Morgunblaðið - 28.08.1964, Blaðsíða 24
n TVÖFALT ^ EINANGRUNARGLER gOára reynsla hérlendis
200. tbl. — Föstudagur. 28. ágúst 1964
^ SAUMAVÉLAR
} Jfekla LAIÍÍ3AVEGI
Eitt skip
aflaöi
StLDARLEXTIN á Dalatanga
tjáði blaðinu í gærkvöld, að litlar
fréttir væru af síldveiði fyrir
austan. Jörundur III. hafði til-
kynnt komu sína með 1100 tunn-
ur og var hann eina skipið, sem
fengið rafði afla suðaustur af
Dalatanga.
Þannig lítur mjölskemma Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h.f. á Grandagarði út eftir brunann, sem varð í fyrradag.
-Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
Síldarleitarskipið Pétur Thor-
steinsson fann síld á þessum
sömu slóðum í dag og Ægir lóð-
Mat á brunatjóninu
aði á mikla síld austur af Langa-
nesi, en þar var hvasst Og síld-
in stygg. Skárra veður er á mið-
unum, er sunnar dregur.
ENN LIGÖUR ekki ljóst fyrir
'hversu mikilli fjárupphæð tjónið
í brunanum á Grandagarði í
fyrradag hefur numið.' Valtýr
Útvarpið ræður
skrifstofustjóra sjónvarps
ÁKVEDIÐ héfur verið að Ríkis-
útvarpið hefji þegar undirbúning
að því að koma sem fyrst á lagg-
irnar íslenzku sjónvarpi og verði
í íyrsta áfanga stefnt að bygg-
ingu sjónvarpsstöðvar í Reykja-
vík, en síðan verði smám saman
komið á fót kerfi til endurvarps
um landið eftir því sem fjár-
hagsgeta sjónvarpsins leyfír. En
ríkisstjórnin hefur ákveðið að
nota heimild i lögum um að verja
aðflutningsgjöldum ■ af sjón-
varpstækjum til uppbyggingar
sjónvarps.
í samræmi við þetta hefur út-
varpinu verið heimilað að leita
nauðsynlegrar tækniaðstoðar er-
lendis og innanlands í þessu
sambandi. Og hefur verið ákveð-
ið að ráða sérstakan skrifstofu-
stjóra, er fjalli um sjónvarps-
málin undir yíirstjórn útvarps-
stjóra.
Hákonarson, skrifstofustjóri Eim
skipafélagsins, tjáði Mbl. í gær,
að verið væri að ta«ka saman
skrár og bera saman við af-
greiðslubækur. Hafa fulltrúar
ýmissa fyrirtækja gert fyrirspurn
til skrifstofu Eimskipafélagsins
um hugsanlegt tjón á innflutn-
ingi þeirra, en enn er ek-ki hægt
að gefa endanleg svör við þeim
fyrirspurnum. Sagði Valtýr, að
jafnan væri brýnt fyrir innflytj-
endum að tryggja vörur, sem
hafðar eru til geymslu í skemm-
um félagsins, en ekki var honum
kunnugt um, hvort eitthvert telj
andi magn af því, sem í skemm-
unni var, hafi verið óvátryggt.
í gær voru matsmenn skipaðir
til að meta tjón á vélum Síldar-
og fis'kimjölsverksmiðjunnar og
lögð var fram beiðni um mat af
háltfu Hústrygginga Reykjavíkur
borgar.
Slökkviliðsmenn voru á vakt
í brunarústunum í alla fyrrinótt,
í gær og sl. nótt. Var nokkur glóð
í hampinum í gær, en þar sem
þekjan er fallin, reyndist ekki
unnt að moka hampinum út til
að slökkva í honum eins og gert
var í Hampiðjuhrunanum fyrr
í sumar.
Höbungur III.
með 900 tunnur
AKRANESI, 27. ágúst. Höfning-
ur III. kom hingað kl. 10 í morg-
un með 900 tunnur af síld, sem
hann veiddi í nótt í fjórum köst-
um grunnt vestur undir Jökli út
af Breiðaskeri.
Sœsímastrengur yfir
Eyjafjörð slitnaði
Mikil ruuð-
sprettugengd
AKRANESI, 27. ágúst. — Drag-
nótatrillan Björg reri ein báta
héðan 1 gær. Var norðvestan
þungavindur. Kastaði Björg einu
sinni og togaði fyrir opnum
Hafursfirði og fékk tæp 400 kg.
Aflinn seldist fyrir hátt á
þriðja þúsund krónur. Skipstjór-
inn á bátnum, Ársæll Eyleifs-
son, sagði mér, að aldrei hefði
önnur rauðsprettugengd verið i
Faxaflóa eins og nú, síðan drag-
nótaveiðar voru leyfðar. -
— Oddur.
Vilhelm Þorsteinsson,
skipstjóri á Harðbak.
Harðbakur lóðaði á
síld á Halamiðum
AKUREYRI, 27. ágúst —
Vegna fregna um, að togarinn
Harðbakur hefði fengið síld
í vörpuna um daginn, sneri
fréttamaður Mbl. sér til skip-
stjórans, Vilhelms Þorsteins-
sonar, og leitaði sér frétta af
síld þessari.
— Við vorum á Halanum 16.
— 19. ágúst, sagði Vilihelm, —
mest á Grunnhalanum og
fengum þá síld í hverju einasta
holi, þetta frá % körfu upp í
1% körfu í hverju. Þetta var
hafsíld, nokkuð stór, en mis-
jöfn og ekki mjög feit. Þessa
dagana lóðuðum við annað
slagið á hverjum degi á nokk-
uð stórum torfum, sem við
töldum að væri síld.
— Svo var það í fyrramorig-
un, 25. ágúst, að við lóðuðum
á átta stórum torfum í Djúp-
króknum, 41 mílu NNV frá
Straumnesi, á 110—130 föðm-
um. Þessar torfur voru 20—40
faðma þykkar, en þarna tog-
uðum við ekki neitt, vorum
bara á siglingu og stímuðum
þarna yfir.
— Hvað um síld á Skaga-
grunni?
— Já, ég vil nú taka það
skýrt fram, að ég get ekki
sagt, að við fyndum þar neina
síld. Að vísu gerðum við þar
þrjú hol í fyrrakvöld og feng
um sild í tveimur þeirra, en
það voru bara eitt eða tvö
stykki, og á þessum s'lóðum
lóðuðum við ekki á neina síld.
Fréttin um, að við hefðum
fundið síld á Skagagrunni,
hlýtur því að vera á einhverj
um misskilningi byggð, að
minnsta kosti alls ekiki rétt
eftir mér höfð. — Sv. P.
Símasambandslaust frá Akureyri til Austurlands
Prestastefnunni lokið
AKUREYRI 27. ágúst. — Tal-
símasamband við Norðausturland
og Austurland rofnaði skyndi-
lega í gærkvöldi um kl. 19.30.
Kom brátt í ljós, að sæsíma-
strengurinn, sem liggur yfir
Oddeyrarál var slitinn um 400
metra frá vestur landinu.
Um þær mundir, eða um kl.
19.20 lagði Lagarfoss frá togara-
bryggjunni á Oddeyri og dró
akkerið langt suður frá bryggj-
unni í norðanstrekkingnum, eða
yfir þann stað, þar sem streng-
urinn liggur þvert yfir Eyja-
fjörð. Ætla verður, að akkerið
hafi klippt strenginn í sundur,
en sjópróf hafa ekki farið fram
enn.
Sæsímastrengurinn er greini-
lega merktur jnn á öll sjókort.
og þar að’auki eru glögg merki
í landi báðum megin fjarðarins,
sem sýna leguna.
Allt talsímasamband til Aust-
urlands og Norðurlands austan
Eyjafjarðar rofnaði með öllu og
þar að auki samband við flug-
radióvitann og fjarskiptastöð
Landssimans á Vaðiaheiði, en
þaðan eru annars talrásir bæði
til Siglufjarðar (í Hvanneyrar-
skál) og Egilsstaða (Fjarðar-
heiði). Þó er veik von að sam-
bandi um Reykjavik og Horna-
fjörð, en hvort tveggja er, að
það samband er mjög lélegt og
svo er álagið á þær línur afar-
mikið, þar sem allur síldarflotinn
er fyrir austain, auk annars.
Landssíminn tók póstbátinn
Drang á leigu síðdegis í dag til
að slæða upp strengslitrin. Tókst
að ná í vestari endann og festa
hann við dufl, en þegar ná skyldi
éystri endanum, slitnaði krakan
frá og liggur nú á botni á 150
feta dýpi.
í kvöld eða nótt er von á nýj-
um sæstreng og öðru nauðsyn-
legu eftni með bíl frá Reykjavík,
og mun reynt að leggja hann út
í nótt eða í fyrramálið. Vonazt
er til, að bráðabirgðasamband
um þann* streng verði komið á
annað kvold, ef ekkert sérstakt
tefur verkið. Síðar verður svo
gert við upphaflega strenginin.
Það tekur lengri tíma en svo,
að eftir því megi bíða, rekstrar-
tjón Landssímans og óþægindi
símnotenda eru vist ærin samt.
Sv.P.
BISKUPINN yfir íslandi herra
Sigurbjörn Einarsson, sleit
prestastefnunni 1964 í I 'tíðasal
Háskólans í gær kl. 13. Yfir 100
prestvígðir menn sóttu hana,
þjónandi prestar, fyrrverandi
sóknarprestar og prófastar auk
guðfæðikandidata og ýmissa
áhnara gesta. Aðalmál presta-
stefnunnar að þessu sinni var
fermingarfræðslan og voru í því
sambandi gerðar eftirfarandi
ályktanir:
Prestastefna fslands 1964 legg-
ur áherzlu á helgi fermingarinn-
ar, tengsl hennar við skírnina og
mikilvægi fermingarfræðslu fyr-
ir varðveizlu kristindómsins, og
heitir á þá aðila, sem hér eiga
einkum hlut að máli, presta, kenn
ara og foreldra, að gjöra það, sem
verða má til þess að þeir mögu-
leikar, sem fermingarfræðslan
veitir, megi nýtast.
í því sambandi leggur presta-
stefnan áherzlu á:
1) að fermingarbörn skuli kunna
boðorðin 10 og kærleiksboð-
orðið, trúarjátninguna, faðir*
vorið, innsetningarorð skírn-
ar og altarissakramentis og á-
kveðið safn sálma og ritning-
Framhald á bls. 23.