Morgunblaðið - 28.08.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLADID Fðstudagur 28. ágúst 1964 Jón Þ. Björnsson frá Veöramóti - minning í DAG lýkur för Jóns Þ. Björns- sonar hérna megin grafar. Hann er jarðsunginn frá Sauð- árkrókskirkju. Ættingjar og vin- ir, samstarfsmenn og sveitungar fylgja honum síðaSta spölinn. Við, sem höfum að nokkrv kynnzt ævi hans og áhugamál- um, vitum, að við kveðjum eng- an hversdagsmann. Tíminn malar hægt og örugg- lega, og fyrir öllum liggur þessi eina og sama leið: að hverfa yfir móðuna miklu. Flestir skilja eftir lítt ræk spor í sandi áranna, sem veðr- ast yfir, áður en veit. Öðrum auðnast að eftirláta varðaða leið, sem lengi er hægt að rekja. og hygg ég, að svo sé um Jón Þ. Bj örnsson. Hann var svo cvanalega lifandi maður, fjöl- hæfur, með trú á gróandann og bundinn áhugamálum bernsku sinnar allt til endadægurs. Jón fæddist 15. ágúst 1882 að Háagerði í Húnavatnssýslu, son- ur Björns hreppstj. og dbrm.. Jónssonar, síðar á Veðramóti, og konu hans Þorbjargar Stefáns- ^dóttur, bónda á Heiði í Góngu- * skörðum, Stefánssonar. (Hún var systir Stefáns skólameistara og séra Sigurðar í Vigur). Jón ólst upp í stórum og mann vaenlegum systkinahópi á mynd- arheimili, og mun strax hafa drukkið í sig þau lífssjónarmið. er hann varð trúr alla ævi. Það stóðu að honum góðir og sterk- ir stofnar, með djúpar rætur í íslenzkri mold og sögu og menn- íngu þjóðarinnar, og hann átti þá víðsýni. er skildi nauðsyn aukinnar fræðslu á vaknandi old. Enda munu Veðramótasyst- kinin snemma hafa þótt mann- vænleg og héldu vel sínum hlut, þegar út í lífið og starfið kom. Jón fór ungur í Möðruvalla- skóla og útskrifaðist þaðan 1899. Hefur hann lýst dvöl sinni þar í bókinni Minningar frá Möðru- völlum, sem er safnrit. skráð af fyrrv. nemendum skólans. Það þótti töluvert i munni á þeirri tíð. að vera gagnfræðingur frá Möðruvöllum. enda var skólinn góður og hafði á að skipa ágætis kennurum. Eftir heimkomuna úr skólan- um réðist Jón sem kennari í Sauðárhreppi, aðeins 17 ára gam all, og gegndi því starfi allt til arsins 1905. Það mun fremur fá- gætt. að svo ungur maður tak- ist á hendur svo vandasamt verk efni. Það sýnir líka traustið, sem sveitungarnir höfðu á starfsgetu ’nans og manndómi. Engar sagn- ir hefi ég heyrt frá þessu tíma- bili í ævi Jóns, en í ’ samræmi ▼ið okkar síðari kynni, þykist ég mega fullyrða, að hann hafi hvergi legið á liðj sínu. Jafn- framt sannfærðist hann um það, hvar hann skyldi hasla sér völl tlí að heyja á sitt ævistarf. Hann var einn af vaxandi vöku- mðnnum nýrrar aldar, sem skildi, að framtíðin hlaut að hvíla á hinum ungu. því aðeins gæti hún orðið landi og lýð til héilla, að æskan væri vel mennt. Það sýnir skilhing og gjör- hygli þessa tvítuga ungmennis, sem þegar var tekinn við ábyrgð armiklu starfi sem hann gat vænt anlega haldið, að hann taldi sig ekki hafa nægan þroska og und- irbúning til að halda því áfram að svo stöddu. Þetta sama sjónar mið hafði hann reyndar alla ævi: Að sá, sem tæki að sér æskulýðs starf á breiðum grundvelli, væri aldrei nógsamlega undir það bú- inn, ný reynsla, ný þekking yrði að haldast í hendur við erfðir fortíðarinnar. Jón sigldi til Danmerkur árið 1905 og settist í kennaraskólann i Jonstrup á Sjálandi og lauk þaðan kennaraprófi árið 1908. eftir að hafa sótt námskeið við Kennaraháskólann í Khöfn 1905. En honum var þetta ekki nóg. Að loknu góðu prófi fór hann í náms- og kynnisferð um Norður lönd 1908, fyrst og fremst í þv! augnamiði að kynnast æskulýðs- starfi, jafnframt því sem augu og eyru voru sí opin gagnvart menningarlegum hræringum samtíðarinnar. Og síðar á æv- inni sigldi Jón þrívegis til út- landa til að víkka sjónarsviðið. Jón vildi ekkert hálfkák. Hann gat tekið undir með skáldinu: Byggið traust svo borg vor fái staðið í blárri fjarlægð tímans endalaust, og jötunþykka hallarmúra hlaðið á hellubjargsins grunni — byggið traust. — Og nú var hann viðbúinn cð taka til starfa af fullri alvöru, Hann mátti eflaust telja einn efnilegasta kennara landsins á sinni tíð. og leiðirnar stóðu hon- um opnar í Danmörku, en fóstur jórðin kallaði. Þá voru óvíða fast ,r barnaskólar, og mun Jóni m.a. hafa staðið til boða að setjast að, þar sem þéttbýlið var mest og kjörin þar af leiðandi líka, í Reykjavík. En það var ekki þangað, sem hugur unga manns- ins frá Veðramóti stefndi. Hann sá og vildi fyrst og fremst það eitt, að setjast að í sinni heima- sveit, plægja þar lítt gróinn ak- ur, og leggja sín lóð á vogaskál arnar til upphafningar sínu litla og fátæka sveitarfélagi. Hann réðist skólastjóri að barnaskólanum á Sauðárkróki haustið 1908 og hélt því starfi til 1952, er hann varð að hættá fyrir aldurs sakir. Einnig var hann skólastjóri Unglingaskóla frá 1908 til 1946. Þarna hafði Jón Þ. Björnsson haslað sér völl. Og þarna var hann á sinni réttu hillu. Hann var vel menntaður, hann hafði brennandi áhuga og var sérlega íjölhæfur. Auk hinna almennu kennsiugreina var hann íþrótta- kennari, enda íþróttamaður sjálf ur og kenndi m.a. sund í kaldri laug, sem mynduð var með fyrir hleðslu í Sauðárgili. Jón var list skrifari og nokkur teiknari, enda kenndi hann teikningu, svo og handavinnu. Söngvinn var hann iika, þó hann muni ekki hafa kennt söng, það ég veit, en söng fræði, og mun slíkt hafa verið fágæt fræðigrein í barnaskólum á þeim árum. Auk fjölhæfni sinnar í kennslu var Jón sívakandi við að afla skólanum kennslutækja, og trúlega þykir mér að á tíma bili hafi Sauðárkróksskóli verið betur búinn að tækjum en flest- ir aðrir barnaskólar landsins. Er lendis mun Jón hafa lært að stoppa upp fugla, og þegar Jón fór frá, var til mikill fjöldi stopp aðra fuglahama og annarra nátt- úrugripa, sem hann hafði safnað sjálfur og gengið frá svo þeir mættu geymast varanlega. Hér mun hann hafa verið meðal for- eöngumanna í samtíð sinni. Þær vörður, sem Jón hlóð á vegi uppvaxandi æsku, væru einar sér nóg verkefni hverjum meðal- manni, og vel það. En það er nú einu sinni þannig, að þegar starf hæfir og starfsfúsir menn koma fram á sjónarsviðið, þá kallar samtíðin á krafta þeirra, kann- ske oftar og kröfufrekar, en hollt er eða rétt. Af þessum kröfum sveitunga sinna fór Jón ekki varhluta. Honu,n var ekkert mannlegt ó- viðkomandi. Þessvegna var hann ávallt fús að taka til hendi, hvar sem góð mál kölluðu hann t.i fylgis. Erfiðast og tímafrekast mun kall sveitarfélagsins hafa verið, e.n hann var hreppsnefndarmað- ur í Sauðárkrókshreppi 1913- 1936, og jafnframt oddviti hrepps nefndar allan þennan tíma að tveim síðustu árunum undan- skildum. Þetta var erfitt og eril samt starf, nær ekkert launað, en nóg af vanþakklæti. En þetta var ekki nóg. Áhug- inn var svo brennandi, maður- :nn svo vakandi. Kirkja og kirkjumál voru ein af uppistöðunum í lífsvef hans. Var hann formaður sóknarnefnd ar á Sauðárkróki um tæplega hálfrar aldar skeið, og meðhjálp ari lengi ,enda trúmaður mikill og áhugasamur um kirkjuleg máléfni. Bindindismaður var Jón af heilum hug, ekki aðeins heill bar áttumaður gegn víndrykkju, heldur engu að síður gegn tó- baki>-. og öðrum skaðlegum nautnameðulum. Hefur hann gegnt ýmsum störfum fyrir Goodtemplara og var stjórnandi barnastúku á Sauðárkróki um hálfa öld, var líka hvatamaður að stofnun Bindindisfélags skag firzkra ökumanna. Rauði krossinn. Dýraverndun- arfélagið. Ungmennafélagið og fleiri félagssamtök sijá á bak ryrrv. stjórnarnefndarmanni. öt- ulum velunnara og baráttu- manni. í stuttri minningargrein er ekki hægt að telja upp smáatriði, Ég hefi aðeins stiklað á stóru. En það er óhætt að slá því föstu að hvar, sem til orða kom eitt- hvað það, sem horfði í menning- srátt og gat orðið almenningi til hsgsbóta, þar var Jón tilbúinn að rétta hjálparhönd alla stund, meðan kraftar entust. lllMIIMIMIIMIMIIMIMIIMMIIIIItlMMIIMIMIMIIMMIIMIMIIMIIIIMIIIIIIIMIIHIMIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIM II = Kveðja frá bæjarstjórn I 3 i Sauðárkróks a 5 I Byggðarsaga Sauðárkróks er ekki löng. a EE Fyrsti landneminn, Árni Árnason, settist þar að 1871. = Síðan hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt og nema nú 3 = rúmum þrettán hundruðum. 1 i Þetta 93 ára tímabil hefur spannað annir og erfiðleika. | = en einnig gleðistundir og framfarir. | = Einn þeirra, sem markað hafa öruggust spor i þessn = byggðarlagi um hálfrar aldar skeið er Jón Þ. Björnsson frá a 3 = Veðramóti, fyrrverandi skólastjóri. 3 = Á þeim tíma var hann forsvarsmaður hverskonar menn- 3 ingar- og framfaramála. Rúma tvo áratugi var hann oddviti 1 hreppsnefndar. § Bæjarstjórn Sauðárkróks kaus hann fyrsta heiðursborg- = ara Sauðárkrókskaupstaðar í virðingar- og þakkarskyni fyrir I vel unnin störf, sem lengi sér staðar. Nú þegar hann kveður endurtökum við þakkir okkar. = Hans er gott að minnast. | Við vottum aðstandendum innilega samúð, vitandi það, = að þeir geyma í huga sér mynd og minningu góðs drengs, 3 eins bezta sonar þessa byggðarlags. = Jón Þ. Björnsson. Þér sé heiður og þökk. = Far þú í guðs friði. § Bæjarstjórn Sauðárkróks. =5 llllllMIIMIIIIIItlllUHIIIIMtllltllllMHMIIHtHIHIIIIIIIMIItlltHIHillllllHlillllllllltllllilHltllltHtlllllllltlllllllltlllllltllll Slíkra manna er gott að minn ast. Þeim er aldrei ofbakkað. Jón var heiðursfélagi Rauða Kross íslands, Unffmennafélaesins Tindastóls á Sauðárkróki og Stór stúku fslands. Einnig var hann heiðursfélagi í Félagi skag- firzkra kennara og Samh. norð- ienzkra barnakennara, en báð- um þeim félögum hafði hann veitt forstöðu. einnig var hann heiðursfélagi Rotaryklúbbs Sauð árkróks. Sæmdur var Jón riddarakrossi fálkaorðunnar 1953 og heiðurs- merki R.K.Í. 1954. Sauðárkrókskaupstaður kaus Jón sinn fvrsta og eina heiðurs- borgara í þakklætis- og viður- kenninvarskyni fvrir vel unnin störf. Var sú sæmd honum fylli- iega samboðin. Eftir þessa stuttarlegu upptaln ingu á því helzta, sem Jón fékkst við um dagana, má glögg ur lesari sjá, að hér hefur farið maður, sem eftirsjá er að. En enginn deili við Alföður, skapa- dægur hvers og eins eru í hans almáttugu hendi. Gagnvart sveit- arfélatginu og þjóðinni allri get- um við tekið undir með skáld- inu, sem óskar þess, að hún eigi ávallt — „menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir." Þó harmur fylgi missi, er gott að með fari gleðileg þökk fyrir gifturík ár, og hér er þeirra að minnast. Jón lætúr ekki eftir sig mik- inn veraldleigan auð, en góðar minningar og dáðrík sp>or. Fyrst og fremst var hann maður, sem ávallt var tilbúinn, einn þeirra, sem ekki virðist skapaður fyrir einn tíma frekar en annan, hann var sífellt að læra og'þessvegna ávallt barn sinnar samtíðar. Heill og framtíð uppvaxandi kyn sióðar var honum allt. Félags- þroski hans og þátttaka í menn- ingar- og líknarfélögum var lið ur í þessu uppeldisstarfi. Þar var hann allur. Þar var auður bans, gull hans í lófa framtíðar- innar. Jón var tvígiftur. Fyrri kona hans var Geirlaug Jóhannesdótt ir hin ágætasta kona, dáin 1932. Börn þeirra voru, Stefán, arki- tekt, f. 16. okt. 1913, Jóhanna Margrét f. 2. febr. 1915, Þor- björg, skólastýra Hjúkrunar- kvennaskóla fslands. f. 2. jan. 1917, Sigurgeir, f. 30. ág. 1918, Björn, héraðslæknir í Kanada f. 21. maí 1920. Ragnheiður Lilja, f 14. apr. 1923, Gyða, f. 4. ág. 1924, Jóhannes Geir, listmálari, f 24. júní 1927, Ólína Ragnheið- ur, f. 7. okt. 1929 og Geirlaugur, f. 29. marz 1932. Síðari kona Jóns, sem lifir mann sinn er Rósa Stefánsdóttir, húsmæðrakennari, sem skapa^i honum hlýtt og gott heimili á efrj árum óg var honum sam- hent i hvívetna. Þau ólu fósturdóttur. Geiriangu, dótt-if Björns, sonar Jóns af fyrra hjóna bandi. Hér var auður Jóns upptalinn. Mannvænlag börn skapa góða framtíð. Góð kona, samhent manni sín um, er ein þess umkomin að skapa gott heimili. Þrátt fyrir langar og miklar æviannir var Jón Þ. Björnsson hamingjunnar barn. Um leið og ég votta konu hans. börnum og venzlafólki öllu sam úð vegna missis þeirra, sam- gleðst ég þeim, að eiga því láni að fagna að geta kvatt góðan og mikiNjæfan mann. Mér auðnaðist ekki að vera samtíða Jóni Þ. Björnssyni fyrr en á efri árum hans, þegar hann var að kveðja sitt hugleiknasta ævistarf, kennsluna. Það eru tólf ár síðan. Hann var þá i íullu fjöri og ég minnist þess. hve mér fannst maðurinn allur eftirtektarverður. Hann var fríð or sýnum og spengilegur, örugg- ur í framgöngu og snarlegur. Þó veitti maður kannske engu frek ar athygli en augunum, sem voru óvanalega skýr og talandi eg gátu bæði speglað hroshlýja rnildi og fasta ákveðni stjórnar ans. Það hlutu allir að taka eft- ir Jóni og minnast hans, bæði sakir líkamlegrar og andlegrar leisnar. Þegar hann kvaddi Sauð árkrók og flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni, missti þessi litli bær eitthvað af svip sínum, eitthvað sem aldrei kem- ur aftur. Ég veit ,að þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. var eftirsjá hans mikil og nokkur uggur í hug um það, hvernig til mundi takast. En hann var hætt ur eftir hálfrar aldar starf. Hann vissi. hvernig hjól tím- ans snýst hægt en örugglega og það tekur maður við af manni. Þó hann væri búinn að vera hús bóndi í Barnaskóla Sauðár- króks lengur en hægt er að gera ráð fyrir að aðrir verði, og hefði mótað þá stofnun næstum frá upphafi, þá lét hann það ekki henda sig að vilja ráða þar leng ur en lög og reglur heimiluðu. Sjálfur fann ég, hvers mér var vant, að taka við af slíkum fyrir rennara þessvegna leitaði ég oft ráða og leiðbeininga. Þar stóð aldrei á fyrirgreiðslu. Ég fann að hér átti ég ráðhollan vin og Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.