Morgunblaðið - 22.07.1964, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.07.1964, Qupperneq 13
r Miðvíkudagur 22. JftTí 1964 MORCU N BLAÐIÐ 13 Oeilt um ef tirvinnukaup Slysavarnakonur heimsækja Khöfn NÝLEGA hefur verið kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er Magnús Magnússon, verkfræð- ingur, Kópavogi höfðaði gegn Landssíma tslands til greiðslu vangoldinna launa fyrir yfir- vinnu að fjárhæð kr. 16.603.48, þá var og krafizt vaxta og máls kostnaðar. Stefnandi kvað málavexti vera þá, að með samningi dagsettum 11. júní 1956 hefði hann ráðizt til starfa hjá Landssíma íslands til 31. desember 1958. Samkvæmt ráðningarsamningnum hefði vinnutími hans verið ákveðinn 38 stundir á viku. I>á hefði einnig verið ákveðið í samningnum, að hann ynni 260 stundir í auka- vinnu á ári gegn umsaminni greiðslu. Hinsvegar hefði reynsl- an orðið sú að hann hefði oft þurft að vinna mun lengur en (tilskilið hafði verið og hafi hon- um þá verið greitt sérstaklega fyrir þá vinnu. En er hann hefði ikrafið »m greiðslu fyrir yfir- vinnu þá, er hann hafði unnið á tímabilinu frá 1. sept. 1957 til 31. des. 1958, sem var eftir upplýs- ingum frá skýrsiudeild Lands- eímans samkvæmt aflesningu stimpilkorta stefnda, 21814 klst., Ihafi honum verið neitað um igreiðslu. Mál þetta var höfðað til innheimtu á greiðslu fyrir þessar yfirvinnustundir. Stefnandi skýrði svo frá m.a. eð bæjarsímstjórinn hefði ætíð óskað eftir þeirri yfirvinnu, er hér væri krafin greiðsla fyrir. Stefndi tiltók nánar þau verk- efni sem hann hafði unnið að. Stefnandi byggði kröfur sínar é því, að hér væri um að ræða yfirvinnu, er unnin hefði verið með samiþykki yfirmanns síns eða fullri vitneskju hans í tíma. Benti stefnandi á til frekari árétt ingar því að á árunum 1956 og 1957 hafi Landssími íslands greitt honum fyrir samskonar yfirvinnu útreiknaða á sama grundvelli og í þessu máli, og fengi því eigi Bkilið, hvernig stefndi gæti nú rökstutt að honum bæri eigi að greiða fyrir yfirvinnu þessa. Landssími íslands krafðist eýknu og byggði þá kröfu sína á því, að ósannað væri í málinu, að stefnandi hefði unnið þá yfir- vinnu er hann krefði launa fyrir. Enda væri það engin sönnun, þótt stimpilklukkan sýndi þar- greindan yfirtíma. Hún sýndi að- éins, hvenær stimplað væri en ekki að unnið hefði verið þann tíma, sem er fram yfir eðlilegan tíma. Þá hélt stefndi því og fram, að stefnanda hefði brostið sam- þykki yfirmanns síns til að vinna yfirvinnuna samkvæmt ráðningarsamningi stefnanda, en þar væri kveðið svo á, að aðeins væri greitt fyrir aukavinnu, hafi hennar verið óskað af yfirmanni. 1 forsendum af dómi héraðs- dóms, sem staðfestur var í Hæsta rétti, segir svo: „Samkvæmt framburði bæjar- eímastjóra, er rakinn hefir verið hér að framan, hafði hann ýmist óskað eftir því, að stefnandi ynni yfirvinnu umfram samnings- Ibundinn vinnutíma eða haft um það vitneskju. Með framburðum samstarfsmanna stefnanda verð- ur að telja sannað, að hann hefir unnið yfirvinriu fram yfir það, eem ráð var gert í ráðningar- eamningi hans. Hinsvegar er ljóst, að aflesn- ing stimpilkorta er eigi óyggjandi mælikvarði á þá vinnu, sem ynnt er af hendi, én þar sem sá hátt- ur hafði verið á hafður í fyrri lögskiptuim málsaðilja að hafa etimpilkort stefnanda til hlið- ejónar við ákvörðun aukaþókn- unar til hans fyrir yfirvinnu, þá mátti hann reikna með, að svo yrði gert áfram. Yerður krafa stefnanda því tekin til greina ó- breytt, enda virðast yfirvinnu- tímar hans ekki vera óeðlilega margir miðað við allt tímabilið, sem hér er krafizt greiðslu fyrir. Úrslit málsins verða þá þau, að stefnandi. verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 16.603.48 auk vaxta eins og krafizt hefir verið í stefnu. Eftir þessum málalokum verð- ur stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 2.700.00.“ Þá var Landssíminn dæmdur til að greiða kr. 5.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. EINN þátturinn í starfsemi Evr- ópuráðsins er að efla starfsemi sveitarfélaga í þeim löndum, sem að ráðinu standa. Starfsemi þessari er þannig fyrir komið, að annaðhvert ár er haldið svonefnt sveitarstjórnarþjng Evrópu (Eur- opean Conferance og Locai Authorities), og sækja það jafn margir fulltrúar frá sveitarstjórn um og sveitarstjórnarsamböndum í hverju landi og aðalfulltrúar viðkomandi lands eru á þingum Evrópurá.ðsins. Frá.íslandi sækja þingið þrír fulltrúar, allir til- nefndir af utanríkisráðherra í samráði við stjórn Sambands islenzkra sveitarfélaga. Reglulegt sveitarstjómarþing Evrópu var að þessu sinni haldið í Strassborg dagana 7.—10. apríl s. 1., og sóttu það Jónas Guð- mundsson formaður Sambands isienzkra sveitarfélaga, Páll Líndal skrifstofustjóri bargar- stjórans í Reykjavík, varafor- maður sambandsins, og Stefán Gunnlaugsson deildarstjóri í viðskiptamálaráðuneytinu, fyrv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. Rétt til þingsetu áttu 144 full- trúar og sóttu það allir nema íulltrúar Kýpur. Auk þess sóttu þingið áheyrnarfulltrúar frá Finnlandi, ísrael og Júgóslavíu, og frá Alþjóðasambandi sveitar- íélaga (I.U.L.A.). Framkvæmdastjóri Evrópu- Osumkomalag Bonn 20. júlí (NTB) í DAG héldu þeir fund með sér Ludwig Erhard, kanzlari Vestur- Þýzkalands, fyrirrennari hans Konrad Adenauer, fyrrv. varnar- máSaráðherra Franz Joseph Strauss og fleiri ráðherrar og framámenn Kristilega demókrata flokksins. Á fundinum var ræddur á- greiningur, sem risið hefur um stefnu V.-Þýzkalands í utanríkis málum, en tilkvnning, sem gefin var út að honum loknum bar því ljóslega vitni, að ekkert hafði miðað í samkomulagsátt. Adenauer og Strauss eru hlynt ir því, að Vestur-Þýzkaland og Frakkland taki upp nánara stjórn málasamsíarf, en Erthard og fylg- ismenn hans vilja stjórnmála- samstarf á breiðari grundvelli innan Evrópu. MEÐAL farþega á Gullfossi, sem iagði af stað s.l. laugardag áleiðis til Kaupmannahafnar, voru 50 konur úr Slysavarnarfélaginu. Voru það konur, er starfað höfðu í nefndum félagsins frá stofnun til þessa dags. 1964 ráðsins hr. Peter Smithers, ávarp aði þingið og undirstrikaði mikil- ,’ægi samstarfs sveitarfélaganna fyrir lýðræðishugsjón Evrópu. Um mál þau, sem fyrir þingið koma, er fjallað af fimm nefnd- um, sem skipaðar eru all löngu áður en þingið kemur saman. Nefndir þessar eru: allsherjar- nefnd, efnahags- og félagsmála- nefnd, fjárhagsnefnd, mennta- málanefnd og skipulagsnefnd. Jónas Guðmundsson átti sæti í allsherjarnefnd, Páll Líndal í menntamála og skipulagsnefnd- um og Stefán Gunnlaugsson í efnahags- félagsmála- og fjár- málanefndum. Forseti þingsins var kosinn Cravatte borgarstjóri i Diekirch í Luxemburg, en hann er einn helzti fyrirsvarsmaður sveitarstjórarsamvinnu Evrópu- ráðslandanna. Viðfangsefni þessa þings var aðallega svæðaskipulagning (Regional Planning). Fyrir þing- ið voru lagðar tíu skýrslur eða greinargerðir um það efni, allaj- samdar af sérfræðingum á þessu sviði. Greinargerðir þessar, sem samanlegt eru stór bók, hafa að geyma mikinn fróðleik Qg ýmsar tillögur til úrlausnar á ýmsum þeim vandamálum, sem allar þjóðir eiga meira og minna við að stríða í þessum efnum. Hin stórbreytta þróun í fram- leiðslu- og efnahagsmálum eftir siðari heimsstyrjöldina og hinar voldugu iðnaðarsamsteypur á meginlandi Evrópu hafa gjör- breytt afkomumöguleikum og lifnaðarháttum fólks á stórum svæðum. Iðnaðurinn færir út kvíarnar og aðrar greinar, ekki sízt landbúnaðurinn verða undir i samkeppninni. Þetta þjóðfélags- vandamál kemur einna harðast við sveitarstjórnir. Sums staðar tæmast sveitarfélögin svo til al- ve,g af fólki á skömmum tíma, jafnvel fáum árum, en annars staðar vaxa borgir og bæir svo hratt, ag sveitarstjórnirnar þar íá ekki skapað nægilega fljótt viðhlítandi skilyrði fyrir fólkið, sem að streymir, hvorki hvað húsnæði né annan menningarleg- an aðbúnað snertir, s. s. skóla, heilbrigðisþjónustu o. m. fleira. Milli sveitarstjórnarþinganna starfar svokölluð fastanefnd. í henni á sæti einn maður frá hverju aðildarriki, kosinn á þing- inu sjálfu eftir sameiginlegri Konur í Slysavarnarfélaginu hafa venjulega farið í innan- iandsferðalag einu sinni á ári, en í vetur kom sú hugmynd fram að breytt yrði til og efnt til Kaupmannahafnarferðar. Féll sú hugmynd í góðan jarðveg og abendingu fulltrúa hvers lands. Af íslands hálfu á nú Páll Línd- dal sæti í nefndinni. Fastanefndin lagði fyrir þingið mikla skýrslu og tillögur að 15 ályktunum um ýmis málefni, sem hún hafði fjallað um milli þing- anna. Voru flestar tillögur nefndar- innar samþykktar á þinginu. Aðalskýrslan, sem lögð var fyrir þingið, var eins og fyrr segir, um svæðaskipulagningu, og var hún í tveimur aðalköfl- um. I fyrri kaflanum var rak- in þróunarsaga svæðaskipulagn- ingár á landssvæðum, sem kalla mætti frekar vanþróuð, svo sem i löndum, sem liggja að Mið- jarðarhafinu og í strandhéruðum Atlandtshafsins, og hins vegar svæðaskipulagningar í hinum iðnvæddu héruðum Evrópu. í Miðjarðarhafslöndunum bein ist viðleitnin aðallega að því að efla framfarir í landbúnaði og að því að skapa félagslegt og efnahagslegt jafnvægi, með því m. a. að reyna að breyta ýmsum gamaldags og úreltum viðhorfum og venjum, sem torvelda skyn- samlega endurskipulagningu landbúnaðarins. í strandhéruðum Atlantshafs eru viðfangsefnið hins vegar frekar það, að skapa skilyrði fyrir hagkvæmri dreifingu iðn- fyrirtækja, koma á jafnvægi í fólksflutningum milli iðnaðar- stöðva og sigrast á ýmiss konar stjórnmálalegum og landfræði- legum annmörkum, sem torvelda íramkvæmd svæðaskipulagning- ar. Hinn kaflinn fjallaði um starf- semi hinna ýmsu stofnana í Ev- rópu, svo sem Evrópuráðsins og Sexvelda-samsteypunnar á sviði svæðaskipulagningar. Ekki eru tök á að rekja hér efni þeirrar skýrslu. Mörgum er sjálfsagt óljóst Ivvað átt er við með hugtak- inu svæðaskipulagning. Margir halda, að um sé að ræða einhvers konar gjörbreyt- ingu, en það er hinn mesti mis- skilningur. „Grundvallar atriði svæðaskipulagningar er ekki rein ný hagfræðikenning, út- færsla á háspekilegum kennisetn- ingum, né heldur ný landfræðileg skilgreining, heldur aðeins rök- rétt vinnubrögð og skipulagt viðnám á lýðræðislegum grund- velli, enda er og verður svæða- skipulagning í lýðræðislöndum ekki framkvæmd nema í nánu samráði við þá aðila, sem íbúar héraðanna hafa valið sér til for- ustu með lýðræðislegum hætti þ. e. sveitarstjórnanna“, segir í einni skýrslu Evrópuráðsins. lögðu þær af stað eins og fyrr segir nú á laugardaginn. Konurnar dvelja um kyrrt í nokkra daga i Kaupmannahöfn og koma síðan heim með Gull- fcssi aftur. Svæðaskipulagning er það, að landsvæði, sem skoða má eðli- lega, starfræna- og menningar- lega heild eftir erfðavenjum og viðhorfum íbúanna, frekar en eftir efnahagslegum aðstæðum, er afmarkað, og því gefin lýð- ræðisleg heildarstjórn. Hún hefst handa um skipu- lagninguna, en höfuðmarkmið hennar er það, að gera íbúum svæðisins kleift að lifa á þessu landsvæði sambærilegu menning- iífi við það, sem annars staðar sögðu ekki nema með samvinnu sveitarstjórna á því svæði, sem um er að tefla, og með nauð- synlegri aðstog ríkisvalds og lánastofnana, því innan svæðis- ins verða undir flestum kringum stæðum verulegar breytingar á framleiðsluháttum og tilflutning- ur fólks nokkur. Ýmsir munu halda, að hér sé mest um að ræða framtíðar- drauma. En svo er ekki. Svæða- skipulagningin er nú þegar orðin staðreynd í ýmsum löndum Evrópu. Má þar sem dæmi nefna Frakkland, Belgíu og Noreg. Mörgu er sjálfsagt annan veg farið með öðrum þjóðum en okk- ur íslendingum í þessum efnum, og því munu einhverjir segja, að við getum lítið lært af vanda- málum annarra og tillögutn þeirra til að bæta um hjá sér. En þó að allt sé hér minna í snið- um en víðast hvar annars stað- ar, er þróunin svipuð og við- fangsefnin lík þegar á heildina er litið. Hér tæmast byggðarlögin eins og þar án þess að nokkur fái við ráðið, og fólkið hrúgast saman á fáa staði, einnig án þess að við það verði ráðið. Fiskurinn í sjónum ræður enn mestu um velmegun og hnignun hinna ýmsu byggðarlaga, e.t.v., fcð Reykjavík undantekinni, og sveitarstjórnir og ríkisvald fá ekki, a.m.k. ennþá, skipulagt íerðir hans. Hér á landi eru nú 39 sveitarfélög með færri íbúa en 100 og yfir mörgum þeirra og vafnvel öðrum, sem stærri eru, vofir algjört hrun á næstú ár- um eða áratugum, verði ekkert að gert annag en veita styrki þegar verst gegnir. Tvö hrepps- iélög, þar sem áður voru blóm- legar byggðir, hafa nú enga íbúa og enga sveitarstjórn. Sveitarstjórnarþing Evrópu- róðsins hefur tekið þetta mikla allsherjarvandamál föstum tök- um, og þótt það skorti vald til framkvæmdanna, leggur það með athugunum sínu-m og tillögum verulegan skerf af mörkum til þess að finna heilbrigða fram- búðarlausn þessara miklu vanda- mála. Þess vegna er rétt að þáttar þess sé getið og að íslendingar fylgist með því, sem fram fer á I þeim vettvangi. Svœðaskipulagning afar mikilvœg Frá Sveitarsfjériiarþingi Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.