst,
að traust hins volduga nágranna
á hlutleysisstefnu okkar er iífs
nauðsynlegt.
Hér sést einn af hcrmönnum stjórnarinnar í Suður Vietnam bera
særðan félaga sinn eftir að jarðsprengja Viet Cong kommúnista
sprakk undir bifreiðinni, sem var að flytja þá til herbúða Tey
Ninh. Alls særðust tíu hermenn við sprenginguna.
Kekkonen ræðir kjarn-
orkuvopnalaus Norður-
lönd