Morgunblaðið - 28.08.1964, Blaðsíða 3
Fðstudagur 28. águst 1964
MORGUN BLAÐIÐ
3
IH
Þetta eru sjómennirnir ungu úr Kópavoginum, sem komust í hann krappan í fyrrakvöid, — Ari Ólafsson, Sveinn Eldon,||
Þorgeir Baldursson, Sigurður Konráðsson og Finnur Þór Friðriksson. (Ljósm. Mtol. Sveinn Þormóðsson)
Ævintýrí á sjó
Giftusamleg björgun 5 drengjja
úr Kópavogi
ÞEIR komust sannarlega í
hann krappan, strákarnir
fimm, sem fóru í hinn ævin
týralega róður á Kópavog-
inum í fyrrakvöld. Öllum
mun kunnugt um, hvern
endi sú ferð fékk. Þeim
tókst á óskiljanlegan hátt
að halda sér á floti í tæpan
hálftíma meðan báturinn
þeirra maraði í hálfu kafi.
Þeir héldu sér dauðahaldi
I kjölinn, þar til hjálpin
barst. 30 örlagaríkar mínút
ur virtust þeim heil eilífð.
Hjálpin barst þeim á undr-
unarverðan hátt. Fólk ví
húsi á ströndinni fylgdist
með ferðum þeirra í sjón-
auka, og tókst að koma
þeim til hjálpar í tæka tíð.
Við hittum strákana að máli
f gær og báðum þá að segja
okkur alla sólarsöguna. Strák-
arnir heita Finnur Þór Frið-
riksson, 13 ára, Sigurður Kon-
ráðsson, 12 ára, Ari Ólafsson,
14 ára, Þorgeir Baldursson, 12
ára, og Sveinn Eldon, 14 ára.
Þeir eignuðust skektuna sína í
febrúar ásamt þremur öðrum
strákum og hafa Öðru hverju
farið í lystisiglingar á vogin-
um.
— Við fórum í róðurinn kl.
8 í fyrrakvöld, sagði Finnur,
'og ætluðum út í Gálgahraun,
en þangað er um hálftíma róð-
ur. Það var dálítið hráslaga-
legt og norðan vindur, en þó
engin alda á voginum, þaniiig
að siglingin gekk vel í byrj-
un. En heldur fór nú að versna
þegar við komum út í straum-
röstina. Við höfðum utanborðs
mótor, 10 hestafla, sem ég var
nýbúinn að læra á. Vinur
minn á þennan mótor, en við
höfum stundum fengið hann
lánaðan.
— Hvað voruð þið búnir að
vera lengi úti, þegar óhappið
vildi til?
— Um 20 mínútur. Við vor-
um á beinni leið út í Gálga-
hraun, þegar við sáum allt í
einu, að gríðarstór alda kom
aðvífandi.
Ég sá strax, að bátnum
mundi bvolfa, ef aldan kæmi
á hlið hans. Þess vegna sneri
ég bátnum upp í ölduna, en
þegar hún reið yfir fylltist
allt af sjó. Þeir voru nefnilega
fjórir frammi í bátnum, en ég
einn í skutnum við stýrið.
— Gg hvað tókstu þá til
bragðs?
— Þá lensaði ég — eða
sneri bátnum við. En þá hall-
aðist báturinn svo. mikið á
stjórniborða, að hann fyllti
sig. Þannig maraði hann góða
stund í hálfu kafi. Þá alit í
einu kom alda undir *skutinn
og lyfti bátnum upp að aftan,
þannig að hann sökk að fram
an. Mótorinn var enn í gangi,
en ég hafði reynt að hægja
ferðina eins mikið og ég gat.
Hann drap samt strax á sér,
þegar skuturinn var kominn í
kaf. Og þá vorum við allir
komnir í sjóinn Ef kveikjan í
mótornum hefði verið það þétt
að hann hefði getað gengið,
þá hefði báturinn siglt frá
okkur — í hálfu kafi.
— Og orðið kafbátur, sagði
Sveinn, sem sá strax spaugi-
legu hliðina á málinu.
— Hvernig varð ykkur svo
við að vera allt í einu komnir
í sjóinn?
— Við reyndum nóttúrlega
að halda okkur uppi, hver sem
betur gat.
— Voruð þið með björgunar
vesti?
— Bara Sveinn.
— Ég var með það yfir
höfðinu meðan við vorum að
sigla, sagði Sveinn, til þess að
verjast ágjöfunni. Þegar við
vorum komnir úbbyrðis, skrúf
aði ég það fastar niður á herð
arnar.
— Hvernig voru þið klædd
ir?
— Við vorum bara í léttum
ú'ipum, segir Þorgeir.
— Allir nema ég, segir Finn
ur. Ég var í vöðlum. Það eru
sjóbuxur — eða strokkur —
sem lokaðar eru í endann og
ná upp að brjósti. Þetta fyllt-
ist náttúrlega allt af sjó.
— Þið hafið eflaust fengið
að súpa talsvert?
— Heldur betur, segir
Sveinn. Ég var líka langan
tíma alveg í kafi undir bátnr
um. Þegar báturinn var allt
í einu skollinn yfir mig,
reyndi ég að koma mér und-
an, en þegar ég var kominn
hálfa leið, festist björgunar-
belti á einni þóftunni Og ég
sat fastur.
— í kafi?
— Já, — en svo fékk ég
smá fótfestu og spyrnti eins
fast og ég gat. Þannig gat ég
einhvern veginn krafsað mig
upp á kjölinn.
— Þið hélduð ykkur allir
þar í?
— Alltaf í kjölinn eða borð
Finnur með vöðlurnar sínar.
— Þær fylltust af sjó, sagði
hann, svo að ég varð eins
þungur og kafari.
stokkinn, eftir því hvernig
báturinn valt.
— Reynduð þið að hrópa á
hjálp?
— Við reyndum að æpa í
kór, segir Ari.
— Samt vissum við, að það
mundi ekki heyrast. Við vor-
um svo langt frá ströndinni.
— Tókuð þið eftir því strák
ar, að jg hrópaði ekkert, segir
Finnur. Ég var nefnilega al-
veg viss um, að það sæi mann
alltaf einhver. Ég er stundum
oft að horfa á bátana úti á
vogi sjálfur.
— Kunnið þið að synda?
— Já, já, segja allir einum i
rómi. Við gátum alveg haldið |
okkur á floti. En við gátum I
bara svo lítið hreyft okkur.
— Hvað hefðuð þið getað
gert í málinu, ef ekki hefði
bólað á neinni hjálp?
— Ég var nú að hugsa um
að senda einhvern í land með
björgunarvestið utan um sig,
segir Finnur.
— Það hefði verið óhugs-
andi, maður, segir Sveinn. Þó
hefði verið betra að bíða.
Bara bíða.
— Var ykkur ekki kalt?
— Það var kalt fyrst, en
síðan fundum við lítið fyrir
kulda. Við vorum alveg dofn-
ir. Það þýddi ekkert að
sprikla við bátinn til þess að
halda á sér hita. Við vorum
orðnir tilfinningalausir.
— Voruð þið ekki hræddir?
— Það var aðeins örvænt-
ing fyrst, segir Finmur. Ann-
ars er ég alveg hissa, hvað
við vorum rólegir. Mamma
sagði líka við mig, að það
hefði verið verst, hvað ég var
lítið hræddur. „Þú hefðir þá
látið það þér að kenningu
v srða“, sagði mamma.
— Ertu oft út á sjó, Finnur?
— Blessaður maður, ég er
alltaf með aðra löppina á
sjónum.
— En svo kom hjálpin loks-
ins. Gekk ekki vel að ná ykk-
ur upp?
— öllum nema Finmi, segir
Ari. Hann var svo þungur.
— Ég var allur fullur af
sjó, segir Finnur.
— Gátuð þið gengið, þegar
þið komuð í land?
— Ekki. óstuddir, segir Ari.
— Þegar ég kom í land, seg-
ir Sveinn, tók ég strax til fót-
anna, því að mér var sagt að
fara í skjól. Við komum að
landi hjá Stálvík. Ég reyndi
að hlaupa og hlaupa og neytti
allra krafta — en þá datt ég.
Ég datt um smáspýtu, sem er
á brautinni, sem skipunum er
rennt út á. Ég datt á andlitið
en reyndi strax að staulast á
fætur — en þá kom Sigurður
til hjálpar. Svo fóru þeir með
mig í Slysavarðstofuna, þar
sem ég var um nóttina. Þar
fékk ég pensilínsprautur og
var settur í rafmagnsteppi,
einhvern furðulegan hitapoka,
sem þeir eru nýbyrjaðir að
nota.
— Við vorum berfættir, seg-
ir Sigurður. Við notuðum stíg-
vélin sem ausur, áður en stóra
aldan kom. Þau týndust, þeg-
ar allt fór á flot. Þessvegna
vorum við mjög sárfættir, þeg
ar við þurftum að ganga.
— Ég var eins þungur og
kafari, segir Finnur. Ég var
borinn hluta leiðarinnar. Ann-
Framhald á bls. 23.
STAKSIIINAR
Deilur um fisksölumál
Nokkrar deilur hafa undanfar
ið komið fram í Mbl. og öðrum
blöðum um sölufyrirkomula£
fiskafurðu o.fl. Inn í þessar um-
ræður hafa síðan dregizt önnur
málefni skyld. Það er ekki nema
eðlilegt og heilbrigt, að skoðanir
séu skiftar um þessi mál sem
önnur. Málefnalegar rökræður
um þau eru því mjög forvitnileg
ar og nytsamlegar. Slík mál, sem
varða þjóðina alla, á að ræða af
einurð frammi fyrir alþjóð. Það
hafa þeir aðilar gert, sem lagt
liafa til þessara mála í Mbl.
Nauðsyn sterkra
sölusamtaka
I ofanverðum júlímánuði rit-
aði Einar Sigurðsson, útgerðar-
maður, formaður Sölumiðstöðv-
ar Hraðfrystihúsanna, grein í
Mbl., sem nefndist: Staðreyndir
stað rógs. Einar rekur þróun
iisksölumálanna og samtaka
þeirra, sem annast hafa útflutn- r
ing fiskafurða. Þá ræðir Einar
um þau fyrirtæki, sem S.H. hef-
ur talið nauðsynlegt að stofna,
þ.e. tryggingarfélag, skipafélag
og nú umbúðaverksmiðju.
Um orsakir og rök fyrir þró-
uninni í fisksölumálum segir
Einar í grein sinni:
„Skefjalaus samkeppni inn-
byrðis hjá einhverri þjóð getur
vart annað en rýrt þjóðartekj-
urnar. Þetta segir einkum til sín,
þegar meira framboð er en eftir-
spurn og hver býður niður fyrir
öðrum til þess að ná í söluna.
Fyrst er hugsun hvers og eins að
selja með ágóða, síðan að selja
án taps og lqks með sem minnstu
tapi. En selja verður hann. Glöggt
dæmi um þetta höfum við frá
heimskreppunni um 1930, þégar
altfiskverðið hrundi gjörsam-
iega. Það er svo annað mál, að
röng gengisskráning og efnahags
pólitík svelti íslenzku þjóðina
svo í heilan áratug á eftir, að á *
mönnum sá í mörgum landshlut-
um“.
S1
iöiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiHiiiiiiiiitiiiiiiiiimiuuHiiiitiiimiiiMiiiiiiiiimMiiiiMimitimiiiiHiiiiiiiiiiiiiMmiHHiiiiiiiimmiiiiimmiitiiHiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiitiiiiiiimiiitiiimiiiiuiiHiiiiitmiiiiHiiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiiniiiiiHiiir
Samkeppni
e n ekki einokun
Dr. Benjamin Eiríksson, banka
stjóri, ritar á dögunum í Mbl.
athugasemd við grein Einars.
Niðurlag greinarinnar er á þessa
leið:
„Sumkcppnin hefir gert S.H.
sterkl. Með einokun getur í
byrjun fylgt velsæld og ein-
okunargróði, en í kjölfarið kem-
ur hið sama: rotnun innanfrá.
Vonandi er hún ekki byrjuð i
S.H.
Það er neyðin sem kennir
naktri konu að spinna. Það var
hin algera vesöld krcppuáranna
sem gerði að menn fóru að leggja
það á sig að troða nýjar — oft
grýttar — slóðir og stofnsetja lít
il iðnaðarfyrirtæki „við engar
aðstæður“, þar með talin fyrstu
írystihúsin. Erfiðleikarnir eru
því stundum blessun á dular-
klæðum. Þegar „neyðin“ kemur
i mynd markaðshruns og verð-
hruns þá er erfitt að þekkja
„neyðina", sem veigjörning. En
heilbrigð samkeppni, þ.e. það að
þegar „neyðin er ekki annað en
aðrir mqgi líka bjarga sér eins
og þeir hafa hæfileika til, þá er
það lítilfjörleg Iifsskoðun að kalla
á lögin til verndar ódugnaðin-
um. Velferð S.H. veltur á því
að hún hafi æfinlega hæfilega
samkeppni, ekki lögverndaða ein
okun. Hinn ferski blær sam-
keppni og framtaks blæs nú um
athafnalífið. Þeir sem byggt hafa
á verðbólgutækifærum, einokun
og ófyrirleitni, sem að réttu lagi
á ekki heima í siðuðu þjóðfélagi,
kæra sig ekki um hreint loft.
Hvað finnst þjóðinni sjálfri?“