Morgunblaðið - 28.08.1964, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. ágúst 1964
— Hræðilegt er að heyra
þetta! sagði Sandra. — En þú
dregur mig eflaust á eyrunum
þangað, fyrr eða seinna. Þangað
'sem þú ferð, fer ég líka, stendur
einhversstaðar í Ritningunni.
— Það mundi ekki verða lengi,
góða mín, svaraði hann. — Ef þú
vilt heldur, gætirðu orðið í
Luxor eða Kairo á meðan. Þetta
yrðu ekki nema bráðabirgðarann
sóknir fyrst um sinn. Starfstím-
anum er að ljúka í ár, og þegar
við höfum lokið við það sem við
höfum fyrir stafni núna, afráð-
um við hvort við höldum áfram
eða leggjum árar í bát.
— Hefur þetta brugðizt vonum
yðar, prófessor? spurði Corinna.
Hann fór að skýra fyrir henni
ýms atriði, - en Sandra reykti
hvern vindlinginn af öðrum og
lét \ sér sjá að henni leiddist.
— Afsakaðu mig, góða min,
sagði prófessorinn, — en ég veit
að Corinna hefur áhuga á þessu.
— Vitanlega hef ég það, sagði
Corinn... — Þessvegna er ég kom
in hingað. Hún tæmdi bollann
og stóð upp. — Viljið þið hafa
mig afsakaða. Ég fór á fætur í
birtingu og vil helzt vera orðin
óþreytt í fyrramálið.
— Veslingurinn, þér hljótið að
vera dauðlúin, muldraði
Sandra. — Annars verð ég nú
ailtaf syfjuð líka þegar ég hlusta
á fornfræði.
Corinna hló, því að hún skildi
að til þess var ætlazt. Svo sagði
hún við Lediard prófessor: —
Hvað get ég gert á morgun? Mig
langar til að fara að starfa eitt-
hvað.
— Dugleg stúlka! Ég hef
kynstrin öll af minnisgreinum og
þessháttar, sem ég ætla að nota
í bókina, og ef þér viljið raða
þessu fyrir mig væri ég yður
þakklátur, svaraði hann. — En
þér getið varla byrjað að vinna
fyrr en hinn daginn, því að ég
þarf að athuga allt þetta drasl
með yður áður. Við gætum gert
það annað kvöld. En á morgun
ættuð þér að fara til Josephine
frænku, finnst mér, og láta hana
sýna yður hestana sína.
— Já, þökk fyrir, — ég finn
eitthvað til að hafa fyrir stafni,
sagði Corinna og bauð góða nótt.
En þegar hún kom upp í her-
bergið langaði hana i raunínni
ekki til að fara að hátta strax.
Þessi litla stofa hennar var eink-
ar falleg. Á veggjunum voru
vatnslitamyndir frá Níl og eyði-
mörkinni, en þilin voru
ljósgræn. Þarna var hæfi-
lega stórt skrifborð, og að-
eins ein af bókahillunum á
veggnum var full, svo að þarna
var nægilegt rúm fyrir allar
hennar dýrmætu bækur. Þarna
var líka útvarpsgrammófónn —
svo að hún gat valið það sem
hún vildi og var óháð smekk
frú Lediard, hvernig svo sem
hann var.
Hún kveikti í vindlingi og sett-
ist í góðan stól. En það var eitt-
hvert eirðarleysi í henni. Hún gat
ekki neitað því, að ýmislegt
óvænt hafði komið fyrir hana síð
an hún kom til Egyptalands. Frá
því augnabliki sem hún fór úr
gistihúsinu til þess að heim-
sækja fornvin sinn Abdulla Ben
Armin, hafði hver atburðurinn
rekið annan. Fyrst uppþotið. Svo
koman í hið undarlega skraut-
hýsi Seyyid Ibramins. Svo ferð-
in heim í gistihúsið með Blake
Ferguson og banatilræðið við
gistihúsdyrnar. Og loks miðdegis
verðurinn með Blake — frú
Glenister — Simon Zenoupous.
Og sami maðurinn aftur í dag.
Hún hugsaði með sér: — Mér
lízt illa á hann. Ég treysti hon-
um ekki! Hann er hættulegur. . .
En hve hættulegur? Og hverjum
er hann hættulegur?
Hún vissi svarið um leið:
Hættulegur Blake Ferguson!
Hún drap í vindlingnum og
sagði við sjálfa sig, að ímyndun-
in væri að hlaupa með hana i gön
ur. Hún stóð upp og fór inn í
svefnherbergið. Kveikti ljós og
sá að náttkjóllinn hafði verið
lagður á rúmið og morgunskórn-
ir við rúmstokkinn. Og á nátt-
borðinu stóð bakki með nokkrum
kexkökum og svaladrykk.
Þetta var eins og maður væri
heima hjá sér, hugsaði hún með
sér, já meira en það. Hún brosti
er hún hugsaði til litlu komp-
unnar, sem hún hafði sofið í hjá
frænku sinni heima í Englandi.
Henni hafði aldrei fundizt hún
ætti það herbergi sjálf.
En hérna var hún strax eins og
heima hjá sér — þó hún fyndi
að Sandra Lediard væri henni
fjandsamleg.
En það var ekki Sandra sem
Corinna var að hugsa um meðan
hún var að hátta. Hugurinn var
hjá Blake Ferguson. Gat verið
svona stutt síðan hún skildi við
hann?
„Ég vil ekki kveðja yður —
við sjáumst áreiðanlega bráðum,“
hafði hann sagt.
Mundu þau gera það? Og —
hvenær? Hann hafði sagt að
hann færi ef til vill til Ameríku.
Hann varð starfa síns vegna að
vera eins og þeytispjald út um
allt — og í allskonar hættum.
Margt gat komið fyrir, sem skyti
loku fyrir að þau sæust aftur. . . .
Corinna hafði iaugað sig þegar
Morton færði henni morgun-
teið.
— Ég vildi ekki ónáða yður
fyrr en þetta, ungfrú Langly,
sagði hún. — Því að eins og ég
sagði yður, fer frúin alltaf seint
á fætur, en prófessorinn fer að
heiman í hirtingu.
— Ég kann bezt við að fara
snemma á fætur, sagði Corinna
og brosti. — Og frá því á morg-
un hef ég mikið að gera fyrir
prófessorinn.
— Finnst yður prófessorinn
ekki viðkunnanlegur, sagði
Morton. — Þetta er mesti öðl-
ingur. Verst að svona mikill ald-
ursmunur skuli vera á honum og
frúnni. . . . Hún hristi höfuðið
og sagði? — þetta er eins og maí
og september. . . .
Corinna vildi ekki tala um hús
bónda sinn og konu hans, svo að
hún flýtti sér að spyrja:
— Skyldi farangurinn minn
vera kominn?
— Já, þeir komu hingað með
kassa og koffort. Ég skal sjá um
að láta bera það upp. Og þegar
þér hafið tekið upp úr þeim skal
ég sjá um að koma þeim í geymsl
Þú ert svo sorgmædd. Er eitthvað að?
13
una þangað til þér þurfið á þeim
að halda aftur.
Corinna þakkaði henni fyrir, og
sagði að hún vildi helzt fá morg-
unmatinn upp til sín.
— Sjálfsagt, ungfrú Langly.
Prófessorinn hefur sagt Ali að
hann eigi að ganga um beina hjá
yður, sagði Morton. — Það er
ekki annað en hringja bjöllunni
ef þér þurfið á honum að halda.
Ég skal láta hann vita um morg-
unmatinn þegar ég kem niður.
Þegar Corinna hafði borðað fór
hún að taka upp farangur sinn
og raðaði bókunum sínum í hill-
urnar. Þá var drepið á dyr og
Sandra kom inn.
Hún sómdi sér einkar vel í
turkislitum línkjólnum og sam-
litri organdí-treyju. Hún var með
barðastóran hvítan hatt í annarri
hendi og hanska og tösku í hinni.
— Góðan daginn, sagði hún. Ég
er að fara út og kem líklega ekki
heim í hádegisverðinn. Þér eruð
að ganga frá dótinu yðar, sé ég.
Þurfið þér ekki neina hjáp?
— Nei, alls ekki, þökk fyrir,
sagði Corinna. — Ég vildi bara
óska að prófessorinn hefði skilið
eitthvað eftir handa mér til að
gera.
Sandra hafði gengið út að
glugganum og horfði út. — Sjáið
þér að það er rétt sem ég sagði
í gærkvöldi, að við getum séð
eyðimörkina héðan?
Corinna kinkaði kolli og fór til
hennar. Skammt undan sá í gul-
an sandinn — bak við gróður-
inn á vininni. Þar sem eyðimörk-
in byrjaði stóð turn einn sér, og
Corinna vissi að úr þessum turni
vár hrópað til múhameðstrúar-
mannanna þegar þeir áttu að
biðjast fyrir.
— Ég þoli ekki þessa eyðimörk,
sagði Sandra. — Og samt giftist
ég manni, sem ekki getur án
hennar verið. Honum hefur verið
boðin ágæt staða í London. Ég
ætla að reyna að fá hann til að
hætta við þetta og þiggja han. . . .
— Æ, en . . . , byrjaði Cor-
inna.
— Þér megið alls ekki reyna að
hafa áhrif á hann í gagnstæða
átt, sagði Sandra hvasst. — Hann
má halda áfram að skrifa þessar
bækur sínar fyrir mér, og ef
hann getur ekki án þess verið,
getur hann skroppið hingað við
og við, og grafið sér til dægra-
styttingar. Æ, þarna kemur bíll-
inn— ég verð að flýta mér ef ég
á ekki að verða of sein. Þér vitið
kannske að ég hef afar gaman af
leiklist, og nú ætlum við að koma
upp leikriti bráðum. Við eigum
að hittast í dag hjá Doriu Curtis
og lesa saman leikrit, sem ég vil
endilega að við veljum. . . .
Um leið og hún var að fara út
rak hún augun í fullar bókahill-
urnar. — Eigið þér aliar þessar
bækur? Ég fæ höfuðverk af að
líta á þær — ég hef ekki smekk
fyrir neinu nema léttmeti.
Hún kinkaði kolli og fór.
Falleg er hún, hugsaði Corinna
með sér. En svo að segja heilsu-
laus, og gift einum af mestu
gáfumönnum Englands. Hvernig
getur það hjónaband farið vel?
Corinna hafði ekkert ‘ að gera
fram að hádeginu svo að hún af-
réð að skreppa til frú Glenister.
tetta var ekki langt, og húsin
KALLI KUREKI
■>f’
—X- -X- -iK-
Teiknari; J. MORA
DIDN’TTRYTO* HeVH£5 SðLTEP /WAT."
-------■“ _ ZJso vou öot uo excuse
NOT T'SETTLE POWM
7’ WORK, T'MORRPW *
— Sæll, Kalli. Sástu nokkuð til
ræningjans? Niðri í bænum segist
fólk ekki einu sinni hafa séð hann
tilsýndar.
— Og lögreglustjórinn er ekki kom-
inn aftur í bæinn.
— Bankaræninginn, æ, já, það er
alveg rétt. Ég henti steini yfir hausinn
á honum og hann gafst upp.
— Steini?
— Og hentir ekki steinum í hann
einu sinni?
— Ég bar það ekki við! Hann hélt
að það væri ég að bjástra þarna rétt
hjá honum í kjarrinu og sneri sér við
til að líta um öxl....
— Og nú er hann í góðri geymslu
.... og þið hafið enga afsökun fyrir
því að byrja ekki að vinna af fullum
krafti þegar í fyrramálið.
voru í rauninni samföst, því ad
yfirbyggð göng voru milli þeirra.
Þjónninn, sem lauk upp fyrir
henni sagði henni að frúin væri
úti í hesthúsinu, en væntanleg
heim á hverri stundu. Svo ef ung-
frúin vildi bíða. . . Henni var
fylgt inn í stóra, fremur kulda«
lega stofu, og Corinna settist og
skimaði forvitin kringum sig.
Hún gat ekki annað en brosað er
hún sá hve stíllinn á öllu var
enskur og gamaldags þarna inni,
þó hann væri að vísu fallegur.
Henni fannst þetta dálítið hjá«
kátlegt, þarna í eyðimörk Libyu.
Corinna hallaði sér aftur f
þægilegum stólnum og hugsaði til
Söndru. Hvernig gat gáfaður
ágætismaður eins og Philip Ledi»
ard orðið hrifinn af annari eins
manneskju, sem ekkert var nema
sjálfselskan? Hugsazt gat að
henni þætti í raun og veru vænt
um hann, hugsaði Corinna með
sér og reyndi að líta hlutlaust á
málið. En hugboðið sagði henni,
að Sandra mundi aldrei hafa lit-
ið við prófessornum ef hann
hefði ekki verið ríkur. Og þó
segja mætti að henni „þætti
vænt“ um hann, upp á sína vísu,
þá þótti honum auðsjáanlega
miklu vænna um hana.
Corinna stóð upp og gekk út
á svalirnar og reyndi að hrista af
sér depurðina, sem komin var
yfir hana.
Þegar hún var komin út tók
hún eftir að hún var ekki ein
þarna. Maðurinn sem sat í einum
gula tágastólnum, og sneri bak-
inu að henni, lagði frá sér blaðið
sem hann var að lesa og leit við
þegar hann heyrði fótatak henn-
ar. Eftir augnablik Var hann stað
inn upp og hún sagði gleðilega:
— Eruð þér þarna?
— Jú, vísf er ég það, svaraði
Blake Ferguson. — Mér skýtur
alltaf upp eins og fölsuðu pen-
ingunum.
Reybarfjörbur
KRISTINN Magnússon,
kaupmaður á Reyðarfirði, er
umboðsmaður Morgunblaðs-
ins þar í kauptúninu. Að-
komumönnum skal á það
bent að hjá Kristni er blað-
ið einnig selt í lausasölu.
Raufarhöfn
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Raufarhöfn er
Snæbjörn Einarsson og hef-
ur hann með höndum þjón-
ustu við fasta-kaupendur
Morgunblaðsins í kauptún-
inu. Aðkomumönnum skal á
það bent að blaðið er selt
í lausasölu í tveim helztu
söluturnunum.
JttorÉiMtÞIftbtb