Morgunblaðið - 12.08.1964, Page 1

Morgunblaðið - 12.08.1964, Page 1
24 siður = Mynd þessi var tekin þegar tyrkneskar herflugvélar réðust á varðbát Kýpurstjórnar í höfninni g §j í Xeros, á norð-vestur hluta eyjunnar, hinn 8. þ. m. Fjórar orustuþotur af gerðinni „Super § | Sabre“ réðust að bátnum með vélbyssu og eld flaugaskothríð, og stóð árásin í 20 mínútur. Bát- | E urinn lá fyrir akkeri um 500 metrum frá landi, en áhöfninni tókst að ræsa vélarnar og sigla §| I bátnum upp í fjöru þar sem hann gjöreyðilagð ist af eldi. Átta menn voru um borð, og særðust | E allir. (Sjá fleiri myndir bls. 10). ímiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwíii KYRRT Á KÝPUR Öryggisráðið ræðir kæru Kýpurstjómai vegna loftárása tyrkneskra flugvéla Kínverskar þotur til N-Vietnam /- Úreltar vélar, sem Rússar sendu Kínverjum fyrir mörgum ámm Washington, 11. ágúst (AP) SKÝRT var frá því í Was- hington í dag að Kínverjar hafi sent fjölda orustuflug- véla til Norður-Vietnam. Eru þetta þotur af gerðunum Mig- 15 og Mig-17. Frá þessu var skýrt á blaða- mannafundi hjá Arthur Sylvest- er, blaðafulltrúa varnarmála- ráðuneytisins. Benti hann á að Robert S. McNamara, varnar- málaráðhérra, hafi sagt í síðustu viku að búast mætti við því að Kínverjaí sendu flugvélar til N- Vietnam, og nú væri ljóst að flug vélarnar væru komnar þangað. Ástæðan fyrir því að koma flugvélanna kemur ekki á óvart er sú að unnið hefur verið að því að undanförnu að lengja brautir flugvalla í nágrenni við Hanoi, höfuðborg N-Vietnam. Aðspurður hvort kínverskir flugmenn væru með vélarnar, sagði Sylvester það hugsanlegast að flugmenn frá N-Vietnam hafi verið æfðir í meðferð vélanna í Kína, en flugmennirnir gætu einnig verið kínverskir. Báðar þessar flugvélategundir eru úreltar samkvæmt þeim kröfum, sem gerðar eru í dag. Þetta eru vélar, sem Rússar sendu Kínverjum fyrir mörgum árum meðan sambúðin var góð. Báðar gerðirnar komu fyrst fram á sjónarsviðið í Kóreustyrjöld- inni fyrir rúmum tíu árum, og báðar fara þær hægar en hljóðið, eða innan við 1200 km á klukku- stund. Hinsvegar fara sumar nýjustu orustuþoturnar með yfir 2400 kílómetra hraða á klukku- stund. Nicosia og Ankara, 11. ágúst. - (AP) - KYRRT hefur verið á Kýpur í dag, og virðast báðir deilu- aðilar að mestu halda vopna- hléið á eyjunni. — Þó hafa heyrzt skothvellir öðru hverju í dag. Tyrkneskar herflugvélar flugu yfir eyjima í dag, en tyrkneska stjórnin segir að til- gangurinn hafi aðeins verið að taka myndir úr lofti og fylgj- ast með því að vopnahléið sé haldið. — Heldur tyrkneska stjórnin fast við fyrri kröfur sínar um að her Kýpurstjórn- ar láti tafarlaust af hendi þau þorp á eyjunni, byggð tyrk- nesk-ættuðum mönnum, sem herinn hefur tekið í sókn sinni undanfarið. Kyprianou, utan- ríkisráðherra Kýpur, hefur lýst því yfir að stjórnin muni ekki' geta gengið að þessum kröfum Tyrkja. Öryggisráð SÞ kom saman í New York í kvöld til að ræða ástandið á Kýpur sam- kvæmt ósk Zenons Rossides, fulltrúa Kýpurstjórnar. Þegar fundur Öryggisráðsins hófst var aðeins einn maður á mælendaskrá, Rossides frá Kýp- ur. Hafði hann farið fram á fund inn vegna þess að staðfesting hefur fengizt á því frá fulltrú- utn SÞ á Kýpur að tyrkneskar vélar hafi gert loftárás á þorpið Polis á mánudagsmorgun, en þessu hafði tyrkneska stjórnin Framhald á bls 2. Ekki er ráð, nema i tíma sé tekið Utanríkisráðherrar íslands og Noregs á fimm daga ferð um vesturströnd Noregs Guðmundur í. Guðmundsson skoðaði í gær Munch-safnið og verksmiðju, sem smíðar Asdic-tæki Ósló. 11. ágúst (Hellick O. Haugen, fréttar. AP). GUÐMUNDUR I. Guðmundsson, utanríkisráðherra, heimsótti í dag fyrirtækið Simonsen Radio A/S í Osló, sem hann sagði að hefði á undanförnum árum gert íslenzkum fiskimönnum kleift að stórauka sildarafla sinn. Kom ráðherrann í fylgd með Hans G. Andersen, sendiherra íslands í Osló, og Johan Cappelen, sendi- herra Norðmanna á íslandi. Félagið Simonsen Radio varð fyrst allra til að smíða asdic tæki, sem notuð eru til fiskleitar um borð í fiskiskipum. Forstjóri félagsins, Willy Simonsen, tók á móti utanríkisráðherranum og sýndi honum allar deildir verk- smiðjunnar þar sem asdictækin eru smíðuð. ítrekaði Guðmund- ur í. Guðmundsson ummæli sín frá blaðamannafundi á mánudag þess efnis að um 80—90 af hverj um 100 íslenzkum fiskiskipum væru búin norskum asdictækjum frá Simonsen, og að þessi tæki hefðu valdið byltingu í síldveið- um. Síldin veiðist nú yfirleitt mun dýpra en áður, og væri úti- lokað að ná h’enni ef skipin væru ekki búin leitartækjum. Willy. Simonsen sagði við þetta tækifæri að félag hans hefði á undanförnum sex árum flutt asdictæki til íslands fyrir að meðaltali tvær milljónir norskra króna á ári. Sólríkt var í Osló í dag og mikil hlýindi. Þegar Guðmundur í. Guðmundsson hafði lokið heimsókninni til Simonsen, hélt hann ásamt fylgdarliði sínu til Edward Munch listasafnsins. Safn þetta er nýtt, var opnað í fyrsta sinn á síðasta ári, en Framhald á bls. 2 London, .11. ágúst (AP). STJORNARFORMAÐUR Cun ard skipafélagsins, sem gerir m. a. út „drottningarnar" Queen Mary og Queen Elisa- beth, sagði í dag að rúmlega i 200 manns hafi pantað far. með skipi einu, sem enn er ekki farið að teikna, hvað þá smíða. Skipi þessu hefur verið gef- íð nafnið „Q-4“ til bráða- birgða, og eru að minnsta kosti fjögur ár þar til það verður sjósett. En margir 1 viija aug. > anlega fá að vera með í fyrstu ferðinni, og spyr enginn þeirra hvað farið kost ar. í dag kostar farið yfir Atlantshafið á „lúxus“ far- rými með Queen Elisabeth 1.001 sterlingspund (rúmlega 120 þúsund krónur) aðra leið ina, en vitað er að það verð- ur dýrara á nýju „drottning- unni“. Lítið hefur verið látið uppi um „Q-4“. Þó er áætlað að skipið muni kosta um 22 milljónir punda (2.650 millj. kr.) Mynd þessi var tekin þegar Guðmundur í Guðmundsson utan- rikisráðherra, kom til ósló sl. sunnudag. Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Noregs, tók á móti gestunum á flugvellinum, og sjást þeir utanrikisráðherrarnir hér ganga frá Loftleiðaflugvélinni, sem flutti Guðmund I Guðmundsson til Noregs. Lange er sem stendur starf- andi forsætisráð'herra Noregs meðan Gerhardsen er í sumarleyfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.