Morgunblaðið - 11.09.1964, Síða 3
Föstudagur 11. sept. 1964
MORGUNBLÁÐIÐ
3
SIAKSTEINAR
__ je minn, þeir eru hárlausir, sagði smávaxin yngismær, þegar hún kom auga á dönsku „bítlana“. — Spédráttinn dró ^
Hilmar Helgason, — sézt hér, er íslenzkir smábítlar fagna dönsku unglingahljómsveitinni „The Telstars“ við komu þcirra til =
Reykjavikur. M
ÞEGAR BIAÐRAN SPRAKK!
Kaupahéðnar
Á Alþingi 1956 gerðu vinstrl
stjómar flokkamir þingsálykt-
un um, að varnarsamningnum
við Bandaríkjamenn yrði sagt
upp. Þetta mál var síðan notað
í kosningunum í öryæntingar-
fullu kapphlaupi kommúniista
og Framsóknarflokksins um
nokkur dreifð þjóðvarnarat-
kvæði.
Þessi samþykkt varð fræg a®
endemum,- því að ekki aðeins
láðist að gæta samninga íslands
við á'yktunina og því trausts
tslands rýrt erlendis af þeim
sökum, heldur reyndist þetta
áróðurssamþykkt, sem vinstri
stjórnin gafst upp við að fram-
Il.æma, en sótti þess í stað um
gjafalán til Bandaríkjanna, gegn
því að ekki yrði frekar að ver-
ið. Er þetta eina dæmið í sögu
lýðvefdisins ums að réttur ís-
lands hafi verið boðinn til kaups
og seldur.
Þegar hugur fylgir máli
Þegar samþykktin var gerð
1956, þá sagði Molotov, sem þá
var ráðamaður í Moskvu: „Við
eigum góða vini á íslandi“. Þjóð
vi jinn sagði 21. nóv. sama ár:
.samkvæmt ákvörðun Alþingis
verða samningarnir við Banda-
rikin í höndum ríkisstjórnarinn
ar allrar“, þ.e. kommúnista,
Framsóknarmanna og Alþýðu-
flokksins. Þeir voru því allir
samábyrgir um samningsgerð-
ina, eins og um ályktunina.
ÞEIR komu í fyrrakvöld
dönsku piltarnir, sem ís-
lenzk ungmenni hafa beðið
eftir. The Telstars heita
þeir og hafa hérlendis ver-
ið nefndir „hinir dönsku
bítlar“. Sú staðhæfa reynd-
ist þó staðlaus stafur, þeg-
ar til kom. Það voru ósköp
„normal“ undir menn, sem
stigu út úr flugvél flugfé-
lagsins kl. 11:23 í fyrra-
kvöld. Sakleysislegir ungl-
ingar, sýnilega ruglaðir á
öllu, sem var að gerast í
kringum þá. Og það var
ekkert smáræði. Á flugvell
inum var til staðar stór
hjörð af aðdáendaliði,
blaðamönnum, ljósmyndur
um — og skellinöðruknöp-
= ura:
Aðdáendaliðið var að mestu
leyti skipað smábítlum, strákl-
ingum á gelgjuskeiði með hár-
flækjur niður í augu, að því
er óljúgfróður maður tjáði
okkur, en frásögn hans af
þeirri kómedíu, sem þarna var
sett á svið, fer hér á eftir:
— Eins og vænta mátti
gengu goðin síðust frá borði.
Varð þá uppi fótur og fit
meðal blaðamanna og ljós-
myndara. Hinir síðarnefndu
valhoppuðu í kringum stjörn-
urnar, en blaðamþnnirnir
héldu sig í hæfilegri fjarlægð.
Tveir lögregluþjónar voru á
vettvangi, og var pólitíið reiðu
búið að grípa í taumana, ef
áætlunin gengi úr skorðum.
— Je minn, þeir eru hár-
lausir, sagði smávaxin yngis-
mey á fermingaraldi, þegar
hún kom auga á listamennina.
— Þetta er svindl. sagði vin
kona hennar. Þetta eru engir
bítlar. Sjáðu, einn er með sól-
gleraugu!
— Já, finnst þér hann ekki
sætur?
— Ef maður sæi bara
almennilega framan í hann.
Þær tylltu sér á tá og veifuðu
til listamannanna. Þetta eru
svaka töffarar, maður.
Þeir veittu þeim ekki at-
hygli. Þeir veltu því augsýni-
lega fyrir sér, eftir hverju
unglingarnir væru að bíða. Þá
grunaði ekki, a'ð móttökurnar
áttu eftir að verða enn stór-
kostlegrh
★ ★
Meðan listamennirnir höfðu
viðdvöl hjá fulltrúum útlend-
ingaeftirlitsins og tollgæzlunn
ar beið móttökuliöið í ofvæni
í biðsal Flugfélagsins. Úti fyr-
ir dyrum barst til eyrna feikn
arlegur gnýr, og þegar það
mál var rannsakað, kom í
ljós, að hér voru á ferð tveir
tugir skellinöðruknapa, flestir
hárprúðir mjög. Hér var sam-
an kominn einn hluti móttöku-
liðsins, — heiðursfylkingin.
Þegar listamennirnir birtust
allt í einu í biðsalnum, varð
ókyrrð nokkur meðal við-
staddra. Hinir hárprúðu bítla-
aðdáendur þustu í áttina til
þeirra og eihn hinna íslenzku
umboðsnjanna heyrðist gauka
að ungum heiramanni: „Þú
ert í móttökunefndinni-^— þeir
eru komnir“.' Rithandasafnar-
ar höfðu bækur sínar á lofti
og réttu þær í áttina til lista-
man'nanna. Slíkt atferli er öld-
ungis óþekkt hér uppi á ís-
landi, og má af þessu ráða, að
unglingum hérlendis þykir
mikið til heimsóknarinnar
koma.
Gnýr skellinöðruknapanna,
sem voru orðnir óþolinmóðir
að biða svo lengi, færðist í
aukana — og komu nú lista-
mennirnir út úr flugstöðvar-
byggingunni með móttökulið-
ið á hælunum. Þeir stigu upp í
gljáfægðar bifreiðir og hurfu
á braut. Knaparnir sigldu í
kjölfarið. Það var virðuleg
prósessía, sem ók um götur
borgarinnar þetta kyrrláta
haustkvöld.
★ ★
Við höfðum heyrt frásögn
sjónarvotts af þeim atburði,
er dönsku hljómlistarmenn-
irnir „The Telstars" að við-
bættum dönsku systrunum
Lecie og Lecienne og um-
boðsmanni þeirra stigu fyrsta
sinni á íslenzka grund. Þetta
var mikill dagur fyrir ís-
lenzka bítla, en líklega munu
bítlar hvergi vera fleiri í
heiminum í einu landi —
miðað við höfðatö'lu að sjálf-
sögðu. Okkur fýsti að heyra
viðhorf listamannanna sjálfra
til móttökuathafnarinnar og
lögðum í því skyni leið okkar
í Austurbæjarbíó í gær en
fólk í nærliggjandi húsum
hafði tjáð okkur, að eitthvað
væri á seyði í þvi húsi.
Það stóð líka heima. Þeir
höfðu stillt sér upp á svið-
inu, ásamt stúlkunum og
æfðu sig af kappi fyrir hljóm-
leikana, sem áttu að fara
fram þá um kvöldið. Þetta
voru myndarleg ungmenni og
yfirlætislaus og tónlistin
prýðilega flutt. Þetta var
hljómsveitin, sem bar sigur
úr býtum í Tívoli í Kaup-
mannahöfn á síðasta ári.
Bítlalegir í útliti voru þeir
ekki. Tónlistin, sem þeir
flytja, er að mestu leyti sam-
in af þeim sjálfum og verður
ekki annað sagt en að hún
láti mjög vel í eyrum.
Víð vorum kynntir fyrir
umboðsmanni piltanna, ung-
um manni og grannholda,
Jörgen Krul. Okkur var sagt,
að hann væri heimilisvinur
söngkvennanna ungu, en for-
eldrar stúlknanna hefðu sett
það skilyrði fyrir fslandsför M
þeirra, að hann yrði með til ~
eftirlits.
Jörgen Krul bauð okkur að
ganga til fundar við lista-
mennina. Skotið var á hús-
þingi í vistlegri kjallaraholu
samkomuhússins.
★ ★
Fyrsta spurning okkar var s
á þessa leið:
— Hvað fannst ykkur um
'hinar höfðinglegu móttökur
við komu ykkar hingað til
lands.
— Við vorum mjög undr-
andi, sagði Jörgen. Annars
vissum við ekki, hvað mundi
gerast.
— Þið semjið ýkkur ekki 51
að siðum bítlanna?
— Nei, mikil ósköp. Raunar
greiða strákarnir hárið stund-
um fram á ennið, svo langt
sem það nær, en það kemur
aðeins fyrir þegar mikið
kveður að óskum um bítillög.
— Eru margar slikar hljóm-
sveitir í Danmörku.
— Það er hreint ótolulegur
fjöldi. Hinir viðurkenndu
dönsku bítlar heita „The
Beethovens“.
— Hvað heitir tónskáldið
i hljómsveitinni ykkar?
— Það er Claus Kragh,
gítarleikarinn. Hann fær hug- M
myndirnar en annars hjálp- M
umst við allir að með útsetn- g
ingarnar.
— Hvnð verið þið lengi p
hér?
— Hálfan mánuð eða þrjár g
vikur. Það er ekki alveg
ákveðið enn. Eftir dvöíina
hér liggur leiðin til Ítalíu.
— Eruð þið farnir að
hlakka til að draga fram
hljóðfærin í kvöld?
— Ja, óneitanlega erum við S
eftirvæntingarfullir, þegar s
htið er á móttökurnar, sem s
við hlutum við komuna hing- =
að.
ind.
SmiiiiiiiiuuiiiiiiiiiuiiiiiuinninnuniuiiiuiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiuiiiuuiiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiimimimiiimmmiiimimiiiiiiiimmmimiiiiiimimmimmuiuutiaiiiummmiuimiiimiimimimummimiiiiiiimmiMimimimmif
Afli sæmilegur á Hólmavík
MORGNBLAÐIÐ átti í gær sam- I Hólmavík. Hann sagði, að sæmi
tal við séra Andrés Óiáísson, 1 iega hefði aflazt að undanförnu,
bæði á dragnót og færi. Gott
veður væri og sólskin, en nætur-
frost eins og víðast um landið.
Öll kartöflugröe munu fallin á
Hólmavík, en uppskeran virðist
góð.
Berjaland hefur þótt gott 1
Steingrímsfirði,
1 desember 1956 er því svo
lýst yfir, ,^3 viðræðunum um
endurskoðun varnarsamningsins
að því er varðar brottflutning
varnarliðsins verði ekki haldið
áfram“.
Þjóðvií'jinn segir daginn eftir
í afsökunartón: „Það má segja,
að ekki skifU öllu máli, hvort
bandariska hernámsliðið hverfi
af Jandi brott nokkrum mánuð- *
um fyrr eða síðar.“
Ekki var síðan frekar minnst
á þetta mál í ríkisstjórninni, en
hún falaðist eftir gjafafé í stað-
inn.
Þetta var svartasía dæmið úr
sögu utanríkismála lýðveldisins
og dæmi um lágt stjórnmálailegt
siðgæði. Þegar vinstristjórnar
flokkarnir fundu þann stuðning,
sem varnir landisins og sam-
vinnan við vestrænar þjóðir
átti í hugum fólkisins, þá runnu
þeir vitaskuld á irálinu, en að
falast eftir mútufé í staðinn, þar
var heiður íslands flekkaður og
mun skömm þeirra, sem að
stóðu, lengi uppi.
Ábyrgð í uíanríkismálum
Það á sama við í samskiftum
þjóða og einstaklinga, að það er
framkoma, lieiðarleiki og einurð
hvers og eins, sem ræður mann
orði hans. Ábyrgðarleysi og póli
tískar spekúlasjónir með utan-
ríkismálin eru því ekki fallin til
annars en rýra álit íslands og
innlendra stjórnvalda.
Flestar menningarþjóðir hafa
samstöðu um a'Ia meginþætti ut
anríkisstefnu sinnar, þótt skoð-
anir kunni að Vera skiftar í
einstökum atriðum, enda eru
hagsmunir þjóða flestum inn-
lendum mönnum augljósir og
samstaða talin nauðsyn. Festa
og einurð í meðferð utarríkis-
mála eru talin nauðsynleg til
þess að þjóðin og ríkisstjórn
hennar, hver sem hún er á hverj
um tima, geti talizt ábyrgur og
trausti verður samningsaðili og
hæf til samvinnu í fuV.ri alvöru.
Meginþorri íslendinga stend-
ur nú einhuga m<eð þeirri ut-
anríkisstefnu, sem hvetur til á-
byrgðar og samvinnu. Sú stefna
hefur aflað þjóðinni trausts og
virðingar.
>