Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 6
6 M 0 RG UN BLAÐIÐ r Föstudagur 11. sept. 1964 Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Sími 11467. Rafhlöiurnar fyrir transistor viðtæki. Hvað dugar bezt? Mér hefur borizt bréf frá einum, sem daglega ferðast meS Hafnarfiarðarvagninum. Segir hann, að ferðirnar séu það fáar, að vagnarnir séu meira en yfir- fullir á mesta annatimanum. Spyr hann, hvort forstöðumenn Landleiða vilji ekki reyna að fá einhverja vélþjöppu til þess a3 þjappa farþegunum betur sam- an í vögnunum. Mér finnst þetta ekki vitlaus tillaga — og veit, að Hafnar- fjarðarvagnarnir mundu anna enn meiri flutningum, ef far- þegarnir yrðu fluttir í sam- þjöppuðu formi. Og ekki er annað að skilja á bréfritara, en farþegarnir mundu sjálfir blása sig út, þegar komið er út úr vagninum — Landleiðum að kostnaðarlausu. Kannski dugar þessi margumtalaða blástursað- ferð einmitt bezt á Hafnarfjarð- leiðinnL Tónleikar Serkins ÞAÐ ER mála sannast, að sam- jöfnuður listaverka og lista- manna er oftast marklítill og út í hött, og niðurstöðurnar sem hann leiðir til geta einatt orðið ó sanngjarnar eða villandi. Þó leit ar slíkur samanburður stundum næsta fast á hugann, og er ekki fyrir það að synja, að hann geti Rudolf Serkin einstöku sinnum verið réttlæt- anlegur eða að minnsta kosti af sakanlegur. Á síðustu árum og áratugum hafa Reykvíkingar átt þess kost að hlýða á marga ágæta píanó- leikara, innlenda og erlenda, og ef til vill er píanóleikur sú grein tónlistar, sem flestir geta dæmt af nokkurri þekkingu og skyn- semi. Dómarnir láta heldur ekki á sér standa, og satt að segja eru það ekki alltaf þeir orðhvötustu, sem birtast á prenti. En svo getur komið fyrir, að dómurunum verði orðfall, og þá er gripið til samanburðarins: Annað eins hefir ekki heyrzt; lengra verður ekki komizt. Þetta mun hafa verið hið al- menna álit áheyrenda á tónleik- um Rudolfs Serkins í Austurbæj arbíói sl. laugardag, og treystir undirritaður sér ekki til að bæta miklu við það. Séu einhver orð til, sem hér hefðu getað átt við, er hætt við að þeim hafi áður verið „eytt“ þar sem síður skyldi og þau þannig glatað nokkru af merkingu sinni og þunga. Tækni listamannsins er hér orðin slíkt aukaatriði, að áheyrandanum verður naumast hugsað til henn ar meðan á hann er hlýtt, og með ferðin er svo rík af vitsmunum, hita og spennu, að hver nóta virð ist vera þrungin merkingu. Mér er nær að halda, að enginn, sem blýddi á þessa tónleika af al- hug, geti nokkru sinni orðið al- veg samur maður síðan. Stundum er Látið að því liggja, að Tónlistarfélagið sé að slaka á klónni, það sé ekki lengur sá aflvaki í tónlistarlífinu sem áður var og tónleikahald þess með minni glæsibrag. En þess er að gæta, að fleiri eru nú um þessa hitu en lengst af hefir verið, og því hlýtur framlag hvers einstaks að sýnast minna en áður. Og vera má, að á viðskiptavinum Ágæt héraðsmót TVÖ HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðis- manna voru haldin á Vestfjörð- um um síðustu helgi. Var hið fyrra þeirra á ísafirði á laugar- dagskvöld. Frú Geirþrúður Charles, formaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins á ísafirði, setti mótið og stjórnaði því. Ræður fluttu Jóhann Hafstein, dóms- málaráðherra, og Sigurður Bjarnason, alþingismaður. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, söng einsöng. Undir- leik annaðist Carl Billich, píanó leikari. Ennfremur fóru leikar- arnir Róbert Arnfinnsson og Rú- rik Haraldsson með skemmtiþátt Bæði ræðumönnum og listamönn unum var vel tekið. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Fór mótið ágætlega fram. Fjölmennt héraðsmót HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Akureyri og í Eyjafirði var haldið í Sjálfstæðishúsinu á Ak- ureyri sl. sunnudagskvöld. Mótið, sem fór hið bezta fram, var mjög fjölsótt og kom á það fólk víða að úr sveitum Eyjafjarðar. Samkomuna setti og stjórnaði Halldór Blöndal, erindreki. Dag- skráin hófst með einsöng Guð- Héraðsmótið á Súðureyri. Á sunnudagskvöld efnlu Sjálf stæðismenn í Vestur-ísafjarðar- sýslu til héraðsmóts á Suðureyri. Samkomuna setti og stjórnaði Óskar Kristjánsson, framkvæmda stjóri, formaður Sjálfstæðisfé- lags Sugandafjarðar. Ræður á þessu móti fluttu Jóhann Haf- stein, dómsmálaráðherra, og Matthías Bjarnason, alþingismað ur. Sömu listamenn og komu fram á mótinu á ísafirði fóru með skemmtiatriði á þessu móti. Var ræðumönnum og listamönn unum mjög vel fagnað. Héraðs- mótinu lauk svo með því að stig inn var dans fram eftir nóttu. Mót þetta var fjölsótt og fór fram með mestu prýði. Ævintýrin gerast enn Fólk virðist hafa mikinn áhuga á væntanlegu brúðkaupi Önnu-Maríu Danaprinsessu og Konstantíns Grikkjakonungs. Enda þótt kóngafólkið sé ekki jafnatkvæðamikið nú orðið í heiminum og áður var, virðast sögurnar um „kóng og drottn- ingu í ríki sínu“ jafnan hitta í mark, ekki sízt meðal kven- þjóðarinnar, sem er þyrst í all- ar myndir og frásagnir af kóngafólki. Og væntanlegt brúðkaup í Aþenu er í rauninni eins og klippt út úr ævintýrum, göml- um ævintýrum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það í raun- inni ánægjulegt, að þrátt fyrir alla breytinguna, sem orðið hef- ur á veröldinni, geta prinsess- umar enn hitt prinsinn (eða kónginn) sinn — alveg eins og mundar Guðjónssonar, óperu- söngvara, en undirleik annaðist Skúli Halldórsson, tónskáld. Þá flutti Jónas G. Rafnar, alþingis- maður ræðu. Síðan söng Sigur- veig Hjaltested, óperusöngkona, einsöng. Þessu næst flutti Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ræðu. Að ræðu ráðherrans lok- inni skemmti Ævar Kvaran, leik ari. Að síðustu sungu þau Guð- mundur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltested, tvísöngva. Var ræðu- mönnum og listafólkinu vel fagn að. Að dagskránni lokinni var dansað fram eftir nóttu. ungu stúlkurnar, sem ekki hafa blátt blóð í æðunum, finna sinn „prins“ fyrr eða síðar. Leggizt ekki í dvala Það hlýtur að vekja at- hygli allra þeirra, sem aka um þjóðvegi landsins, hve öll mann virki rafmagnsveitnánna bera af hvað varðar snyrtingu og gott útlit. Það er í rauninni sama hvar komið er. Stöðvarhús og íbúðarhús starfsmanna við raforkuverin eru vel máluð og hirt — og ekki er fyrr búið að taka stöðina í notkun en búið er að þekja og rækta umhverfið. Margir mættu af þessu læra. Því miður virðist það vera meg- inreglan á íslandi að slappa af og fara að taka það rólega um leið og búið er að taka ný húsa- kynni í notkun, enda þótt allt sé ófrágengið að utan: Hús ó- pússuð, eða ómáluð — og allt umhverfið eitt moldarflag. í gær minntist ég á Valhöll á Þingvöllum að gefnu tilefni. Ég er viss um að þar breyttist eitt og annað til batnaðar, ef raf- magnsveiturnar væru beðnar um aðstoð, eða a.m.k. góð ráð. Ég veit, að af hálfu borgar- yfirvalda í Reykjavík hefur ver ið lögð vaxandi áherzla á að fá menn til að ganga frá öllu utan húss eins fljótt og auðið er eftir að raunverulegri byggingu er lokið. Byggingaframkvæmdum er hins vegar hvergi lokið fyrr en búið er að ganga frá húsum að utan og fullgera lóðirnar. Hin stóraukna malbikun gatna og lagning gangstétta hvetur fólk vonandi til þess að leggjast ekki í dvala um leið og teppin eru komin út í horn. Sjóstangaveiðimótið, sem Sjóstangaveiðifélag Akureyr- ar gekkst fyrir, var haldið um sl helgi. Hér með fylgir mynd af verðlaunahöfunum, talið frá vinstri: Hákon Jóhannsson, Edda Þórs, Halldór Snorrason, Jó- hannes Rristjánsson, Matthí- as Einarsson og formaður Sjó stangaveiðifélags Akureyrar, Steindór Steindórsson, sem heldur á Skipstjórabikarnum, f sem Jóhann Jónasson hlaut, V en hann gat ekki verið við- \ staddur verðlaunaafhending- x una. A Á minni myndinni sést for T maður Sjóstangaveiðifélags ú Akureyrar, Steindór Stein- w dórsson, afhenda Jóhannesi r Kristjánssyni Björgvinsbikar- k inn fyrir mestan einstaklings y afla. Z Tónlistarf élagsins sannist hið fornkveðna, að „gleymt er þá gleypt er“. í efnisskrá þessara síðustu tón leika félagsins er rifjað upp tón- leikahald þess á þessu ári og það sem í vændum er til áramóta, og er síður en svo, að þar sé valið af verri endanum. Glassilegri byrjun á vetrar- starfi féjagsins en tónleikar Serkins var vart hugsanleg, og er félagið ekki á fallandi fæti, meðan slíkt er í pokahorninu. Jón Þórarinsson. ei ?a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.