Morgunblaðið - 22.07.1964, Síða 20

Morgunblaðið - 22.07.1964, Síða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 22. júlí 1964 — Ég gæti haft fulla þörf á einhverri launauppbót, hugsaði áii, en heldur vildi ég nú einn koss. En svo brosti hún glað- lega: — Hafa verið nokkur ný vandræði með ungfrú Holland meðan ég var í burtu? spurði hún. Hann andvarpaði. — O, bara þetta venjulega. Við tókum íyrstu myndirnar í gær, með Laurence Banyon og það ætlaði allt vitlaust að verða .... ýmist tók hann of fast eða of laust á henni, og henni tókst að finna upp á hverri vitleysunni af ann- arri. Og loksins hótaði hún að hætta við allt saman, nema þvi aðeins við fengjum annan í stað- inn fyrir Banyon. Og ég hef feng- ið boð um, að hún ætli að koma hingað og finna mig í dag — og við sem eigum að fara að taka útimyndir á morgun! Jill stökk niður af borðshorn- inu. — Það lítur þá helzt út fyrir, að Susan Barlow hafi komið á réttri stundu, sagði hún. Ég býst víð, að þú hafir fulla þörf á hennar hjálp. Hún opnaði dyrnar og Susan Barlow kom inn, hikandi, en með áberandi yndisþokka. Jim glápti á hana og stóð upp. — Ja, svei mér ef bú hefur ekki hitt vel á, Jill, sagði hann. Hann gekk fram fyrir borðið og rétti fram hönd. — Gleður mig að sjá yður, ungfrú Barlow. Ef þér getið séð af fáum mínút- um til að ræða eitt eða tvö atriði, skal ég hringja í ráðningadeild- ina og láta ganga frá öllu saman í einum hvelli. — Þakka yður fyrir, sagði Susan og brosti feimnislega. Þær eru alveg furðulega líkar, hugsaði Jim, og seildist eftir simanum. Hann hló með sjálfum sér, er hann hugsaði til þess, hvernig ungfrú Holland yrði við þegar hún vissi um Susan Bar- low. En svo vildi til, að hann þurfti ekki lengi að bíða eftir að kom- ast að því. Utan úr ytri skrif- stofunni heyrði hann röddina í Eunice Briggs, sem var eitthvað að þrefa við einhvern. En svo var hurðinni hrundið upp og í dyrunum birtist ungfrú Holland, öll dúðuð í minkaskinn. Henni varð litið á Susan Bar- low, sem aftur horfði á hana með undrun og forvitni. — Má ég kynna yður Susan Barlow, sagði Jill og var ekki laust við bros á andlitinu á henni. Rétt sem snöggvast sýndi ung- frú Holland flestar tennur sínar, Jim bjóst næstum við, að hún færi að sýna klærnar líka. — Oð 'hver er Susan Barlow, ef ég illlllllllltllllllllllllllllllllllllll 6 niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii rnætti spyrja? spurði hún :— Og iivað er hún hér að gera? Hr. Laurence Banyon — kall- cður Larry meðal kunningja sinna og slúðurdálkahöfunda — var án alls vafa mjög álitlegur maður. Hann var fríður á Suður- iandavísu, með liðað hár, dökk- biá augu og pétursspor í höku. En jafnframt verður að játa, að bann var ekkert góður maður. Hann vissi óþarflega vel af vanga svipnum á sér og svo aðdráttar- aflinu sínu á konur, og eigin hagsmunum. Sérstaklega þó hags mununum. Morguninn sem Yvonne Hol- land og Susan Barlow höfðu mætzt augliti til auglitis í skrf- stofu Jims Parker, sat hr. Laur- ence Banyon og beið í setustof- unni hennar ungfrú Holland í Dorchester Tower gistihúsinu. Skórnir hans voru óþarflega frammjóir og jakkinn hans var óþarflega aðskorinn. Buxurnar of þröngar. Og hann var að reykja vindling með ilmefni í. Ulviljaður gagnrýndandi hefði sagt, að hann liti út eins og leigu maður og að heilinn í honum væri álíka takmarkaður og smekkurinn hans. En sá gagn- rýnandi hefði farið villur vegar. Það var ýmislegt á seiði bak við þetta enni, sem sýndist svo slétt. í stuttu máli sagt var hr. Bany- on að gera það upp við sig, hvort ungfrú Yvonne Holland væri,- að öllu samanlögðu, ómaksins verð. Hann var tekinn að efast stór- lega um það. Þessi andstyggilega rifrildissenna daginn áður, sem Jím Parker hafði sagt Jiíl frá, hafði ekki verið annað en ein af mörgum í röð, og þær fóru versn- Við ætlum að borga sitt í hvoru lagL ariii. Gallinn var sá, að Yvonne var farin að taka hann sem ein- hvern sjálfsagðan hlut, og ein- mitt vegna þess, að innst inni var hún óviss um hann. Nógu var hún falleg — enginn ágreiningur um það. Og hún hafði hjálpað honum talsvert áfrám — hann hefði aldrei leikið á móti henni, ef hún hefði ekki sett það á odd- inn. Og hún var örlát við hann hann — hann leit ibygginn á ermahnappana sína með perlun- um í og vindlingaveskið úr hömr uðu gulli — en þessi sífellda ásókn hennar, að hann giftist henni... .Laurence Banyon stóð upp af mjúka legubekknum, gekk yfir þvert gólfið og skoðaði sjálfan sig í speglinum. — Lít ég út eins og eiginmaður? spurði hann sjálfan sig. B YLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD í júlímánuði höfðu sovétin, með alla sina miklu flækju skrif- stofa og nefnda, verið beðin að rýma Taurishöllina, til þess að hægt væri að búa hana undir komu löggjafarþingsins, og þau höfðu leitað hælis í Smolny (því að vitanlega voru aðalsdæturnar þegar flúnar). Meira en hundrað stór herbergi voru þarna í bygg- ingunni svo að hún var mjög hentug til þessara nota. í októ- bermánuði hafði Smolny orðið æ meir undirlagt bolsjevíkum, og nú í nóvemberbyrjun var bygg- ingin orðin bolsjevíkavígi. Milli þessara tveggja andstæðu herja — bolsjevíkanna í Smolny og stjórnarliðsins, sem hnappað- ist saman um Mariinsky- og Vetr arhöllina — var einskonar al- menningur breiðra, flatra gatna, brúnna yfir Nevu út á eyjarnar, dreifðar setuliðsfylkingar, verka mannahverfin Viborgmegin, og á eyju ofurlítið ofar við ána en Vetrarhöllin var hinn forni kast- ali Péturs og Páls. Hinn annan nóvember tók Zinoviev opnberlega aftur í blöð unum alla andstöðu sína við Len in (og Kamenev gerði bráðlega slíkt hið sama), og fylkingar bol sjevíka tóku brátt að síga saman til beinnar árásar. Nú var aðal- tilgangur Trotskis sá — og hann verður að skoða sem yfirhershöfð ingja bolsjevíka, næstu dagana — að herða takið á setuliðinu í Petro grad. Með það fyrir augum voru sovétkommisarar skipaðir í hverri herdeild. Stundum neit- uðu hermennirnir þessum komm- issörum móttöku, en oftast var tekið við þeim, og nú hófst fast samband milli Smolny og setu- liðsins. Næsta skrefið var að senda sendinefnd til Polkovni- kovs ofursta, til að heimta oþin bera viðurkenningu á kommis- sörunum. Polkovnikov styrkti kósakkasveitir sínar á strætun- um, og neitaði. Sunnudaginn 4. nóvember fór fram einskonar lokaæfing á við ureigninni, sem fram undan var. Petrogradsovétið — þ.e. bolsje- víkar — hvöttu fylgismenn sina til að láta á sér bera, hverjir í sínu hverfi, ekki með ofsa held ur aðeins láta sjást, að þeir gætu eitthvað. Ekki gerðist neitt al- varlegt, en á fundunum var margt hermanna og verkamanna, sem biðu sýnilega aðeins eftir því, að þeim væri gefið merki, og um daginn sendi hermálanefnd bol- sjevíka boð til herdeildanna, að framvegis skyldu þær engum skipunum hlýða, utan þeim, sem kæmu frá þeirra eigin kommis- sörum. Mánudaginn 5. nóvember voru samningar aftur upp teknir við Polkovinikov, og nú heimtuðu bolsjevíkarnir að fá sæti í her- ráðsfundum herumdæmis Petro- gradborgar. Þegar þessu var neit að, voru skeyti send frá Smolny til herdeildanna og þeim skipað að taka mikilvæga staði, hver á sínu svæði, með vélbyssum. Nú tók ríkisstjórnin lóks að hreyfa sig fyrir alvöru. Kerensky kallaði saman ráðherrafund síðla kvölds, 5. nóvember, og neyðar- ástandi var lýst yfir. Polkovni- kov var settur yfir allan herafla borgarinnar, og fékk skipanir um að snúast með hörku gegn hverju uppþoti. Herbyltingarnefnd sov- étanna var yfirlýst ólögleg, og skipun var út gefin um að hand taka Trotsky og aðra bolsjevíka- foringja. Bolsjevíkablöð voru bönnuð. Kerensky var enn von góður og kvaðst þaulþekkja allar fyrirætlanir bolsjevíka. Hann yrði ekki nema feginn ef þeir gerðu uppreistartilraun, þar eð hann hefði nægan liðsafla til að bæla slíkt niður. Og jafnvel nú var verið að kalla inn tryggar hersveitir, sem voru utan borgar innar. En Polkovinkov beitti engri hörku þá nótt. Hann sendi út kvennahersveit1) til að styrkja varðliðið úti fyrir Yetrarhöll- inni, en hann gerði enga tilraun 1) Þetta var sjálfboðasveit kvenna, sem hafði svarið að berjast gegn Þjóðverjum þar til yfir lykL KALLI KÚREKI Teiknari; J. MORA r — Frænka hefur kveikt á eldavél- tnni! Æ, það verður indælt að koma heim! — Hlustið! Það er einhver að koma — og fer geyst! — Honum virðist sannarlga liggia einhver ósköp á, þessum! — ... ekki datt mér hug að ég myndi relcast á nokkurn mann hér í þessum troðningi. til að ráðast að kjarna ókyrrðar- innar í Smolnyklaustrinu. Og sannleikurinn var líka sá, að stjórnin hafði þegar beðið hnekki þennan dag, án þess að nokkru skoti væri hleypt af. Setuliðið í Péturs og Páls kast- alanum var aðallega faltbyssu- skyttur og svo reiðhjólasveit, og það hafði ekki verið sérlega vin- veitt bolsjevíkum. Það hafði end ursent bolsjevíkakommissarinn, sem þangað var sendur, og það var greinilegt, að ef það var ekki beinlínis mótfallið uppreist þá yrði það hlutlaust. Síðasta ráðið var að fá Trotsky til að tala til mannanna. í sinni eigin frásögn víkur Tortsky að þessu atviki með hæfilegri hógværð, en það virðist greinilegt, að mælska hans hefur þarna náð hámarki, því að honum tókst að snúa setu- liðinu, en það þýddi sama sem yfirráð yfir vopnabúrinu um leið. Um nóttina voru um 10.000 hand- vopn afhent rauðliðunum, sem voru nú í skipulegum flokkum, 500—600 manna í öllum stærri verksmiðj unum. Fáskrúðsfjörðui F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. Höfn í Hornafirði FERÐAFÓLKI skal á það bent, að Morgunblaðið er til sölu á öllum helztu áninga- stöðum á hinum venjulegu ferðamannaslóðum, hvort heldur er sunnan lands, á vesturleiðum, norðan lands eða austan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.