Morgunblaðið - 12.08.1964, Side 12
r
12
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. ágúst 1964
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
- Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
EFLING BUVÍSINDA
OG BÆNDA-
MENNTUNAR
Ctórauknar framfarir hafa
^ orðið í landbúnaði hér-
lendis og ^rtendis. Framleiðni
og vörugæði hafa aukizt
vegna aukinnar þekkingar og
tækni og síaukinna rann-
sókna og tilraunastarfsemi.
Þessar staðreyndir er hollt
að hafa í huga á 75 ára af-
mæli bændaskólans á Hvann-
eyri. Innlend bæudamenntun
er aðeins rúmlega áttatíu ára
gömul. Á þessum tíma hefur
horft í rétta átt, þótt skrefin
til aukinnar bændamenntun-
ar og búvísinda hefðu mátt
vera stærri og djárfari.
Hinar stórstígu framfarir,
sem orðið hafa í landbúnaði
erlendis, t.d. í Bandaríkjun-
um, hafa verið samhliða efl-
ingu tækni og búvísinda. Svo
hlýtur einnig að verða hér-
lendis. Framfarir og þróun
landbúnaðarins hlýtur að
styðjast að verulegu leyti við
þann árangur, sem næst í bú-
vísindum, jarðvegsrannsókn-
um, áburðarrannsóknum,
jurtakynbótum og húsdýra,
aukinni tækni við vinnslu og
nýtingu lands, aukinni hag-
ræðingu við búrekstur o.fl.
Efling bændaskólanna og
rannsóknarstofnana landbún-
aðarins eru því brýnt verk-
efni.
Ingólfur Jónsson, Iandbún-
aðarráðherra, flutti ræðu á
Hvanneyri um síðustu helgi.
Lýsti hann því yfir, að ríkis-
stjórnin mundi beita sér fyr-
ir því, að fjárveiting til end-
urbyggingar bændaskólans á
Hvanneyri verði aukin ríflega
á næsta ári. Þá ræddi ráð-
herra um bændamenntunina
og nauðsyn á framhaldsnámi
í búvísindum hérlendis. Sagði
ráðherrann, að ákvörðun um
fyrirkomulag framhaldsnáms
mégi ekki dragast, enda verði
fljótlega tekin ákvörðun í því
máli.
ÍSLAND OG
SAMEINING
EVRÓPU
C'ameining Evrópu og fram-
^ tíð hefur enn einu sinni
verið ofarlega á baugi, nú
einkum vegna deilna stjórn-
málamanna í Vestur-Þýzka-
landi vegna afstöðunnar til
Frakklands og Bandaríkj-
anna. Annars vegar takast á
öfl, sem vilja stefna að sterkri
sameinaðri Evrópu undir for-
ustu Frakka og Þjóðverja,
sem sé sem óháðust samvinnu
við Bandaríkjamenn, hins
vegar eru þeir, sem leggja
áherzluna á sem mest jafn-
ræði þátttökuríkjanna í Ev-
rópu og nána samvinnu við
Bandaríkjamenn.
íslendingar hljóta að fylgj-
ast með þessari þróun af at-
hýgli, því að sú þróun, sem á
sér stað og mun verða síðar,
kemur til með að hafa mikil
áhrif á stöðu íslands. Hér er
því um að ræða mjög þýð-
ingarmikið mál fyrir alla
framtíð íslands, sem nauð-
synlegt er að kanna af for-
sjálni og gaumgæfm. Blekk-
ingaskrif og æsingar munu
ekki í þessu efni frekar en
öðrum verða málstað íslands
að liði.
Sameining Evrópu, bæði
stjórnmálalega og efnahags-
lega, hefur verið ofarlega á
baugi allt frá stríðslokum.
Mörg merk skref hafa verið
stigin, en frekari þróun er þó
án efa langt undan. Til þess
ber enn of mikið í milli. Til
þess eru hagsmunir og sjón-
armið of ólík. En á skammri
stund skipast veður í lofti og
áður en varir kynni að eiga
sér stað þróun, sem gæti haft
mjög mikil áhrif á gang mála,
einhig hér á landi.-
Okkur ber því að gefa þess-
um málum meiri gaum, en
verið hefur, líta til hagsmuna
okkar og takmarks og marka
stefnuna í samræmi við það.
Við hljótum að hafa samúð
með þeim, sem leggja upp úr
jafnræði ríkjanna og náinni
samvinnu þjóðanna beggja
vegna Atlantshafsins. Það er
augljóst vegna stærðar þjóð-
arinnar og legu landsins. —
•Stórveldadraumar einstakra
Evrópuþjóða eru ekki hags-
munamái íslands, né heldur
sú þróun, að beggja vegna
Atlantshafsins séu öflug stór-
veldi og lítil samvinna, þar
sem vandi fylgir vali hverju
fyrir smáríki milli risanna.
Hér er um að ræða þróun
mála, sem á eftir að hafa mik-
il áhrif, ekki aðeins á sögu ís-
lands, heldur mannkynssög-
una. Umhugsun og urnræður
um þessi mál eru því hátt
yfir orðaskak hafnar. Þessi
þróun mun sjálfsagt eiga sér
í framtíðinni og mun afstaða
íslands þar ekki ráða úrslit-
um. Engu að síður er nauð-
synlegt að fylgjast vel með
og reyna að gæta hagsmuna
okkar í hvívetna.
ÁNÆGJULEGIR
SIGRAR
¥ Tm helgina voru ánægju-
legir dagar fyrir íslenzka
íþróttamenn. Tugþrautarkapp
ar unnu verðskuldaðan sigur
yfir Svíum og Norðmönnum á
laugardag og sunnudag. Á
mánudaginn sigraði íslenzka
landsliðið í knattspyrnu lið
Bermhda og var sá sigur einn-
ig verðskuldaður, þótt ekki
hafi verið við ofurefli að etja.
Það er ástæða til þess að
fagna þessar vblgengni íþrótta
manna okkar. Tíðir ósigrar
íþróttamanna okkar valda
mörgum áhugamanni hugar-
angri og efla gagnrýni, sem
stundum á rétt á sér. Það er
því rétt að láta hina vösku
íþróttamenn okkar njóta sann
mælis, þegar vel gengur.
Kongó fær
stjórnnrskró
0 Hið róstusama Kongó-
lýðveldi hefur nú loks
fengið stjórnarskrá fjórum
árum eftir að landið fékk
sjálfstæði. — Samkvæmt
henni verður forseti lands-
ins miklurn mun valda-
meiri en áður. Embættinu
svipar til embætta forseta
Bandarikjanna og Frakk-
lands, m.a. hefur forseti
völd til að víkja forsætis-
ráðherra frá völdum.
Kasavubu, forseti, undirrit-
aði stjórnarskrána sl. sunnu-
dagskvöld og fékk þar með
heimild í hendur til að víkja
frá Moise Tshombe, núverandi
forsætisráðherra, ef svo kynni
að fara að alvarlega kastaðist
í kekki með þeim. Stjórnar-
skráin kveður svo á að almenn
ar kosningar skuli fara fram
innan níu mánaða.
Stjórnarskráin nýja kem-
ur í stað löggjafar þeirrar,
er belgíska stjórnin hafði sett
áður en landið fékk sjálfstæði
sumarið 1960, án þess að lands
búar réðu þar nokkru um. Að
þessu sinni fór fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla um stjórnar-
skrárfrumvarpið og var það
samþykkt með 90% greiddra
atkvæða. Að sögn innanrikis-
ráðuneytisins í Leopoldvilla
tóku 2:4 milljónir Kongóbúa
þátt í atkvæðagreiðslunni, seru
tók tvær vikur — en lands-
búar eru um 15 milljónir tals-
ins.
Kasavubu forseti —
iæ: aukin völd