Morgunblaðið - 28.08.1964, Side 10

Morgunblaðið - 28.08.1964, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. ágúst 1964 ÞAÐ fór sem vitað var fyrir- fram að Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, var kjörinn frambjóðandi demó- krata við forsetakosningarnar í haust. Þrátt fyrir andstöðu nokkurra fulltrúa Suðurríkj- anna við mannréttindastefnu Johnsons lék aldrei vafi á því að landsþingið í Atlantic City samþykkti svo til einróma framboð hans. Johnson forseti er engin ný stjarna á stjórnmálahimninum þar sem hann hefur gegnt for- setaembætti í Bandaríkjunum Frambjúðendur Demökrata- frá því John F. Kennedy var myrtur í Dallas 22. nóvember 1963 og átt sæti á Bandaríkja- þingi í 26 ár og gegnt þar mörgum inikilvægum embætt- um. Engu að síður er tímabært að taka hér upp nokkur atriði úr grein, sem Douglas B. Cór- nell, fréttaritari Associated Press símaði í gær frá lands- þinginu í Atlantic City. Segir hann m.a. svo frá: Johnson forseti hugsar hátt, setur takmarkið hátt, og kemst venjulega þangað sem hann ætlar sér. Og sem stend- ur stefnir hann að því að vinna glæsilegasta sigur, sem unninn hefur verið í forseta- kosningum í Bandaríkjunum. Til að ná þessu marki verður hann að slá metið frá 1936 þegar fyrirrennari hans og fræðari, Franklin D. Roose- velt, bar sigur af hólmi í öll- um ríkjunum nema tveimur. Litlar líkur eru til þess að Johnson takist að nálgast met- ið. En mistakist honum er það ekki vegna þess að hann ekki reyndi eða vildi. Því hérna er maður sem vill og ætlar að sanna, að það hafi verið rétt og viturlegt af John F. Kennedy að velja hann sem varaforseta fyrir fjórum ' ár- um, maður, sem vill með kosn ingasigri undirstrika orð sín frá því í nóvember sl. þegar hann sagði: „Frá mínum bæj- ardyrum séð er ég forseti allr- ar þjóðarinnar". í kosningabaráttunni verður mynd Kennedys, fyrrum for- seta, leyft að falla í skuggann. Johnson vill Johnsons-sigur, byggðan á stefnu Johnsons, reynslu Johnsons og vinsæld- um Johnsons. Þetta varð ljóst strax í apríl sl. þegar hann ræddi við fréttamenn rúmum fjórum mánuðum eftir morðið á Kennedy. Ræddi Johnson þar um velmegun í Bandaríkj- unum, og sagði að þetta ætti að verða „gott ár fyrir demó- krata“. Svo bætti hann við: „Dow-Jones (verðbréfavísi- talan) er 822 stig, 111 stigum hærri en 22. nóv. sl.“ Með þessu lagði hann áherzlu á framfarirnar frá láti Kenne- dys. Johnson er mun vinsælli meðal kaupsýslumanna en Kennedy og vegna hinnar löngu setu sinnar á þingi er hann þar heimavanari og á meiri ítök. Og hinn nýi for- seti getur bent á þrjú mikil- væg lagafrumvörp, sem sam- þykkt hafa verið í stjórnartíð hans: frumvarp um skatta- lækkun, mannréttindafrum- varpið og frumvarpið um bar- áttuna gegn fátækt í Banda- ríkjunum. Á sviði utanríkismála hefur Johnson fengið ýmis vanda- mál að glíma við. Hann hefur þó hvorki unnið sigur né beð- ið ósigur á þessu sviði, en þar hefur hann orðið að fjalla um ólgu í Laos, Panama, Guant- anamo, á Kýpur og síðast en ekki sízt Víet Nam. Johnson hefur ákveðið að leggja megináherzlu á þrennt í kosningabaráttu sinni: frið, árvekni Bandaríkjanna, og vel gengni íbúanna á sviði fjár- mála. Þetta síðasta atriði mun koma fyrst í baráttunni, því að velgengni þjóðarinnar hlýt- ur að auka vinsældir forset- unni ræði þeir mikið hagnað | Johnsons á útvarpsstöðvunum, | en ríkið fjallar að nokkru um I rekstur þeirra. ★ i Eftir að Johnson hafði hlot- jj ans. Ef svo færi, að Johnsorí tap- aði forsetakosningunum, er lík legast að það yrði fyrst og Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti. Johnson og Humphrey fremst vegna þess hve mikla hörku hann hefur sýnt, þegar deilur hafa orðið vegna fram- kvæmda mannréttindalag- anna. í ræðu, sem forsetinn hélt um kynþáttaóeirðirnar í Har- lem, skömmu eftir að lögin öðluðust gildi, sagði hann m.a.: „Við getum ekki látið viðgangast að Bandaríkin verði eins og frumskógur. Of- beldið verður að stöðva og refsa þeim, sem það sýna, jafnt í New York og Mississ- ippi, og við munum sjá um að hvert ákvæði mannréttindalag anna verði virt“. Þegar Johnson ræðir um baráttuna gegn fátækt, minnir hann oft á, að hann hafi verið fátækur sjálfur. Hann sagði t.d. í einni ræðu: „Ég veit ýmis legt um fátækt. Ég hef unnið líkamlega vinnu, burstað skó og unnið að vegagerð fyrir dollar á dag“. En Johnson var ekki lengi fátækur. Honum tókst að afla sér menntunar og um tíma var hann kennari, en stjórnmálin áttu hug hans allan. Hann var aðeins 29 ára þegar hann var kjörinn í fulltrúadeild þings- ins. Johnson og kona hans eiga nú miklar eignir, fyrst og fremst útvarpsstöðvar og landareignir. í sl. viku var skýrt frá því opinberlega í Hvíta húsinu, að eignir forseta hjónanna og dætra þeirra tveggja næmu samtals um 3,5 milljónum dollara. Tilkynning in var gefin út vegna þess að mörg blöð höfðu í skrifum sín- um sagt aúð Johnsons-fjöl- skyldunnar mun meiri. Repú- blikanar telja að talan, sem Hvíta húsið birti sé röng og eignirnar nemi að minnsta kosti 14 milljónum dollara. Og talið er að í kosningabarátt- ið útnefningu landsþings demókrata sem forsetaefni, valdi hann Hubert Humphrey, öldungadeildarþingmann frá Minnesota, sem varaforseta- efni. Humphrey hefur setið í öldungadeild Bandaríkjaþings í 15 ár og í grein eftir Joe Hell, fréttaritara AP, segir, að hann lifi og hrærist í stjórnmálum. Einnig segir, að hann sé einn af fáum leiðtogum demókrata, sem hafi jafn mikla starfsorku og Johnson og vinni 18 stundir á sólarhring, eins og forsetinn. Humphrey er 53 ára, og sam starfsmenn hans í öldunga- deildinni segja að hann sé enn jafn ötull og starfsglaður og fyrir 15 árum, þegar hann sett ist fyrst meðal þeirra. Eina breytingin sem orðið hefur á honum er, að hann er ekki alveg eins frjálslyndur og fyrstu árin. Nú samþykkir Framhald á bls 15. Hubert Humphrey tekur þátt í matreiðslu á flokksþinginu. — Hann er að steikja nautakjöt frá Iowa. Frá landsþingi demókrata í Atlantic City.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.